Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Vesturtún 49a 225 Álftanes Mjög fallegt og tignarlegt parhús Stærð: 148,1 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1997 Brunabótamat: 33.445.000 Bílskúr: Já Verð: 38.900.000 Mjög barnvænt hverfi stutt í skóla, sundlaug og aðra þjónustu Eignin skiptist sem hér segir: Neðri hæð : Flísalögð, rúmgóð forstofa með skápum. Innaf forstofu er stórt parketlagt barnaherbergi . Gott eldhús með fallegri innréttingu og borðkrók. Samliggjandi stofa og borðstofa , parket á gólfi. Baðherbergi með sturtu, flísalagt. Gott þvottahús með innréttingu. Innaf þvottahúsi er innangengt í bílskúrinn .Stórt,parketlagt barnaherbergi . Hjónaherbergi með fataherbergi og skrifstofuhorni. Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. Hannes Steindórsson S: thorarinn@remax.is hannes@remax.is Opið Hús Mánudaginn 15.júní frá 18:30 -19:00 RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is 699 5008 Ertu að taka þátt í ljósmyndakeppni mbl.is & canon? Prentaðu myndina þína á striga fyrir aðeins 4.950 kr. með heimsendingargjaldi. HINN 22. maí sl. boðaði umhverf- isráðneytið og Nátt- úrufræðistofnun Ís- lands til fundar þar sem umræðuefnið var ágengar framandi teg- undir. Þar gáfu fjórir sérfræðingar yfirlit um stöðu mála hér- lendis og nýr umhverf- isráðherra boðaði að- gerðir. Þetta var á degi sem helgaður er baráttunni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sú ískyggilega mynd sem fyrirlesarar drógu upp af innrásartegundum (invasive species) og þróun mála hérlendis kom eflaust mörgum á óvart. Við blasir af hálfu íslenskra stjórnvalda og opinberra stofnana áratuga aðgerðaleysi og brot gegn lagafyrirmælum og alþjóðlegum skuldbindingum. Nú reynir á nýja ríkisstjórn og ráðherra að bregðast hart við og samræma aðgerðir. Lagarammi og skuldbindingar Seytján ár eru liðin frá und- irritun alþjóðasamningsins um verndun líffræðilegrar fjölbreytni á ráðstefnunni í Rio de Janeiro 1992. Í honum segir m.a. að aðilum að samningnum beri „að koma í veg fyrir að fluttar séu inn erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, bú- svæðum eða tegundum, að öðrum kosti stjórna þeim eða uppræta þær“. (grein 8.h) – Athygli vekur að á upplýsingavef umhverfisráðuneyt- isins hefur íslensk þýðing samn- ingsins ekki verið aðgengileg þótt hana megi finna í Stjórnartíðindum. Við endurskoðun laga nr. 44/1999 um náttúruvernd var tekið inn ákvæði um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera (41. grein). Samkvæmt henni skal umhverf- isráðherra kveða á um skráningu, innflutning, ræktun og dreifingu lif- andi framandi lífvera hérlendis og skipa sérfræðinganefnd stjórnvöld- um til ráðgjafar um þessi efni. Ráð- herra gaf ári síðar á grundvelli lag- anna út reglugerð varðandi útlendar plöntutegundir (Rg.583/ 2000) og setti jafnframt á fót sér- fræðinganefnd um þau efni. Hlið- stæðar reglugerðir hafa enn ekki verið út gefnar um aðra lífveruhópa en þó er til ráðgjafanefnd um inn- flutning dýra. Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar Í janúar 2006 kom út á vegum Ríkisendurskoðunar skýrsla undir heitinu „Samningurinn um líffræðilega fjöl- breytni – Umhverf- isendurskoðun“ (http://www.rikisend- urskodun.is/files/ skyrslur_2006/ liffraedileg.pdf ). Þar var að frumkvæði stofnunarinnar fjallað um áhrif og stöðu þessa alþjóðasamnings á grundvelli heimildar í 9. grein laga nr. 86/ 1997 um Ríkisend- urskoðun þar sem segir: „Þá getur hún [Ríkisendurskoðun] kannað hvernig stjórnvöld framfylgja áætl- unum, lagafyrirmælum og skuld- bindingum á sviði umhverfismála.“ Í skýrslunni kemur glöggt fram það fádæma tómlæti og vanræksla sem þjóðréttarsamningur þessi hafði fram að þeim tíma sætt af hálfu íslenskra stjórnvalda. Þó höfðu nokkrir alþingismenn með fyrirspurnum á Alþingi ítrekað vakið athygli á fálæti um þennan mikilvæga alþjóðasamning. Í skýrslunni segir m.a.: „Að öllu sam- anteknu telur Ríkisendurskoðun að aðild Íslands að samningnum hafi haft mjög takmörkuð áhrif á ís- lenska löggjöf og opinbera stefnu á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. … Sérstaka athygli vekur hve tak- mörkuð áhersla virðist lögð á nátt- úrufræðilegar rannsóknir hér á landi. … Æskilegt er að Alþingi og stjórnvöld skoði hvort tilefni kunni að vera til að fela tilteknu stjórn- valdi sérstaklega það hlutverk að fylgjast með hvernig staðið er að verndun og varðveislu líf- fræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Að hluta til sinna Náttúru- fræðistofnun Íslands og Umhverf- isstofnun slíku verkefni, en þarna skortir engu að síður almenna yf- irsýn. Þá virðist líka skorta virkan formlegan vettvang til að eðlilega verði staðið að innleiðingu og fram- fylgd samningsins hér á landi.“ Á heildina litið var skýrsla Ríkisend- urskoðunar orð í tíma töluð og ef- laust varð hún til þess að ýta við stjórnvöldum sem loks í ágúst 2008 samþykktu fyrstu stefnumörkunina um framkvæmd samningsins. Samstilla verður kraftana Hér er ekki rúm til að fjalla um það sem sérfræðingar drógu fram um fjölda aðfluttra lífvera jafnt dýra og plantna á nýafstaðinni ráð- stefnu. Flestir sem gefa gaum að íslenskri náttúru þekkja dæmi um þróunina á þessu sviði og minkur og lúpína hafa lengi verið á allra vitorði sem vágestir. Alþekkt er að vistkerfi einangraðra eyja eru við- kvæmust fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og þar er Ísland engin undantekning. Yf- irstandandi loftslagsbreytingar grípa róttækt inn í þessa þróun og þörfin á greiningu og vöktun er þeim mun brýnni. Af reynslu er- lendis frá má margt læra þótt að- stæður í hverju landi séu sér- stæðar. Nefna ber sérstaklega Nobanis-verkefnið um framandi ágengar tegundir (http://nob- anis.slu.se) en tengiliður þess hér- lendis er Sigurður H. Magnússon á Náttúrufræðistofnun. Þá er á veg- um Norrænu ráðherranefndarinnar unnið að alþjóðlegu átaki til að stöðva fyrir árið 2010 tap á líf- fræðilegri fjölbreytni („Niðurtaln- ing 2010“) en Ísland er þar ekki formlegur aðili. – Bág staða á þessu sviði hérlendis helgast m.a. af því að opinberar stofnanir eins og Skógrækt ríkisins og Land- græðslan hafa unnið gegn mark- miðum samningsins þótt ekki séu þar allir undir sömu sök seldir. Á því verður vonandi breyting fyrr en seinna undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Verndun líffræðilegrar fjölbreytni í mótbyr hérlendis Eftir Hjörleif Guttormsson » Við blasir af hálfu íslenskra stjórn- valda og opinberra stofnana áratuga aðgerðaleysi og brot gegn lagafyrirmælum og alþjóðlegum skuldbindingum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. ER ÞAÐ svona mikilvægt, eins og af er látið, að ganga end- anlega frá efnahagsreikningum nýju bankanna og aðgreina þá endanlega frá þeim gömlu? Á ekki ríkið þetta allt? Ég sé a.m.k. ekki að þetta skipti miklu fyrir rekstur nýju bankanna. Við- skiptaráðherra á að krefjast þess fyrir hönd eigenda, að nýju bankarnir séu reknir með hagn- aði í hverjum mánuði og reka bankastjóra ef tap myndast þrjá mánuði í röð. Bankinn verður að haga innláns- og útlánsvöxtum sínum með hliðsjón af þessu. Hvort viðskiptavinir færist milli ríkisbanka skiptir engu í þessu samhengi. Þetta kemur vaxta- leikjum Seðlabankans ekkert við, enda er sá banki áhrifalaus með- an gjaldeyrishöft eru hér og eitt- hvað lengur. Nú um mundir er það einvörð- ungu framboð og eftirspurn pen- inga sem á að ráða vöxtum og gerir það ef bankastjórum leyfist ekki að velta hvaða tapi sem er yfir á ríkissjóð. Menn geta verið í tölvuleikjum með efnahags- reikninga nýju bakanna, en nið- urstaðan breytir engu fyrr en farið verður að selja þá. Meira máli skiptir hvernig til tekst með gömlu eignirnar. Mér sýnist að samkomulag ríkisvaldsins í Ice- save-deilunni geti orðið þol- anlegt, ef Alþingi samþykkir að krefjast skaðabóta af Efnahags- bandalaginu fyrir eyðileggingu eigna gömlu bankanna með beit- ingu gallaðra reglna bandalags- ins og misbeitingu valds ein- stakra aðildarríkja. Eitthvert slíkt mótvægi við erlendar kröfur verður að vera til staðar. Halldór I. Elíasson Bankarekstur Höfundur er prófessor emeritus.. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein. Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Móttaka aðsendra greina ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.