Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
Atvinnuauglýsingar
Hjallastefnan auglýsir til umsóknar
stöður leik- og grunnskólakennara
í skólum sínum
Hægt er að sækja um starf á vef Hjallastefn-
unnar, www.hjalli.is eða á heimasíðum við-
komandi skóla. Umsóknum skal skila fyrir
mánudaginn 22. júní 2009. Fyrirspurnir og
frekari upplýsingar fást með því að senda
tölvupóst á netfangið aslaug@hjalli.is eða
skólastjóra þess skóla þar sem sótt er um.
Hjallastefnan rekur 12 skóla, níu leikskóla og
þrjá grunnskóla, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði,
Garðabæ, Reykjavík, Borgarbyggð og á
Akureyri.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
!"# "
$
%
&
!
" "
%
'
(
)
*
*
""
+
, -. "
"#
$
% #&
!
' "#
( )
Tilboð/Útboð
Auglýsing
um Aðalskipulag Sveitarfélagsins
Skagafjarðar 2009-2021
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
auglýsir hér með tillögu að nýju aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 ásamt
umhverfisskýrslu. Aðalskipulagstillagan nær til
alls lands innan marka sveitarfélagsins þ.m.t.
þéttbýlisstaðanna Hofsóss, Sauðárkróks, Hóla,
Varmahlíðar og Steinsstaða.
Tillagan, greinargerð og uppdrættir ásamt um-
hverfisskýrslu, er auglýst samkvæmt 18. grein
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Tillagan, ásamt athugasemdum Skipulags-
stofnunar, er til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðár-
króki, á venjubundnum opnunartíma frá
fimmtudeginum 28. maí 2009 til fimmtudags-
ins 2. júlí 2009. Jafnframt er tillagan, ásamt
athugasemdum Skipulagsstofnunar, til sýnis
hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík
og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á
www.skagafjordur.is.
Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna
skulu gera það skriflega í síðasta lagi fyrir
kl. 15.00 föstudaginn 17. júlí 2009.
Athugasemdum skal skilað á skrifstofu
Sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut
51, 550 Sauðárkróki eða á netfangið
jobygg@skagafjordur.is
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögu
þessa innan tilskilins frests telst samþykkur
henni.
Skipulags- og byggingar-
fulltrúi Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.
Fréttir á SMSFréttir á SMS
Mig langar að minnast
föður míns í tilefni þess
að í dag eru eitt hundrað
ár frá fæðingu hans.
Guðmundur Konráð
Einarsson fæddist á
Siglufirði, 15. júní 1909.
Foreldrar hans voru Ein-
ar Halldórsson, f. í
Tungu í Stíflu í Fljótum
30. mars 1853 og Svan-
borg Rannveig Bene-
diktsdóttir, f. 3. maí 1885.
Systkini pabba voru átta,
einnig átti hann tvö hálf-
systkini af fyrra hjóna-
bandi Einars, fyrri kona hans hét
Guðrún og eignuðust þau tvö börn,
Rósu og Stein. Tvö af alsystkinum
pabba, þau Guðrún og Eiður, dóu í
æsku en þau sem upp komust eru,
Benedikt f. 1906, Guðbrandur Maron
f. 1912, Guðrún Júlíana f. 1914, og Óli
Martinius f. 1916, sem öll eru látin,
og Jón f. 1917 og Zophanía Guð-
munda f. 1925, sem eru enn á lífi.
Pabbi ólst upp í foreldrahúsum á
Siglufirði, hann gekk í barnaskóla
Siglufjarðar og lærði m.a. lestur hjá
Arnfinnu Björnsdóttur sem þá var
að hefja sinn feril sem kennari, og
gaman er að segja frá því að hún
kenndi mér bæði lestur og handa-
vinnu. Pabbi byrjaði snemma að
vinna eins og venja var á þessum
tímum, hann fór að vinna í síldar-
verksmiðjunni Rauðku, aðeins 16 ára
gamall og vann þar á vöktum í 3 ár,
þá fór hann til Noregs og dvaldist
þar hjá móðursystur sinni í eitt ár,
þar sem hann lærði m.a. norsku á
þessu ári. Hann kom svo aftur til Ís-
lands og hóf störf í beinaverksmiðj-
unni í Siglufirði og einnig í tunnu-
verksmiðjunni um tíma. Hann lauk
vélstjóranámi árið 1929. Upp úr 1930
hóf hann störf hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins í Siglufirði. Fram til þess
Guðmundur Konráð Einarsson
tíma höfðu síldar-
og beinamjölsverk-
smiðjur verið í eigu
erlendra aðila. Árið
1930 er fyrsta verk-
smiðjan sem Ís-
lendingar byggðu
fyrir eigin reikning
gangsett á Siglu-
firði. Pabbi tók því
þátt í uppbyggingu
þessa iðnaðar. Í
upphafi seinni
heimstyrjaldarinn-
ar var efnt til sam-
keppni um hönnun
stækkunar verksmiðjanna á Siglu-
firði, en þær voru þá orðnar þrjár.
Pabbi hlaut þar viðurkenningu fyrir
sína tillögu. Pabbi var rómaður fyrir
handlagni og nákvæmni við störf sín
og leituðu menn víða að liðveislu
hans við margháttuð og ólík verk.
Pabbi ferðaðist víða á vegum SR til
að vinna að ýmiss konar endurbótum
í öðrum síldarverksmiðjum.
Árið 1932 kynnist pabbi mömmu,
Guðbjörgu Magneu Franklínsdóttur
frá Litla-Fjarðarhorni í Stranda-
sýslu, f. 19. október 1912. Þau hófu
sinn búskap á Siglufirði og varð þeim
sjö barna auðið. Þau eru Einar, f.
1933, d. 2007, Helga, f. 1937, Maron,
f. 1940, d. 2004, Guðrún, f. 1941,
Benedikt, f. 1942, Sigurður, f. 1949,
og Inga, f. 1952.
Eftir 30 ára starf hjá SR fór hann
að vinna við uppsetningar og viðhald
á síldarverksmiðjum, m.a. á vegum
Landsmiðjunnar í Bolungarvík og á
Stöðvarfirði og víðar. Við tvö yngstu
systkinin urðum þess aðnjótandi að
fá að fara með pabba og mömmu
bæði til Bolungarvíkur og Stöðvar-
fjarðar og vera sumarlangt á hvorum
stað og upplifa stemminguna á þess-
um stöðum. Það er mér ógleyman-
legt.
Strax á yngri árum tók pabbi
virkan þátt í baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir bættum kjör-
um verkafólks, hann hafði sínar
skoðanir á þjóðmálum og fylgdist
vel með þeim mönnum og málefnum
sem þar skiptu máli um alla sína
ævi. Hann vann alla tíð ötullega að
ýmsum þjóðþrifamálum, í gegnum
verkalýðshreyfinguna, til gagns fyr-
ir verkafólk.
Árið 1947 varð hann frumkvöðull
þess að sá siður var tekinn upp að
lýsa upp Hvanneyrarskálabrún á
Siglufirði um hver áramót. Það ár
fór hann ásamt nokkrum vinnu-
félögum sínum upp á brún með
tjörukyndla og þannig byrjaði það.
Þegar ég hugsa til þess að hann hafi
velt þessu af stað á sínum tíma,
þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem
þetta var bundið í þá daga, þegar
alltaf þurfti að þramma upp hlíðina í
allskonar ófærð og veðri til að skipta
um kyndla, og náttúrulega að
breyta ártalinu þegar klukkan sló 12
á miðnætti, þá fyllist ég stolti yfir
því að hafa átt hann sem pabba
minn.
Pabbi var alla tíð mjög bók-
hneigður maður og átti mjög mikið
og gott safn bóka sem hann nýtti sér
á margan hátt. Hann hafði mikið dá-
læti á ljóðum og ævisögum, mamma
og pabbi höfðu mikið yndi af því að
lesa saman úr bókum sínum. Pabbi
var frekar hlédrægur maður og hóg-
vær, en glaðvær í góðra vina hóp.
Barnabörn pabba og mömmu eru nú
16, barnabarnabörnin eru orðin 30.
Pabbi var alla tíð mjög barngóður
maður sem hafði yndi af börnum.
Pabbi var heilsuhraustur maður
mestan hluta ævinnar, hann lést 20.
janúar 2002. Mamma lifði pabba til
20. október 2005, þegar hún lést.
Blessuð sé minning þeirra beggja,
Inga Guðmundsdóttir.
Elsku afi, nú átt þú heima hjá
Jesú og Guðjóni frænda. Mér þykir
svo vænt um þig, afi minn, og sakna
þín svo mikið. Þegar ég kom til ykk-
ar ömmu spjölluðum við tveir svo
mikið og ef það var leikur í sjónvarp-
inu horfðum við saman á hann.
Stundum sprelluðum við aðeins því
þú hafðir gaman af því að stríða
ömmu pínulítið.
Það var gaman þegar þið amma
komuð í mat til okkar áður en ég fór í
ferðalagið og afi, þú skoðaðir vel
pallinn sem við pabbi vorum að
smíða og komst auðvitað með nokk-
ur góð ráð í þínum anda. Þú vildir að
okkur liði vel og síðasti bíltúrinn
þinn var til að athuga með húsið okk-
ar. Minningin um þig, elsku afi, mun
lifa í hjartanu mínu alla tíð. Ég bið
góðan Guð að passa ömmu og
styrkja í sorginni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þinn,
Einar.
Elsku afi, það hefur verið svo gott
að eiga þig að og á kveðjustund er
söknuðurinn mikill. Ég þakka þér
fyrir alla umhyggjuna og kærleik-
ann sem þú sýndir mér.
Afi, þú varst svo duglegur að taka
til hendinni heima og í vinnunni en á
seinni árum var það orðinn fastur
liður að koma og hjálpa ykkur ömmu
að pakka inn öllum jólagjöfunum og
uppskera ríkulegt þakklæti að laun-
um. Þú fylgdist vel með hvernig mér
gekk og varst afar stoltur yfir
hversu vel gékk í skólanum og fót-
boltanum hjá afastelpunni. Oft
horfðum við á leiki saman en áhugi
þinn á íþróttum var alltaf mikill. Ég
geymi góðar minningar og þakka
allar stundirnar sem við áttum sam-
an.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Elsku afi, Guð blessi þig og geymi,
Þín,
Jóna Kristbjörg.
Elsku afi, ég kveð þig með sökn-
uði og það er erfitt til þess að hugsa
að ég sjái þig ekki aftur. Þú varst
ekki bara afi minn heldur góður vin-
ur og vinnufélagi. Ég þakka þér um-
hyggjuna sem þú sýndir mér alla tíð.
Þegar ég hugsa til baka er margt
sem rifjast upp. Margar voru stund-
irnar sem við áttum saman þegar ég
var lítill og þið amma voruð að passa
mig. Það var mér alltaf tilhlökkunar-
efni þegar von var á þér í land því við
gerðum svo margt skemmtilegt
saman. Þú fórst með mig að veiða,
við fórum á fótboltaleiki og ekki má
gleyma tímabilinu þegar við spiluð-
um golf. Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman og
minningarnar geymi ég í hjarta
mínu.
Sumarblærinn blíði,
hann ber til þín inn
frá mér kærustu kveðju
og koss á vanga þinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku afi, Guð blessi þig og geymi.
Þinn,
Guðjón Sigurður.
Hermann Valdimar Sigfússon