Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Morgunblaðið/Ómar
Risar Efnahagur bankanna jafn-
gildir þúsund tónlistarhúsum.
eignasölur, skiptingar, skuldsettar
yfirtökur og samruna. Á meðan
hefðu lífeyrissjóðir og verðbréfa-
sjóðir keypt hlutabréf eða skulda-
bréf þessara félaga.
„Þannig voru lífeyrissjóðirnir og
verðbréfasjóðir nánast rændir um
hábjartan dag án þess að stjórn-
endur þeirra tækju eftir því fyrr en
allt var komið á hliðina. Það var
eiginlega ótrúlegt hvað menn kom-
ust langt með svona tilfæringar án
þess að nokkrar athugasemdir
kæmu fram í opinberum gögnum,“
skrifar Aðalsteinn.
bjorgvin@mbl.is
göng eða 20-föld fjárlög ríkisins
eins og þau voru fyrir hrun.
„Þessi vitleysa gat í raun og veru
ekki endað nema á einn veg. Það er
of billegt að kenna um alþjóðlegri
fjármálakreppu,“ segir Aðalsteinn.
„Það væri samt óraunhæft að halda
því fram að endurskoðendur hefðu
getað stöðvað þessa þróun en þeir
hefðu að mínu mati getað látið
meira til sín taka og verið ónískari
á gulu og rauðu spjöldin, a.m.k.
þeir sem dæmdu í úrvalsdeildinni.“
Í greininni bendir hann líka á að
eignum og skuldum hafi hreinlega
verið hrært á milli félaga í gegnum
„ÉG á því bágt með að trúa því að
endurskoðendur, sem voru jafnan
með fingurinn á púlsi atvinnulífs-
ins, hafi ekki leitt hugann að þeirri
áhættu sem stöðugt safnaðist upp í
efnahagslífinu. Þetta blasti hvar-
vetna við,“ segir Aðalsteinn Há-
konarson, deildarstjóri hjá ríkis-
skattstjóra, í Tíund, fréttabréfi
embættisins. Hann spyr í heiti
greinarinnar hvort endurskoð-
endur hefðu getað gert betur.
Aðalsteinn bendir á að efnahags-
reikningar stóru bankanna þriggja
í júnílok 2008 voru á við hátt í 1.000
tónlistarhús, 1500 Siglufjarðar-
Segir endurskoðendur hafa átt
að láta meira til sín taka
ÞETTA HELST ...
● Efnahagsástandið í Bretlandi er best
meðal Evrópuþjóða. Þetta er mat Pauls
Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaunin
í hagfræði árið 2008.
Krugman segir í samtali við breska
blaðið Observer, að staðan í efnahags-
málunum í Bretlandi sé í raun nokkuð
góð og að stjórnun þeirra sé frekar
skynsamleg. Þá segir hann að breska
ríkisstjórnin eigi meira lof skilið en hún
hafi hlotið til þessa fyrir stefnu sína í
efnahagsmálunum.
Krugman lét þessi orð falla í samtali
við blaðið um helgina eftir að breska
pundið hafði í styrkst meira en það hef-
ur gert á einni viku um tveggja ára
skeið. Hann segir að ríkisstjórninni hafi
tekist að koma á stöðugleika í banka-
kerfinu. Ef ekki verði efnt til kosninga
fyrr en á næsta sé hugsanlega að staða
verkamannaflokksins styrkist.
gretar@mbl.is
Segir Breta standa
sig best í Evrópu
● Fjármálaráðherrar
átta helstu iðnríkja
heims voru sammála
um það á fundi þeirra
um helgina, að staðan í
efnahagsmálunum sé
bjartari en verið hefur
frá því kreppan í heim-
inum hófst á síðasta ári.
Fjármálaráðherrar Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítal-
íu, Kanada, Japan og Rússlands fund-
uðu í tvo daga í borginni Lecce á Ítalínu.
Þeir voru sammála um að nauðsynlegt
sé að koma á sameiginlegum reglum
um hvernig heppilegast sé að haga al-
þjóðlegum viðskiptum og fjármálum.
gretar@mbl.is
Vilja koma á sameigin-
legum reglum
● Spá um samtals 9 milljarða Banda-
ríkjadollara tap flugfélaganna í heim-
inum á þessu ári hefur sett mark sitt á
hina alþjóðlegu flugsýningu sem nú
stendur yfir í París í Frakklandi. Segir í
frétt BBC-fréttastofunnar að sýnendur
á sýningunni séu að þessu sinni ekki
viljugir til að sýna mikið af nýjungum
eins og svo oft áður. Þvert á móti skíni
samdrátturinn í greininni í gegn hjá
sýnendum.
BBC segir að mest áberandi á sýn-
ingunni sé sá rígur sem sé á milli Bo-
eing-flugvélaverksmiðjanna í Bandaríkj-
unum og hinna evrópsku Airbus.
Hvorartveggju leggi mikið upp úr því að
greina frá flugvélapöntunum.
gretar@mbl.is
Samdráttur á flugsýn-
ingunni í París
geymslur fyrir alþjóðlega stórnot-
endur. Meðal viðskipta gagnavera
eru netveitur hvers konar, fjármála-
fyrirtæki, smásölufyrirtæki, erfða-
tæknifyrirtæki, stafræn kvikmynda-
ver og aðrir aðilar sem þurfa mikla
reiknigetu, geymslurými fyrir gögn
og öflugar nettengingar.
Tvö stór vöruhús á gamla her-
stöðvarsvæðinu á Keflavíkurflug-
velli verða notuð undir starfsemina
og segir Vilhjálmur verið að ganga
frá gólfi og lóðinni.
Á föstudaginn fór Katrín Júlíus-
dóttir iðnaðarráðherra um svæðið
með fjárfestunum til að kynna sér
það sem þar fer fram.
„Ég vona að við náum fljótt saman
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„Fjárfestingasamningurinn við stjórn-
völd liggur að mestu leyti fyrir en það
á engu að síður eftir að klára nokkur
atriði. Við höfum tryggt fjármögnun
og erum komnir með viðskiptavini en
þetta hangir allt saman við gerð fjár-
festingasamningsins. Við gerum okkur
góða von um að hann verði kláraður
fljótt og vel. Það er fullur vilji til þess,“
segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórn-
arformaður Verne Holdings.
Verne Holdings er þegar byrjað
að undirbúa opnun alþjóðlegs gagna-
vers á Íslandi. Gagnaverið mun hýsa
tölvubúnað, netþjóna og gagna-
Ráðherra kynnti sér gagnaver
Iðnaðarráðherra vill löggjöf um aðkomu stjórnvalda að erlendum fjárfestingum
og það er verið að vinna við gerð fjár-
festingarsamnings,“ segir Katrín.
Það sé mikilvægt að fá nýja fjárfest-
ingu inn í landið.
Heildarlöggjöf mikilvæg
Katrín segir mikilvægt að setja
heildarlöggjöf um aðkomu stjórn-
valda að nýjum fjárfestingum svo
ekki sé verið að semja við hvert fyr-
irtæki fyrir sig. Þannig viti fjárfestar
hver aðkoma stjórnvalda er og ferlið
verði gagnsætt.
Vilhjálmur segir unnið að því að fá
fleiri stóra hluthafa að verkefninu.
Novator og General Catalyst eru
stærstu eigendurnir.
Morgunblaðið/Frikki
Milljarðar Fjárfesting er sögð nema
20 milljörðum króna á fimm árum.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„UM átta milljónir einstaklinga
hafa skráð sig á vefsíðunni okkar.
Þar af eru um þrjár milljónir í
Suður-Ameríku en einnig í Banda-
ríkjunum, Frakklandi og víðar,“
segir Emil Þór Vigfússon sem
stofnaði Skoost.com. ásamt And-
rew Mitchell, félaga sínum.
Vefsíðan er langvinsælasta síðan
á Íslandi og var með tæplega þrjár
milljónir heimsókna fyrstu vikuna
í júní samkvæmt samræmdri vef-
mælingu Modernus.
Emil Þór segir að vefsvæðið sé á
lista yfir topp þúsund mest sóttu
vefsíðurnar í öllum heiminum sam-
kvæmt Alexa.com sem mælir um-
ferð á netinu. Talið er að heild-
arfjöldi vefsíðna á netinu sé hátt í
200 milljónir. Frá því að Skoost-
.com var hleypt af stokkunum í
upphafi árs hafa ríflega 25 millj-
ónir manna heimsótt síðuna.
Ræða við fjárfestingarsjóði
Þessar miklu vinsældir hafa
vakið athygli erlendis og eru
nokkrir af stærstu fjárfestingar-
sjóðum Evrópu, sem fjárfesta í
upplýsingatækni, farnir að sýna
vefsíðunni sem og hugmyndinni
töluverðan áhuga að sögn Emils.
Hafa þeir félagar verið erlendis að
kynna fyrirtækið og fengið góð
viðbrögð.
„Þetta er mjög spennandi tími í
fyrirtækinu og við teljum að þess-
ar vinsældir helgist af því að hug-
myndin hefur breiða skírskotun í
þessu efnahagsástandi sem ríkir í
heiminum,“ segir Emil. Vonast
hann til að ráða nokkurn fjölda
tæknimanna og annað starfsfólk
innan tíðar.
Markaðstól fyrir auglýsendur
Hægt er að kalla Skoost.com
markaðsvef og þekkist hugmyndin
hér á landi sem Núið. Þar eru um
sextíu þúsund Íslendingar skráðir.
Þeir sem skrá sig fá daglega
póst sendan þar sem möguleiki er
á glaðningi í hvert sinn. Emil segir
að í raun sé verið að umbuna fólki
fyrir að horfa á auglýsingar. Það
gefi góðan árangur og betri en að
auglýsa á vefnum sjálfum.
Hann segir fjölda heimsókna á
heimasíðuna skýrast meðal annars
af því að margir eru að skrá sig til
þátttöku. Þessi mikla fölgun þátt-
takenda komi fólki, sem þeir séu í
viðræðum við, á óvart. Líkja megi
þróuninni við það sem gerðist hjá
Facebook á árinu 2007. Gera þeir
ráð fyrir að skráningar verði
mældar í tugum milljóna innan
árs. Þróunin sé nánast sjálfbær
því fólk áframsendi ábendingu
sjálft til vina á netinu.
Fólk sem skráir sig á Skoost.com fær umbun fyrir að horfa á auglýsingar Vef-
síðan hefur vaxið hratt og vakið áhuga erlendra fjárfestingarsjóða í upplýsingatækni
Mest sótta vefsíðan
Morgunblaðið/Heiddi
Frumkvöðlar Andrew Mitchell og Emil Þór Vigfússon umbuna fólki fyrir að horfa á auglýsingar.
Í HNOTSKURN
»Skoost.com er sama hug-mynd og Íslendingar
þekkja sem Núið. Þá fær fólk
sendan póst daglega þar sem
vara eða þjónusta er auglýst.
»Emil Þór segir að nálægtþriðja hver kona á Íslandi
á aldrinum 20-50 ára sé skráð
á Núinu. Skráðir notendur fá
send sértilboð og eiga mögu-
leika á að fá stærri glaðninga.