Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 15
nefni Einar ríka Sigurðsson, sem var einn af forystumönnum í sjávarútvegi og fiskiðnaði á Íslandi. Ég nefni Þor- stein Jónsson í Laufási sem var einn af brautryðjendum vélbátaútgerðar á Íslandi. Nútíminn skuldar sögunni að þessi tími og þessir menn og margir fleiri gleymist ekki. Ég get haldið áfram endalaust; þróun hafnarinnar, grafskipið, sjó- veitan, vatnið,“ segir Stefán og er greinilega kominn á fulla ferð með að skipuleggja allt plássið. Eitthvað verður að vera til um þessa snillinga Vestmannaeyingar hafa löngum átt góða listamenn og vill Stefán að þeir fái sinn sess í nýja safninu. Hann nefnir málara eins og Engilbert Gísla- son, Guðna Hermansen, Pál Stein- grímsson. Í tónlistinni nefnir hann fyrst Sigurbjörn Sveinsson sem samdi lagið Yndislega eyjan mín, og síðan þríeykið Oddgeir Kristjánsson, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ. „Lög og ljóð þessara manna lifa en það verður eitthvað að vera til um þessa snillinga og svo marga fleiri,“ segir Stefán. Margar heimildarmyndir voru gerðar um lífið í Eyjum, m.a. af þeim Sveini Ársælssyni, Friðrik Jessyni og Heiðari Marteinssyni. Stefán segir að þessar myndir séu til og væri vel til fundið að koma þeim á disk og sýna á skjá fyrir ferðamenn. Góðir ljósmyndarar hafa búið og starfað í Eyjum og sér Stefán fyrir sér að myndir þeirra verði sýndar í safnahúsinu. Úr stórum hópi nefnir hann Kjartan Guðmundsson, Jóhann Þorsteinsson og Sigurgeir Jónasson. „Ferill Sigurgeirs spannar yfir meira en hálfa öld, á einhverjum mestu tím- um uppbyggingar og umbrota í sögu Vestmannaeyja. Myndir hans eru í kringum þrjár milljónir og þar eru einstakir gimsteinar á meðal,“ segir Stefán. „Við þyrftum að minnast Tyrkja- ránsins með sérstakri sýningu. Sér- stakt gosminjasafn yrði að sjálfsögðu í þessum húsum, enda rann hraunið upp að Fiskiðjunni í Heimaeyjargos- inu. Auk gosanna sjálfra í Surtsey 1963 og Heimaey 1973 yrði flóttans og uppbyggingarinnar minnst á myndar- legan hátt. Allt þarf þetta að fá sinn sess, at- vinnulífið, náttúran, menningin og sagan. Ég nefni að síðustu teiknarann Sigmund, en aldarspegill hans á að sjálfsögðu að fá rými í þessu húsnæði. Ég tel að við þurfum að hefjast handa, bæði vegna þess að sagan er ekki að- gengileg og við erum að tapa tækifær- um með hverju árinu og eins vegna þess að við Eyjamenn þurfum að búa okkur undir mikla fjölgun ferða- manna,“ segir Stefán Runólfsson að lokum. Í HNOTSKURN »Björgunarskipið Þór komtil Vestmannaeyja árið 1920. Félagasamtök í Eyjum höfðu forgöngu um söfnun fyrir skipinu. »Ein hugmyndin er aðbjóða félögum í Eyjum, sem hafa verið kraftmikil í áranna rás, að koma að upp- byggingu á tilteknum svæð- um. »Eyjamenn áttu lið í fyrstaÍslandsmótinu í knatt- spyrnu árið 1912. Myndir eru til frá ferð þeirra upp á land af þessu tilefni. »Stangastökkvarar frá Eyj-um voru um árabil í sér- flokki og með Torfa Bryn- geirsson í fararbroddi. Þessara og fleiri íþrótta- afreka mætti minnast á Eyja- torgi. »Verbúðalífið fengi sinnsess í gömlu frystihús- unum og ein hugmyndin er að setja upp sýninguna „Á vertíð í Eyjum“ á svipaðan hátt og síldarævintýrið í Siglufirði. Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Baldur Hafstað heyrði eiginmannsegja þetta við konu sína: Olía, tóbak, öl og vín, allt er þetta hækkandi, einnig lánin, elskan mín, aðeins kaupið lækkandi. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd heyrði fréttir í vikunni og orti: Hér er margt í málum laust, meinin hættu boða. Hrunin gæði, horfið traust, heimilin í voða. Erlendis ég einnig lít eyðast gengis rökin. Bretar eru í brúnum skít, Brown að missa tökin. Vésteinn Valgarðsson orti er hann heyrði að formaður launamálaráðs stéttarfélags síns, Árni Stefán Jóns- son, hefði fengið fund með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sig- fússyni: Fyrir lífi ríkið rær, rekkum mjög til ama. Árni Stefán áheyrn fær en ekki Dalai Lama. Og Davíð Hjálmar Haraldsson gerist svo ósvífinn að yrkja um inn- anlandsmál Kína: Æðarnar rabba á innsjó og vík og ungfuglinn spjallar og kliðar en tala má enginn um tvö þúsund lík á Torgi hins himneska friðar. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af kaupi og kreppu Borgaryfirvöld í San Fransiskó hafa ákveðið að sekta þá sem ekki flokka úrganginn sinn rétt. Sekt- irnar verða frá 100 dollurum fyr- ir heimili og smá- fyrirtæki upp í allt að 1.000 dollurum fyrir fjölbýlis- hús og stærri fyrirtæki. Nú þegar hefur tekist að forða 72% af öllum úrgangi í borginni frá urðun, en markmiðið er að urðun verði alfarið hætt fyrir 2020. Íbúar verða skyld- aðir til að hafa þrjár ruslatunnur við hús sín. Sektarákvæðin taka þó ekki gildi fyrr en 2011. Þangað til hafa íbúar ráðrúm til að aðlagast hinu nýja kerfi. Sektað fyrir úrganginn Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Reykjanesbær bauð yngstu íbúum bæjarins og foreldr- um þeirra á leiksýningu Brúðubíls- ins, Leikið með liti, á 15 ára afmæli bæjarfélagsins sl. fimmtudag. Þann 11. júní 1994 samþykkti meirihluti íbúa Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna að sameina bæj- arfélögin í eitt. Sameinað sveitarfé- lag fékk um síðir nafnið Reykjanesbær. Íbúar bæjarfélagsins eru í dag um 14.000 og hefur fjölgun íbúa undanfarin ár verið sú mesta á landinu. Yngstu bæjarbúarnir gerðu sér glaðan dag með foreldrum sínum í skrúðgarðinum við Tjarnargötu, en þar hafði Brúðubílnum verið komið fyrir með sýningu júnímánaðar. Eitthvað voru brúðurnar óvissar með litina og því varð auðvitað að kippa í liðinn með aðstoð áhorfenda. Reykjanesbær mun bjóða upp á sýningu í skrúðgarðinum 17. júlí en þá verður önnur sýning í Brúðubíln- um, Af hverju, sem byggð er á sögu Kiplings um fílinn með langa ran- ann. Auk fílsins koma við sögu Krókódíllinn, Kóló-fuglinn, Gíraff- inn, Slangan og ýmis fleiri dýr. Yngstu íbúunum boðið á leiksýningu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leiksýning Yngsu íbúar Reykjanesbæjar horfa á sýningu Brúðubílsins á fimmtán ára afmæli bæjarfélagsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa á næstunni fyrir opnum kynningarfundum í samstarfi við flokksfélög. Þar verða kynntar nýjar tillögur í efnahagsmálum og rædd önnur mál sem hafa verið ofarlega á baugi. Fundirnir eru öllum opnir og eru allir hvattir til að mæta. Opnir fundir Sjálfstæðisflokksins MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ Seltjarnarnes kl. 20:00 Opinn fundur í félagsheimili sjálfstæðismanna Austurströnd 3. Hafnarfjörður kl. 20:00 Opinn fundur í félagsheimili sjálfstæðismanna Norðurbakka 1a. Reyðarfjörður kl. 20:00 Opinn fundur á Fjarðarhóteli. Ísafjörður kl. 20:00 Opinn fundur í Rögnvaldarsal, Edinborgarhúsinu. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ Húsavík kl. 20:00 Opinn fundur á Sölku. Búðardalur kl. 21:00 Opinn fundur í Rauðakrosshúsinu. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ Selfoss kl. 12:00 Opinn fundur í félagsheimili sjálfstæðismanna Austurvegi 38. Mosfellsbær kl. 20:00 Opinn fundur í félagsheimili sjálfstæðismanna við Háholt. Garðabær kl. 20:00 Opinn fundur í félagsheimili sjálfstæðismanna Garðatorgi 7. Borgarnes kl. 21:00 Opinn fundur á Hótel Hamri. Fleiri opnir fundir eru fyrirhugaðir á næstunni og verða þeir kynntir síðar. Nánari upplýsingar á www.xd.is Þetta viljum við gera...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.