Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞESSUM verðlaunum er ætlað að vera hvatning og vekja athygli á því góða starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Og eftir að hafa heimsótt alla skóla borgarinnar á liðnum vetri þykist ég vita að dóm- nefndin hafi haft úr vöndu að ráða,“ segir Kjartan Magnússon, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Hvatningar- og nemendaverðlaun fræðsluráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í gær. Í fyrrnefnda flokknum fengu viðurkenningu verkefni sem kennarar vinna að á vettvangi skólanna. Má þar nefna uppfærslu á söngleikjum, námskeið fyrir er- lenda foreldra, jafnréttisfræðslu og Náttúruskóla Reykjavíkur sem er ætlað að efla útikennslu í leik- og grunnskólum og skapa vettvang umhverfisstarfs. Nemendaverðlaunin voru nú afhent í sjöunda sinn. Árangur og framfarir Að þessu sinni bárust 36 tilnefningar frá 33 grunn- skólum í borginni, það er um nemendur sem hafa skarað fram úr. Þar getur sitthvað komið til, svo sem góður námsárangur eða framfarir, virkni í fé- lagsstarfi, listrænir hæfileikar, góður árangur í íþróttum og þannig má áfram telja. Jákvæð sýn Davíð Phuong Xuan Nguen frá Vítetnam, nemandi í 6. bekk Foldaskóla, var einn þeirra sem fengu nem- endaverðlaunin í gær. Hann hefur sýnt frábæran ár- angur í íslensku og stærðfræði og skilar öllum verk- efnum vel frá sér. Í skólanum sýnir Davíð fyllstu kurteisi, nemendur sækjast eftir samveru við hann og kennarar eru ánægðir með þennan ljúfa dreng. „Ég hef eignast fjölda vina í skólanum og mér gengur vel í náminu. Ég er sömuleiðis virkur í badminton..“ Móðir Davíðs, Anh Kim Vu, flutti hingað til lands fyrir um tíu árum en fjölskyldan kemur frá Hanoi, höfuðborg Víetnams. „Við höfum fest hér rætur,“ seg- ir Anh. Dóttir hennar, Emilía, tekur í svipaðan streng og er stolt af bróður sínum. „Davíð hefur jákvæða sýn á alla tilveruna og það smitar okkur. Í raun má segja að þetta séu verðlaun til allrar fjölskyldunnar,“ segir nýbúinn Emilía sem um næstu helgi lýkur prófi í vélaverkfræði frá HÍ. Morgunblaðið / Sigurður Bogi ÁNÆGÐ Davíð Phuong Xuan Nguyen ásamt systur sinni og móður, Anh Kim Vu, sem er til hægri á myndinni. Davíð gengur vel í Foldaskóla, bæði í starfi og leik, og er skólasystkinum sínum fyrirmynd í mörgu efni. Verðlaun fjölskyldu  Hvatningar- og nemendaverðlaun fræðsluráðs Reykja- víkur voru afhent í gær  Gott starf er unnið í skólunum Á FUNDI hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Íslandsbanka síðar í þessum mánuði verður væntanlega kynnt samkomulag um færslu á rétt- indum þeirra sem eiga réttindi hjá sjóðnum yfir í Almenna lífeyrissjóð- inn, að sögn Friðberts Traustason- ar, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann segir að á fundinum verði farið yfir hvernig þessi fyrirfærsla kemur út fyrir hvern og einn sjóðsfélaga. Í janúarmánuði síðastliðnum kom fram í frétt Morgunblaðsins, að einu skuldbindingarnar sem færðar voru yfir í nýja bankann við skiptingu í gamla og Nýja Glitni (síðar Íslands- banka), hafi verið innlán. Þetta kom fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Morgunblaðsins um ástæðu þess að bakábyrgð á eft- irlaunasjóði 100 núverandi og 500 fyrrverandi starfsmanna bankans varð eftir í þrotabúinu. Friðbert seg- ir að nú liggi fyrir að nýi bankinn hafi alfarið gefið frá sér að taka þessar ábyrgðir á sig. „Það sem líklega mun hins vegar standa eftir verða þeir sem eiga rétt- indi frá Útvegsbankanum. Árið 1987, þegar bankinn var gerður að einkabanka, var tekið fram í lögum að ríkið myndi tryggja starfs- mönnum áframhaldandi lífeyrisrétt- indi samkvæmt því kerfi sem var í bankanum. Ég tel viðbúið að það verði látið reyna á ábyrgð ríkisins í því sambandi og málið fari því fyrir dómstóla. gretar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Skýrar Mál eru að skýrast varðandi Eftirlaunasjóð Íslandsbanka. Lausn síð- ar í mán- uðinum Mál að skýrast varð- andi eftirlaunasjóð FRAMKVÆMDASTJÓRI Heilbrigð- iseftirlits Kjósarsvæðis telur æski- legt að hefja hreinsun regnvatns- lagna frá eldri hverfum Mosfells- bæjar en þær liggja nú út í Varmá. Fiskur drapst í ánni sl. föstudags- kvöld vegna efna sem þannig bárust út í ána. Starfsmaður áhaldahúss Mosfells- bæjar taldi um fimmtíu dauða sil- unga í ánni, fyrir neðan ræsið sem liggur frá Reykjahverfinu og nálæg- um íbúðahverfum. Sérfræðingar tóku sýni af dauðum fiski og vatni úr ánni til rannsóknar. Mengun hefur minnkað Þorsteinn Narfason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, segir að regnvatns- lagnir eldri hverfa liggi beint út í Varmá. Ekki átti sig allir á því hvaða afleiðingar það geti haft ef klór eða öðrum mengandi efnum sé hellt í niðurföll bílskúra eða við íbúðarhús. Það geti drepið lífríki Varmár. Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að rannsaka Varmá og greina ástand hennar. Þorsteinn segir að mengun hafi minnkað frá 2001 og því sé það leiðinlegt þegar svona slys gerist. Raunar hafa áður orðið mengunar- slys í ánni. Fyrr á þessu ári fór olía í ána og það hefur tvisvar gerst að heitt vatn hafi lekið í hana vegna bil- ana. Þorsteinn telur þó allar líkur á að lífríkið nái sér á strik en fyrri at- vik sýni að það geti tekið upp undir ár. Hann vekur athygli á því að óhappið hafi gerst í miðri ánni. Efn- in þynnist út og mengunin nái ekki til efri hluta árinnar. Þorsteinn hyggst fara yfir málin með stjórnendum Mosfellsbæjar í dag. Hann leggur til að gerð verði áætlun um hreinsun regnvatns í eldri hverfum bæjarins til að draga úr líkum á mengunarslysum. helgi@mbl.is Regnvatn verði hreins- að við Varmá Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SIGURJÓN Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, fékk tvö lán hjá séreignarlífeyris- sjóði í vörslu bankans, svonefndum Fjárvörslureikningi 3. Um er að ræða svonefnd kúlulán, sem eru með einum gjalddaga í lok lánstím- ans, eftir 20 ár. Vextir eru 3,5%. Annað lánið er 40 milljónir króna og hitt 30 milljónir, eða samtals 70 milljónir. Í tilkynningu frá Landsbankan- um í gærkvöldi sagði að bankinn hefði vísað til Fjármálaeftirlitsins til frekari skoðunar máli þar sem inn á fjárvörslusafn í einkalífeyr- issparnaði viðskiptavinar hefði ver- ið keypt veðskuldabréf útgefið af sama viðskiptavini. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er um að ræða Sigurjón Þ. Árnason, þó hann sé ekki nefndur á nafn í tilkynning- unni. Getur ekki verið einkaeign Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur, sem útbjó veðskuldabréfin sem um ræðir, sagði í samtali við blaða- mann í gær að lífeyrissjóðurinn, sem Sigurjón fékk lánin hjá, sé einkaeign hans og að heimilt sé að veita lán út á slíkan sjóð samkvæmt lögum. Sagði Sigurður að 40 millj- óna króna lánið væri með veði í helmingi Sigurjóns í húseign hans og eiginkonu hans. Hitt lánið er tryggt með veði í annarri húseign Sigurjóns, samkvæmt veðbandsyf- irliti frá Fasteignaskrá. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóður geti ekki ver- ið í einkaeigu. Í lögum um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða frá árinu 1997 sé fjallað ítarlega um starfsemi lífeyr- issjóðanna í landinu. Þar komi með- al annars fram að heitið lífeyris- sjóður sé lögvarið, og því geti ekki allir notað það. „Þá er ljóst að sam- kvæmt lögunum getur einstakling- ur ekki stofnað lífeyrissjóð.“ Hann segir það engu breyta í þessu sambandi þó að um sé að ræða svonefndan viðbótarlífeyris- sparnað. Einungis ákveðnir aðilar hafi heimild til að bjóða upp á við- bótarlífeyrissparnað, en það séu svonefdir vörsluaðilar lífeyris- sparnaðar, og um það sé fjallað í líf- eyrissjóðalögunum. Þetta séu líf- eyrissjóðir, bankar og sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og trygginga- félög. Þessir aðilar hafi því heimild til að stunda þá starfsemi að taka við viðbótarlífeyrissjóðsgreiðslum sjóðsfélaga og ávaxta þá fjármuni. Lífeyrissjóður ekki einkaeign Hrafn segist ekkert vilja tjá sig um lán það, sem greint var frá í fjölmiðlum um helgina að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, hefði fengið úr séreignarlífeyrissjóði í vörslu Landsbankans. „Ég veit ekki hvernig þetta mál er vaxið og vil því ekkert tjá mig um það. Hins vegar er ljóst að sam- kvæmt lögum um lífeyrissjóði getur ekki verið um einkaeign að ræða, sem hægt er að veita lán út á,“ seg- ir Hrafn Magnússon. Fékk samtals 70 milljóna lán Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða getur einstaklingur ekki stofnað lífeyrissjóð, segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Sigurjón Þ. Árnason Sigurður G. Guð- jónsson 70 milljónir til 20 ára á 3,5% vöxtum 30 milljónir hvíla á fasteign 40 milljónir hvíla á helmings eignarhlut í annarri fasteign 0 afborganir á ári fram að síðasta árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.