Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÓÁNÆGJA er meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi með að Gunnar I. Birgisson stígi til hliðar sem bæjarstjóri. Málið er enn í deigl- unni og ekki vitað hvað lagt verður til á full- trúaráðsfundi um málið í kvöld. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs, bauðst í síðustu viku til að láta af starfi bæj- arstjóra ef það gæti orðið til þess að greiða fyrir því að framhald yrði á meirihluta- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Kröfur höfðu komið fram innan raða Framsóknarflokksins um að ekki væri rétt að halda þessu samstarfi áfram, sérstaklega eftir að fram komu upplýsingar um viðskipti Kópa- vogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, og Gunnar kynntu hugmyndir um áframhald- andi samstarf á þessum grunni í sínum röðum síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki var um ann- að rætt, eftir því sem næst verður komist, en að Gunnar yrði áfram bæjarfulltrúi og oddviti flokksins. Stuðningsmenn Gunnars eru óánægðir með þessa þróun mála og hafa komið upp hug- myndir um að leggja tillögu fyrir fulltrúaráðið um að skora á Gunnar að hætta ekki. Niðurstaða ekki fengin Málið hefur verið rætt á óformlegum fund- um hjá sjálfstæðismönnum undanfarna daga og manna í millum. Niðurstaða er ekki fengin. Gunnar hefur ekki sagt frá því hvernig hann sjái framhaldið fyrir sér og hann kallaði bæj- arfulltrúana ekki saman til fundar í gær, eins og til stóð. Afstaða bæjarstjórnarflokksins til þess hvort arftaki Gunnars eigi að koma úr þeirra röðum eða hvort leita eigi annað, liggur því ekki fyrir. Líklegt er úr þessu að málið skýrist ekki fyrr en eftir fund fulltrúaráðsins sem boðaður hefur verið klukkan átta í kvöld. Þá kynnir Gunnar væntanlega hugmyndir sínar um framhaldið. Fulltrúaráð flokksins hefur endanlegt ákvörðunarvald um málið. Ómar Stefánsson vildi ekki svara því í gær- kvöldi hver yrðu viðbrögð framsóknarmanna ef sjálfstæðismenn tilnefndu ekki nýjan bæj- arstjóra. Gunnar nýtur trausts Óttar Felix Hauksson, formaður full- trúaráðsins, telur að Gunnar njóti óskoraðs stuðnings sjálfstæðismanna í Kópavogi og er ósáttur við að hann þurfi að víkja að kröfu framsóknarmanna. Hann segist ekki vita hvort fulltrúarnir fallist á meirihlutasamstarf á nýj- um grunni. „Það er verið að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokknum og augjóst að við það er beitt brögðum eineltis. Gunnar Birgisson er einn af kraftmestu og öfl- ugustu bæjarstjórum landsins. Ég tel að ekk- ert komi fram í skýrslu Deloitte sem réttlætir afsögn hans,“ segir Óttar Felix. Vilja ekki að Gunnar hætti  Sjálfstæðismenn í Kópavogi funda um áframhaldandi meirihlutasamstarf með framsóknarmönnum  Formaður fulltrúaráðsins er ósáttur við að Gunnar Birgisson skuli víkja að kröfu framsóknarmanna Í HNOTSKURN »Sjálfstæðismenn og framsóknar-menn hafa stjórnað Kópavogi í sam- einingu í nítján ár. Gunnar Birgisson hefur allan þann tíma verið forystumað- ur sjálfstæðismanna og bæjarstjóri frá 2005. »Sjálfstæðismenn hafa fimm bæj-arfulltrúa, Gunnar I. Birgisson, Gunnstein Sigurðsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ásthildi Helgadóttur og Sig- urrós Þorgrímsdóttur. Ómar Stefánsson er bæjarfulltrúi framsóknarmanna. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi tekur allar ákvarðanir um samstarf við aðra flokka og hvernig því skuli hagað. Reiknað er með að málin skýrist eftir fund fulltrúaráðsins í kvöld. VÍKINGAR prýða Hafnarfjörð um þessar mundir, því nú stendur yfir elsta víkingahátíð landsins. Henni lýkur ekki fyrr en 17. júní. Hátíðin hefur verið haldin síðustu 14 ár og mættu fjölmargir nú og fylgdust með bardögum, kraftajötnum og amstri víkinganna. „Þetta er hápunktur sumarsins,“ segir Birna Rut Viðarsdóttir, þjónn á Fjörukránni. Hún bíður spennt eftir að víkingamarkaðurinn verði opnaður aftur á þriðjudaginn og hyggst skella sér á dansleik um kvöldið. Má væntanlega sjá víkinga frá mörgum löndum stíga þar dans. Margt fólk sótti hátíðina, sérstaklega í gær, sunnudag. Síð- ustu forvöð að sjá víkingana er á þjóðhátíðardaginn, en klukkan hálf átta um kvöldið er lokablót að hætti þeirra. Margt fólk sótti sólstöðuhátíð víkinga við Fjörukrána í Hafnarfirði um helgina Morgunblaðið/Eggert „Þetta er hápunktur sumarsins“ UM þessar mundir vinnur Háfell hf. að vegafram- kvæmdum á þjóðveginum í Hamarsfirði rétt sunnan við Djúpavog. Þar hamast menn við. Einungis vantar 3,3 kílómetra upp á að unnt sé að aka á malbiki milli Djúpa- vogs og Reykjavíkur, en svo verður þegar fram- kvæmdum lýkur á haustdögum. Þá verður hægt að aka á slitlögðum vegi hringinn í kringum landið, sé farin leiðin um sunnanverða Austfirði, nema hvað enn á eftir að byggja upp og bæta örstuttan kafla í Berufjarðar- botni. Auk þess eru ýmsar stórar framkvæmdir í vega- gerð á Austurlandi þetta árið, að sögn Einars Þorvarð- arsonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austur- landi. Þar bera hæst framkvæmdir á Vopnafjarðarheiði og á Hólmahálsi við Eskifjörð. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar HAMAST Í HAMARSFIRÐI FYRIR nokkru brá Guðbjörg Jörg- ensen sér inn í verslun í New York, þar sem hún keypti vörur fyrir nokk- ur þúsund krónur. Hún segir að hún hafi verið nýkomin út úr versluninni þegar hringt var í síma eiginmanns hennar, þar sem ekki náðist sam- band við hennar síma. Sá sem hringdi var starfsmaður kortafyrir- tækisins Valitor á Íslandi. „Þeir voru bara að tékka á því hvort ég væri ekki örugglega sjálf stödd þarna úti,“ segir Guðbjörg. Hún segir að sá sem hringdi frá Valitor hafi sagt að þetta sé gert öðru hverju til að kanna hvort ekki sé öruggt að viðkomandi sé sjálfur að nota greiðslukortið. „Mér finnst þetta mikið öryggisatriði og finnst fínt að vita af því að fylgst sé með kortanotkuninni með þessum hætti,“ segir Guðbjörg. Hægt að koma í veg fyrir svik Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Valitor, segir að hjá fyrirtækinu sé viðvörunarkerfi sem vakti notkunina stöðugt. Samkvæmt því sé fylgst með allri kortanotkun. Ekkert sér- stakt sé í gangi um þessar mundir og ekki sé meira um það að verið sé að kanna kortanotkunina en áður. „Það eru ákveðnir öryggisventlar innbyggðir í kerfið, og ef einhverjar bjöllur hringja þá er strax haft sam- band við korthafann. Í flestum til- vikum á þetta sér eðlilegar skýring- ar, en það hefur verið hægt að koma í veg fyrir svik með þessum hætti.“ gretar@mbl.is Gott að fylgst sé með notkuninni Hringt eftir notkun á VISA í New York Fylgjast með Fylgst er vandlega með allri kortanotkun erlendis hjá greiðslukortafyrirtækjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.