Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
FJÖLDI greina um
kvótakerfið og ágæti
þess hefur birst í
Morgunblaðinu und-
anfarnar vikur.
Gagnrýnt er, oft
með sterkum orðum,
hættulegt viðhorf
þeirra, sem vilja end-
urskoða og koma með
annað fyrirkomulag en
verið hefur á síðast-
liðnum 25 árum.
Megintilgangur laganna um
kvóta – aflamark, sem komu í árs-
byrjun 1984, var að tryggja örugga
nýtingu á fiskistofnunum. Þorskafl-
inn var þá um 330.000 tonn en er í
dag um 150.000 tonn. Ekki góður
árangur þrátt fyrir hástemmdar yf-
irlýsingar um „vistvænar“ veiðar.
Ekki amast menn almennt á móti
að takmörkun sé sett á aflamagn.
Auðlindin er ekki ótakmörkuð.
Lögin segja ótvírætt að fiskurinn
í sjónum sé eign þjóðarinnar.
(Margir sjálfskipaðir spekingar
reyna að umturna þessu orðalagi
með blaðurskrifum.)
Sí og æ segja talsmenn útgerðar
á undanförnum mánuðum og jafnvel
árum að „útgerðin sé öflug og vel
rekin“. Að gefa annað í skyn sé
rangt og illmælgi.
Enn heyrist að hvergi sé meiri
þekking en hér hvað varðar þekk-
ingu og meðferð á afla.
Allt er þetta meira og minna bull
og segir aðeins það að skammt nær
fróðleikur um vinnubrögð víða í
heiminum á þessari atvinnugrein.
Aflamagn á mann er
ekki einhlítur mæli-
kvarði, jafnvel þótt
Halldór Kiljan hafi lof-
sungið slíkt fyrir
löngu.
Nú ætlar ný rík-
isstjórn tveggja flokka,
sem komu vel undan
kosningum, að „inn-
kalla“ kvótann á 20 ár-
um. (Menn kalla þetta
fyrningarleið – endem-
is bull-orð.)
Útvegsmenn og
fleiri andæfa með lát-
um og fá blöðin og einkum Rík-
isútvarpið til að væla um þetta
kvölds og morgna. Aðrir komast
ekki að í ríkisreknu RÚV-fyrirbæri.
Ég tel þessa hugmynd um 20 árin
hreint bull. Heppilegra sé að „taka
orð talsmanna“ útgerðarinnar á
orðinu og segja sem svo: Góðir
drengir, úr því allt er svona gott og
vel rekið haldið þið óbreyttum
kvóta á öllum bolfiski til 1. sept.
2011.
Öll hugsanleg aukning fellur á
nýja aðila, sjómenn og útgerðir
minni báta og veitt á öngulinn. Afl-
inn er allur unninn hér á landi.
Engin veðsetning, framsal og ým-
islegt fleira, sem ég sleppi hér, er
óheimilt að framkvæma. Millifærsla
innan sömu útgerðar sem áður.
Falli einhver út úr núverandi
kerfi fá þeir þann kvóta, sem þar
voru fyrir.
Frá og með 1. sept. 2011 er kom-
ið nýtt kerfi. Aðaleinkenni þess er
að hver, sem fær úthlutun á afla,
verður að greiða einhverja lág-
marksupphæð til ríkisins.
Ekki er kvótinn tekinn af þeim,
sem þá (1.9. 2011) eru í útgerð. Þeir
segja, eins og ég sagði áður hér að
framan, að allt gangi vel. Fari svo
að einhverjir heltist úr lestinni fá
þeir, sem eftir verða, uppskipti á
þeim kvóta.
Þessi hugmynd liggur þá vel fyrir
hvað varðar að opna kerfið og gera
menn jafna með sókn. Ekki ráða
vildarkjör einstakra manna hjá
bankanum lengur ferðinni.
Úthlutun fer aðeins til þeirra,
sem geta og þekkja til útgerðar og
einstakra sjómanna.
(Ekki þýðir fyrir hagfræðipró-
fessora að sækja um.)
Mér segir svo hugur að almenn
sætt átti að nást fremur um svona
hugmynd en að ætla 20 árin til að
umskapa nýtt kerfi. Fari svo sem
vonir standa til um þessar mundir,
að aflaaukning sé væntanleg innan
fárra ára, ættu menn æsingalaust
að ná fram breytingum.
Allt leigu- og veðsetningarbrask
er þá horfið og jafnrétti komið á.
Þrælatímabil í sögu sjávarútvegs
er liðið.
Kvótakerfið og hugsanleg
breyting til sátta
Eftir Jón Ármann
Héðinsson » Þessi hugmynd ligg-
ur þá vel fyrir hvað
varðar að opna kerfið og
gera menn jafna með
sókn. Ekki ráða vild-
arkjör manna hjá bank-
anum lengur ferðinni.
Jón Ármann
Héðinsson
Höfundur er fv. alþm. og
fiskverkandi.
Við lifum öll í spilltum
heimi
sem gefur engum grið,
þar sem samvizka er
engin til
og lítil von um frið.
SVO ORTU Óðmenn
í kringum 1970 og nú
fjörutíu árum síðar
virðast tök spilling-
arinnar vera fastari í
íslensku þjóðlífi en nokkru sinni.
Tími þjóðaruppgjörs er enda fram-
undan, efnahagsleg og réttarfarsleg
ögurstund vofir yfir okkur, þar sem
Icesave málið fyllir okkur hvað
mestum áhyggjum. Ýmsir fárast yfir
óbilgirni Breta og Hollendinga en
þótt það sé ömurlegt afspurnar þá
ættu hinir sömu kannski að hafa í
huga að það eru ekki Bretar sem eru
glæpamennirnir í málinu, það er
ekki glæpur að kunna að gera góðan
samning við taugaveiklaða smáþjóð
– nei , það eru við Íslendingarnir
sem erum glæpamennirnir og við
höfum lengi tíðkað glæpamennsku.
Við skulum ekki þykjast skinheilög í
þeim efnum.
Sú er ein ástæða þess að höf-
uðglæpamennirnir, útrásarvíking-
arnir íslensku, hafa fengið silki-
meðferð hjá íslenskum yfirvöldum
frá fyrstu stundu í stað þess að kom-
ið væri fram við þá af fullri hörku
eins og eðlilegt hefði verið. Hvers
vegna var ekki hjólað í þá? Kannski
vegna þess að allir til þess bærir Ís-
lendingar, ráðamenn ekki síður en
aðrir, eru sjálfir bófar og bófar koma
fram við aðra bófa eins og þeir vilja
sjálfir láta koma fram við sig ef upp
um þá kemst í einu svindli eða öðru.
Gleymum því ekki að hér hefur verið
þjóðaríþrótt að svíkja kerfið, spæla
ríkið, skara eld að eigin köku og fjöl-
skyldunnar – skítt með alla hina.
Hér hefur ríkið alltaf verið í hlut-
verki óvinarins, ein-
hverra hluta vegna, og
sú er kannski ein helsta
ástæða þess að svo fór
sem fór. Að allt hrundi
um síðir.
Á Íslandi kenna feð-
ur sonum sínum og
dætrum að svíkja und-
an skatti. Í Skand-
ínavíu neyðast embætt-
ismenn til að segja af
sér ef þeir borga
barnapíunni svart.
Á Íslandi segja þeir
sem til þekkja að lögin um fæðing-
arorlofssjóð séu þverbrotin. Að þar
vinni margir orlofsþegar án þess að
gefa tekjur sínar upp, á sama tíma
og þeir þiggja ríkisorlofið eins og
þeim sé „borgað fyrir það“.
Þá eru gildar vísbendingar um að
nýleg löggjöf um atvinnuleysisbætur
sé gróflega misnotuð og mætti svo
lengi telja.
Andartaks skammtíma ávinn-
ingur íslenska einherjans hefur allt-
af verið metinn mikilvægari en lang-
tíma þjóðarheill. Þess vegna hrundu
bankarnir. Þess vegna sitjum við
uppi með Icesave. Þess vegna er ís-
lenska þjóðarskútan að sökkva í fen
spillingar og glæpa – ekki ósvipað og
hjá Rómverjum til forna. Munurinn
er helstur sá að hér stunda menn
glæpi sína í leiðindaveðri en á Ítalíu
ekki. Hvorki nú né þá. Og þess
vegna gleðjast sum okkar vegna Ice-
safe þrátt fyrir allar skuggahlið-
arnar. Sum okkar gleðjast vegna
þess að illu hefur verið á frest skotið.
Í heil sjö ár. Sem er eilífð fyrir þann
sem hugsar bara um verk dagsins í
dag en hirðir ekki um afleiðing-
arnar.
Allt frá þeim tíma sem norskir af-
brotamenn námu land hér á níundu
öldinni er ljóst að sakamannablóð
hefur runnið í æðum Íslendinga. Það
skýrir að hluta til sérstaka aðdáun
þjóðarinnar á vígum og víkingum.
Þá hafa útlagar – útilegumenn – allt-
af notið sérstakrar virðingar hér á
landi.
Íslendingar hafa aldrei verið prin-
sippmenn. Þeir eru tækifærissinnar
sem láta fyrri skuldbindingar sínar
lönd og leið ef þeim birtist nýtt tæki-
færi. Glöggt dæmi um það er sá
skuggi sem hvílir á stofnun lýðveld-
isins árið 1944, þegar við unnum
„frelsissigur“ með því að sparka í
Dani liggjandi.
Nú blasir við að næstu áratugi
verða Íslendingar að finna sér aðra
tómstundaiðju en þá að safna pen-
ingum eða eyða þeim. Kannski væri
vit í að nota þann tíma sem annars
hefði farið í það til að grípa ekki bara
í spil með börnunum okkar og kynn-
ast þeim lítillega heldur stofna í leið-
inni til siðbótar þar sem heiðarleik-
inn verður endurreistur. Óvarlegt er
að krefjast þess að stjórnmálamenn-
irnir okkar eða viðskiptamennirnir
fari fremstir í flokki hinna heið-
arlegu. Siðbótin verður að byrja inn-
an veggja heimilanna.
Við þurfum að hætta að svíkja
undan skatti, við þurfum að hætta að
ljúga, pretta og stela. Það mun taka
tíma að lyfta nýjum gildum á loft en
því fyrr sem við byrjum þá vinnu því
betra. Það er eftir nokkru að slægj-
ast fyrir okkur öll, því það hefur
komið á daginn að óheiðarleiki leiðir
til hruns og hörmunga. Það ætti
okkur að vera ljóst nú í eitt skipti
fyrir öll.
Í spilltum heimi
Eftir Björn
Þorláksson » Andartaks skamm-
tíma ávinningur ís-
lenska einherjans hefur
alltaf verið metinn mik-
ilvægari en langtíma
þjóðarheill. Þess vegna
hrundu bankarnir.
Björn Þorláksson
Höfundur er blaðamaður
og rithöfundur.
TILRAUN Þor-
gerðar Katrínar
Gunnarsdóttur, vara-
formanns Sjálfstæðis-
flokksins og fv.
menntamálaráðherra,
til að varpa sök af
Icesave-reikningnum
af forystu Sjálfstæð-
isflokksins yfir á aðra
(sjá: „Á að semja um
Icesave?, Mbl.,
13.06.) kallar að lág-
marki á eftirfarandi leiðréttingar:
Það var ekkert „regluverk Evr-
ópusambandsins“, sem tók ákvörð-
un um að stofna útibú Landsbank-
ans fyrir sparifjárinnistæður í
Bretlandi og Hollandi á árunum
2006-08. Regluverk taka ekki
ákvarðanir. Þeir sem tóku þá ör-
lagaríku ákvörðun voru banka-
stjórar Landsbankans, þeir Sig-
urjón Þ. Árnason og Halldór J.
Kristjánsson, á ábyrgð formanns
bankaráðsins og varaformanns,
þeirra Björgólfs Guðmundssonar
og Kjartans Gunnarssonar. Allt
eru þetta dyggir sjálfstæðismenn,
Kjartan m.a.s. framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, svo lengi sem
elstu menn muna.
Þessir menn áttu þess kost, skv.
regluverki Evrópusambandsins,
að hafa þessa starfsemi í formi
dótturfyrirtækja, á ábyrgð og
undir eftirliti þarlendra stofnana
og með sparifjártryggingu þar-
lendra ríkisstjórna. Þessir menn
kusu, af ásettu ráði, að stofna
heldur íslenskt útibú á ábyrgð ís-
lenskra skattgreiðenda. Það auð-
veldaði þeim að nýta sparifé
breskra og hollenskra sparifjár-
eigenda í eigin þágu og
skjólstæðinga sinna.
Ófyrirgefanlegt?
Í samtali við Ólaf Arnarson,
höfund bókarinnar Sofandi að
feigðarósi, segir fv.forsæt-
isráðaherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins eftirfarandi um
þetta mál:
„Geir H. Haarde sagði í samtali
við undirbúning bókarinnar, að
fyrirkomulag Icesave-reikning-
anna og sú töf sem varð á að koma
þeim yfir í dótturfélag, sé eitt-
hvert mesta böl, sem íslensk
stjórnvöld hafa nokkurn tíma
þurft að glíma við. Þar hafi verið
ófyrirgefanlegt af hálfu Lands-
bankans að opna Icesave-
reikninga sína í útibúi í Bretlandi.
Það hafi ekki verið tilviljun, held-
ur hafi að baki legið fyrirætlanir
um að geta notað þá peninga, sem
kæmu inn í Icesave, rétt eins og
þeir kæmu úr íslensku útibúi.“
Ófyrirgefanlegt, sagði forsætis-
ráðherrann fyrrverandi, réttilega.
Sök stjórnvalda, þ.e. ríkisstjórnar
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks,
var að hafa heimilað þessa fjár-
öflun eigenda og stjórnenda
Landsbankans í formi útibús og
þar með á ábyrgð íslenskra skatt-
greiðenda árið 2006. Sök Samfylk-
ingarinnar er sú að hafa ekki knú-
ið forráðamenn Landsbankans til
þess að breyta þessari fjáröfl-
unarstarfsemi yfir í breskt dótt-
urfélag, á ábyrgð og með spari-
fjártryggingu breskra yfirvalda, í
tæka tíð, eftir að stjórnvöldum
jafnt sem forráðamönnum Lands-
bankans mátti ljóst vera, að ís-
lenska bankakerfið stefndi í hrun.
Það var á valdi íslenskra stjórn-
valda að forða slysinu. Þau brugð-
ust. Ófyrirgefanlegt,
sagði Geir H. Haarde,
eftir á að hyggja.
Þorgerður Katrín
lætur eins og memor-
andum of understand-
ing milli ríkisstjórna
Íslands og Hollands
um ábyrgð íslenska
ríkisins (les: íslenskra
skattgreiðenda) á inni-
stæðutryggingu gagn-
vart hollenskum spari-
fjáreigendum hjá
Landsbankanum skipti
ekki máli. Þetta er rangt. Þar með
viðurkenndi ríkisstjórn Geirs H.
Haarde og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur (og Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur) í fyrsta sinn
ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á
lágmarksinnistæðutryggingu
vegna útibús Landsbankans í Hol-
landi.
Að þræta fyrir
Báðir stjórnarflokkarnir deila
með sér ábyrgð á þessari skuld-
bindandi stefnuyfirlýsingu. Reynd-
ar var gengið lengra. Í skjalinu er
kveðið á um, að íslenska ríkið taki
lán hjá hollenskum stjórnvöldum
til tíu ára með 6,7% vöxtum og af-
borgunarfrítt í þrjú ár. Þetta eru
marfalt verri kjör en þau sem náð-
ust með þeirri samningsnið-
urstöðu, sem nú liggur fyrir Al-
þingi. Með þessu samkomulagi við
hollensku ríkisstjórnina haustið
2008 skapaði þáverandi ríkisstjórn
fordæmi gagnvart samningum við
Breta og stórspillti samningsstöðu
Íslands.
Hvernig dirfist varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og ráðherra í
ríkisstjórn, sem ber óumflýjanlega
ábyrgð á áðurnefndu samkomu-
lagi, að varpa af sér og flokki sín-
um allri ábyrgð af eigin verkum
yfir á aðra? Samstarfsflokkinn,
Evrópusambandið, erlendar rík-
isstjórnir – alla aðra en þá, sem
ábyrgðina bera með aðgerðum sín-
um og/eða aðgerðaleysi?
Íslenska þjóðin á um sárt að
binda af þessum sökum. Hún var
svikin í tryggðum af eftirlæt-
issonum sínum, auðmönnum Ís-
lands, sem sökktu þjóðinni í skuld-
ir og létu greipar sópa um sparifé
hennar, um leið og þeir fengu óá-
reittir að koma illa fengnu fé sínu
undan í skattaskjól á aflandseyj-
um. Stjórnmálaforysta þriggja
flokka, Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks og Samfylkingar, sem átti
að gæta hagsmuna almennings,
brást skyldum sínum. Stjórn-
málamenn, sem brugðist hafa þjóð
sinni á úrslitastundu, eiga að fara
varlega í að ýfa upp sárin með því
að þræta fyrir eigin ábyrgð.
Sjá nánari umfjöllun um ábyrgð
á Icesave-reikningnum á jbh.is
Ófyrirgefanlegt?
Eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Jón Baldvin
Hannibalsson
» Sök stjórnvalda, þ.e.
ríkisstjórnar Sjálf-
stæðis- og Framsókn-
arflokks, var að hafa
heimilað þessa fjáröflun
eigenda og stjórnenda
Landsbankans í formi
útibús og þar með á
ábyrgð íslenskra skatt-
greiðenda árið 2006.
Höfundur var fjármála- og
utanríkisráðherra 1987-95., ,