Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 46 31 1 05 /0 9 • Vatnsveita Reykjavíkur var fyrsta vatnsveita á Norðurlöndunum með ISO 9001 vottað gæðakerfi. www.or.is Ganga á Nesja- vallasvæðinu Þriðjudaginn 16. júní verður Fræðslu- stígurinn við Nesjavelli genginn að hluta. Um er að ræða þægilega gönguleið þar sem fræðst er um náttúruna, söguna, jarðfræðina og hvernig orkan í Henglinum hefur verið beisluð. Gangan hefst kl. 19:30 við Nesjavallavirkjun. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögu- maður er Almar Sigurðsson. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SLÍKT andóf hafði ekki sést á götum Teheran í áraraðir. Ungt fólk streymdi út á götur í þúsundatali og lét í ljós megna óánægju með meint svik í forsetakosningunum á föstudag. „Allir voru vissir um að Mousavi væri sigur- vegari. Fólk vildi breytingu,“ sagði stuðnings- kona umbótasinnans Mirs Hosseins Mousavis. „Stjórnvöld vilja ekki leyfa okkur að segja hug okkar,“ sagði ungur maður skammt frá í mótmælunum í höfuðborginni á laugardag. Áberandi var hve margir mótmælendur voru af yngri kynslóðinni. Það á sér sína skýr- ingu. Um sex af hverjum tíu Írönum eru undir þrítugu og stór hluti þessa fólks, einkum vel menntað fólk í borgunum, vill að landið taki aðra stefnu en undir stjórn Ahmadinejads. Telur forsetann hafa haft brögð í tafli Mousavi þótti hafa vindinn í seglin á síðustu metrum kosningabaráttunnar og þegar innan- ríkisráðuneytið tilkynnti að hann hefði þvert á væntingar fylgismanna sinna hlotið helmingi færri atkvæði en Ahmadinejad var hann fljót- ur til að lýsa yfir efasemdum um talninguna. Mousavi gekk svo lengra í gær þegar hann fór þess á leit við Verndararáðið, tólf manna stofnun sem hefur yfirumsjón með kosningum, að það ógilti endurkjör sitjandi forseta. Hvatti hann jafnframt fylgismenn sína til að halda áfram friðsömu andófi á götum úti. Úrslitin komu stuðningsmönnum Mousav- is sem fyrr segir í opna skjöldu en það vekur hjá þeim grunsemdir að greint skuli hafi ver- ið frá útkomunni aðeins tveimur klukku- stundum eftir að kjörstöðum var lokað, eða mun fyrr en venja er til, og að forsetinn skuli hafi unnið stórsigra í heimabæjum andstæð- inga sinna. Varfærni og efasemdir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, var varfærin þegar hún tjáði sig um útkomuna og lét nægja að segja að vonir sínar stæðu til að þær endurspegluðu vilja Írana. Joseph Biden, varaforseti Bandaríkjanna, gekk hins vegar mun lengra. „Það vakna ótal spurningar um framkvæmd kosninganna. Við ætlum að bíða og sjá. Við höfum ekki nægar upplýsingar til að geta fellt um þær traustan dóm,“ sagði varaforsetinn í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í gær. Hann bætti því svo við að úrslitin hefðu eng- in áhrif á stefnu stjórnar sinnar gagnvart Íran. Forysta Evrópusambandsins tjáði sig einn- ig um útkomuna og lýsti yfir áhyggjum af meintu misræmi í kosningaferlinu og þeirri miklu ólgu sem nú ríkti í írönsku þjóðfélagi. Á sama tíma fögnuðu tugþúsundir stuðnings- manna Ahmadinejads sigri hans í hjarta Teher- an. Forsetinn kom fram af auðmýkt og sáu rík- issjónvarpsstöðvar til þess að fánaborgirnar færu ekki fram hjá þeim tugmilljónum Írana sem fylgdust með fögnuðinum heima hjá sér. Sækir í líkingamál knattspyrnunnar Líkti forsetinn reiði andstæðinga sinna við tapsára stuðningsmenn knattspyrnuliðs sem una ekki ósigri. Þeir hefðu ekkert til síns máls. „Fjörutíu milljónir manna hafa tekið þátt í þessu ferli. Hvernig geta þeir dregið það í efa?“ spurði forsetinn með vísan til þess að mikill meirihluti atkvæðabærra manna hefði greitt atkvæði sitt í kosningunum. Mikill styr hefur staðið um kjarnorkuáætlun Írana og sagði forsetinn deilur um þær „heyra sögunni til“. Hann fagnaði tilraunum til að hefta frekari útbreiðslu kjarnavopna. Telst ólíklegt að áætlunin sé þar með úr sögunni. Daginn áður gripu stjórnvöld til þess ráðs að loka fyrir smáskilaboð með farsímum til að hemja mótmælin á laugardag, ásamt því að loka fyrir símtöl með farsímum um hríð. Þá voru útsendingar sjónvarpsstöðva trufl- aðar, vefsíðum lokað og myndatökur hindr- aðar. Óeirðalögregla lét einnig til sín taka og full- yrða sjónarvottar að hátt í tvö hundruð um- bótasinnar hafi verið handteknir vegna gruns um að hafa kynt undir mótmælunum. Ljóst er að Ahmadinejad nýtur stuðnings klerkaveldisins og hvatti Ali Khamenei, erki- klerkur og æðsti embættismaður Írans, þjóð sína til að sameinast að baki forsetanum. Úrslitin væru „himnesk blessun“. Krefjast breytinga Þúsundir stuðningsmanna Mirs Hosseins Mousavis streymdu út á götur Teheran til að mótmæla meintu kosningasvindli. Slík mótmæli hafa ekki sést þar í borg í áraraðir. Íranska þjóðin á krossgötum  Mousavi krefst ógildingar kosninganna  Bandaríkjastjórn efast um lögmæti þeirra » Útkoman er mjög umdeild » 62,6% kusu Ahmadinejad » En aðeins 33,8% Mousavi » Kosningaþátttaka var 85% » Mousavi telur þetta svindl TÍÐINDI urðu í ísraelskum stjórnmálum í gær þegar Ben- jamin Netan- yahu, forsætis- ráðherra Ísraels, lýsti í fyrsta skipti yfir stuðn- ingi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, með tveimur skilyrðum þó. Annars vegar að Palestínumenn yrðu afvopnaðir að fullu og hins vegar að þeir viðurkenndu Ísrael sem ríki gyðinga, krafa sem Mah- mud Abbas, forseti Palestínu- manna, hefur hingað til hafnað. Þá útilokaði Netanyahu að fram- kvæmdir við landtökubyggðir gyð- inga á Vesturbakkanum yrðu stöð- vaðar, þvert á kröfu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem jafnframt hefur lagt hart að for- sætisráðherranum að fallast á tveggja ríkja lausnina svokölluðu. Skilyrði Netanyahu komu ekki á óvart í ljósi þröngrar stöðu hans heima fyrir en fyrir liggur að hægrimenn í stjórninni eru afar tregir til að fallast á kröfur Banda- ríkjaforseta og er raunar talið að þeir myndu fyrr slíta stjórnar- samstarfinu en fallast á þær. Ræðan mæltist almennt illa fyrir hjá Palestínumönnum. „Þessi ræða skýtur í kaf allar friðarumleitanir á svæðinu,“ lét Nabil Abu Rudeina, talsmaður Ab- bas forseta, hafa eftir sér í gær. Talsmenn Hamas, herskárrar hreyfingar sem fer með yfirráðin á Gaza, gagnrýndu einnig ræðuna harðlega og sögðu hana einkenn- ast af kynþáttafordómum og öfga- hyggju, þar sem öll réttindi Palest- ínumanna væru virt að vettugi. Aukinn stuðingur í Ísrael Obama gerði stöðuna í múslíma- heiminum að umtalsefni í ræðu í Kaíró fyrir skömmu og bendir ný skoðanakönnun á vegum Hebreska háskólans í Jerúsalem til að stuðn- ingur ísraelsks almennings við tveggja ríkja lausnina hafi aukist í kjölfarið og farið úr 59 prósentum í 63 prósent. Netanyahu vék í ræðu sinni einnig að forsetakosningunum í Ír- an, með þeim orðum að mesta ógn- in sem heimurinn stæði frammi fyrir væri ef herskáir múslímar kæmust yfir kjarnavopn, líkt og Ír- ansstjórn er talin vinna að. Tekur nú undir tveggja ríkja lausn Hamas fordæmir ræðu Netanyahu Benjamin Netanyahu BANDARÍKJASTJÓRN íhugar nú afar óvenjulega leið til að stemma stigu við hnignun borga, nefnilega að rífa niður heilu úthverfin líkt og þeg- ar visin grein er skorin af tré. Hugmyndin kemur frá Flint, fá- tækri borg á stærð við Reykjavík sem eitt sinn bjó við blómlegan bílaiðnað, en yfirvöld þar telja að rífa þurfi nið- ur 40% af borginni til að vega upp á móti lamandi hnignun draugahverfa. Aðalhvatamaður hugmyndarinnar er Dan Kildee, fjármálastjóri Gene- see-sýslu, en hann hyggst skoða um 50 borgir sem Brookings-stofnunin álítur að þurfi að minnka. Flestar borgirnar eru í „ryðbelt- inu“ svokallaða, þar með talin bíla- borgin Detroit sem rætt er um að skipta þurfi upp í smærri borgar- kjarna innan um endurheimtan skóg. Kveðst Kildee hafa þurft að berjast gegn þeirri bandarísku sannfæringu að borgir eigi að vera víðfeðmar, á sama tíma og hnignandi borgir standi ekki undir þjónustustiginu. Úthverfin rifin niður Í Michigan Yfirgefið hús í Flint. Uppbygging íransks stjórnkerfis bregður birtu á valdsvið forsetans. Núverandi stjórnkerfi er afsprengi íslömsku byltingarinnar árið 1979 og er ævikjörinn erki- klerkur, nú Ali Khamenei, æðsti leiðtogi landsins. Sérstakt sérfræðinga- ráð 88 klerka getur fræði- lega vikið erkiklerknum úr embætti en sá möguleiki er að óbreyttu álitinn óhugsandi í Íran. Forsetatíð Mohammads Khatamis, forvera Ahmadinejads, þótti undirstrika að valdi for- setans eru takmörk sett andspænis vilja klerkaveldisins og leyniþjónustunni og her- sveitunum sem hún hefur á sínum snærum. Forsetinn hefur engu að síður töluverð völd eins og síðasta kjörtímabil er dæmi um. Ahmadinejad naut þá mjög góðs af hækk- un olíuverðs og þykir síðan hafa gengið fram með óábyrgum hætti með því að sólunda olíugróða í atkvæðakaup, einkum á lands- byggðinni þar sem hann nýtur vinsælda. Unga fólkið í borgunum horfir hins vegar fram á fá tækifæri um leið og nútíma sam- skiptatækni hefur það í för með sér að um- bótasinnar geta náð til fjölmenns hóps stjórnarandstæðinga á skömmum tíma, eins og nýafstaðnar kosningar sanna. Það dugði þó ekki til og hefur klerkaveldið hert tökin á valdataumunum, að minnsta kosti að sinni. Valdi forsetans eru takmörk sett Mahmoud Ahmadinejad Andstæðingar Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta ætla ekki að leggja árar í bát heldur boða frekari mótmæli gegn meint- um kosningasvikum stjórnar hans. Forset- inn segir þá verða að sætta sig við úrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.