Morgunblaðið - 03.07.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Ævisaga
Sigurðar prests
Stefánssonar
rituð af honum
sjálfum
LOKSINS KOMIN!
ÆVISAGAN SEM BEÐIÐ
HEFUR VERIÐ EFTIR Í 85 ÁR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Skapta Hallgrímsson
BANASLYS varð í Selárdal skammt
frá Vopnafirði á fimmta tímanum í
gær, þegar fjögurra sæta flugvél af
gerðinni Cessna 180, með skráning-
arnúmerið TF-GUN, brotlenti stein-
snar frá veiðihúsinu Hvammsgerði.
Tveir voru í vélinni, sem var smíð-
uð árið 1963, þegar slysið varð. Ann-
ar þeirra, karlmaður um fimmtugt,
lést. Ekki er hægt að greina frá nafni
hans að svo stöddu. Hinn, karlmaður
á sextugsaldri, slasaðist alvarlega og
var sendur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur. Ekki fengust upplýs-
ingar um líðan hans í gærkvöldi.
Vélin var nýlögð af stað frá Vopna-
firði og gerði flugáætlun ráð fyrir
lendingu á Tungubakkaflugvelli í
Mosfellsbæ klukkan sex í gærkvöldi.
Fljótlega eftir að flugvélin fór í loftið
bárust flugstjórnarmiðstöðinni í
Reykjavík þær upplýsingar frá
Neyðarlínu að hún hefði brotlent.
Tildrög slyssins voru þau að vélin
flaug á rafmagnsvír rétt hjá veiði-
húsinu.
Björgunarsveit og slökkvilið voru
kölluð út frá Vopnafirði, ásamt lög-
reglunni í umdæmi sýslumannsins á
Eskifirði. Fulltrúar rannsóknar-
nefndar flugslysa komu á vettvang á
níunda tímanum og rannsökuðu slys-
ið ásamt lögreglu.
Lét lífið í flugslysi
Einn lést og annar slasaðist mikið í flugslysi í Vopnafirði
Vélin flaug á vír í námunda við veiðihús við Selá í Selárdal
KRÍUUNGAR klekjast nú óðum út, en næstu
daga ráðast örlög margra þeirra. Að sögn Frey-
dísar Vigfúsdóttur, líffræðings og doktorsnema,
hefur orðið vart við ungadauða við innanverðan
Breiðafjörð en varpið gengur betur við sunnan-
vert Snæfellsnes. Of snemmt er þó að segja al-
mennt til um hvernig varpið gengur. Hornsíli
hafa fundist í hreiðrum dauðra unga, sem bendir
til skorts á sandsíli, helstu fæðu þeirra.
HEYR LÍFSBARÁTTUNA Í ERFIÐU ÁRFERÐI
Morgunblaðið/Ómar
ÞJÓÐARFJALLIÐ Herðubreið virðist eiga sér systur-
fjall í landgrunni Íslands – á hafsbotni. Nokkur ný fjöll
hafa nú fundist á hafsbotni að því er fram kemur hjá Haf-
rannsóknastofnun. Þar á meðal eru svokölluð eðjueldfjöll
sem finnast nú í fyrsta skipti hér við land.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur nýlokið
kortlagningarleiðangri og fundust fjöllin á 900–1.300
metra dýpi við rætur landgrunnsins um 100 sjómílur
vestsuðvestur af Snæfellsnesi, en keilurnar eru um 40–
200 metra háar og reglulegar að lögun.
Systurfjallið hlýtur heitið Mardöll
Á norðanverðu mælingasvæðinu fannst annað fjall sem
er um 450 metra hátt, reglulega lagað með flötum gíg á
toppinum. Samkvæmt upplýsingum Hafró er það að lög-
un nánast eins og smækkuð mynd af Herðubreið og hefur
það fengið heitið Mardöll eftir hinni björtu hafgyðju.
Leiðangur rannsóknarskipsins var frumkönnun á nýju
hafsvæði með fjölgeisladýptarmælingum. Á vefsíðu
Hafró segir að markmið verkefnisins sé að kortleggja
þekktar og mögulegar veiðislóðir, en alls voru kortlagðir
um 2.700 ferkílómetrar af hafsbotninum í þetta sinn.
Þótt fjöllin hafi fyrst verið kortlögð nú hafði þeirra áð-
ur orðið vart því skipstjóri á frystitogaranum Þerney
RE-101 lét á sínum tíma Hafró vita af einhverju óvenju-
legu sem sást á dýptarmæli. Reyndist skipið hafa siglt yf-
ir leirkeilu sem nú er nefnd Litla-Keila. una@mbl.is
Ný fjöll finnast á hafs-
botni á Íslandsmiðum
Hafrannsóknarstofnun
Systur Sjávarfjallinu Mardöll svipar til Herðubreiðar
Leirkeilur og smækkuð mynd
af Herðubreið á miklu dýpi
REYKJAVÍKURBORG er enn í
ábyrgð fyrir um 45 prósenta hlut í
Landsvirkjun sem seldur var til rík-
isins um áramót-
in 2006/2007 fyrir
um 27 milljarða
króna, sam-
kvæmt samningi
sem gerður var
við ríkið. Gildir
ábyrgðin til árs-
ins 2012. Ak-
ureyrarbær seldi
einnig sinn hlut,
sem var um 5
prósent, en samtals greiddi ríkið
rúmlega 30 milljarða fyrir, 3,4 millj-
arða við gildistöku eigendaskiptanna
en eftirstöðvarnar með skuldabréfi
til 28 ára. Dagur B. Eggertsson,
oddviti Samfylkingarinnar, lagði
fram fyrirspurn um ábyrgðina í
borgarráði í gær og óskaði eftir því
að fá nákvæmar upplýsingar um
upphæðir ábyrgða borgarinnar
vegna lána Landsvirkjunar
Einnig spurðist Dagur fyrir um
hverjar væru líkurnar á því að lækk-
að lánshæfismat Landsvirkjunar,
frá því fyrr í vikunni, hefði áhrif á
lánakjör borgarinnar, og þar með
fyrirtækja hennar, og við hvaða að-
stæður ábyrgðir gætu fallið á borg-
arsjóð.
Þá var óskað eftir ítarlegum upp-
lýsingum um fjármagnsstöðu
Landsvirkjunar, með tilliti til lang-
tíma og skammtíma fjármögnunar.
magnush@mbl.is
Borgin
ábyrgist
enn 45%
Dagur B.
Eggertsson
Ábyrgð borgarbúa
á Landsvirkjun
REIÐHJÓL hafa víða verið tekin
ófrjálsri hendi á höfuðborgarsvæð-
inu síðustu daga. Þrjár slíkar til-
kynningar bárust lögreglunni í gær
og fimm í fyrradag. Ekki er að sjá að
eitt hverfi verði meira fyrir barðinu
á reiðhjólaþjófum en önnur því hinir
óprúttnu aðilar eru jafnt á ferðinni í
miðborginni sem úthverfunum og
nágrannasveitarfélögunum.
Vegna þessa beinir lögreglan því
til fólks að það gangi eins tryggilega
frá reiðhjólum sínum og kostur er.
Reiðhjóla-
þjófar á ferð
ÞAÐ óhapp varð á markrílmiðunum
djúpt suður af landinu í fyrradag að
Birtingur NK sigldi á Súluna EA.
Engan sakaði við áreksturinn en gat
kom á hvalbak Súlunnar. Hún er
komin til hafnar í Neskaupstað.
Súlan hefur að undanförnu verið
notuð til að flytja makríl af miðunum
til lands. Þegar óhappið varð var
verið að dæla makríl úr Berki NK í
Súluna. Svartaþoka var á miðunum
þegar óhappið varð. Bæði skipin eru
í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað.
Súlan lenti
í árekstri