Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Verð aðein
s 3.990 kr.
bók og kor
t
Handhægt ferðakort
fylgir bókinni
Vegahandbókin sími: 562 2600
STYRJUNNI sem sleppt var í tjörnina í verslun
Sævars Karls er ekki ætlað að framleiða hrogn
fyrir kúnnana. Enda væri það ekki skemmtileg
sjón fyrir búðargesti því styrjan er skorin upp,
náð í hrognin og hún svo saumuð saman á ný.
Styrjan í búðinni er á barnsaldri, ekki nema
fjögurra eða fimm ára gömul. Styrjur eru lang-
lífar með afbrigðum, geta orðið hátt í 200 ára
gamlar, og stærstu styrjur geta orðið 3 til 5
metra langar. Styrjan býr ekki ein í tjörninni
því með henni eru japanskir koja-fiskar sem
eru afar gæfir og hafa yndi af að láta klappa
sér og kjassa. Ljóst er að ef fiskunum er vel
sinnt munu þeir allir lifa okkur því elsti koja-
fiskur sem um er vitað er 226 ára gamall.
Þeim sem langar í styrju eða fisk í tjörn er
bent á að hafa samband við Gunnar Helgason
hjá gæludýrabúðinni Dýragarðinum.
Styrjan syndir sæl í tjörninni í verslun Sævars Karls
Morgunblaðið/Heiddi
Furðufiskar sem munu lifa okkur öll
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
RÍFLEGA þriðjungur þeirra sem
hafa verið ráðnir sem faglegir að-
stoðarmenn ráðherra hefur farið út í
pólitík. Þetta er ein margra for-
vitnilegra niðurstaðna Gests Páls
Reynissonar sem lauk BA-námi í
stjórnmálafræði frá HÍ í sumar. Í
gær fékk Gestur verkefnastyrk Fé-
lagsstofnunar stúdenta fyrir verk-
efni sitt: „Aðstoðarmenn ráðherra –
bakgrunnur, hlutverk og frami“.
Leiðbeinandi Gests Páls var Ómar
H. Kristmundsson, dósent í opin-
berri stjórnsýslu við HÍ.
Aðstoðarmannakerfið var tekið
upp í kjölfar stjórnarráðslaga sem
sett voru 1969. Ráðherrar vinstri
stjórnarinnar 1971 urðu fyrstir til að
ráða sér aðstoðarmenn. Rannsókn
Gests Páls náði til allra aðstoðar-
manna ráðherra frá 1971 til ársloka
2008 en þeir voru 109 talsins.
Meðal þess sem rannsóknin leiddi
í ljós var að starf aðstoðarmanns
ráðherra hefur reynst vel á frama-
brautinni, hvort heldur aðstoðar-
mennirnir hafa síðar reynt fyrir sér
á stjórnmálsviðinu, í einkageiranum
eða sótt um embætti.
Gestur Páll segir að þrátt fyrir að
hópur aðstoðarmanna ráðherra á 37
ára tímabili hafi verið mjög fjöl-
breyttur virðist framavonir hópsins
hafa verið fremur
einsleitar. Þannig
höfðu 35% að-
stoðarmanna
reynt fyrir sér í
pólitík, boðið sig
fram til þings og/
eða sveitar-
stjórnar. Um 10%
aðstoðarmann-
anna fóru beint
inn á þing að
loknu aðstoðarmannsstarfi og höfðu
tæp 20% fyrrverandi aðstoðar-
manna boðið sig fram til þings. Það
hlutfall mun að öllum líkindum
hækka því dæmi eru um löngu hætta
aðstoðarmenn sem fara í framboð.
Um 80% aðstoðarmanna ráðherra
áttu bakgrunn í sama stjórn-
málaflokki og ráðherrann, en mörg
dæmi voru einnig um óflokksbundna
aðstoðarmenn. Gestur Páll sagði að
mörg dæmi hefðu verið um að ráð-
herrar réðu sér aðstoðarmenn í
krafti sérþekkingar þeirra á til-
teknum málaflokki ráðuneytisins.
Jafnvel voru þeir úr öðrum flokki en
ráðherrann.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að
með nýrri ríkisstjórn árið 2007
hækkaði hlutfall faglegra aðstoð-
armanna á kostnað pólitískra að-
stoðarmanna. Einnig hækkaði hlut-
fall kvenna í aðstoðarmannahópnum
til muna. Sömu þróunar virðist einn-
ig gæta í þeim tveimur ríkis-
stjórnum sem myndaðar hafa verið
síðan rannsóknin var unnin.
Gestur Páll kvaðst ætla að nýta
styrk FS til að vinna betur úr gögn-
um og bæta við rannsókn sína.
„Já, ráðherra“ - ávísun á frama
Rúmlega þriðjungur fyrrverandi aðstoðarmanna ráðherra hefur reynt að hasla sér völl í pólitík
Flestir aðstoðarmenn hafa verið flokksbundnir en hlutfall faglega ráðinna hefur verið að hækka
Gestur Páll
Reynisson
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
UNNIÐ er að því að styrkja holuna
sem boruð var í grennd við Kröflu í
sumar með því að tvöfalda stálfóðr-
ingu í henni. Á rúmlega tvö þúsund
metra dýpi var komið niður á kviku og
er ólíklegt að haldið verði áfram með
djúpborunarverkefnið fyrir norðan.
Hins vegar eru taldir möguleikar á að
virkja holuna og að hún geti hugsan-
lega gefið yfir 10 megavött.
Ráðgert var að bora niður á 4-5
kílómetra dýpi í Vítismó við Kröflu í
þessu alþjóðlega verkefni og bora síð-
an tvær aðrar slíkar holur á Hellis-
heiði og á Reykjanesi á vegum OR og
HS.
Að sögn Bjarna Pálssonar, verk-
fræðings hjá Landsvirkjun Power,
eru mörg ljón á veginum áður en
hægt verður að virkja aflið í holunni.
Hann nefnir að súrar lofttegundir
hafi verið í nálægum borholum, sem
tæri stálfóðringar og því sé unnið að
því að tvöfalda fóðringarnar.
„Það hefur reynst vandasamt að
virkja þessar holur, en þó hefur það
tekist þegar orkuríkur vökvinn bland-
ast vatni ofar í holunni. Við erum
komin í mikla nálægð við hitagjafann
og dælum stanslaust vatni ofan í hol-
una. Vonandi verður hægt að hleypa
holunni upp í sumar til að sjá hennar
rétta eðli,“ segir Bjarni.
Kostnaður við verkefnið er orðinn á
annan milljarð króna.
Reynt að styrkja og virkja
kvikuholuna við Kröflu
Í mikilli nálægð við hitagjafann og vatni stanslaust dælt í holuna
Ljósmynd/Gunnar Svanberg
Annir Í nógu hefur verið að snúast
hjá starfsmönnum Jarðborana.
UM 1.700 manns fá ekki greiddar
atvinnuleysisbætur um þessi mán-
aðamót vegna samkeyrslu Vinnu-
málastofnunar við RSK. Þar á með-
al er fólk sem hefur kosið að fá
greiddan hluta séreignarlífeyr-
issparnaðarins en hann á ekki að
hafa áhrif á atvinnuleysisbætur.
Hefur Vinnumálastofnun fryst
greiðslur til þessa fólks á meðan
beðið er skýringa á tekjum sem
ekki komu fram í umsóknum um at-
vinnuleysisbætur, líkt og kom fram
í Morgunblaðinu í gær. Gissur Pét-
ursson, forstjóri Vinnumálastofn-
unar, sagði að unnið væri að leið-
réttingum og stefnt að því að fólk
fengi leiðréttingu um leið og það
hefði upplýst um tekjur sínar.
Séreign hefur
áhrif á atvinnu-
leysisbætur
SJÓVÁ mun tryggja nýju Dash 8
flugvél Landhelgisgæslunnar, sam-
kvæmt upplýsingum frá Ríkis-
kaupum.
Ríkiskaup auglýstu eftir til-
boðum í tryggingar á flugvélinni.
Tvö tilboð bárust og voru þau opn-
uð 22. júní síðastliðinn. Annað til-
boðið reyndist vera ógilt og var til-
boði Sjóvár tekið.
Tilboð Sjóvár hljóðaði upp á rúm-
lega 211 þúsund Bandaríkjadali á
ári, eða tæplega 27 milljónir ís-
lenskra króna.
Hin nýja vél kom til landsins í
fyrradag. gudni@mbl.is
Sjóvá tryggir
nýju vélina
Auk Gests Páls hlutu styrki FS
þær Kristrún Guðmundsdóttir
og Ragnheiður Erla Eiríksdóttir
fyrir BS verkefni í hjúkrunar-
fræði „Mótorhjólaslys á Íslandi
á árunum 2003 til 2007“.
Anna Hinriksdóttir fékk styrk
fyrir meistaraverkefni í hagnýtri
menningarmiðlun „Ástin á tím-
um ömmu og afa. Bréf og dag-
bækur aldamótamanns.“
Sigríður Klara Böðvarsdóttir
fékk styrk fyrir doktorsverkefni
í líf- og læknavísindum „Litn-
ingaóstöðugleiki og gallar í litn-
ingaendum í brjóstaæxlum.“
Verkefnastyrkir FS