Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SÁ sem þyngstan dóm hlaut í Arn- arnesmálinu svonefnda, hinn 31 árs gamli Kristján Víðir Kristjánsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 23 ára gamall samverkamaður hans, Hlynur Ingi Bragason, hlaut tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Hann var einnig sviptur öku- réttindum ævilangt. Þá var tvítug kona sem einnig átti hlut að máli dæmd í 15 mánaða fangelsi, auk þess sem 17 ára gamalt barnabarn fórn- arlambanna var dæmt í fimm mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Voru fjórmenningarnir ákærðir fyrir rán, húsbrot og frelsissviptingu og þóttu hafa brotið af mikilli harð- ýðgi gegn fórnarlömbum sínum. Barnabarnið benti á verðmætin Málavextir voru þeir að mennirnir tveir ruddust inn á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi að kvöldi laugar- dagsins 25. apríl síðastliðins, eftir að hafa fengið ábendingar frá barna- barni þeirra um að þar væri mikil verðmæti að finna. Á meðan biðu konan og stúlkan úti í bíl annarrar þeirra, en öll tóku þau þátt í ákvörð- uninni um að fremja brotið. Öll voru þau undir áhrifum ýmist fíkniefna eða áfengis og var einnig ákært fyrir brot gegn umferðarlög- um vegna aksturs undir áhrifum. Til- gangur húsbrotsins var sá að afla þýfis til að kaupa fíkniefni. Hrottaleg árás á roskið fólk Dómara þótti sannað að þegar komið var inn í húsið hefði Kristján Víðir tekið fyrir vit konunnar með báðum höndum og snúið hana niður í gólfið, skipað henni að taka af sér tvo hringa og slegið hana þremur þung- um höggum í höfuðið, þegar hún reyndi að komast á fætur. Síðan lét Kristján Víðir hana liggja á grúfu á gólfinu. Konan hlaut stórt mar í hársverði á hnakkanum og upp á höfuð, mar- bletti vinstra og hægra megin á hálsi og kinnum, á vinstra handarbaki, á baki, bringu og kringum munn, auk eymsla í öxlum og vöðvum. Á sama tíma fór Hlynur Ingi á neðri hæð hússins og fann manninn þar. Skipaði hann honum að fara upp og rak hann á undan sér. Þá létu of- beldismennirnir hann leggjast á gólfið við hlið konunnar á grúfu, og stóð Hlynur Ingi yfir þeim með hníf. Stöðugar morðhótanir Á meðan fór Kristján Víðir ráns- hendi um heimilið. Alls taldi dóm- urinn sannað að þeir hefðu haft upp úr krafsinu seðlaveski með 50.000 krónum, debetkorti og ökuskírteini. Einnig fartölvu, farsíma og vegg- síma auk skartgripa fyrir rúmlega eina milljón króna. Hótaði Hlynur Ingi því stöðugt að stinga hjónin ef þau horfðu ekki nið- ur í gólfið. Áður en mennirnir höfðu sig á brott skáru þeir í sundur síma- snúrur og hótuðu að skjóta hjónin á færi ef þau bærðu sig næstu mín- úturnar. Alls stóð þessi ofbeldisfulla innrás á heimili hjónanna yfir í 20-30 mínútur. Fólkið hélt svo á brott í bíl konunnar. Hin ákærðu voru einnig dæmd til að greiða málsvarnarlaun upp á 350.000 til 450.000 krónur hvert. Þeir Kristján Víðir og Hlynur Ingi hafa báðir margoft áður verið dæmdir fyrir lögbrot á síðustu árum. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson héraðs- dómari. Tvö og hálft ár í Arnarnesmáli Morgunblaðið/Þorkell  Hrottaleg innrás á heimili í Garðabæ  Barnabarn þolenda fékk fimm mánuði 365 MIÐLAR, fyrrverandi útgáfu- félag DV, var í gær dæmt til að greiða Orra Haukssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Skjás eins, 300.000 krónur í miskabætur vegna æru- meiðandi ummæla í umfjöllun blaðs- ins í september árið 2006. Birti blað- ið þá grein undir fyrirsögninni „Skilnaðarfaraldur skekur Skjá einn.“ Í greininni var fjallað um vel- gengni sjónvarpsstöðvarinnar og einkalíf stjórnenda hennar. Þau ummæli voru dæmd dauð og ómerk að allt væri „í tómu tjóni“ í einkalífi yfirmanna stöðvarinnar, þar á meðal Orra, en einnig að yf- irmönnum stöðvarinnar gengi illa að fóta sig í einkalífinu. Þá voru 365 miðlar dæmdir til að greiða honum 120.000 krónur í málskostnað og 120.000 krónur vegna kostnaðar við að birta niðurstöðu dómsins og for- sendur hans í fjölmiðlum. Bæturnar voru nokkru lægri en krafist var. Krafðist Orri 600.000 króna í skaðabætur og 240.000 króna vegna birtingarkostnaðar. Kemur fram í forsendum dómsins að lög- menn 365 hafi boðið 400.000 króna bætur áður en málið fór fyrir dóm. Hæstiréttur hafði áður dæmt um- mælin dauð og ómerk að kröfu Magnúsar Ragnarssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Skjás eins. DV dæmt í héraði Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem fram koma nánari leiðbeiningar. Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr- þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur. Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið- beiningum á mbl.is Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar og skil Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skoðið leiðbeiningar á mbl.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Ermar 4.900 kr. Kjóll 7.900 kr. Leggings 1.990 kr. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is ÚTSALA Opið mán.-fös. frá kl. 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Mikið úrval af eldri fatnaði á 1.000 og 2.000 kr. Bara snilld Kynnum sumarlínu LÍN DESIGN Úrvalið hefur aldrei verið meira af íslenskri hönnun. Full búð af nýjum vörum Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220 www.lindesign.is           25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.