Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is REIKNA má með því að algengt verð á 500 gr. kaffipakka muni hækka úr 498 kr. í 533 kr úti í búð þegar vörugjöldin taka gildi þann 1. september, skattbreytingin sem upphaflega hét sykurskattur. Ekki er þó hægt að segja að mikinn sykur sé að finna í kaffipakka, enda virðist upp- haflegt sjónarmið skattabreytinganna ekki lengur ráða för. Tillaga heilbrigðisráðherra um sykurskatt sem settur væri fram „af heilsufarsástæðum og í fullu samræmi við óskir Lýðheilsustöðv- ar“ tók miklum breytingum í meðförum efna- hags- og skattanefndar. Í mars 2007 voru vörugjöld afnumin af flestum matvælum til að stuðla að lækkuðu matvælaverði. Þær breytingar sem verða á skattinum nú fela í sér að þessi vörugjöld verða nú tekin upp aftur, og það tvöfalt hærri en þau voru áður. Niðursoðin maískorn og te Þetta þýðir m.a. að innflutt te mun nú fá á sig 70 kr vörugjald, en þegar það var fellt niður 2007 var vörugjald á te 35 kr. Nið- ursoðnar matvörur, s.s. ananas og maís, fá nú á sig 24 kr vörugjald pr. kg. en það var 10 kr. árið 2007. „Þetta kemur manni alveg í opna skjöldu,“ segir Haraldur R. Jónsson framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Innnes ehf. „Þetta kemur náttúrulega ekki til með að lenda í neinu öðru en auknum álögum á almenning með því að veltast út í verðlagið. Allt í einu er tann- verndarskatturinn bara orðinn að matar- skatti.“ Það kaldhæðnislegasta í þessum skatta- breytingum er sennilega auknar álögur á sykurlaust tyggigúmmí, sem fer nú úr núlli í 130 kr. á kílóið. Þetta er vara sem sýnt hefur verið fram á að verndi tennur og hefur því verið liður í átaki Lýðheilsustöðvar til að bæta tannheilsu fólks. Sykrað tyggigúmmí fær einnig á sig vörugjald, en það er 10 kr lægra en á ósykruðu, 120 kr. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs aukist um 2,5 milljarða kr á ári vegna breytinganna. „Sykurskattur“ á ýmsar matvörur  Hinn svokallaði sykurskattur hefur nú vikið fyrir vörugjöldum á ýmsar matvörur sem ekki eru allar sykraðar  Lýðheilsusjónarmiðin sem lagt var upp með virðast hafa dottið upp fyrir á miðri leið Sykurskattur var nýlega kynntur sem liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vísað var m.a. til lýðheilsu til rökstuðn- ings en síðan hefur tillagan tekið breyt- ingum og kallast tæplega sykurskattur lengur, heldur einfaldlega matarskattur. Í HNOTSKURN »Vörugjald er nú tekið upp eftir 2ára hlé, tvöfalt hærra en það var 2007 þegar það var afnumið. »Sem dæmi um vörur sem fá nú ásig gjald má nefna sojamjólk og te en sem fyrr eru mjólkurvörur und- anskildar. Ekki er því lengur um sykurskatt að ræða. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ gerum þetta fyrir ánægjuna. Það er gott að slappa af á sjó,“ segir Alfreð Jónsson fyrr- verandi vegaverkstjóri á Sauðárkróki. Hann er að verða 88 ára og var að koma af sjó ásamt tveimur bræðrum sínum, Svavari 78 ára og Baldvini sem er 75 ára. Þeir voru úti á firði á litlum vatnabát með utanborðsmótor og er meðalaldur áhafnarinnar sjálfsagt með því hæsta sem þekkist. „Sjóferðin er jafnvel mikilvægari en aflinn,“ segir Svavar. Bræðurnir segjast ekki falla inn í nein fiskveiðikerfi, hvorki kvótakerfi né strandveiðikerfi. Þeir voru þó að landa nokkr- um fiskum. „Það er miklu skemmtilegra að stelast,“ segir Svavar og bætir við: „Síðast þegar ég vissi mátti maður veiða sér í soðið en það getur hafa breyst, það veit enginn hvað má og hvað ekki.“ „Það hefur ekki verið gefin út ákæra á Ásmund í Sandgerði og varla fara þeir að kæra okkur á meðan,“ segir Alfreð. Bræðurnir sögðu auðvelt að koma aflanum á fjölskylduna og svo dugi hann kannski í soðið í fleiri daga. Aldursforsetinn Alfreð hefur sótt á sjóinn frá unga aldri þótt aðal-starfsvettvangurinn hafi verið inni í landi. Þegar hann hætti sem vegaverkstjóri var hann vel undirbúinn. Hafði keypt sér hraðfiskibát og fiskaði víða fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum í dagakerfinu. Sjóferðin mikilvægari en aflinn Bræður Baldvin, Alfreð og Svavar Jónssynir eru allir búsettir á Sauðárkróki en ætt- aðir úr Fljótunum. Þeir hafa mikla ánægju af því að veiða fisk í soðið. Bryggjuspjall Alfreð Jónsson er búinn að landa einum bala. Baldvin bróðir hans er kominn upp á bryggju og Svavar er á leiðinni eftir að hafa spúlað litlu bátsskelina sem liggur utan á tveimur trillum í smábátahöfninni.  Þrír bræður á áttræðis- og níræðisaldri segjast ekki falla inn í nein fiskveiðikerfi enda sé skemmtilegra að stelast  „Síðast þegar ég vissi mátti maður veiða sér í soðið“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is AF rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmönnum eru 402 með hærri heildarlaun en forsætisráð- herra. Þau eru 935 þúsund krónur. Starfsmenn í hlutastarfi eru undanskildir og miðað er við 90% starfshlutfall að lágmarki. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Skúla Helgasonar alþingismanns. Til heildarlauna telj- ast mánaðarlaun, yfirvinnulaun og svokölluð önn- ur laun, svo sem vaktaálag af ýmsu tagi. Fram kemur í svari ráðherra að af tölum Fjársýslu rík- isins megi dæma að margir forstöðumenn hafi að eigin frumkvæði breytt vinnufyrirkomulagi eða samsetningu heildarlauna á annan hátt, sem hefur leitt til lækkunar. Ætla má að árlegur sparnaður ríkissjóðs yrði 1,5 milljarðar ef laun þessara starfsmanna væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Við slíkar aðgerðir þyrfti þó að líta til samsetningar heildarlauna. Dagvinnulaun svara til 54% heildar- launa þessa hóps, en önnur laun 35%. Langflestir hálaunamannanna eru læknar eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. Einstaka eru í stéttarfélögum á borð við Félag háskólamennt- aðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Stéttarfélag verkfræðinga, svo dæmi séu tekin. Myndi spara 1,5 milljarða króna  Tveir af hverjum hundrað ríkisstarfsmönnum eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra  Yfirvinna er lítill hluti þessara launagreiðslna eða 11%  Önnur laun, svo sem vaktaálag, eru 35% » Heildarlaun forsætisráðherra eru 935 þúsund krónur á mánuði. » Þá er ekki tekið tillit til mögulegra greiðslna samkvæmt reglum um þingfararkostnað eða afnota af ráðherrabifreið.                               !      "          # """  $ %  %                        

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.