Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
AIRBUS-farþegaþotan, sem fórst fyrir mánuði með 228
manns um borð, brotnaði ekki upp í lofti, heldur sundr-
aðist er hún lenti í sjónum á miklum hraða. Kemur þetta
fram í rannsóknarskýrslu franskra sérfræðinga, sem birt
var í gær. Er um bráðabirgðaniðurstöðu að ræða en allt
er enn á huldu um það hvað slysinu olli.
Air France-þotan hvarf af ratsjárskjánum 1. júní er
hún var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar.
Komst enginn lífs af.
„Þotan brotnaði ekki upp á flugi,“ sagði Alain Bouill-
ard, talsmaður slysarannsóknastofnunarinnar BEA.
„Flugvélin virðist hafa lent í sjónum í flugstöðu en á mjög
hraðri niðurleið.“ Sagði hann, að hraðamælarnir og hugs-
anleg bilun í þeim kunni að hafa komið við sögu, verið einn
þáttur af mörgum, en þeir hefðu þó ekki valdið slysinu.
Tókst ekki að tengjast Dakar
Bouillard sagði, að flugstjórnarmiðstöðin í Dakar í
Senegal hefði átt að taka við af brasilísku flugstjórninni
en það hefði þó ekki gerst. Sagði hann, að flugstjórar Air
France-þotunnar hefðu þrisvar sinnum reynt að tengjast
tölvukerfinu í Dakar en alltaf án árangurs, augljóslega
vegna þess, að Dakar hafði aldrei tekið við flugáætlun-
inni.
„Það er eitthvað undarlegt við það,“ sagði Bouillard og
bætti við, að verið væri að kanna hvernig á því stæði, að
sex klukkustundir liðu frá því þotan hvarf af ratsjám þar
til lýst var yfir neyðarástandi. svs@mbl.is
Þotan brotnaði ekki í lofti
Í HNOTSKURN
» Slysið er það mesta í söguAir France og raunar það
mesta í franskri flugsögu. Þá
er það fyrsta slysið, sem veld-
ur dauða í farþegaflugi, í 16
ára sögu A330.
» Tekist hefur að finna 51lík en formlegri leit hefur
verið hætt.
Í bráðabirgðaskýrslu um Air France-þotuna, sem fórst fyrir mánuði með 228
manns, segir að bilaðir hraðamælar hafi ekki verið meginástæða slyssins
ÞAÐ þykir mikið sport í Sviss að taka þátt í hinu árlega
sundi yfir Zürich-vatn en það var þreytt á miðvikudag,
1. júlí. Að þessu sinni voru þátttakendur um 1.800 og
komust allir yfir á bakkann hinum megin. Á þessum
stað er vatnið heldur ekki mjög breitt eða tæplega hálf-
ur annar kílómetri. svs@mbl.is
Reuters
Sundkappager í Zürich-vatni
Keppikeflið að komast yfir
NÆSTUM tveim-
ur af hverjum
þremur Banda-
ríkjamönnum
finnst að fjöl-
miðlar og frétta-
stofur hafi farið
langt út yfir öll
mörk í umfjöllun
sinni um andlát
poppstjörnunnar
Michaels Jack-
son.
Það var skoðanakannanastofn-
unin Pew Research Center, sem
kannaði málið, og niðurstaðan var,
að 64% fannst fárið í kringum
dauða Jacksons allt of mikið en 29%
töldu það vera í hófi. Þremur pró-
sentum fannst aftur, að umfjöllunin
hefði mátt vera meiri.
Þrjátíu prósent allra sögðust
hafa fylgst vel með þessum fréttum
en heil 80% þegar kom að blökku-
mönnum. svs@mbl.is
Bandaríkjamenn
telja Jackson-fárið
vera úr hófi fram
Jackson Á æf-
ingu í júní.
ARNOLD
Schwarzen-
egger, ríkisstjóri
í Kaliforníu, hef-
ur lýst yfir neyð-
arástandi í fjár-
málum ríkisins
og kallað ríkis-
þingið saman til
að ræða um
ástandið. Nú
stefnir í, að fjár-
lagahallinn á næstu tveimur árum
verði 24 milljarðar dollara.
Schwarzenegger sagði, að lausa-
fjárskorturinn yrði kominn í 6,5
milljarða dollara í september ef
þingið samþykkti ekki víðtækan
niðurskurð á öllum sviðum.
Nú þegar hefur verið ákveðið, að
margar opinberar skrifstofur verði
lokaðar fyrstu þrjá föstudagana í
hverjum mánuði og verða starfs-
mönnum þeirra ekki greidd laun þá
daga.
Demókratar vilja ekki skera jafn-
mikið niður og Schwarzenegger og
flokksbræður hans, repúblikanar,
sem taka hins vegar ekki í mál að
hækka skatta. svs@mbl.is
Kaliforníuríki á
gjaldþrotsbrún
Ósátt Mikið mót-
mælt í Kaliforníu.
ÍSRAELSKIR hermenn drápu
hundruð óbreyttra borgara á Gaza,
börn jafnt sem fullorðið fólk, og
gerðust sekir um stríðsglæpi. Kem-
ur þetta fram í afar harðorðri
skýrslu frá Amnesty International,
sem einnig sakar Hamas-hreyf-
inguna og önnur herská, palestínsk
samtök um að hafa framið stríðs-
glæpi með því að skjóta flugskeytum
á Ísrael.
„Mörg hundruð óbreyttra borgara
voru drepin í árásum úr lofti, með
flugskeytum eða skriðdrekaskothríð
og aðrir, þar á meðal konur og börn,
voru skotnir á færi þótt þeir ógnuðu
ekki ísraelsku hermönnunum á
neinn hátt,“ segir í skýrslunni. Þar
segir einnig, að Ísraelar hafi beitt
óbreyttum borgurum fyrir sig sem
skildi. Skýrsla Amnesty Internation-
al kemur á hæla skýrslu sem nefnd á
vegum Sameinuðu þjóðanna birti í
maí og er niðurstaða beggja sú sama.
Vill sjálfstæða rannsókn
AI krefst þess, að hvorirtveggja,
Ísraelar og Palestínumenn, leyfi
sjálfstæða rannsókn á átökunum á
Gaza en Ísraelar hafa í raun hafnað
öllu samstarfi við SÞ um það.
Í yfirlýsingu frá Ísraelsher var
niðurstöðunum í skýrslu Amnesty
International hafnað og samtökin
sökuð um að hafa látið Hamas-sam-
tökin villa sér sýn. Saka Ísraelar þau
um að nota óbreytta borgara sem
skjöld en AI segist ekki hafa fundið
þess nein dæmi. Donatella Rovera,
sem starfar hjá AI, segir ljóst, að
Ísraelar ætli sér að hunsa alþjóða-
samfélagið í þessu máli. svs@mbl.is
Saka Ísraela
um stríðsglæpi
AI segir hundruð
óbreyttra borgara
drepin á Gaza
Reuters
Ógæfa Palestínskur drengur
grætur í rústum heimilis síns.
ATVINNULEYSI á evrusvæðinu
og í Bandaríkjunum er nú það sama
eða 9,5%. Hefur það ekki verið meira
á evrusvæðinu síðan 1999 og ekki
meira í Evrópusambandinu öllu síð-
an 2005.
Í Bandaríkjunum fækkaði störfum
um 467.000 í júní en greinendur
höfðu spáð því, að þeim myndi fækka
um 365.000. Hafa þessi tíðindi dregið
mjög úr vonum um skjótan bata á
vinnumarkaði vestra.
Á evrusvæðinu fækkaði störfun-
um um 273.000 í maí þótt framleiðsla
sé farin að aukast nokkuð á ný og
meiri bjartsýni gæti nú en áður. Að-
haldsaðgerðum og endurskipulagn-
ingu í fyrirtækjum er hins vegar
hvergi nærri lokið og því er talið, að
atvinnuleysið muni halda áfram að
aukast enn um hríð. Er því spáð, að
það fari í 12% á næsta ári.
Eurostat, evrópska hagstofan,
áætlar, að 21,5 milljónir manna hafi
verið án atvinnu í Evrópusambands-
ríkjunum í maí síðastliðnum og þar
af 15 milljónir manna á evrusvæðinu
einu. svs@mbl.is
Atvinnu-
leysi kom-
ið í 9,5%
Á enn eftir að aukast