Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 ✝ Linda Wendelfæddist í Reykja- vík 10. janúar 1940. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 28. júní 2009. Foreldrar hennar voru Andrés Wendel verkamaður, f. 6. júní 1907, d. 1. mars 1994, og Borghild Wendel (fædd Stöyva) sauma- kona, f. 26. apríl 1908, d. 19. janúar 1994. Linda giftist Agnari Ingólfssyni prófessor 25. desember 1962,. Börn þeirra eru 1) Torfi ljósmyndari, f. 14. októ- ber 1968, kvæntur Elvu Krist- insdóttir, f. 7. mars 1972. Börn þeirra eru Axel Örn, f. 25. maí 1994, og Anna Cara, f. 18. apríl 2002. Áður átti Torfi soninn Gunn- ar Pál, f. 2. janúar 1988, með And- reu Gunnarsdóttur. 2) Ingi líffræð- ingur, f. 11. janúar 1971, kvæntur Laura May-Collado, f. 7. maí 1971. Dóttir þeirra er Amelie Melkorka, f. 20. júní 2006. Systir Lindu er Marianna Wendel, f. 1943. Linda ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í norsku við Háskóla Ís- lands að loknu stúd- entsprófi 1960, en frá 1961 starfaði Linda sem meina- tæknir, með nokkr- um hléum, lengst af hjá Rannsóknastöð- inni á Keldum og frá 1974 hjá Hjarta- vernd, uns hún varð að láta af störfum ár- ið 2001 vegna heilsu- brests. Um skeið starfaði hún sem að- stoðarmaður við Fuglafræðideild (Bird Division) Michigan-háskóla, og síðar sem aðstoðarmaður við Líffræðideild Massachusetts- háskóla. Auk þess vann Linda af og til sem aðstoðarmaður eiginmanns síns, bæði á Íslandi og í rannsókn- arleiðöngrum hans til Alaska, Washington-ríkis, Chile, Argentínu, Nýja- Sjálands og Ástralíu. Síðustu árin hlaut Linda góða umönnun á dagvistunarheimilinu Hlíðarbæ, og frá 2007 á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför Lindu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 3. júlí og hefst at- höfnin kl. 13. Linda mín. Frá því að ég fyrst hitti þig, fyrir níu árum, heillaðir þú mig. Ég sá í þér bæði fegurð og glæsileika, en meiru fannst mér skipta að ég skynjaði hlýju sem geislaði af þér og sást í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Það voru jól þegar ég fyrst dvaldi á íslandi og þá gat ég ekki hætt að horfa á þig. Þú hlýtur að hafa hald- ið að það væri ekki í lagi með mig! En ég naut þess að sjá lífsgleði þína þar- sem þú varst á handahlaupum að dekra við okkur, að baka kökur, búa til sælgæti, og galdra fram uppáhald- ið mitt, ólívuostakúlurnar þínar! Áður hafði ég aldrei upplifað neitt sem stóð samanburð við jólin hjá þér. Ég skildi þar og þá af hverju Ingi gat varla hugsað sér að eyða jólum ann- arstaðar en heima hjá þér. Ég veit að ég upplifði aldrei nema lítinn hluta af þér, en það var nóg – ég hreifst af þér og ég elskaði þig. Í framtíðinni, þegar jólin nálgast munt þú ávallt vera í huga mér. Ég vona bara að ég geti gert þennan tíma jafn sérstakan fyrir börnin mín eins og þú gerðir fyrir okkur öll. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun ávallt sakna þín og elska þig, og þú átt alltaf stað í hjörtum okkar. Laura May-Collado. Til ömmu: Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Ég sakna þín rosamikið. Kveðja, þín ömmustelpa, Anna Cara. Eins sárt og það er að kveðja þá sem skilið hafa spor eftir sig í lífinu þá er það eitt víst að við fæðumst og við deyjum. Hvað svo þar er á milli er í okkar höndum. Í dag kveðjum við Lindu Wendel sem við vorum svo lán- samar að kynnast. Lindu og Agnari kynnumst við þegar ég tók saman við son þeirra Torfa og eignaðist með honum soninn Gunnar Pál. Leiðir Torfa og Andreu skildu en það breytti engu um hlýhug og velvild Lindu og Agnars í okkar garð, var heimili þeirra okkur ávallt opið og ófáar stundirnar sem við átti hjá þeim í góðu yfirlæti. Oftar en ekki kom mað- ur að Keilufellinu þar sem ilmurinn af góðum bakstri eða matseld lagði út úr dyrum og alltaf nóg til fyrir alla. Linda var glaðvær, jákvæð og glæsileg kona í alla staði, með mikla útgeislun svo allir vildu vera í nálægð við hana eða henni líkjast. Henni var margt til lista lagt og heyðist oft mala í saumavélinni langt fram á kvöld þar sem heilu dressinn urðu til og ekki átti hún í nokkrum vandræðum með prjóna eða heklunál, hvað þá að sauma út. Allt sem úr þessum hönd- um rann varð að gæðavöru, svo ótrú- lega lagin var hún í höndunum. Ömmuhlutverkinu sinnti hún af fullum huga og væntumþykju því hún var mikil fjölskyldukona og var heim- ili hennar og Agnars þannig búið að þú fannst hversu velkomin þú varst. Gunnar Páll sonur/barnabarn okkar átti ófáar gæðastundir með ömmu sinni þar sem hún meðal annars bauð honum á flest ef ekki öll barnaleikrit sem sett voru upp, fór með hann í bíó og ýmislegt fleira eða eins og við sögðum alltaf: „Hún sér um menning- aruppeldið“ . Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Linda var með Alzheimer og var þá vitað að hverju stefndi. Erfiðir tímar tóku við hjá fjölskyldunni og er ekki annað hægt en að dást að því hversu vel þau hafa staðið við bak hennar. Það eru margar góðar minningar með Lindu sem renna um hugann og geymast ævilangt. Nú kveðjum við og þökkum fyrir þær stundir. Elsku Agnar, Torfi, Ingi, Elfa, Laura, Gunnar Páll, Axel Örn, Anna Cara, Amelie Melkorka og Maríanna, inni- legar samúðarkveðjur. Andrea og Nína. Það er erfitt að kveðja svo nákom- inn ástvin. Þótt að hún amma hafi ekki orðið bráðkvödd og ég búinn að reyna að undirbúa mig fyrir leiðarlok- in, þá er kveðjustundin ekki auðveld. Þá er gott að láta margar góðar minn- ingar reika um hugann en ég vildi að þær hefðu getað orðið fleiri. Þess vegna langar mig að minnast ömmu minnar Lindu Wendel. Þessi glæsi- lega kona sem ég hef þekkt frá því ég fæddist var glæsileg þar til hún kvaddi. Amma gerði margt fyrir mig. Mér er næst í minningunni hve hlý hún var og alltaf tilbúin að gera okkur góðan dag, til dæmis með leikhúsferðum. Minnist ég vel fyrstu leikhúsferðar- innar af mörgum en þá sáum við Dýr- in í Hálsaskógi. Hún kynnti mig fyrir Star Wars myndunum sem hún einn- ig fór með pabba og Inga frænda á þegar þeir voru yngri. Við fórum á fyrri myndirnar saman þegar þær komu út í endurútgáfu og þegar veik- indi hennar byrjuðu þá fór ég með hana á seinni myndirnar. Þetta var okkar stund, „Star Wars“, þótt skrýt- ið sé. Þegar það þurfti að láta sauma eitthvað á mig var amma ekki lengi að verða spennt fyrir því, hún saumaði skírnarfötin mín og öll spariföt á yngri árum. Eftir að ég var orðinn eldri saumaði amma nokkra grímu- búninga á mig, þar á meðal svarta slá og flókið takkaborð sem áttu að vera klæði Svarthöfða úr Star Wars mynd- unum. Einu sinni fékk ég hana til að horfa á myndband af uppáhalds gít- arleikaranum mínum, Wes Borland, til að sauma nákvæma eftirlíkingu af hans klæðum og það gerði hún glöð fyrir mig. Það var það síðasta sem hún saumaði á mig og hjálpaði afi henni að hanna búninginn eftir að þau horfðu á myndbandið dögum saman. Þvílík kona. Alltaf gastu treyst á góðan mat þegar maður kom að dyrum að Keilu- felli 16. Mitt uppáhald voru Lindu- kökur sem voru einungis gerðar á jól- unum, þó ég hefði viljað þær oftar. Ég hef margreynt að endurgera þetta góðgæti en það jafnast ekkert á við baksturinn hennar ömmu. Amma var mikið í eldhúsinu og töfraði ávallt fram veislumat, eplabökur og bestu lambalæri svo dæmi séu nefnd og aldrei varstu svikinn. Garðyrkja var ömmu mjög mikilvæg og fór ég oft með henni og afa í garðinn til að njóta góðra stunda í fallegasta garðinum í bænum sem þau höfðu hlúð að svo lengi. Mannganginn í tafli lærði ég hjá henni og hún kenndi mér ófá spil- in. Það er svo margt sem ég hef lært af ömmu sem hefur nýst og mun nýtast mér. Ég mun alltaf geyma þær minn- ingar sem amma hefur gefið mér, þessi frábæra kona sem gaf allt af sér svo óeigingjarnt. Með þessum orðum kveð ég ömmu mína og þakka henni fyrir allt. Þinn Gunnar Páll. Lindu Wendel mágkonu og svil- konu okkar var margt til lista lagt. Hún skreytti og saumaði hvort sem það var til að fegra híbýli sín eða búa föt á sig og sína. Ellegar að hún færði upp vef eins og hún hafði lært af tengdamóður sinni. Þegar örlögin tóku að svipta hana vitsmunum barð- ist hún á móti og saumaði út eins og hún ætti lífið að leysa. Þó var Linda mestur listamaður í þeim lystauka sem hún galdraði fram í eldhúsinu. Þar fór saman hollusta, bragð og smekkvísi. Hún var listakokkur löngu áður en það komst í tísku, á meðan síld var enn ekki fiskur og matreiðslu- bók Helgu Sigurðardóttur þótti fram- úrstefnuleg! Þótt Linda hafi einkum eldað fyrir vini og vandamenn spurð- ist til snilli hennar á þessu sviði svo að hún hlaut verðlaun fyrir. Fjölfróður maður sagði í útvarpinu um daginn að þegar við segjum að heimskur sé heimaalinn segi þeir í Afríku þann ekki vera víðförlan sem haldi móður sína vera bestu eldabusku í heimi. Linda á tvo gjörvulega syni sem hafa farið um víða veröld, en ég hygg að þeir hafi þó ekki fundið betri matselju en hana móður sína – að eiginkonum þeirra ólöstuðum. En lífskúnst Lindu var síður en svo bundin við matargerð eða skæði og klæði. Hún unni allri list. Hún var víð- lesin í bókmenntum, erlendum jafnt sem innlendum, sem endurspeglaðist í kjarnyrtu málfari hennar. Myndlist dáði hún og prýddi heimili sitt lista- verkum og tónleika sóttu þau hjónin af ástríðu hvort sem það var hjá Sin- fóníunni eða í Skálholti og allt þar á milli. Þau Linda og Agnar voru víðfö- rul. Skyldu margir Íslendingar hafa ekið sjálfir frá austurströnd Banda- ríkjanna fyrst um álfuna þvera og síð- an endilanga alla leið til Alaska? Og bar þó Linda frumburðinn Torfa und- ir belti. Linda var ekki aðeins lærður meinafræðingur heldur einnig ötull náttúrurannsakandi, dyggur aðstoð- armaður náttúrufræðingsins manns síns hvort sem það var á Íslandi, á syðsta odda Ameríku eða Nýja-Sjá- landi. Þannig var líf Lindu ríkt, ekki að- eins henni sjálfri en ekki síður fjöl- skyldunni, svo og vinum og öðrum vandamönnum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta lífsgleði hennar. En enginn má sköpum renna: Sein- ustu árin glímdi Linda við þann sjúk- dóm sem sveipar sálina gleymsku- hjúp og að lokum allri skynjun. En minningar um glæsilega, lífsglaða konu ylja okkur um hjartarætur þeg- ar leiðir skiljast. Helga Ingólfsdóttir, Þorkell Helgason. Á haustdögum árið 1957 tíndist tugur ungra kvenna inn í kennslu- stofu í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar voru mættar til leiks konur sem hugðust leggja til atlögu við stærð- fræði- og raunvísindagreinar skólans. Hópurinn sem sótti inn í þetta karla- vígi skólans var í þetta sinn óvenju- stór. Til þess að standa af sér hvassar tungur sem að sóttu sneri hópurinn bökum saman til að standa af sér óveðrið. Saman mynduðu þær flokk- inn „Sínus“, nefndan eftir þekktu hugtaki á sviði þess aðalfags sem þær glímdu við næstu þrjú árin – stærð- fræðina. Ein þessara ungu kvenna var Linda Wendel, sem við kveðjum nú hinstu kveðju. Hún var dóttir hjónanna Borghildar og Andrésar Wendel, sem bæði voru af erlendu kyni, hún norsk en hann þýskur í föð- urætt. Linda hóf að loknu stúdents- prófi vinnu á Tilraunastöðinni að Keldum en seinna starfaði hún sem meinatæknir hjá Hjartavernd. Á jóla- dag árið 1962 giftist hún Agnari Ing- ólfssyni, líffræðingi, sem þá var við framhaldsnám í Ann Arbor í Mich- iganríki í Bandaríkjunum. Hélt hún síðan með eiginmanni sínum til Bandaríkjanna og bjuggu þau þar uns Agnar hafði lokið doktorsprófi í nátt- úruvísindum. Syni sína, þá Torfa og Inga, eignuðust hjónin 1968 og 1970, þann eldri í Bandaríkjunum en hinn hér heima, eftir að námi Agnars lauk. Báðir hafa þeir hlotið menntun í Bandaríkjunum, annar sérlærður varðandi ljósmyndun bifreiða en hinn náttúrufræðingur eins og faðir hans og föðurafi. Agnar gegndi prófessors- stöðu við raunvísindadeild Háskóla Íslands frá heimkomu þeirra frá Bandaríkjunum og starfar enn við deildina. Barnabörn þeirra eru fjög- ur, tveir drengir og tvær telpur. Hópurinn „Sínus“ sem til varð í Menntaskólanum í Reykjavík á sjötta tug fyrri aldar hittist áfram öðru hverju, eftir því sem meðlimir hans dvöldu hér á landi. Frá árinu 1985 eða frá því við fögnuðum 25 ára stúdents- afmæli höfum við hist reglulega og viðhaldið gömlum kynnum. Vorið 2002 fórum við saman til Stavangurs í Noregi að heimsækja Elsu Maríu og Per, bónda hennar, sem eru þar bú- sett. Í þeirri ferð merktum við í fyrsta sinn breytingar í fari Lindu. Hún var fyrir stuttu hætt störfum hjá Hjarta- vernd. Hafði hún þá greinst með sjúk- dóminn alzheimer sem nú hefur orðið henni að aldurtila. Linda var myndarkona í útsjón og sópaði af henni hvar sem hún fór. Var orð á haft hve smekklega hún var jafnan búin og vandaði vel bæði efnis- og litaval fata sinna. Hún var snill- ingur í öllu handbragði og hannaði gjarnan og vann fatnað sinn sjálf. Var vandfundin fallegri handavinna en hennar. Hún hneigðist til alls sem að listum sneri og sótti mjög málverka- sýningar og tónlistarviðburði. Við starfslok fór hún að vinna muni úr steinum, stráum og jurtum, sem hún sótti í nágrenni heimilis síns. Kom þar vel fram meðfædd smekkvísi, fallegt handbragð og frumleiki sem alls stað- ar gætti í verkum hennar. Linda er fyrst okkar stallsystra til að kveðja þennan heim. Við munum sakna hennar af fundum okkar í „Sín- us.“ Minningar sumra okkar um hana sem vinkonu ná allt til þriggja ára ald- urs. Agnari, Torfa og Inga sendum við samúðarkveðjur. Megi minningin um trausta og góða móður ylja börn- um Lindu og barnabörnum hvar sem þau fara um veröldina. Fyrir hönd bekkjarsystra úr MR, Halldóra Sigurðardóttir. Til þín, Linda. Þakka þér fyrir allt. Þú veittir stuðning, því þannig varst þú. Þú hvattir áfram, því þú vissir að þess þurfti. Þú kenndir og aðrir njóta enn góðs af því. Þú gafst og gjöfin gefur enn. Þú veittir innblástur með því einu að vera þú. Þú vaktir athygli, enda stórglæsi- leg. Þú elskaðir og varst elskuð marg- falt. Þú varst og verður ávallt mín fyr- irmynd, en þín er saknað. Hlátur þinn er þagnaður, sem hann gerði fyrir þónokkru. Þú ert nú á góðum stað, þar sem við munum sjást aftur. Þín tengdadóttir, Elfa Sif. Linda Wendelbrann, bjuggum við þar nokkrir nem-endur menntaskólans, þar á meðal bjuggu þar Jón Ísberg og bróðir hans. Þeir sýndu þá ótrúlegu fyrir- hyggju að hafa tilbúinn tunnusekk, sem þeir settu allt sitt dót í og forðuðu frá því að brenna. Ég trúi að þessi ótrúlega fyrir- hyggja hafi fylgt Jóni gegnum lífið og hafi oftar komið sér vel heldur en í brunanum. Í efri bekkjum skólans sátum við nokkrar bekkjarsystur á fremsta bekk í skólastofunni. Þar sat Jón líka. Mér finnst að við höfum haft skjól af honum. Ég var í nokkrum sýslumannssam- kvæmum. Þar hélt Jón skemmtileg- ustu ræðurnar og lyfti upp stemming- unni. Á skólaárunum bindast þau vin- áttubönd sem ekki slitna. Jón var traustur félagi, glaðsinna og skemmtilegur. Hann átti líka við- kvæman streng, stundum eilítið sáran en flíkaði því ekki. Heiðursmaður hefur kvatt. Ég minnist hans með söknuði og þakk- læti fyrir ánægjulegar samveru- stundir. Þórhildi og fjölskyldu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Sigríður Jónsdóttir. Jón Ísberg fyrrverandi sýslumaður Húnvetninga skilur eftir sig mikinn og merkilegan lífsferil. Jón var ekki bara sýslumaður hann var einnig for- ustumaður héraðsins sem oddviti sýslunefnda og sveitarstjórnarmaður á Blönduósi í áraraðir og þátttakandi í pólitísku starfi, bæði í héraði og á landsvísu. Auk þess var hann mikill félagsmálamaður og tók þátt virkan þátt í starfi fjölmargra félaga og klúbba. Jóns er oft minnst sem sýslu- manns og slíkt er vel. En hér í um- dæminu má sjá að ævistarf hans var svo miklu, miklu meira en embættis- starfið. Málefnin sem hann vann að eru fjölmörg og má sjá merki um þau víða enda hafði Jón bæði kjark og þor og hann var maður framkvæmda og nýjunga á öllum sviðum. Hann hafði óbilandi trú á framtíðina og getu mannsins til að nýta sér auðlindir og þekkingu allri þjóðinni til heilla. Ég hef engum manni kynnst sem hafði eins glögga framtíðarsýn og Jón og sýn hans á þróun og framgang byggð- ar við Húnaflóa var bæði björt og metnaðarfull. Þar sem aðrir sáu í verkum og framkvæmdum lokatak- mark og leiðarenda sá hann ávallt að- eins skref að enn betra mannlífi og betri framtíð. Það er þakkarvert að hafa fengið að starfa með Jóni Ísberg, ekki síst vegna þess að hann hafði brennandi áhuga á málefnum lögregl- unnar og uppbyggingu hennar og var mjög áhugasamur yfirmaður. Hann vildi að menn hefðu frum- kvæði og gerðu hlutina sjálfir í stað þess að miðstýring og aðsent boðvald væri að ráðskast með hlutina, enda tjóaði lítt að ráðskast með hann og fékk hann stundum bágt fyrir en hann afgreiddi það ávallt með bros og gamanyrði á vör. Öll þau ár sem ég vann með Jóni sá ég hann aldrei skipta skapi og hann gekk í öll verk með sama hugarfari og yfirleitt með bros á vör. Og tilsvör hans komu snöggt og voru oft glettin. Ég man að eitt sinn á fyrstu árum mínum hjá honum sagði ég við hann að mér væri sagt að hann réði einn öllu í hreppsnefndinni á Blönduósi. Svarið kom eldsnöggt eins og hans var vani og var einfalt. „Því miður er það nú ekki rétt“. Þá þurfti ekki að ræða það meira. Jón var allt í senn afar notalegur yfirmaður, skemmtilegur félagi og frábær leið- beinandi í mannlegum samskiptum. Hann lét sér afar annt um þá sem höllum fæti stóðu í samfélaginu og sáust þess víða merki í embættisverk- um hans. Jón og eiginkona hans Þórhildur Ísberg voru mjög samhent og heimili þeirra afar hlýlegt og notalegt. Þar er skarð fyrir skildi að Jóni brott gengn- um en systkinahópurinn er stór og barnabörnin orðin mörg. Þórhildi, börnum þeirra Jóns og barnabörnum votta ég samúð mína en ég veit líka að í öllum frábæru minn- ingunum mun eiginmaðurinn, faðir- inn, afinn og samferðamaðurinn, Jón Ísberg, lifa um ókomna tíð. Kristján Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.