Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Allir kærastar mínir
eru skyldugir til
þess að hafa að minnsta
kosti eitt húðflúr.43
»
SKÁLDSAGA Auðar Övu
Ólafsdóttur, Afleggjarinn, hef-
ur vakið mikla athygli í Dan-
mörku en bókin hlaut menn-
ingarverðlaun DV og
Fjöruverðlaunin á síðasta ári
auk þess að vera tilnefnd til
Norrænu bókmenntaverð-
launanna. Í dagblaðinu Politi-
ken sagði m.a. að bókin væri
„eins og gullaldarmálverk“ og
í annarri gagnrýni danskri er
talað um fegurð, þéttofinn texta, ljóðrænu og
frumlega ástarsögu. Útgáfurétturinn að Afleggj-
aranum hefur verið seldur til þýska forlagsins Su-
hrkamp Verlag og forlagið Salka hefur gengið frá
samningi um útgáfurétt bókarinnar í Fakklandi.
Bókmenntir
Afleggjarinn lof-
aður í Danmörku
Afleggjarinn á
dönsku, Stiklingen
KÓR Vor Frelsers Kirke frá
Álaborg heldur tónleika í
Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, í dag kl. 17. Á efnisskrá
tónleikanna er fjögurra til átta
radda norræn tónlist, bæði
gömul og ný. Kirkjukórinn er
skipaður átta söngvurum sem
syngja við allar guðsþjónustur
safnaðarins en kórinn heldur
auk þess 2-3 tónleika á ári, í
eigin kirkju sem og annars
staðar. Á tónleikum er gjarnan fjölgað í kórnum
og í þessari tónleikaferð eru 11 konur og karlar
sem stunda tónlistarnám á háskólastigi. Þar af
eru fimm í námi í klassískum söng. Stjórnandi er
Solveig Brandt Særkjær.
Tónlist
4-8 radda norræn
tónlist í Eyjum
Solveig Brandt
Særkjær
HRÖNN Axelsdóttir
opnar á morgun ljós-
myndasýningu í Listasal
Mosfellsbæjar kl. 14.
Sýningin ber yfirskrift-
ina Huldufólk og álaga-
blettir.
Hrönn hefur unnið að
þessu verkefni í mörg ár,
ferðast um landið, talað við fólk og tekið ljós-
myndir af álagablettum og híbýlum huldufólks.
Á sýningunni verða valdar ljósmyndir frá verk-
efninu til sýnis. Hrönn notaði svokallaða Pinhole-
myndavél við myndatökurnar og segir áhrifin þau
að myndirnar sýni viðfangsefnið á annan hátt en
þann sem við sjáum alla jafna. Ljósmyndirnar
voru teknar á filmu.
Myndlist
Huldufólk og álaga-
blettir í Mosfellsbæ
Ein af ljósmyndum
Hrannar Axelsdóttur
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er gaman að geta kynnt á Íslandi eðal-sönghópinn
UniCum Laude frá Ungverjalandi. Þetta er yndislegur
hópur sem svipar um margt til King’s Singers. Þeir hafa
mikla breidd í verkefnavali og syngja allt frá elstu
kirkjutónlist til bítlalaga,“ segir Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir, listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar, sem
haldin verður dagana 22. - 26. júlí. Sönghópurinn Uni-
Cum Laude heldur tvenna tónleika á hátíðinni, miðviku-
dags- og fimmtudagskvöld með gjörólíkri dagskrá hvort
kvöld; miðaldatónlist fyrra kvöldið, en madrigölum,
gospel og léttari tónlist á fimmtudagskvöldið.
Lífsglaður og fjölhæfur æringi
„Þótt mikið verði um karlaraddir á hátíðinni í ár vegur
St. Christopher-hljómsveitin frá Vilnius upp á móti því.
Hljómsveitin sló heldur betur í gegn þegar hún kom síð-
ast á hátíðina og gaman að geta boðið henni að koma aft-
ur með sínum lífsglaða og fjölhæfa stjórnanda Donatas
Katkus. Hann er stundum kallaður Kaktus vegna mis-
læsis en hefur sjálfur húmor fyrir því. Hann er æringi,
en ákaflega flinkur og fær tónlistarmaður sem hefur
gaman af lífinu og það er ekki slæmur eiginleiki í dag.“
St. Christopher-hljómsveitin frumflytur á laugardags-
kvöldinu fiðlukonsert eftir Anatolijus Šenderovas sem
Steinunn Birna segir vera um það bil að skipa sér í
fremstu röð litháískra tónskálda. Á þeim tónleikum leik-
ur sveitin einnig verk eftir Suk og Haydn, en á tónleikum
á sunnudag leikur hún verk eftir Sjostakovits, Elgar og
Nielsen og Steinunn Birna leikur með þeim.
Söngtónleikar eru fastur liður á Reykholtshátíð. Þeir
verða nú á föstudagskvöldinu, og það er Auður Gunn-
arsdóttir sem syngur með Steinunni Birnu.
„Svo eru það bræður mínir í Fóstbræðrum. Tónleikar
þeirra verða skemmtilegur lokahnykkur á hátíðinni.
Hljómsveitin leikur með þeim og ég, og Auður syngur
einsöng. Þetta verður grand finale og kórinn frumflytur
nýjar útsetningar á íslenskum lögum eftir stjórnanda
sinn, Árna Harðarson, í léttri og blandaðri dagskrá.
Upplýsingar um dagskrá eru á reykholtshatid.is.
Karlar og einn Katkus
Ungverskur sönghópur sem flytur allt frá elstu kirkjutónlist til bítlalaga
og hljómsveit frá Litháen verða meðal gesta á Reykholtshátíð í lok júlímánaðar
Yndislegir UniCum Laude frá Ungverjalandi syngur miðaldamúsík jafnt sem bítlalög.
NÝRÆKTARSTYRKJUM Bókmenntasjóðs
var úthlutað í gær. Nýræktarstyrkjum er ætl-
að að styðja við útgáfu á nýjum íslenskum
skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla
tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi,
og er þetta í annað sinn sem styrkjunum er út-
hlutað, en þeir nema 200 þúsund krónum hver.
Sex nýræktarverkefni hlutu styrki.
Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bókmenntasjóðs, segir að í
fyrra hafi níu sótt um styrki en 27 í ár.
„Aukningin er umtalsverð og töluvert af
frambæri-legu og fínu efni. Það er hefð fyrir
því á Íslandi að fyrstu verk höfunda séu ljóða-
bækur, og ljóðabækur voru drjúgur hluti um-
sókna. Þótt flestar umsóknir væru frá yngri
höfundum, þá eru líka innan um eldri nýrækt-
endur sem gaman er að sjá. Styrkirnir eru
hugsaðir sem útgáfustyrkir, því margir gefa
sjálfir út sín fyrstu verk eða hjá höfunda-
forlögum eins og Nykri og Nýhil, en höfund-
arnir geta líka farið með peninginn í rassvas-
anum í stærri forlögin.“
Styrki hlutu: Svuntustrengur, örsögur og
smásögur eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur;
Tónlist hamingjunnar, örsagnasafn eftir Völu
Þórsdóttur; Loðmar, barnabók eftir Emblu
Vigfúsdóttur og Auði Ösp Guðmundsdóttur;
Tími hnyttninnar er liðinn, ljóð, prósar og
teikningar eftir Berg Ebba Benediktsson;
ónefnd ljóðabók eftir Gunnar Má Gunnarsson
og Myndir úr skilvindunni, ljóðabók eftir Arn-
grím Vídalín.
Loðmar minnir á tungumálið
„Berg Ebba þekkja margir sem söngvara
Sprengjuhallarinnar. Gunnar Már er Akureyr-
ingur, hefur áður gefið úr ljóðakverið Skimað
út og stendur fyrir Litlu ljóðahátíðinni á Ak-
ureyri. Arngrímur hefur áður gefið út ljóða-
bókina Enduróm upphafsins og hefur fengið
ljóð sín birt hér og þar. Sigurlín Bjarney, höf-
undur Svuntustrengs, gaf út Fjallvegi í
Reykjavík og hefur fengið verðlaun fyrir sögur
og birt efni sitt víða. Vala Þórsdóttir hefur
komið víða við en hefur ekki gefið neitt út áð-
ur. Það stendur til að gefa bók hennar sam-
tímis út á Íslandi og í Tyrklandi.
Loks er það Loðmar eftir ungu stúlkurnar
tvær. Þetta er metnaðarfullt og skemmtilegt
verkefni og þær fengu vinnustyrk frá Rannís
til að vinna að verkinu í sumar. Bókinni er ætl-
að að efla málskilning og fjölbreytileika í orða-
notkun.“ Sjálfar segja höfundarnir: „Markmið
okkar með bókinni er að minna á tungumálið
okkar, við viljum endurvekja íslensk orð sem
eru að falla í gleymskunnar dá og auka orða-
forða yngstu kynslóðarinnar.“ begga@mbl.is
Vöxtur í nýsköpun
6 bækur hljóta nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs
Ljóð og örsögur og barnabók um tungumálið
Morgunblaðið/Eggert
Nýrækt Styrkþegarnir með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í gær.
ÁSLAUG Thorlacius formaður SÍM,
Sambands íslenskra myndlistar-
manna hefur ákveðið að láta af störf-
um formanns
sambandsins í
kjölfar umræðu
síðustu daga um
val á Borgarlista-
manni Reykjavík-
ur 2009. Steinunn
Sigurðardóttir
fatahönnuður var
valin Borgar-
listamaður þessu
sinni.
Bókun áheyrnarfulltrúa BÍL,
Bandalags íslenskra listamanna í
menningar- og ferðamálaráði, þeirra
Áslaugar og Ágústs Guðmundssonar
kvikmyndagerðarmanns, þess efnis
að listamaður hefði átt að verða fyrir
valinu en ekki hönnuður hefur verið
gagnrýnd af hópum listamanna.
„Þetta er ákveðið. Ég hef gegnt
starfi formanns SÍM í sjö ár og er al-
veg tilbúin til að takast á við fólk ut-
an félagsins. En þegar ég hef ekki
stuðning innan félagsins og maður
úr stjórn SÍM skrifar undir gagn-
rýni á bókun okkar, þá finnst mér
kominn tími til að einhver annar taki
þetta að sér,“ segir Áslaug.
Komnir út fyrir þekkingarsvið
Í grein í blaðinu í dag fjallar Ás-
laug enn frekar um ástæður þess að
hún lætur af formennsku SÍM og
segir: „Við fulltrúar listamanna töld-
um rétt að gera athugasemd við
þessa stefnubreytingu enda er okkar
hlutverk að verja hagsmuni lista-
manna. Ég tel ennfremur að fulltrú-
ar stjórnmálaflokka sem tímabundið
sitja í ráðinu (mannaskipti eru þar
tíð, sumir sitja jafnvel aðeins einn
fund) séu komnir langt út fyrir sitt
þekkingarsvið með að skilgreina
hvað sé list.“
Um framhaldið segir Áslaug að
annað hvort taki varaformaðurinn,
Katrín Elvarsdóttir, við for-
mennsku, eða að boðað verði til
aukaaðalfundar. „Ég er í öðru starfi
á móti formannsstarfinu en þar fyrir
utan hafa félagsmálin auðvitað líka
tekið allan minn frítíma, kvöld og
helgar. En það verður ekki vandi að
finna mér annað að gera við tímann.“
Áslaug
hættir
Umræðan um val
borgarlistamanns
veldur afsögninni
Áslaug
Thorlacius
„UPPSKRIFTIN að þessu er ómæld bjart-
sýni og þrjóska,“ segir Steinunn Birna,
spurð um það hvernig hún fari að því að
halda svo veglega hátíð í miðri kreppu.
„Ég hef þurft að standa ötullega við bak-
ið á hátíðinni frá byrjun. Það hefur tekist
farsællega að halda henni réttum megin
við núllið. Landslagið í dag er ólíkt því sem
áður var og opinber framlög aldrei mikil-
vægari og skelfilegt ef þau fara undir hníf-
inn. Þær fjölmörgu hátíðir sem haldnar
eru um landið eru mikilvægar fyrir sjálfs-
mynd og menningarlega reisn landsbyggð-
arinnar. Þær skipta máli og eru atvinnu-
skapandi, og þar skila styrkirnir sér til
baka. Það er líka ýmisskonar atvinnuskap-
andi þjónusta tengd þessum hátíðum. Því
má ekki gleyma. Landkynningin í listinni
vegur líka upp á móti því misheppnaða
orðspori sem af okkur fer, af sökum sem
við fæst eigum nokkra hlutdeild í.
Ástæðurnar fyrir því að missa móðinn
eru fleiri en hinar. En ánægjan sem fæst í
staðinn er stórfengleg. Hún er upplifun
sem veitir innblástur. Það er til annars
konar næring en sú sem í munninn fer.“
Ómæld bjartsýni og þrjóska