Morgunblaðið - 06.07.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
HAGSMUNASAMTÖK heimilanna
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem
þau lýsa yfir miklum áhyggjum af sí-
fellt versnandi stöðu íslenskra heim-
ila. Segir þar að ríkisstjórnin hafi
ákveðið að þyngja enn róður heimil-
anna með aukinni skattbyrði og
skerðingu ráðstöfunartekja um að
jafnaði 90.000 krónur á mánuði.
„Í ljósi þessara niðurstaðna varð-
andi stöðu heimilanna krefjast Hags-
munasamtök heimilanna þess að rík-
isstjórnin láti útbúa hagspá
heimilanna, sem nái yfir sama tímabil
og endurreisn ríkissjóðs, þ.e. frá og
með 2009 til 2013. Slík hagspá er
nauðsynleg til að sjá hver fjárhags-
staða heimilanna er og hvernig hún
mun þróast á næstu árum. Samtökin
vilja líka sjá til hvaða ráðstafana rík-
isstjórnin hyggst grípa til að end-
urreisa fjárhag heimilanna. Núver-
andi skuldastaða þeirra er augljós-
lega ógnvænleg og bendir ekkert til
þess að það batni á komandi árum
nema gripið sé til róttækra aðgerða,“
segja samtökin í yfirlýsingunni.
Það sé til lítils að rétta við fjárhag
ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja, ef
það verði á kostnað heimila, atvinnu-
lífs og sveitarfélaga.
Vilja fá
hagspá
heimilanna
Ráðstöfunartekjur 90
þúsundum minni
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„MÉR finnst svona ferðalag vera
eins og kennslubók í ýmsu fyrir lífið.
Þetta eru svo sterkar líkingar. Mað-
ur þarf að gera áætlun, meta getu
sína og ná ákveðnum markmiðum,“
segir Gísli H. Friðgeirsson, eðlis-
fræðingur og kajakræðari. Hann er
nú staddur við Öxarfjörð eftir að
hafa róið þangað sem leið liggur rétt-
sælis í kringum landið frá Reykjavík.
Hann ákvað að hvíla sig um helgina
en rær aftur af stað í dag, áleiðis fyr-
ir Melrakkasléttu.
„Það er mjög skemmtilegt að velta
því fyrir sér, að lífið verður í þessari
mynd eitt ferðalag. Maður verður
alltaf feginn að sjá til lands, þegar
það er þoka. Maður þarf líka stund-
um að meta hvort maður fer með
fyrra eða seinna fallinu. Það er
margt svona sem verður lifandi í
huganum, sem annars eru bara dauð
orðatiltæki hjá mönnum.“
Miðnætursólin sem ferðafélagi
Gísli hefur síðustu daga róið yfir
Húnaflóa, Skagafjörð, Eyjafjörð og
Skjálfanda. Veðurskilyrði hafa verið
best á nóttunni og Gísli því róið í
miðnætursólskini á spegilsléttum
sjó, þegar hvað best hefur látið.
„Ég, sem er maður kominn á efri
ár og vanur að fara að sofa á mínum
fasta tíma, hélt ég gæti ekki breytt
þessu, en nú hef ég snúið sólar-
hringnum við. Eins og Íslendingar
vita sér vart mun dags og nætur hér
fyrir norðan núna.“ Gísli hefur róið
heilu næturnar og sest upp í fjöru af
og til, hvílt sig og horft á miðnæt-
ursólina. „Það er ógleymanlegt,“
segir hann.
Sjö klukkustundir í svartaþoku
Sólin skín þó ekki alltaf. Til dæmis
reri Gísli í sjö tíma í svartaþoku, þeg-
ar hann fór yfir Skagafjörð. Þá kom
sér vel að vera með GPS-tæki en yf-
irleitt siglir Gísli eftir hefðbundnum
áttavita og korti, sem hann hefur
plastað á dekkið á bátnum fyrir
framan sig. Hann kíkir svo af og til á
tækið til að sjá hvort hann rekur
mikið af leið, vegna vinda eða
strauma. Tækið sendir líka frá sér
skilaboð á nokkurra mínútna fresti,
með upplýsingum um staðsetn-
inguna, svo aðrir geti fylgst með því
hvar hann er.
„Svo þykist maður þekkja sitt land
og vita hvar maður er um leið og
maður sér kennileiti,“ segir Gísli.
Það sama gildi þegar róið er fyrir
firði eins og þegar farið er yfir ár.
Maður ætti að hafa vaðið fyrir neðan
sig og gæta þess að fara ekki of tæpt
til að ná á ystu nes hinumegin.
Gísli reri yfir Eyjafjörð aðfaranótt
fyrsta júlí, í 64 kílómetra löngum
legg frá Fljótavík í Fljótum í Skaga-
firði, í Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Ég
fékk skilaboð frá félaga mínum um
veðrið um nóttina. Það var þvílík
blíða að ég fór framhjá Siglufirði í
Héðinsfjörð, hvíldi mig í fjörunni
fyrir neðan Hvanndalabjörg, setti
upp prímusinn, hallaði mér upp að
bjarginu og hofði á miðnætursólina.
Svo fékk ég mér vel að borða áður en
ég fór yfir Eyjafjörðinn.
Gísli var fimm tíma yfir fjörðinn
sjálfan, en þá var eftir góður spotti
inn í Fjörður.
Steinsofnaði í fjörunni
„Ég var mjög heillaður að koma
þar upp á fjörukambinn og horfa inn
í þá fegurð, en ég var orðinn lúinn
eftir róðurinn. Þegar ég ætlaði að
fara að tjalda dró ský frá sólu. Það
var heitt og það eina sem ég sá var
svefnpokinn minn. Ég lagðist í gras-
ið og sofnaði með allt draslið í kring-
um mig. Öllum formsatriðum var
sleppt. Þetta var nú nánast ný
reynsla, að líða svona út af í móanum
og sofa svo lengi og vel.“
Gísli segir að afköstin hjá honum í
róðrinum séu ekki alveg jafnmikil og
hann hafði vonast til. Spurningin sé
hins vegar hvort hann hafi farið yfir
sín þolmörk. Hafi hann gert það
muni úthaldið byrja að minnka, en
annars muni það aukast. Það sé
ákveðinn línudans hvað hann geti
boðið sjálfum sér upp á. Línudansinn
heldur áfram á Öxarfirðinum í dag.
„Eins og kennslubók fyrir lífið“
Gísli H. Friðgeirsson hefur róið hálfa leiðina í kringum landið á kajak Tók sér hvíld um helgina
Leið út af og steinsofnaði í fjörunni í Fjörðum eftir langan róður „Sleppti öllum formlegheitum“
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Á sjó Gísli hefur róið mikið á nóttunni, enda oft betra veður þá. Það sjást hvort eð er ekki skil á degi og nóttu.
Í HNOTSKURN
»Gísli lagði upp í ferðina fráGeldinganesi þann 1. júní.
»Almennt hefur ferðingengið vel en Gísli kveðst
vera örlítið á eftir áætlun,
ekki síst vegna veðurtafa, til
dæmis á Húnaflóa en einnig í
Ísafjarðardjúpi.
»Hann hefur nú lagt að bakimeira en 1.000 kílómetra
og á annað eins eftir.
»Gísli er fyrsti Íslending-urinn til að reyna hring-
ferð um landið á kajak.
Gísli er ekki
eini ræðarinn
sem ætlar sér
hringinn í ár.
Hin bandaríska
Margaret Mann
afréð að róa
ein í kringum
landið, eftir að
félagi hennar
Marcus De-
muth hætti við. Marcus reyndi að
róa hringinn í fyrra en varð að játa
sig sigraðan eftir tveggja vikna
róður. Margaret lagði upp frá Geld-
inganesi 6. júní og hafði lagt að
baki um 500 kílómetra fyrir helgi,
þegar hún tók land í Drangavík.
Takist Margaret ætlunarverk
sitt, verður hún reyndar ekki
fyrsta konan til þess að róa hring-
inn, því Þjóðverjinn Freya Hoff-
meister lauk sömu þrekraun sum-
arið 2007, ásamt öðrum ræðara,
Greg Stamer að nafni.
Að sögn Magnúsar Sigurjóns-
sonar, sem fylgst hefur með ferð-
um Margaretar, er hún stödd ein-
hvers staðar við Húnaflóann sem
stendur, en hún lætur vita af stað-
setningu sinni um það bil tvisvar í
viku.
Bandarískur ræðari fylgir fast á hæla Gísla
Margaret Mann