Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 Bankahrunið hér er stærra en En-ron-málið, sem árið 2001 var stærsta gjaldþrotið í sögu Banda- ríkjanna. Það er líka stærra en WorldCom-málið, sem árið 2002 var stærsta gjaldþrotið í sögu sama lands.“     Þessi orð blöstu við á forsíðuMorgunblaðsins á föstudag. Þar var vitnað í Helge Skogseth Berg, norskan sérfræð- ing, sem Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsókn á bankahruninu, hefur fengið til aðstoðar við rannsóknina.     Reyndar varekki ljóst af orðum hans hvaða skilning bæri að leggja í þau.     Var hann að tala um þá fjármuni,sem töpuðust í hruninu?     Eða átti norski sérfræðingurinnvið umfang þeirra brota, sem framin voru?     Í bók Jóns F. Thoroddsens, Íslenskaefnahagsundrið, flugelda- hagfræði fyrir byrjendur, er birtur listi Moody’s yfir helstu gjaldþrot sögunnar.     Þar eru Lehman Brothers í efstasæti. Það var 120.483 milljarða dollara gjaldþrot. Næst kemur Worldcom. Þar fóru 33.608 millj- arðar dollara í súginn. Kaupþing er í fjórða sæti (20.063 milljarðar doll- ara) og Glitnir í því sjötta (18.773 milljarðar dollara). Enron er hins vegar aðeins í níunda sæti (13.852 milljarðar dollara) á listanum og síð- an kemur Landsbankinn í því 11. (12.162 milljarðar dollara).     Hafi Berg verið að tala um fjár-muni var hann síst að ýkja. Helge Skogseth Berg Engar ýkjur Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skýjað Lúxemborg 25 skýjað Algarve 32 heiðskírt Bolungarvík 15 skýjað Brussel 23 skýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 19 léttskýjað Dublin 14 skúrir Barcelona 28 léttskýjað Egilsstaðir 13 skýjað Glasgow 19 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað London 24 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Nuuk 11 heiðskírt París 25 heiðskírt Aþena 28 skýjað Þórshöfn 14 skýjað Amsterdam 24 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Ósló 13 skýjað Hamborg 23 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Berlín 24 léttskýjað New York 23 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Vín 23 skýjað Chicago 24 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Moskva 10 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 6. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.53 3,2 11.58 0,8 18.16 3,7 3:18 23:48 ÍSAFJÖRÐUR 2.02 0,7 7.48 1,8 13.54 0,7 20.10 2,1 2:24 24:52 SIGLUFJÖRÐUR 4.10 0,3 10.40 1,1 16.21 0,5 22.24 1,3 2:03 24:38 DJÚPIVOGUR 2.50 1,7 9.00 0,6 15.30 2,1 21.41 0,7 2:36 23:29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Hæg austlæg átt, skýjað með köflum og smáskúrir S-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast vest- antil. Á miðvikudag og fimmtudag Hæg breytileg átt eða hafgola, þurrt að mestu og víða bjart veður, en stöku skúrir suðvest- antil. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast í innsveitum. Á föstudag og laugardag Útlit fyrir svipað veður áfram. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en austan 10-15 allra syðst. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en þokubakkar eða súld af og til við suður- og aust- urströndina. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast NV-lands. „ÞETTA er tvímælalaust heiður og traust sem manni er sýnt. Það er líka spennandi að takast á við það verkefni að efla EWLA og samvinnu kvenlögfræðinga í Evrópu,“ segir dr. Herdís Þorgeirsdótt- ir sem var kjörin forseti Evr- ópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtak- anna á árlegri ráðstefnu þeirra sem haldin var í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík og lauk nú um helgina. Um 150 manns sátu ráðstefnuna, þar af lögfræðingar frá aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, yfirmenn stofnana þess, þingmenn Evrópuþings og Evrópuráðsþings og forseti stærsta kvenlögfræðingasambands Bandaríkj- anna. Eva Joly var aðalfyrirlesari á þinginu en auk hennar voru um 35 innlendir og erlendir fyr- irlesarar með framsögu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir er þriðji forseti Evr- ópusamtaka kvenlögfræðinga sem stofnuð voru árið 2000 og eru skráð í Brussel. EWLA er sam- starfsvettvangur kvenlögfræðinga í Evrópu en markmið samtakanna er að hafa áhrif á löggjöf og stjórnmál í aðildarríkjum Evrópusambands- ins og EES-ríkjunum á grundvelli jafnréttis kynjanna. Aðild að EWLA eiga samtök kvenna í lögmennsku, félög lögfræðinga, lögfræðingar og laganemar. Samtökin starfa náið með aðildar- félögum kvenna í lögmennsku, lagadeildum há- skóla, stofnunum Evrópusambands og Evrópu- ráðs og stjórnvöldum í aðildarríkjum. Samtökin senda frá sér ályktanir og vinna að fræðilegum rannsóknum í vinnuhópum. sigrunrosa@mbl.is „Tvímælalaust heiður og traust“ Herdís Þorgeirsdóttir kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Herdís Þorgeirsdóttir ÚRSLIT hafa verið tilkynnt í sam- keppni um nýtt hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi sem á að rísa við hlið- ina á Seltjarnarneskirkju, neðan Valhúsahæðar. Alls óskuðu 25 teymi eftir þátt- töku og voru 5 valin til að taka þátt í lokaðri samkeppni um hönnun bygg- ingarinnar. Jónmundur Guðmarsson fyrrverandi bæjarstjóri Seltjarn- arness og formaður dómnefnd- arinnar, veitti Arkís ehf., Hniti hf. og Landark verðlaun fyrir bestu tillög- una á Bókasafni Seltjarnarness mið- vikudaginn 1. júlí sl. Rökstuðningur dómnefndar fyrir bestu tillögunni var meðal annars að hönnuðir hefðu haft að leiðarljósi að endurspegla heimilislega en jafn- framt örvandi umgjörð utan um hjúkrunarheimili sem falli vel að nánasta umhverfi. Þetta markmið hafi tekist með ágætum. Öll „heim- ilin“ séu á efri hæð byggingarinnar. „Með markvissri hliðrun rýma hefur höfundum tekist að skapa mjög áhugaverða og líflega umgjörð um dvalarstaði íbúanna. Sameig- inleg rými heimilanna og flestar íbúðanna eru ýmist í mikilli nánd við náttúru Valhúsahæðar eða skemmti- lega útfærða garða sem teygja sig nokkuð langt inn í bygginguna,“ seg- ir m.a. í rökstuðningi dómnefndar. Tillögur teymanna 5 sem tóku þátt í samkeppninni verða til sýnis í Eiðisskeri á Bókasafni Seltjarn- arness til 1. ágúst nk. Ljósmynd/Ellen Calmon Verðlaun afhent Verðlaunahafar ásamt dómnefnd í samkeppninni. Úrslit í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.