Morgunblaðið - 06.07.2009, Page 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
● FJÖLMIÐLAFÓLK sækir fund í Þjóð-
menningarhúsinu í hádeginu í dag þar
sem þeir, sem koma að endurreisn
bankakerfisins, ætla að kynna hvernig
starfinu miðar áfram.
Erindi Sveins Haralds Öygards seðla-
bankastjóra ber nafnið „Lausn banka-
kreppunnar á Íslandi, verkefni og alþjóð-
leg fordæmi“. Einnig mun Helga Valfells,
aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, fjalla
um samninga við kröfuhafa gömlu bank-
anna. Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, fjallar um lokahnykkinn í
endurfjármögnun bankakerfisins. Að
endingu ætlar Mats Josefsson, sem er
ríkisstjórninni til ráðgjafar í þessum efn-
um, að fjalla um stjórnarhætti, starfsemi
og hlutverk eignarhaldsfélaga og eigna-
umsýslufélaga.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
flytur stutt ávarp í upphafi fundarins.
Í fundarboði segir að markmið fund-
arins sé að veita fjölmiðlum góða innsýn
í þá vinnu sem nú stendur yfir og hefur
verið unnin við endurreisn bankakerf-
isins. Fjallað verði um skipulag, hindranir,
alþjóðleg viðmið, skipulag á ríkisfyr-
irtækjum, eignamat og samninga við
kröfuhafa. bjorgvin@mbl.is
Fjölmiðlum kynnt end-
urreisn bankakerfisins
Þetta helst ...
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
GRÁI markaðurinn svokallaði með
gjaldeyri hér á landi er mun umfangs-
meiri en verið hefur látið í umræð-
unni. Hafa menn látið þau orð falla að
aðeins sé um að ræða handfylli fólks,
sem kaupi gjaldeyri fyrir 500.000
krónur þegar það fer utan og því sé
vandinn ekki mikill. Veltan er reynd-
ar mjög sveiflukennd, en hleypur,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, á milljörðum króna. Hafa gjald-
eyrishöftin reynst mikil gósentíð fyrir
fjölda „haftamiðlara“.
Viðskipti með gjaldeyri eru með
mismunandi hætti á þessum tímum
gjaldeyrishafta. Er mikilvægt að gera
greinarmun á viðskiptum, sem greini-
lega eru innan ramma laganna og
þeirra, sem vafasamari eru.
Gildandi reglum um gjaldeyrishöft
er ætlað að tempra flæði gjaldeyris úr
landinu, en við þær aðstæður, þar
sem tvö gengi eru á krónunni, er í
raun óhjákvæmilegt að ákveðnir að-
ilar nýti sér þær aðstæður.
Gengin tvö eru annars vegar gengi
seðlabanka Íslands og hins vegar
gengi krónunnar erlendis. Fyrir
hverja evru, sem keypt er á seðla-
bankagenginu, eru greiddar um 175
krónur, en erlendis er gengi evrunnar
í kringum 210 krónur. Fyrir mann
sem kaupir erlendan gjaldeyri hér á
landi, flytur hann út og skiptir fyrir
krónur, er ágóðinn því umtalsverður.
Hefur Morgunblaðið heimildir fyrir
því að einstakir aðilar hafi hagnast
um hundruð milljóna með þessum
hætti á tiltölulega skömmum tíma
með því að nýta sér glufur í gjaldeyr-
ishöftunum.
Færa má fyrir því rök að slík við-
skipti, „að taka hringinn“, eins og þau
hafa verið kölluð, séu mun skaðlegri
en tregða útflutningsfyrirtækja við að
skipta erlendum gjaldmiðli í krónur.
Gengi Seðlabankans er jú niður-
greitt af skattgreiðendum og með
gjaldeyrisfléttunum er óneitanlega
verið að hafa fé af Seðlabankanum og
þar með ríkinu. Með þessum hætti
eru haftamiðlararnir hægt og býtandi
að leiða gjaldeyri almennings til út-
lendinga til að græða á mismuninum.
Skipti útflutningsfyrirtæki erlend-
um gjaldeyri sínum ekki í krónur tap-
ar Seðlabankinn hins vegar ekki
gjaldeyri. Vissulega mun gengi krón-
unnar seint styrkjast fyrr en slík
skipti verða algengari. Styrking krón-
unnar á innlenda markaðnum myndi
hins vegar auka enn það bil sem er á
milli gengis krónunnar hjá Seðla-
bankanum og gengisins erlendis.
Vandinn er því, eins og áður segir,
sú staða að yfirhöfuð séu tvö gengi á
gjaldmiðlinum og svo lengi sem sú
staða viðgengst má búast við því að
viðskipti sem þessi haldi áfram.
Græða háar fjárhæðir
á því að „taka hringinn“
Morgunblaðið/Ómar
Krónur Fljótlega eftir hrunið í haust tók að bera á gjaldeyrisskorti.
Með því að nýta sér mun á gengi
krónunnar hér á landi og í út-
löndum geta braskarar grætt
mjög á kostnað Seðlabankans
STÆRSTI banki Þýskalands,
Deutsche Bank, réð einkaspæjara til
að njósna um starfsfólk bankans,
þar á meðal framkvæmdastjóra,
samkvæmt þýska tímaritinu Der
Spiegel. Einnig var njósnað um hlut-
hafa. Í lok maí var sett af stað innan-
hússrannsókn á málinu og hvort lög
um friðhelgi einkalífsins hefðu verið
brotin, samkvæmt grein í Spiegel í
dag. Fylgst var með hver hitti hvern
vegna gruns um leka til fjölmiðla.
Bankastjóri bankans, Josef Ac-
kermann, hét því á aðalfundi að
komast að hinu sanna í málinu.
Létu njósna
um hluthafa
og starfsfólk
Deutsche Bank réð
einkaspæjara
EFNAHAGSBROTADEILD bresku
lögreglunnar (Serious Fraud Office)
rannsakar þrot breska bílaframleið-
andans MG Rover.
Fyrirtækið fór í þrot fyrir fjórum
árum síðan. Við það misstu um sex
þúsund starfsmenn Rover vinnuna
og talið er að 9 þúsund störf tengd
fyrirtækinu hafi einnig glatast. Rov-
er var eitt stærsta einkafyrirtæki
Bretlands þegar það fór í þrot.
Í kjölfarið voru helstu eigendur
þess sakaðir um að hafa skotið öllum
eignum félagsins undan.
Rannsaka
undanskot
Þrot Rover til rann-
sóknar í Bretlandi
um 1% í byrjun júní, en hélt innláns-
vöxtum óbreyttum,“ segir Agnar
Tómas Möller, sérfræðingur hjá
GAM Management. Er svo komið að
ávöxtunarkrafa á lengstu ríkis-
skuldabréfin, þau sem koma á gjald-
daga árin 2019 og 2025, er 8,9-8,95%.
Samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins mun hallarekstur
ríkissjóðs í ár nema tæpum 180 millj-
örðum króna og ríflega 160 milljörð-
um samtals árin 2010 og 2011. Þetta
bil verður ekki brúað nema með lán-
töku á innlendum markaði.
Lækki ávöxtunarkrafa lengstu rík-
isbréfanna ekki er útlit fyrir að ríkið
standi frammi fyrir því að þurfa ann-
aðhvort að sætta sig við gríðarlega
háa vexti á skuldum sínum, eða að
taka skemmri lán. Fjármögnun á 6%
nafnvöxtum, eins og krafan á
skemmri bréfum er nú, yrði líklega
hagstæð þar sem reikna má með
nokkurri verðbólgu á næstunni.
Ómögulegt er hins vegar að meta
það nú hver vaxtakostnaðurinn verð-
ur fyrir ríkið, enda fer það allt eftir
því hvenær viðkomandi skuldabréf
verða gefin út og hver ávöxtunar-
krafan verður.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
MIÐAÐ við núverandi ávöxtunar-
kröfu á ríkisskuldabréfum verður
fjármögnun á hallarekstri ríkisins
afar dýr.
Í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðla-
bankans á fimmtudag hækkaði
ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkis-
sjóðs, sem þýðir m.ö.o. að verð bréf-
anna lækkaði. „Hefur krafan reynd-
ar verið að hækka stöðugt um
nokkurt skeið, eða frá því að Seðla-
bankinn ákvað að lækka stýrivexti
Fjármögnunarkostnaður ríkisins eykst
Vextir Markaðurinn tók vaxta-
ákvörðun Seðlabanka illa.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
VIRÐI HS Orku er 41,3 milljarðar
króna samkvæmt verðmati ráðgjafa-
fyrirtækisins Arctica Finance sem er
dagsett 12. desember 2008. Miðað
við það ætti virði 34,7 prósenta hlut-
ar Reykjanesbæjar í fyrirtækinu að
vera um 14,3 milljarðar króna.
Bærinn hefur hins vegar sam-
þykkt að selja hlutinn til Geysis
Green Energy (GGE) fyrir 13,1
milljarð króna. Um 2,5 milljarðar
króna af þeirri upphæð greiðast með
reiðufé en restin greiðist með
skuldabréfi til sjö ára (6,3 milljarðar
króna) og framsali á 32 prósenta hlut
GGE í HS Veitum (4,3 milljarðar
króna).
Virði skuldabréfsins er miðað við
að heimsmarkaðsverð á áli verði
2.700 dalir á tonn árið 2016, en það er
rúmlega 1.600 dalir í dag. Því gæti
það lækkað töluvert.
Þá segir verðmat Arctica Finance
að heildarvirði HS Veitna sé um 4,9
milljarðar króna. Samkvæmt því
mati ætti sá þriðjungshlutur sem
Reykjanesbær fær framseldan á 4,3
milljarða króna að vera rúmlega 1,5
milljarða króna virði. Miðað við það
mat er Reykjanesbær að greiða um
2,8 milljörðum króna of mikið fyrir
hlutinn.
Kaupsamningur bæjarins og GGE
miðar hins vegar við tvö eldri verð-
möt sem framkvæmd voru sumarið
2007 og í október 2008, þegar innri
og ytri aðstæður fyrirtækja á Íslandi
voru allt aðrar en í dag. Í minnisblaði
sem Deloitte vann fyrir Reykja-
nesbæ um tilboð GGE kemur fram
að fyrirtækið treysti sér ekki til að
leggja mat á það vegna þessarra
miklu breytinga.
Verðmat sýnir að virði HS Orku er hærra en kaupin miða við
Virði HS Orku meira en
Geysir Green mun borga
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Orka Verðmöt sem hafar verið gerð
á HS Orku sýna mismunandi verð.
TIL að geta „tekið hringinn“ þarf
viðkomandi að mega kaupa gjald-
eyri á gengi Seðlabankans.
Í sinni einföldustu mynd hefst
hringurinn með kaupum á erlendum
gjaldeyri hér. Hann er fluttur út og
skipt fyrir krónur á hagstæðara
gengi og svo eru krónurnar fluttar
heim aftur. Miðað við núverandi
gengi getur hagnaður numið 20% og
með því að taka hringinn ítrekað er
hægt að hagnast mikið og hratt.
Hart lagt að námsmönnum
Algengt er að menn fái heimild til
kaupa á gjaldeyri vegna þess að þeir
vilja eiga viðskipti erlendis. T.d.
kaupa bifreið, fasteignir eða aðrar
dýrar vörur, sem Seðlabankinn gæti
gefið leyfi fyrir.. Í sumum tilfellum
er fénu strax skipt fyrir krónur þeg-
ar til útlanda er komið, en aðrir fara
lúmskari leiðir. Málamynda-
viðskipti, þar sem viðkomandi kaup-
ir vöruna á pappírnum, eða þykist
hafa greitt hærra verð fyrir hana en
hann gerði í raun og veru. Aðrar
leiðir geta verið farnar til að fela
slóðina og ástæðu viðskiptanna.
Önnur leið, sem farin hefur verið,
er að safna saman fjölda greiðslu-
korta Íslendinga og fara með þau til
útlanda. Þau eru svo notuð til að
taka háar fjárhæðir í erlendri mynt
út úr hraðbanka - á Seðla-
bankagengi - og þeim skipt fyrir
krónur.
Samkvæmt heimildum hafa aðilar
lagt hart að námsmönnum erlendis
að nýta rétt sinn til að taka út fé á
gengi Seðlabankans og fá honum
skipt fyrir krónur í útlöndum.
Hagnaðurinn verður til nær sam-
stundis og getur numið 20%.
Viðskipti til
málamynda
fela slóðina
Gjaldeyrishöftin komu strax illa
við glæpamenn, einkum þá sem
stunda eiturlyfjaviðskipti. Þau fara
fram í reiðufé og millifærslum
þurftu þeir að fá evrur til að geta
greitt fyrir efnin erlendis. Þeir
hafa keypt umtalsvert af þeim evr-
um, sem til voru í landinu eftir
hrun, en þær munu nær upp urnar
nú.
Sú mikla aukning í kannabis-
ræktun, sem varð í upphafi árs,
var einnig afleiðing haftanna, en
ætlunin var að skipta á grasinu
fyrir harðari efni erlendis. Vís-
bendingar eru hins vegar um um-
svif glæpamanna og annarra, sem
tilbúnir eru að fara á svig við lögin,
í gjaldeyrisviðskiptum séu að
aukast og að þeir líti jafnvel á þau
sem sjálfstæða tekjulind.
Greiningardeild Ríkislög-
reglustjóra hafði varað við aukinni
hættu á peningaþvætti í kjölfar
bankahrunsins og að umsvif
glæpahópa geti aukist.
Aukin umsvif skipulagðra glæpahópa