Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 NÝJA stjórnin í Hondúras lét í gær loka alþjóðaflugvellinum í Teguci- galpa til þess að koma í veg fyrir að útlægur forseti landsins, Manuel Zelaya, gæti snúið aftur. Zelaya hélt í gærkvöld með flug- vél frá Washington. Stuttu eftir fréttir þess efnis tilkynnti her- stjórnin í Hondúras að flugmenn- irnir hefðu fengið skipun um að fljúga til El Salvador. Þúsundir stuðningsmanna Zelaya héldu í gær til flugvallarins þar sem hermenn, sem umkringt höfðu völl- inn, stóðu vörð. Erkibiskupinn í Hondúras varaði við blóðbaði sneri Zelaya aftur til landsins. Flugvelli lokað fyrir út- lægum forseta Hondúras Reuter Gráir fyrir járnum Hermenn stóðu vörð við flugvöllinn. PRESTAR hindúa á Indlandi sitja í suðupottum fylltum vatni við bænastund. Prestarnir reyna með bænum sín- um að blíðka regnguð sinn, Varun. Hitabylgja hefur plagað íbúa Delhi og hafa margir kosið að vera í loft- kældum bílum sínum að næturlagi í stað þess að reyna að sofa í steikjandi hita innanhúss. Monsúnrigning- anna, sem hefðu átt að vera byrjaðar, er að vænta inn- an skamms, samkvæmt veðurspám. Reuters BLÍÐKA REGNGUÐINN NOKKRIR meintir mafíuforingjar voru í framboði í þingkosningunum í Búlgaríu sem haldnar voru í gær. Kjósendur virðast hafa verið orðnir þreyttir á aðgerðaleysi Sósíalista- flokksins gegn spillingu og kreppu því að samkvæmt útgönguspám vann hægri-miðjuflokkurinn GERB yfir- burðasigur. Meðal mafíósanna sem voru í fram- boði og fengu þriggja vikna frí úr fangelsi vegna þess voru Galev-bræð- urnir sem rekið hafa bæinn Dupnista í mörg ár eins og sitt eigið furstadæmi. Þeir hafa haft menn á sínum snær- um innan lögreglunnar, réttarkerfisins og skattayfir- valda. Bræðurnir, sem bíða eftir að réttað verði yfir þeim vegna glæpastarfsemi, hafa báðir verið lögreglumenn og eru afar vinsælir í sinni heimabyggð vegna ýmissa fram- kvæmda fyrir bæjarbúa. Einn mafíósanna sem buðu sig fram er Ivan Ivanov en hann er talinn hafa fengið jafnvirði á annað hundrað milljóna króna í landbúnaðarstyrki frá Evrópusamband- inu með svindli. Í fyrra stöðvaði Evrópusambandið milljarðagreiðslur til Búlgaríu í formi styrkja þar sem yfirvöld höfðu ekki gert nóg í baráttunni gegn spillingunni í landinu. Boyko Borisov, formaður GERB-flokksins, sem í gær- kvöld lýsti yfir sigri í kosningunum, hefur lofað að vinna bug á spillingunni. Að mati margra sérfræðinga er óvíst hvort hann er nógu hæfur til þess. Borisov er borgar- stjóri Sofiu, en hann hefur einnig verið slökkviliðsmaður, lögreglumaður og lífvörður. ingibjorg@mbl.is Mafíósar buðu sig fram  Fengu þriggja vikna frí úr fangelsinu vegna framboðs síns í þingkosningunum í Búlgaríu  Hægri-miðjuflokkurinn GERB lýsti yfir sigri  Þreyttir á spillingu Í HNOTSKURN »Samkvæmt lögum íBúlgaríu má ekki refsa frambjóðendum og þing- mönnum. »Dómstóll í Búlgaríu úr-skurðaði nýlega að maf- íósar, sem ákærðir hafa ver- ið fyrir spillingu, nytu friðhelgi vegna framboðs. »Búlgaría hlaut aðild aðEvrópusambandinu 2007. Sigurviss Boyko Borisov HÓPUR virtra, umbótasinnaðra klerka í hinum helga bæ Qom í Íran segir að for- setakosning- arnar í landinu séu ógildar. Seg- ir hópurinn að klerkaráðið hafi ekki lengur rétt til þess að úr- skurða í deilum vegna kosninganna þar sem nokkrir fulltrúar þess njóti ekki lengur trausts almennings. Klerkaráðið er sagt hafa stutt Ahmadinejad forseta í kosninga- baráttunni. Samkvæmt opinberum tölum sigraði hann í kosningunum en hann er sakaður um kosn- ingasvindl. Aukinn klofn- ingur í Íran Forsetinn Ahmad- inejad Íransforseti.BANDARÍSKU landgöngulið- unum í Afganist- an gengur ekki jafnvel og þeir höfðu vonað í sókn sinni gegn talíbönum. And- spyrna talíbana í Helmand- héraðinu hefur verið lítil sem engin því að þar hafa þeir ekki verið margir. Til harðra bardaga kom á einu svæði en annars staðar hefur verið rólegt, að sögn fulltrúa bandaríska hersins. Fréttamaður Al Jaziras frétta- stofunnar segir skýringuna á dul- arfullu hvarfi talíbanana vera þá að þeir fari úr einum bæ í annan. Meiri- hluti þeirra tilheyri einnig óbreytt- um borgurum og þess vegna sé erfitt að finna þá. Þeir taki sjaldan þátt í bardögum, heldur geri þeir sjálfs- morðsárásir, komi jarðsprengjum fyrir á vegum og ráðist á óvini sína úr launsátri. Heimildir herma að fleiri land- gönguliðar séu ófærir til bardaga vegna hitans, sem er 45 gráður, en vegna átaka við talíbana. Hitinn erfiðasti óvinurinn Bandarískir hermenn finna ekki talíbanana Í Afganistan Bandarískir land- gönguliðar. LÖGREGLA í S-Karólínu í Banda- ríkjunum leitar nú manns sem tal- inn er hafa myrt fimm manns á einni viku í bænum Gaffney. Á fimmtudaginn voru 48 ára karlmaður og táningsdóttir hans skotin til bana í verslun mannsins. Áður höfðu mæðgur, 83 ára og 50 ára, verið myrtar á heimili sínu. Ferskjubóndi, sem var 63 ára, fannst einnig myrtur á heimili sínu. Ekki er vitað hvort fórnarlömbin tengdust á einhvern hátt. Raðmorðingi í S-Karólínu STARFSMENN hjá Trygginga- stofnuninni í Svíþjóð, Försäkrings- kassan, fá að hluta til laun í hlutfalli við fjölda tekinna ákvarðana. Svo mikið er einblínt á framleiðsluna að yfirmenn hvetja starfsmenn til þess að hafna fleiri umsóknum um bætur vegna veikinda, að því er haft er eftir Claes Petterson hjá stéttarfélaginu ST. Greint er frá því á fréttavefnum sydsvenskan.se að starfsmenn séu svo að segja kallaðir inn til yfirmanns síns í hverjum mánuði. Þar er þeim bent á hversu margar ákvarðanir þeir hafi tekið og hversu margar um- sóknir þeir hafa samþykkt eða hafn- að. Reiknað hefur verið út hversu margar mínútur afgreiðsla tiltekinna erinda á að taka, alveg eins og við iðnaðarframleiðslu. Launagreiðslur miðast að hluta til við hvernig til hef- ur tekist. Þeir sem vilja hækka launin sín geta gert það með því að taka marg- ar ákvarðanir á sem stystum tíma. „Ég var á fundi í Malmö þegar starfsmaður sagði frá því að yfir- maður hans hefði í tölvupósti óskað honum til hamingju með hversu mörgum umsóknum hann hefði hafn- að,“ sagði Petterson. Hann tók það fram að það væri í sjálfu sér ekki undarlegt þótt fylgst væri með fjölda tekinna ákvarðana. Hins vegar væri það alvarlegt ef starfsmenn teldu það vera betra að hafna umsóknum en samþykkja. Starfsmenn hafi greint frá minni launahækkun vegna þess að þeir hafi hafnað of fáum. ingibjörg@mbl.is Hamingjuósk frá yfirmanni Starfsmaður hafði hafnað mörgum umsóknum til Tryggingastofnunar DAVID Mili- band, utanríkis- ráðherra Bret- lands, viður- kenndi í gær að persónulegar upplýsingar um verðandi yfir- mann bresku leyniþjónust- unnar, John Sawers, hefðu verið settar út á Facebook. Það var eiginkona Sawers sem sagði á Facebook frá sumarfríum þeirra og vinum og meira að segja hvar þau byggju. Utanríkisráðherrann sagði upp- lýsingarnar ekki skaðlegar en vefsíðu frúarinnar hefur verið lokað. Ekki lengur leynilegur Viðurkennir David Miliband utanríkis- ráðherra. DANIR sem flutt hafa til Taílands reka vændishús með hundruðum kvenna og karla, að því er segir á fréttavef Jyllands-Posten. Í bænum Pattaya-Jomtien, sem er vinsæll ferðamannastaður, reka Danir að minnsta kosti 19 bari sem selja Vesturlandabúum kynlífsþjón- ustu. Vændishúsin liggja hlið við hlið í svokallaðri Danagötu. Ellilífeyris- þeginn Hardy Grün frá Óðinsvéum viðurkennir að hann græði, ásamt taílenskri konu sinni, fé á því að starfsmenn baranna sem hann rek- ur fari með viðskiptavinina heim. Danir á kafi í kynlífsiðnaði MARTIN Jones, sem var blindur á öðru auganu eftir vinnuslys, er nú búinn að fá sjónina eftir að augn- tönn úr honum með áfastri linsu var komið fyrir í augntóftinni. Læknar í Brighton græddu augn- tönnina í kinn Jones til þess að í henni mynduðust nýir vefir og æð- ar. Tönnin var í kinninni í 3 mánuði en 2 vikum eftir að hún var sett í augað sá Jones fyrst konuna sína sem hann kvæntist fyrir 4 árum. Fékk tönn í augað og sjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.