Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Samningurinnum greiðsluvegna Ice-
save-reikninga
Landsbankans á
Bretlandi og í
Hollandi hefur
vakið harðar umræður á Al-
þingi, enda er mikið í húfi.
Stóru orðin hafa ekki verið
spöruð. Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra
sagði á þingi fyrir helgi að
yrði samningurinn ekki sam-
þykktur kæmi „október aft-
ur“. Í viðtali í Morgunblaðinu
í gær sagði Davíð Oddsson,
fyrrverandi seðlabankastjóri
og forsætisráðherra, að með
samningnum yrði þjóðin
dæmd til ævarandi fátæktar.
Í Icesave-málinu er enginn
kostur góður. Ekki er ljóst
hvort samningurinn um Ice-
save verður samþykktur á
þingi. Hins vegar virðist sem
þingheimur skiptist fremur
eftir því hvort menn styðja
samninginn eða vilja semja
að nýju, fremur en að semja
alls ekki og láta reyna á dóm-
stóla – en þá leið eru hvorki
Bretar né Hollendingar
reiðubúnir til að fara.
En hvað myndi það þýða að
ákveða að borga ekki Ice-
save-skuldirnar? Eins og
rakið var í Reykjavíkurbréfi
14. júní væri það ekki aðeins
ákvörðun um að láta reyna á
lagalegar hliðar málsins,
heldur um að einangra Ísland
frá alþjóðasamfélaginu og
hafna þeirri aðstoð, sem það-
an kemur. Áhrifin, t.d. á
samninga við erlenda kröfu-
hafa, alþjóðlega greiðslu-
miðlun bankanna og aðgang
Íslands að alþjóðlegum láns-
fjármarkaði, væru ófyr-
irsjáanleg. Íslensk stjórnvöld
segðu þar með að ekkert
hefði verið að marka það,
sem var margítrekað bæði
bréflega og munnlega við ná-
grannaríki okkar áður en
bankarnir hrundu; að Ísland
myndi standa við þær skuld-
bindingar gagnvart inni-
stæðueigendum sem það
hafði undirgengizt með EES-
samningnum. Slík ákvörðun
myndi ennfremur setja EES-
samninginn í uppnám.
Samningurinn um Icesave
kveður á um gríðarlegar
skuldbindingar og engin leið
er að átta sig á því hvað sala
á eignum úr þrotabúi Lands-
bankans mun skila miklu upp
í þær. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær þyrfti
að greiða tæplega 370 millj-
arða króna á átta árum ef
endurheimtur á lánasafni
bankans yrðu 95% af upp-
hæðinni, en rúmlega 690
milljarða ef endurheimturnar
yrðu 60%.
Þessi upphæð
bætist ofan á
ýmsar aðrar
skuldbindingar,
sem falla á ís-
lenska ríkið
vegna hruns bankanna í októ-
ber.
Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra sagði í um-
ræðum á Alþingi fyrir helgi
að þessi upphæð væri hvorki
óviðráðanleg fyrir ríkið né
þjóðina, en ljóst er að hún
mun hafa mikil áhrif á lífs-
kjör á Íslandi næstu árin.
Það er því skiljanlegt að
samningurinn standi í þing-
mönnum og ekki hefur bætt
úr skák hvað upplýsingagjöf
um innihald hans og umfang
var treg þótt nú hafi verið
bætt úr því að miklu leyti.
Þá eru Íslendingar fórn-
arlömb vanhugsaðrar reglu-
setningar Evrópusambands-
ins um innlánstryggingar,
sem ekki gerði ráð fyrir því
að lítið land þyrfti að ábyrgj-
ast risavaxið bankakerfi og
líklegt er að nú verði endur-
skoðuð. Í febrúar kom út
skýrsla sem hópur undir for-
ustu Jacques de Larosiere
gerði fyrir framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins
um framtíð regluverks og
eftirlits með fjármálamörk-
uðum í Evrópu. Þar er meðal
annars fjallað um hættuna á
því með vísun til Íslands að
banki í einu landi stofni útibú
í öðru landi, sem síðan bólgni
út án þess að upprunaríkið
hafi bolmagn til að standa
undir skuldbindingunum. Er
lagt til að einhvers konar leið
verði búin til þannig að miðla
megi málum í slíkum til-
fellum. Endurskoðun og
breyting á reglunum væri í
raun viðurkenning á því að
fyrirkomulagið, sem gerði
Landsbankanum kleift að
raka fé inn á Icesave-
reikningana, er ekki eðlilegt.
Samningurinn um Icesave
hefur verið hvað harðast
gagnrýndur vegna vaxtanna,
sem þar er kveðið á um.
Haldið hefur verið fram að
með harðsnúnara samn-
ingaliði hefði mátt knýja
fram betri niðurstöðu. Hins
vegar má ekki gleyma því að
verði samningnum hafnað og
gengið til samninga á ný við
Breta og Hollendinga mun
það ekki aðeins þýða endur-
upptöku á þeim þáttum
samningsins, sem Íslend-
ingar eru óánægðir með,
heldur samningnum í heild
sinni. Niðurstaðan af því að
semja upp á nýtt gæti orðið
betri – en hún gæti líka orðið
verri.
Niðurstaðan af að
semja upp á nýtt
gæti orðið betri
– en líka verri}
Klemman
vegna Icesave
Þ
að er fráleitt að Alþingi Íslendinga
hafi engin tök á því, að hafna
samningnum um Icesave. Þegar
Alþingi veitti umboð til samninga
í desember síðastliðnum byggðist
það á sameiginlegum viðmiðum sem ákveðin
voru í nóvember og Bretar og Hollendingar
skrifuðu undir. Ef Alþingi er þeirrar skoð-
unar að þeim hafi ekki verið fylgt, þá eru for-
sendur samningsins einfaldlega brostnar.
Litið var á þessi viðmið sem upphafspunkt
nýrra viðræðna af hálfu fyrri ríkisstjórnar og
miklar vonir bundnar við þau. Þegar rýnt er í
samninginn, þá virðist hinsvegar tillitið til
„hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna“
aðeins vera fólgið í lánum sem bera 1,25%
álag á viðmiðunarvexti OECD, og vaxtaber-
andi kúlulán til sjö ára eiga að mæta þeim
„knýjandi nauðsynjum“ að „gera Íslandi kleift að end-
urreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt“. Það er Alþingis
að meta hvort viðmiðunum hafi verið mætt með trú-
verðugum hætti í samningnum sem lagður hefur verið
fram.
Mörgum var gróflega misboðið þegar viðtal birtist við
Svavar Gestsson, formann samninganefndarinnar, þar
sem fram kom að enginn þrýstingur hefði verið á að
ljúka samningum á þessum tíma, en þar sagði hann:
„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa
þetta hangandi yfir mér.“ Svo hló hann.
Ef hann hefði dokað við og náð vöxtum niður um
hálft prósent, þá hefði það líklega munað um
40 milljörðum fyrir íslenskt þjóðarbú.
Og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
hefur gefið í skyn að Íslendingar séu óreiðu-
fólk ef þeir taki ekki á sig þessar skuldbind-
ingar, sem eru tilkomnar vegna innbyggðs
galla í innstæðutryggingakerfi Evrópu;
áhættan við bankakerfið var alþjóðavædd
með frjálsu flæði fjármagns, en ábyrgðin sat
eftir hjá einstökum ríkjum (lesist Íslandi).
Á þetta er bent í ársskýrslu bankanefndar
Frakklands árið 2000, sem Jean Claude
Trichet bar ábyrgð á, en hann var þá seðla-
bankastjóri Frakklandsbanka, og er nú
bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Þar segir að þótt tilgangurinn með því að
koma upp kerfi tryggingasjóða, í Frakklandi
og flestum öðrum löndum, hafi verið að ýta
undir stöðugleika bankakerfisins, þá hafi kerfinu ekki
verið ætlað að glíma við kerfisbundið hrun. Í því tilfelli
þyrfti að grípa til annarra aðgerða.
Það kom fram í máli Svavars Gestssonar, aðalsamn-
ingamanns þjóðarinnar, að ef reikningarnir hefðu ekki
verið gerðir upp hefði allt innstæðutryggingakerfið í
Evrópu hugsanlega hrunið. Eftir þessa samninga um
Icesave þurfa þjóðir Evrópu ekki að hafa áhyggjur ef
marka má orð hans: „Við erum í rauninni að bera burt
syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist.“
Sættir þjóðin sig við að bera þann kross? Hvernig
væri að spyrja? pebl@mbl.is
Eftir Pétur
Blöndal
Pistill
Ísland tekur á sig syndir heimsins
Hvaða breytingar
fylgja persónukjöri?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Þ
að að búa til persónukjör
er örlítið svipað því að
blanda kokteil. Það er
hægt að blanda sterkt
og veikt og áhrifin verða
auðvitað eftir því. Ef persónukjörið
er haft mjög sterkt þá veikir það
flokkana en ef það er haft mjög
veikt, verða flokkarnir í aðalhlut-
verki. Persónukjörið sem verið er
að stinga upp á hér, er tilraun til
þess að veita flokkunum aðhald,
passa upp á að þeir verði ekki alveg
ráðandi en jafnframt er viðurkennt
að flokkar eru grundvallarstofnanir
í öllum lýðræðiskerfum,“ segir
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn-
málafræðingur, um nýtt frumvarp
til laga um persónukjör.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum þann 26. júní síðastliðinn
frumvarp dómsmálaráðherra um
persónukjör í kosningum til Alþing-
is og sveitarstjórna. Í samstarfsyfir-
lýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar
og Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs frá því í maí, var kveðið á
um að leggja slíkt frumvarp fram.
Möguleikar á persónukjöri hafa
löngum verið takmarkaðri hér á
landi en í nágrannalöndum.
„Spurning hver breytingin er“
Í frumvarpinu er lagt til að per-
sónukjör verði mögulegt fyrir jafn-
mörg sæti og eru í boði í hverju
kjördæmi. Hins vegar er enn gert
ráð fyrir að flokkarnir velji hvaða
frambjóðendur skipa þann hluta
listans sem verður persónukjörinn,
t.d. með hefðbundnu prófkjöri.
„Mér finnst frumvarpið, eins og það
hefur verið kynnt, ekki mjög skýrt
og ég sé ekki beint hvað það er sem
bendir til að vilji kjósenda muni
endurspeglast betur með þessum
hætti. Hvað sjálfa mig varðar hef ég
áhyggjur af því hvernig þetta kerfi
gæti komið við hlutföll kynja í kosn-
ingum. Það eru til ýmsar leiðir í
þeim efnum en það er ekkert
minnst á þær. Auðvitað vitum við
ekki hvernig framkvæmdin mun
koma út en það er spurning hversu
miklu þetta kerfi breytir,“ segir
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmála-
fræðingur. „Það er sagt að þetta sé
byggt á írska kerfinu en þar er
hreint persónukjör þar sem fólk
getur valið þvert á flokka í kosning-
um. Þetta virðist vera skrýtin
blanda af íslensku flokkaleiðinni og
þeirri írsku þar sem persónukjör er
mögulegt aðeins að hluta.“
Verði frumvarpið að lögum verða
framboðslistar í raun tvískiptir á
kjörseðlum. Á efri hluta framboðs-
lista verða nöfn þeirra sem boðnir
eru fram til persónukjörs og skal
fjöldi þeirra vera sá sami og fjöldi
þingsæta í kjördæminu. Neðri hluta
listanna skipa þá frambjóðendur
sem boðnir eru fram með hefð-
bundnum, röðuðum hætti í „heið-
urssæti“ listanna sem aldrei ná að
verða þingsæti en gætu í und-
antekningartilvikum orðið vara-
mannssæti.
„Mér finnst þetta vera nokkuð
áhugaverð leið sem er valin. Þessi
tilraun er byggð á því að auka rétt-
indi almennings til þess að ráða því
hvernig fólk velst inn úr flokkunum.
Hún er jafnframt byggð á mikilvægi
stjórnmálaflokka við stjórnun lands-
ins. Þetta er samspil þessara sjón-
armiða,“ segir Gunnar.
Nöfn Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til
persónukjörs og skal fjöldinn vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu.
!"
#" $
% !
& "' (
)
*" * + # *
, -" . #/
0 &
! -
"
1- +
Frumvarp til laga um persónukjör
er nú til afgreiðslu hjá stjórnar-
þingflokkunum. Verði frumvarpið
að lögum verður persónukjör
mögulegt í aðalsæti en flokkarnir
munu áfram ráða för.
UPPGJÖR persónukjörsins er mjög
flókið en hér verður gerð tilraun til
að útskýra það. Uppgjörið hefst í
raun á því að ákvarða svonefndan
sætishlut. Hann er í raun atkvæða-
magn sem hver frambjóðandi þarf
að ná til að setjast í eitt af sætum
síns lista í kosningum. Þeim fram-
bjóðendum sem náð hafa sætishlut
eða meiru að fyrsta vali kjósenda er
strax úthlutað þingsæti. Þau at-
kvæði sem þeir hljóta umfram sæt-
ishlutinn eru þá færð til þeirra sem
tilnefndir voru sem annað val við-
komandi kjósenda og svo koll af
kolli.
Er að því kemur að enginn fram-
bjóðandi sem á eftir að úthluta sæti
hefur náð sætishlutnum eru at-
kvæði þess, er þá hefur minnst
atkvæðamagn, flutt yfir til þeirra
frambjóðenda sem kjósendur hans
völdu að öðrum kosti. Þá er aftur
aðgætt hvort einhver hafi við það
náð upp í sætishlutinn, sem þetta
allt snýst um.
UPPGJÖR
FLÓKIÐ
››