Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 17
17MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 MANNKYNIÐ hef- ur í gegnum aldirnar verið óþreytandi við að spinna upp og segja sögur af ofur- hetjum – fólki með ofurmannlega eig- inleika. Gunnar á Hlíðarenda átti að geta hoppað mann- hæð í herklæðum, Jesús var sagður geta breytt vatni í vín og hver hefur ekki heyrt um Súper- mann sem er allt í senn sætur, sterkur og getur flogið. Og nú virðist sem íslenskum náms- mönnum sé ætlað að slást í hóp með ódauðlegum hetjum heimsins. Fyrir skömmu voru undirrit- aðar nýjar úthlutunarreglur LÍN þar sem kveðið er á um að fram- færsla námsmanna verði ekki hækkuð um krónu. Framfærslan, 100.600 kr., er þriðjungi lægri en atvinnuleysisbætur og töluvert undir fátæktarmörkum (m.v. mið- gildi tekna í árslok 2008). Stúd- enter eiga því að lifa á sömu framfærslu og áætlað var að þeir gætu skrimt á í ársbyrjun 2008. Síðan þá hefur matarkarfan hækkað um 30%, verð á fatnaði og skótaui um tæp 23%, á hús- gögnum hefur orðið um 24% hækkun og allt hækkar þetta enn. Leiga á stúdentagörðum hækkar í samræmi við vísitölu og hefur því hækkað um tæp 12%. Til að kór- óna þetta allt saman er svo ekkert tillit tekið til breyttra atvinnuað- stæðna í hinum nýju úthlut- unarreglum en þar er gert ráð fyrir að meðalstúdent hafi um eina milljón króna í árstekjur. Nokkuð bjartsýn spá það í þessu árferði. Ætli einhver sér að lifa á þeirri upphæð sem stúdentar fá í framfærslulán verður viðkomandi hreinlega að geta mettað sjálfan sig og alla fjölskyld- una með örfáum rún- stykkjum og tveimur silungum á mánuði. Segjum sem svo að Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráð- herra, hygðist leggja stund á B.A. nám í kínversku í haust. Segjum einnig að hún fengi fulla framfærslu upp á 100.600 kr. frá LÍN (þar með hunds- um við alla tekju- skerðingu) og að hún þyrfti ekki að borga bönkunum kostnað við vexti af fram- færslulánum. Jóhanna er stál- heppin stúdína og kemst að á stúdentagörðum í Skuggagörðum þar sem leigan er 68.323 krónur. Það þýðir að eftir húsaleigubætur á Jóhanna 50.000 krónur þann mánuðinn. LÍN miðar við að fæði fyrir einstakling kosti um 895 krónur á dag eða um 28.000 krón- ur á mánuði. Til samanburðar má nefna að kostnaður fæðis fyrir hvern fanga á Íslandi var ríflega 1600 krónur á dag síðastliðið ár og er stúdent því helmingi spar- neytnari en einstaklingur í fangelsismötuneyti samkvæmt reiknilíkani LÍN. Í mötuneyti HÍ kostar heit máltíð um 650 krónur og því ætti Jóhanna einungis 250 krónur eftir fyrir mat þann dag- inn. Hún yrði að koma með nesti daglega en það yrði að vera spar- legt þar sem ódýrasta matar- karfan kostar nú um 14.000 krón- ur og fer hækkandi. Tækist Jóhönnu að halda sig við hin ótrú- legu matarviðmið LÍN ætti hún um 22.000 krónur eftir til afnota. Útgjöld vegna bókakostnaðar í kínversku, ritfanga og skráning- argjalda eru um 8.750 krónur á mánuði á haustönn. Þá á hún eftir 13.250 krónur á mánuði. Jóhanna tekur ætíð strætó en þar sem skrúfað hefur verið fyrir Frítt í strætó verkefnið er líklegt er að hún borgi 15.000 krónur á ári eða 1667 kr. á mánuði í strætókort. Eftir mánaðarleg útgjöld standa því eftir heilar 11.583 krónur sem Jóhanna getur notað í lækn- iskostnað, fatnað, menningu og annað tilfallandi á mánuði. Höfum hugfast að Jóhanna þarf ekki að taka yfirdráttarlán hjá bönkunum, auk þess að fá full framfærslulán sem nánast enginn fær. Námsmenn eru stór og fjöl- breyttur hópur fólks á öllum aldri með mismunandi sögur og byrðar að bera. Oft er okkur sagt að það sé bara rómantískt að vera blank- ur á námsárunum. Þeir sem það segja eru tæplega að reyna að lifa af þeim námslánum sem náms- mönnum standa til boða í dag. Það er nefnilega ekkert rómantískt við að þurfa að steypa sér í skulda- súpu án nokkurs starfsöryggis að námi loknu. Það er ekkert róm- antískt við að skrimta undir fá- tæktarmörkum. Sama hvaða sam- félagshóp maður tilheyrir. Blákaldur veruleikinn er sá að verði ekkert að gert á næstunni til að koma til móts við námsmenn verður menntun að forréttindum þeirra fáu og útvöldu sem búa yfir ofurkröftum – eða hafa verulega loðna vasa! Námsmenn eru bara menn… Eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttir » Verið er að fjalla um hlutskipti náms- manna á komandi ári en skv. nýjum úthlut- unarreglum verður framfærsla þeirra ekki hækkuð um krónu á komandi ári. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Höfundur er oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. ÞESSA dagana er að renna upp fyrir þjóðinni hversu alvar- legar afleiðingar óheftur markaðs- búskapur í anda ný- frjálshyggjunnar get- ur haft fyrir almenning. Þjóðin stendur agndofa frammi fyrir stærð skuldavanda sem má rekja til nokkurra einkaaðila sem fengu leyfi til að veðsetja hana í áhættuspili sem endaði illa. Versta dæmið um fíldirfskuna í banka- kerfinu eru Icesave-reikningar Landsbankans og nú liggur fyrir Alþingi að taka á afleiðingum hennar. Ástæða þess að ég söðlaði um fyrir kosningar og fór úr akademí- unni yfir í pólitík er fyrst og fremst sú að ég vildi leggja mitt lóð á vog- arskálarnar til að tryggja hags- muni almennings í endurreisn hag- kerfisins eftir stærsta bankahrun sögunnar. Afstaða mín til Icesave- samningsins mótast því öðru frem- ur af mati mínu á því hvort þjóðin geti staðið undir þeim skuldbind- ingum sem samningurinn leggur henni á herðar. Ef sú er ekki raun- in verður erfitt að endurbyggja samfélag okkar með réttlæti og öfl- ugt velferðarkerfi að leiðarljósi. Eins ótrúlegt og það hljómar, þá liggja engir útreikningar á skulda- þoli þjóðarbúsins Icesave- samningnum til grundvallar. Til þess að mæla skulda- þol þess notast al- þjóðastofnanir við tvenns konar mæli- kvarða. Með öðrum mælikvarðanum er greiðslubyrði þjóð- arbúsins (afborganir og vaxtagreiðslur til erlendra lánadrottna) mælt sem hlutfall af útflutningstekjum. Bráðabirgðaútreikn- ingar benda til þess að þetta hlutfall verði um 150%. Alþjóðastofnanir eins og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Alþjóðabankinn álíta að fari greiðslubyrðin samkvæmt þessum mælikvarða yfir 150% sé hætta á að þjóðarbúið geti ekki staðið í skilum á erlendum lánum. Hinn mælikvarðinn mælir heild- arskuldir þjóðarbúsins við erlenda aðila sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. AGS mat skuldaþol Ís- lands í nóvember á síðasta ári og komst þá að þeirri niðurstöðu að hlutfall heildarskulda þjóðarbúsins á árinu 2009 yrði um 160%. Í ljósi þeirra lánasamninga (að Icesave- samningnum meðtöldum) sem gerðir hafa verið á þessu ári bendir allt til þess að hlutfallið sé komið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættumörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skulda- byrðinni. Spurningin sem brennur nú á mörgum þingmönnum er hvort samþykkja eigi ríkisábyrgð á 705 milljarða láni innstæðutrygg- ingasjóðsins. Það er grundvall- aratriði að þingmenn fái vandaða útreikninga á skuldaþoli þjóð- arbúsins og mat á þróun gengis krónunnar frá Seðlabanka Íslands til þess að geta svarað þessari spurningu og greitt atkvæði um Icesave-ábyrgðina í samræmi við sannfæringu sína um greiðslugetu þjóðarbúsins. Frekari geng- islækkun krónunnar myndi þýða að greiðslubyrðin af skuldunum yrði óbærileg. Leiði Icesave-samning- urinn til greiðsluþrots þjóðarbús- ins tekur hinn svokallaði Parísar- klúbbur við Íslandi og aðstoðar landið við að ná fram samningum við kröfuhafa um greiðslujöfnuð og/eða niðurfærslu skulda þjóð- arbúsins. Ef okkur virðist nú þegar allt stefna í þá átt, þá er spurning hvort ekki sé betra að setjast niður með kröfuhöfum okkar og semja um 1800 milljarða heildarskuld rík- issjóðs í stað 2500 milljarða. Icesave: Þrautalending eða brotlending? Eftir Lilju Mósesdóttur » ...bendir allt til þess að hlutfallið sé kom- ið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættu- mörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skuldabyrð- inni. Lilja Mósesdóttir Höfundur er hagfræðingur og alþingiskona Vinstri grænna. ✝ Jóhanna Péturs-dóttir fæddist á Hauksstöðum á Jök- uldal 27. október 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 29. júní 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Aðal- björg Jónsdóttir hús- freyja, f. á Foss- völlum í Jökulsárhlíð 29. júní 1893, d. 11. júlí 1950, og Pétur Friðrik Guðmundsson bóndi á Hauksstöðum á Jökuldal, f. þar 30. júní 1879, d. 29. sept 1962. Systkini Jóhönnu eru Jón, f. 4. mars 1918, Guð- mundur Haukur, f. 17. mars 1919, Sigrún, f. 23. mars 1921, Örn, f. 23. des 1922, Ingimundur, f. 16. júlí 1925, Gréta, f. 23. sept. 1930, og Dísa, f. 17. júní 1934. Dóttir Péturs Friðriks og Guðrúnar Bjargar Ein- arsdóttur, f. 18. nóv. 1893, d. 14. jan. 1974, var Ingunn, f. 14. sept 1914. Dísa lifir systkini sín. Jóhanna giftist 24. júní 1955 Steinþóri Þorvaldssyni sjómanni, f. á Húsavík 28. maí 1932. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Helga- son Þórðarson, f. 28. ágúst 1909, d. 6. okt. 1939, og Guðrún Jón- asdóttir, f. 13. feb. 1911, d. 25. jan. 1992. Börn Jóhönnu og Steinþórs eru: 1) Guðrún Ágústa, f. 5. feb. 1956, maki Hafsteinn Már Krist- insson, f. 4. maí 1946. Börn þeirra: a) Steinþór Grétar, 16. júlí 1975, sonur hans Ásgeir Árni, 7. júlí 1994. b) Dagný Helga, f. 24. júlí 1976, maki Valgarður Magnússon, f. 3. júlí 1979, börn þeirra Hafsteinn Smári, f. 11. apríl 1994, Viktor Freyr, f. 17. nóv. 2001, og Kara Sif, f. 3. maí 2005. c) Jón Haukur, f. 2. apríl 1981. d) Sunna Björg, f. 25. maí 1987, maki Óli Chomtarong Jóhannesson, f. 12. mars 1985. 2) Jón Haukur, f. 22. júlí 1961, d. 8. okt. 1978. 3) Pét- ur Ásgeir, f. 23. nóv. 1962, maki Guðrún Jóhanna Þorbjarnardóttir, f. 13. sept. 1967. Synir hans eru Sigmar Örn, f. 6. nóv 1982, Þor- valdur Snær, f. 17. janúar 1987, og Ársæll Helgi, f. 21. júní 1989. Dæt- ur Guðrúnar af fyrra hjónabandi eru a) Aldís, f. 22. okt. 1987, maki Daníel Örn Stefánsson, f. 12. jan. 1988 sonur þeirra er Tristan Pét- ur, f. 14. okt. 2008, b) Elísabet, 25. júlí 1989 og c) Marín Dögg, f. 8. des 1995. 4) Sigrún, f. 30. apríl 1964, maki William Philip Hom- merding, 4. ágúst 1948, sonur hennar er Guðmundur, f. 6. maí 1982. Jóhanna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 6. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku besta amma, við kveðjum þig í dag og minnumst þín í fáum, fá- tæklegum orðum. Í lífi okkar allra var það fastur lið- ur í tilverunni að heimsækja þig og afa í Grindó. Þetta hefur ekki síður átt við um langömmubörnin. Þar gátum við ávallt gengið að því vísu að fá ástúð, athygli og umhyggju. Við, þau eldri, lærðum þar að skríða á eft- ir eðalkisunum þínum, Kleopötru og Napóleon. Á völtum fótum römbuð- um við öll á kexskápinn. Eftir því sem aldur og vit okkar óx fengum við okkar sess við spilaborðið og lærðum tíkort, fimm upp og brús. Þú sagðir okkur sögur um það hvernig lífið var í „gamla daga“, fórst með ljóð og lausavísur og hélst að okkur góðum bókum. Aldrei gleymdumst við. Fengum kveðjur og gjafir á afmælum og jól- um, hrós fyrir góðan árangur jafnt í skóla sem í íþróttum. Fagnaðir með okkur öllum merkisáföngum í lífi okkar. Og árlega skemmtum við okkur saman á Sjómannadaginn. Stolt fylgdumst við með því þegar þið afi, fyrst hjóna á Íslandi, voruð heiðruð fyrir störf á sjó af Sjómanna- dagsráði. Já, við vorum stolt af ykk- ur afa, togarajöxlunum sem fellduð hugi saman einhvers staðar á djúp- miðum fyrir 55 árum. Þitt aðalsmerki var trygglyndi. Lengi hafðirðu gegnt hlutverki ætt- arhöfðingjans bæði í þinni ætt og afa. Höfuðbólið var í Grindó síðustu áratugina. Þar komu allir í heim- sókn, hver ættliður eftir annan. Þar kynntumst við frænkum og frænd- um á öllum aldri. Og eru þá ótaldir allir vinir og kunningjar ykkar afa. Ungir sem eldri áttu þar vísan kaffi- sopa, veitingar eða gististað. Hug- takið plássleysi var ekki til í þinni orðabók; „þar sem er nóg hjartarými er nóg húsrými“ var mottóið. Þú varst mannglögg með afbrigðum og minnið úr stáli. Var nema von að eitt okkar spyrði eftir Kringluferð í jóla- ösinni: „Amma, af hverju ertu svona fræg?“ Lífið skenkti þér bæði góða og erf- iða hluti. En jafnt í blíðviðri og brimsköflum stóðstu vaktina með reisn. Elsku amma, Guð gefi þér góða byr inn í næsta heim. Þú lifir áfram í hjörtum okkar. Elsku afi, Guðrún, Pétur og Sissa: Sorgin, er ein af nótunum í hljómkviðu lífsins. (A.J.Gordon.) Við stöndum saman í sorginni. Fyrir hönd ömmubarnanna, Dagný Helga. Elskuleg frænka mín, Jóhanna Pé, hefur yfirgefið þennan heim og er vonandi kominn á annan skemmti- legan stað. Jóhanna var móðursystir mín og hefur spilað stórt hlutverk í lífi mínu frá upphafi. Fyrstu 10 ár ævi minnar bjó ég á Vesturgötunni í Reykjavík og Jóhanna og hennar fjölskylda á Bræðraborgarstígnum. Þá voru samskiptin mjög mikil, Jó- hanna var að hefja sinn búskap með Steina og börnin komu hvert af öðru. Fyrst Guðrún, síðan Jón Haukur, þá Pétur, síðan kom smá hlé en síðust kom Sissa litla. Á þessum tíma flutti fjölskylda alla leið upp í Blesugróf sem var vissulega nánast upp í sveit á þessum tíma. Það var heilmikið ævintýri að koma þangað og fá að leika sér við Elliðaárnar og fylgjast með fjárbúskapnum hjá nágrönnun- um í næsta húsi. Síðar flutti fjöl- skyldan sig enn ofar í nýbyggt Breiðholtshverfið og nokkrum árum seinna var haldið suður með sjó og fjölskyldan settist að í Grindavík til frambúðar. Alla tíð höfum við Jóhanna haldið góðu sambandi og er það ekki síst henni að þakka. Hún var með af- brigðum ættrækin og hefur lagt sitt af mörkum til að halda okkar að mörgu leyti sundurlausu fjölskyldu saman. Hún vildi fylgjast með því hvað við vorum að bralla og sagði okkur fréttir af öðrum meðlimum stórfjölskyldunnar. Jóhanna var óhemju félagslynd og hafði gaman af því að „sletta úr klaufunum“. Hún elskaði að ferðast í góðum hópi og fór víða um land með kvenfélaginu í Grindavík eða með öðrum góðum hópum, t.d. í hús- mæðraorlof innanlands ellegar að hún brá undir sig betri fætinum og skellti sér til útlanda, t.d. fór hún tví- vegis á Nordisk Forum í góðra kvenna hópi, fyrst til Noregs og síð- ar til Finnlands. Jóhanna var vel les- in og kunni ógrynni af kvæðum og átti auðvelt með að setja saman vísur þó hún hafi ekki viljað flíka því. Hún fór snemma að nýta sér þjónustu bókasafnanna, bara smástelpa á Ak- ureyri mætti hún til þáverandi bóka- varðar, Davíðs Stefánssonar skálds, sem alla tíð var henni mjög kær. Að öðrum skáldum ólöstuðum hafði hún þó hvað mest dálæti á frænda sínum Hákoni heitnum Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku. Þegar okkar síðasti fundur var fyrir rúmlega þremur vikum flutti hún fyrir mig langan kvæðabálk eftir hann frænda sinn. Minnar kæru og kátu frænku verður víða sárt saknað en minning- in lifir. Aðalbjörg. Jóhanna Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.