Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 ✝ Árni JóhannesHallgrímsson fæddist í Látravík í Eyrarsveit 16. desem- ber 1926. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut sunnudaginn 28. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jak- obsdóttur, f. 25. októ- ber 1892, d. 25. febr- úar 1989 og Hallgríms Sigurðs- sonar, bónda og verk- stjóra, f. 29. september 1891, d. 15. september 1981. Systkini Árna Jó- hannesar eru: 1) Sigurður, f. 25. maí 1920, kvæntur Ragnheiði Thorarensen. 2) Sigríður, f. 6. mars 1922, d. 29. febrúar 2000. 3) Ragnhildur, f. 23. febrúar 1924, d. 2. maí 2009. 4) Jens Jakob, f. 9. maí 1932, kvæntur Ingveldi G. Ágústs- dóttur. 5) Fósturbróðir þeirra var Sigurður Sigurðsson, f. 16. ágúst 1935, d. 16. desember 2000, kvænt- ur Ernu Lárentsíusdóttur. Árni Jóhannes kvæntist 31. des- ember 1949 Ásdísi Ásgeirsdóttur, f. 4. júlí 1927 og eiga þau sjö börn. Þau eru: 1) Ása, f. 30. desember 1945, gift Sigurdór Friðjónssyni, f. 22. nóvember 1944. Þau eiga fjórar dætur. 2) Kristjana Vilborg, f. 28. júní 1950, gift Hann- esi Friðsteinssyni, f. 20. október 1946. Þau eiga tvö börn en Kristjana á dreng fyrir sem Hannes hefur gengið í föður stað. 3) Guðrún, f. 20. október 1951, gift Ás- geiri Óskarssyni, f. 10. júní 1949. Þau eiga tvö börn. 4) Ás- geir Þór, f. 14. maí 1956, kvæntur Karl- ottu Jónu Finns- dóttur, f. 1. maí 1959. Þau eiga tvær dætur en Ásgeir á þrjú börn fyrir. 5) Hallgrímur, f. 30. júní 1958. Hann á þrjú börn. 6) Sigurður, f. 1. apríl 1960, kvæntur Kari Anne Østby, f. 21. nóvember 1969. Þau eiga eina dóttur en Sig- urður á eina dóttur auk fóst- ursonar. 7) Dagný, f. 13. janúar 1968, gift Hafsteini Hróbjarti Haf- steinssyni, f. 15. janúar 1970. Þau eiga eina dóttur. Afkomendur Árna Jóhannesar og Ásdísar eru 63, 7 börn, 21 barnabarn, 31 barna- barnabarn og barnabarnabarn- börnin eru orðin 4. Útför Árna Jóhannesar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. Elsku pabbi minn, minning mín um þig er mér ómetanleg. Ég minn- ist þess þegar ég var lítil að ég ætlaði að giftast þér og við ætluðum að hafa karamellur í hádegismat og súkku- laði í kvöldmat. Ég minnist ferðar okkar niður á bryggju að skoða bátana og alls þess sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og mun fylgja mér um ókomin ár. Elsku hjartans pabbi minn, það var mér mikið áfall þegar þú veiktist fyrir þremur mánuðum. Maður eins og þú sem aldrei varst veikur. Það var sárt að sjá þig veikan. Ég var hjá þér á hverjum degi og sá að hverju stefndi. Þú varst hetja, elsku pabbi minn og þín verður sárt saknað. Ég mun hjálpa mömmu eins og ég get. Ég elska þig og þakka þér fyrir að hafa átt þig að. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku mamma, systkin og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína. Guð blessi ykkur. Guðrún Árnadóttir. Lífshlaup okkar pabba hófst 14. maí 1956 á fæðingardeild Landspít- alans við Hringbraut þegar ég leit fyrst augum þennan heim. Ekki man ég neitt eftir því en man vel söguna sem mamma sagði mér þegar þú komst í fyrstu heimsóknina færandi mömmu blóm og konfektkassa með mynd af ungum dreng að sparka fót- bolta. Stærstan hluta ævinnar varst þú sjálfstætt starfandi húsasmíðameist- ari með þitt eigið verkstæði. Þar smíðaðir þú innréttingar, húsgögn og fl. og var afar mikill metnaður hjá þér að skila öllum verkum óaðfinn- anlega. Marga náðargáfuna hafðir þú, pabbi minn. Þú samdir ljóð, spilaðir á harmonikku og hljómborð. Þú varst alltaf að gera eitthvað, s.s. við skrift- ir í tölvunni, að smíða fallega muni, úti að ganga eða út á Geldinganesið til að spila á harmonikkuna því nær- gætni þín við nágrannana var slík að þú gast ekki hugsað þér að trufla þá með því að spila heima. Þið mamma hafið verið órjúfanleg heild og ávallt komið fram við okkur systkinin, tengdabörn, börn okkar, barnabörn og barnabarnabörn af mikilli væntumþykju og hlýju og allt- af reiðubúin að aðstoða okkur í stóru sem smáu og fyrir það færi ég þér og mömmu mínar hjartans þakkir. Þegar þú veiktist hastarlega 15. mars sl., pabbi minn, þá tók hjartað í okkur kipp. Það kom í ljós að illkynja krabbamein hafði hreiðrað um sig of- arlega í maga og skurðaðgerð ráð- lögð. Við trúðum því að þessi aðgerð gæti læknað þig og að þú fengir að vera lengur hjá okkur. Fimm vikum eftir aðgerðina, þann 11. maí sl., fékkst þú að fara heim af sjúkrahús- inu og var sá dagur nokkuð erfiður því Ragnhildur systir þín hafði and- ast 2. maí og útförin hennar fór fram þann sama dag. Heima var allt gert til að hjálpa þér að styrkjast en þrátt fyrir það þá náðir þú aldrei þeim bata sem við vonuðumst eftir og varst lagður inn á hjartadeildina við Hringbraut þann 22. júní sl. Þá daga sem þú dvaldir á hjartadeildinni vor- um við fjölskyldan mikið hjá þér. Ekki þurfti mikið að tala en augun þín fallegu voru farin að gefa til kynna að þú værir tilbúinn að fara yfir til allra ættingjanna sem biðu við himnahliðið með aðgöngumiðann þinn inn í ríki Guðs. Kallið kom að morgni sunnudagsins 28. júní. Þegar síminn hringdi hjá mér sá ég að þetta var hjá Landspítalanum og hélt ég að þú væri að fara en sagt var að þú hefðir sofnað svefninum langa nokkrum mínútum áður án þrauta og þá þakkaði ég Guði fyrir að hafa tek- ið þig í faðm sér á þann hátt sem þú vildir, þ.e.a.s. án mikils tilstands. Þegar fjölskyldan kom saman við rúmið þitt á hjartadeildinni hafði starfsfólk deildarinnar gert allt til að létta okkur þá stund sem við fengum með þér þarna um nóttina. Það lífshlaup sem hófst fyrir rúm- um 53 árum á Landspítalanum við Hringbraut endaði einnig á Land- spítalanum við Hringbraut. Ferðalagið þar á milli þekkjum við báðir og þakka ég þér hjartanlega fyrir samfylgdina, auðmjúkur, og bið góðan Guð að vernda minningu þína um leið og ég votta móður minni, systkinum og öllum ættingjum mína innilegustu samúð vegna fráfalls ást- kærs föður míns. Þinn sonur Ásgeir Þór Árnason. Elsku pabbi. Ég vil minnast þín í örfáum orðum við þessi lífsins leið- arlok.Þegar ég læt hugann reika til baka þá er margt sem kemur í hug- ann. Í bernsku fannst mér þú æv- inlega vera að vinna enda fyrir stórum hóp að sjá. Þau eru ófá skipt- in sem ég fékk að fara með þér í vinnu og þú fannst leið til þess að láta mér líða eins og ég væri að gera eitt- hvað gagn. Þær stundir sem þú áttir til frístunda á þeim tíma voru kannski ekki svo margar en þeim mun eftirminnilegri eru þær t.d. þegar þú og mamma byggðuð með okkur eskimóasnjóhús eða kassabíl- inn sem leit út eins og alvöru willys- jeppi, í það minnsta í mínu minni og mikið var ég stoltur. Þegar kom að því að ákveða með nám ákvað ég að læra húsasmíði eins og þú. Seinna áttum við eftir að verða vinnufélagar um nokkurra ára bil. Þá fékk ég að kynnast þér uppá nýtt og urðum við miklir vinir sem gátum talað um allt og oft lékum við okkur í þrætubók- arlist sem við báðir höfðum gaman af en á því vil ég meina að ég hafi þrosk- ast töluvert. Þú varst að mörgu leyti mjög þversagnakennd persóna, annars vegar með ótrúlega mikinn metnað, kepptir í íþróttum, spilaðir á hljóð- færi, samdir lög og ljóð, smíðaðir listmuni, hinsvegar mátti helst aldrei neinn vita að það væri eftir þig eða heyra þig spila, slíkt var lítillæti þitt og hlédrægni. Engum manni hef ég kynnst sem hefur verið eins stoltur af og elskur að öllu sínu fólki, frændgarði, tengdafólki og vinum og máttir þú aldrei heyra á neinn þeirra hallað. Í veikindum þínum sýndir þú aftur þennan ótrúlega baráttuvilja til að yfirvinna sjúkdóminn en þegar útséð var um að um bata væri að ræða, sýndir þú ótrúlegt æðruleysi. Þá er ég þakklátur fyrir að þú leyfðir mér að sjá, heyra og finna hversu mikið þú elskaðir mömmu og okkur öll. Með ást, virðingu og stolti, þinn sonur Hallgrímur Árnason. Mikið fannst mér gott að lauma höndum mínum í mjúku lófana þína, finna hlýjuna, umhyggjuna og ást þína. Þú varst mér góður faðir sem sýndir mér að lífið á bæði sína kosti og galla og að best væri að fara eftir sannfæringu sinni og trú. Ég á margar góðar minningar um sam- verustundir okkar, bæði á ferðalög- um innanlands sem erlendis. Þú hafðir mikla unun af tónlist og spil- aðir ósjaldan á harmónikkuna og orgelið. Ljóðalistin var þér hugleikin og skilur þú eftir þig tugi ef ekki hundruð ljóða. Mér fannst alltaf svo notalegt þegar þú kallaðir á mig og baðst mig um að lesa ljóðin þín, ég fylltist stolti að vera ein þeirra fáu sem það fékk. Smiður varstu vand- virkur og á ég nokkra hluti eftir þig sem ég er hreykin af enda eru þeir í miklu uppáhaldi hjá mér og verða þeir varðveittir vel. Þegar þú veikist pabbi minn þá á átti ég erfitt með að sætta mig við það að þú hrausti maðurinn sem fórst út að ganga með mömmu á hverjum degi væri veikur. Baráttan þín við veikindin stóð ekki lengi yfir eða rétt rúma 3 mánuði. Elsku pabbi ég þakka þér af alhug fyrir allt, þú varst mér kær og minn- ing þín mun lífa. Ég elska þig. Elsku mamma, systkin og aðrir aðstandendur ég votta ykkur samúð mína og megi algóður Guð varðveita ykkur. Dagný Árnadóttir. Elsku tengdapabbi. Þá ertu farinn í ferðina miklu sem við öll þurfum að leggja í fyrr eða síðar. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér sam- fylgdina þessi rúmlega 20 ár sem við höfum þekkst. Þú varst ekki marg- máll maður að eðlisfari en þegar þú talaðir þá hlustaði ég. Í gegnum árin hefur þú staðið með okkur fjölskyld- unni í gegnum gleði og sorgir. Þú gladdist með okkur þegar dætur okkar fæddust, þegar við keyptum fyrstu íbúðin, bílana okkar og annað sem við gerðum okkur til ánægju. Þú huggaðir okkur þegar áföllin urðu, þegar Ásgeir veiktist, þegar Ásdís greindist þroskaheft, þegar Guðný lenti í bílslysinu, þegar Finnur bróð- ir dó og þegar ég greindist með krabbameinið. Þá huggaðir þú okkur oft með ljóði. Þau ljóð eru geymd hjá okkur um aldur og ævi og verða lesin þegar söknuðurinn til þín hellist yfir. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri enda hefðir þú ekki viljað hafa mörg orð um þetta frekar en annað. Ég þakka þér samfylgdina, elsku vinur, og þakka Guði fyrir að hafa tekið þig til sín áður en þú þurftir að líða enn verr. Elsku Ásdís og þið öll systkinin, megi góður Guð vera hjá ykkur í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Karlotta. Á þessum sorgartíma þegar Árni afi minn hefur kvatt þennan heim leikur bros um varir mínar þegar ég hugsa til baka um allt það sem afi hefur gefið mér. Mig langar að deila örfáum minningum með ykkur um þennan frábæra afa minn. Ég man enn þegar ég fékk að fara með ömmu og afa í hringferð um landið og það í tvígang. Afi gekk með mig ýmist hönd í hönd eða á háhesti og sýndi mér merkilega staði. Ég man eftir því að hafa elt afa á verkstæðinu og horft á hann smíða og lakka, ávallt með mikilli ná- kvæmni og rólegu yfirbragði. Ég man enn eftir Barbie-húsinu sem hann smíðaði handa mér og var ég öfunduð í öllu hverfinu af þessu tveggja hæða teppalagða Barbie húsi. Þegar ég loka augunum sé ég jóla- boðin hjá ömmu og afa í Kópavogi sem voru ætíð skemmtileg, Afi sat í rauða ruggustólnum og tottaði pípu og svo var jólatréð dregið fram og afi spilaði á harmonikkuna. Þá var hleg- ið dátt. Takk fyrir tónlistina og vísurnar, afi minn, og þann tónlistararf sem þú hefur búið börnunum mínum. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku ömmu, pabba og öllu mínu fólki nær og fjær votta ég mína dýpstu samúð. Kær kveðja, Ásdís Hallgrímsdóttir. Elsku afi Árni, það er skrítið að vera að kveðja þig því í mínum huga átti ég alltaf von á að þú yrðir til staðar, en ég á margar góðar minn- ingar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst alltaf heilsuhraustur svo það var skrítið að fá fréttirnar í apríl um að þú værir orðinn veikur og kominn á sjúkrahús, þú sem hafðir aldrei verið á sjúkrahúsi áður. En svona er lífið, algerlega óútreiknan- legt. En núna veit ég að þú ert kom- inn á góðan stað og að þér líður bet- ur. Mig langar að rifja upp nokkrar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu eins og til dæmis þeg- ar ég kom í heimsókn til þín á laug- ardögum með pabba og við horfðum saman á enska boltann á RÚV og töl- uðum mikið um fótbolta. Einnig á ég margar minningar frá verkstæðinu þínu niðri í Hlaðbrekk- unni, þar fékk ég að smíða báta og ýmsa aðra hluti úr afgangstimbri og auðvitað hjálpaðir þú mér að saga spýturnar. Ég man alltaf eftir því þegar þið bjugguð í Hamraborginni og þú varst þá með verkstæðið á Dalveg- inum, þá sótti ég þig einu sinni því mig vantaði einhver verkfæri. Þegar þú komst inn í bílinn minn hrósaðir þú mér fyrir það hvað hann væri hreinn, að ég hefði það nú greinilega frá pabba, að hugsa vel um bílinn, en staðreyndin var sú að ég var nýbúinn að taka bílinn í gegn, hann var ekki alltaf svona fínn hjá mér. Eftir þetta hugsaði ég meira um að halda bílnum mínum í góðu standi. Elsku afi, ég vil þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þær eru dýrmætar. Ég bið góðan guð að vernda ömmu Dísu og veita henni og okkur öllum styrk. Þinn sonarsonur, Ásgeir Bjarni. Árni Jóhannes Hallgrímsson Árni afi minn var alltaf svo blíður og góður, með stórt hjarta. Gerði allt fyrir mig og hugsaði alltaf svo vel til mín. Núna er hann á góðum stað og horfir á okkur og verndar. Elsku afi minn, ég mun alltaf elska þig og hugsa til þín. Þín Melkorka Líney Hafsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KJARTAN JÓNSSON skrifstofumaður, Kríuhólum 4, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 30. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.00. Einar Kjartansson, Marcia Maren Vilhjálmsdóttir, Árni Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir, Ólafur Kjartansson, Kristín Dúadóttir, Elín Kjartansdóttir, Agnar Kristjánsson, Arnfríður Kjartansdóttir, Jóhann Ragnar Kjartansson, Jónína Guðjónsdóttir, Óttar Kjartansson, Hanna Kristín Sigurðardóttir, Bryndís Arngrímsdóttir, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRETTIR SVEINBJÖRNSSON, Skerseyrarvegi 3b, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 18. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Grettisson, Jannei Madsen, Valur Grettisson, Hanna Ruth Ólafsdóttir, Hrafntinna Grettisdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.