Morgunblaðið - 06.07.2009, Page 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
✝ Þorvaður Guð-mundsson fædd-
ist í Vallanesi á
Fljótsdalshéraði 19.
október 1917. Hann
lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
28. júní sl. Þorvarð-
ur fluttist ungur
með foreldrum sín-
um, Guðmundi Þor-
björnssyni og Aðal-
björgu
Stefánsdóttur, á
Seyðisfjörð þar sem
hann ólst upp.
Systkini Þorvarðar eru: Þorbjörn
sem lifir systkini sín, Magnús,
Guðríður, Ingibjörg og Ragnar,
öll látin.
Eiginkona Þorvarðar var Sig-
ríður Sigbjörnsdóttir ættuð frá
Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, f.
6.4. 1922, d. 20.6. 2006. Börn
þeirra eru: 1) Anna Sigurbjörg
kennari, maki Valur
Þórarinsson. Dætur
þeirra eru Sigríður
Birna og Vala Björg.
2) Guðmundur Jens,
viðskiptafræðingur
og löggiltur endur-
skoðandi, maki
Svava Haraldsdóttir.
Börn þeirra eru:
Elsa Sif, maki Birgir
Bragason. Synir
þeirra eru Matthías
og Markús. Dóttir
Birgis er Gunn-
hildur. Þorvarður
Gísli, maki Hildur Ólöf Péturs-
dóttir. Haraldur Jens, í sambúð
með Elínu Kristjánsdóttur. 3)
Stefán Ragnar bifreiðarstjóri.
Börn hans eru: a) Elísabet Lilja, í
sambúð með Tryggva Her-
mannssyni. Dóttir þeirra er Elín
Lára. Þórður Yngvi, Alda Kristín
og Bergur Björn. 4) Aðalbjörg
hjúkrunarfræðingur, maki
Tryggvi Aðalsteinsson. Börn
þeirra eru Anna Rún, sonur
hennar er Flóki Hrafn Sigurðs-
son. Sigríður og Aðalsteinn. Dótt-
ir Þorvarðar og Guðrúnar Sig-
urgeirsdóttur er Sigurbjörg, í
sambúð með Sólmundi Mar-
íussyni. Dóttir hennar er Harpa
Melsted, í sambúð með Birgi Erni
Birgissyni. Dóttir Hörpu er
Thelma Melsted Björgvinsdóttir.
Þorvarður lauk prófi frá Iðn-
skólanum í Reykjavík í plötu- og
ketilsmíði og var eitt ár í fram-
haldsnámi í Svíþjóð. Hann starf-
aði sem leigubílstjóri frá 1950,
lengst af hjá Hreyfli. Einnig rak
hann um tíma ljósmyndastofu og
bílasölu. Árið 1972 var félags-
heimili Hreyfils stofnað og var
hann forstöðumaður þess frá
upphafi þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Þorvarður
og Sigríður bjuggu allan sinn bú-
skap í Kópavogi og Reykjavík og
síðustu árum ævinnar eyddu þau
í þjónustuíbúðum aldraðra á Dal-
braut.
Þorvarður verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 6. júlí,
kl. 13.
Elsku pabbi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Í lífinu ferðast þær saman
gleðin og sorgin.
Þegar náinn ástvinur deyr fyllist
hugurinn af gleðilegum minning-
um sem valda manni sorg, en á
endanum verður gleðin aftur
sterkari en sorgin.
Þú varst orðinn þreyttur og
vildir fá að sofna, það hefði ekki
verið þinn stíll að vera upp á aðra
kominn.
Þegar ég kom að heimsækja þig
á spítalann fyrir mánuði síðan
varstu að stimpla númer á símann
og ég spurði: „Þarftu ekki að nota
gleraugu til að sjá þetta?“ Þú
svaraðir: „Nei nei, en ég þarf víst
að fara til augnlæknis þegar ég
losna héðan út, ég þarf nefnilega
að fara að endurnýja ökuskírteinið
mitt.“ Þótt ég hafi ekki alist upp
með þér varst þú alltaf stór hluti
af lífi mínu. Minnisstætt er mér
þegar ég var að kaupa mína fyrstu
íbúð, og þú leyfðir mér að vinna
hjá þér í Hreyfilshúsinu þar sem
þú varst umsjónarmaður í mörg
ár, ég viðurkenni það að ég var nú
svolítið þreytt eftir kvöldið, þar
sem ekki var farið heim fyrr en
salurinn var orðinn hreinn út að
dyrum. Ógleymanlegt þegar við
Sólmundur komum og gistum hjá
ykkur Siggu á Skógum í Seyð-
isfirði, og þú fræddir mig um, þeg-
ar þú ólst upp á Vestdalseyrinni.
Síðan hefur Seyðisfjörður verið
mér ofurkær og erum við Sól-
mundur einmitt að fara í húsið 10.
júlí, og það verður það fyrsta sem
ég geri að fara út á Vestdalseyri
og rifja upp stundirnar með þér
þar.
Elsku pabbi, með þessum fáu
orðum vil ég þakka alla þá ást, al-
úð, umhyggju og hlýju, sem þú
sýndir mér og minni fjölskyldu.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Þín dóttir
Sigurbjörg.
Æðruleysi kemur í hugann er ég
sest niður og rita minningarorð
um föður minn, Þorvarð Guð-
mundsson, sem var kallaður Bói af
mörgum.
Ósk pabba um að halda reisn og
sjálfstæði fram á síðasta dag rætt-
ist. Þriðjudaginn 23. keyrði hann
bílinn og fór að spila og munaði
einum að hann yrði efstur. Á mið-
vikudeginum fær hann heilablóð-
fall, lamast og á erfitt með mál en
gerði sig skiljanlegan um að verst
þætti honum að missa af spilunum
þann daginn. „Þú vinnur bara
kaffipakkann fyrir mig næst, pabbi
minn,“ sagði ég. Hann sá alltaf já-
kvæðu hliðarnar í lífinu og kímnin
var aldrei langt undan. Hægt og
sígandi dró af honum og sofnaði
hann sunnudaginn 28. júní, en þá
voru 3 ár síðan mamma var jarð-
sett. Var eins og að hann vissi að
hverju stefndi, því undanfarið var
hann búinn að ræða við okkur
systkinin ýmislegt í sambandi við
útfarir og annað tengt dauðanum.
Tjaldútilegur voru ríkur þáttur í
mínum uppvexti og verð ég að við-
urkenna að þorstinn í þekkingu á
uppruna mínum var ekki kvikn-
aður þá. Seinni ár nutum við fjöl-
skylda mín þess að rölta um gaml-
ar húsatóftir á Vestdalseyrinni
með pabba og heyra sögur og jafn-
vel renna veiðistöng í ána sem
nánast hafði runnið við bæjardyrn-
ar. Veiðibakterían tók sér djúpa
bólfestu í pabba og voru veiðitúr-
arnir ófáir í gamla daga og hafi ég
lært að læðast og hafa hljótt þá
var það á hinum ýmsu árbökkum
landsins, ekki alltaf jafn auðvelt.
Þessi kunnátta kom sér vel í mínu
starfi sem hjúkrunarfræðingur og
þá sérstaklega á næturvöktum.
Það eru ekki mörg ár síðan pabbi
naut þess að fara í lax með bróður
mínum og nafna sínum.
Nýtnin var í fyrirrúmi og ekki
mátti henda neinu, það gæti ein-
hverntíma einhver haft not fyrir
það.
Fast að níræðu fór hann á smá-
bát með vini sínum og syni mínum,
þá 13 ára, út á Seyðisfjörð og kom
fullur bátur af þorski til baka.
Gummi bróðir slægði fiskinn úti á
túni og slegið var upp veislu.
Pabbi fór til rjúpna áður fyrr og
voru hlíðar Skjaldbreiðar vinsælar.
Ekki hefur hann grunað þá að
fjörutíu árum síðar stæði hann á
toppi Skjaldbreiðar eftir jeppa- og
vélsleðaferð. Hans kynslóð hefur
lifað ótrúlegar breytingar.
Sagt er að þolinmæðin þrautir
vinni allar, og þannig var pabbi,
ekki málið að gera hlé á vinnunni
og skutlast með okkur eða eftir
okkur. Atvinnutæki pabba var bíll-
inn sem oftast var amerískur
kaggi, en var ekki heilagur og
seinna meir hef ég oft undrað mig
á því hvað hann var fús til að lána
okkur bílinn, aldrei neitt mál.
Þegar Hreyfilshúsið var byggt
varð pabbi húsvörður þar og um-
sjónarmaður „Hreyfilssalarins“.
Þar sameinuðu hann og mamma
krafta sína. Pabbi var í þessu fram
á níræðisaldur og var hann liðtæk-
ur á moppur og tuskur og hvað
það sem til féll.
Á sextugsaldri fóru þau að
ferðast til útlanda og gerðu víð-
reist, í uppáhaldi varð Búlgaría,
ferðirnar þangað urðu 11 og þar-
lendir vinir margir. Pabbi og ég
dvöldum á Kanarí í þrjár vikur
2008 og urðum sérfræðingar í – fé-
lagsvist, bingó og minigolfi og
skemmtum við okkur hið besta.
Okkar ást og virðing fylgi þér,
elsku pabbi minn.
Þín
Aðalbjörg.
Nú, þegar mágur minn Þorvarð-
ur Guðmundsson, Bói, eins og
hann var ætíð kallaður, er látinn,
hrannast upp minningar um allar
þær mörgu ánægjustundir, sem
við hjónin áttum með honum og
Siggu (sem nú er látin) um langt
árabil. Fyrir þær erum við mjög
þakklát.
Þær voru ófáar ferðirnar, sem
við fórum með þeim bæði innan-
lands og utan. Innanlands voru
m.a. tjaldferðir með krakkana og
veiðiferðir, en þar var Bói svo
sannarlega í essinu sínu og kunni
öll handtökin. Betri ferðafélaga
var ekki hægt að kjósa sér, ekkert
vesen eða vandamál, sem ekki
voru snarlega leyst.
Bói var sérstaklega hlýr maður
og viðmótið blítt. Þá var hann
hjálpsamur með afbrigðum. Var
boðinn og búinn að veita þeim,
sem á þurftu að halda, lið og þá
var ekki skeytt um þann tíma sem
í það fór. Reyndist hann þó oft
furðu langur.
Bói var kominn á tíræðisaldur
þegar hann lést, en hann varð þó
aldrei gamalmenni. Hann var mjög
félagslyndur og átti sín áhugamál,
sem hann lagði mikla rækt við.
Auðnaðist honum þannig með já-
kvæðni og léttri lund að lifa lífiinu
lifandi til hinstu stundar.
Börnum Bóa og fjölskyldum er
vottuð samúð við fráfall hans en
gott er að eiga ljúfar minningar
um góðan dreng.
Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa).
Þorvarður
Guðmundsson
Elsku Dagný
frænka okkar hefur
nú lagt upp í sína
hinstu ferð og hefur
örugglega verið vel
tekið á móti henni og armar ömmu
Lovísu og annarra ættingja um-
vefja hana nú með sömu ástúð og
umhyggju og þeir gerðu í lifanda
lífi.
Líf Dagnýjar var barátta frá
fyrsta degi, lítil stúlka sem ekki var
spáð langlífi og meðfæddur hjarta-
galli átti eflaust sinn þátt í hve
smágerð hún var og á ýmsan hátt
öðruvísi en við hin sem teljumst
eðlileg.
En ljúfar minningar eigum við
um litla stúlku með stóran og sterk-
an vilja til að lífa sínu lífi eins og
hún ákvað sjálf, fór sínu fram, óháð
því hvað foreldrum og öðrum ætt-
ingjum fannst um það og valdi sér,
á tímbili, grýttari veg að ganga en
almennt gengur og gerist. Slíkar
göngur verða oft erfiðar og tor-
velda samskipti við þá sem ganga
greiðari leiðir eða þær sem sam-
þykktar eru í okkar samfélagi.
Dagný var hjá okkur nokkur
sumar þegar börnin voru lítil og
Dagný Sverrisdóttir
✝ Dagný Sverr-isdóttir fæddist í
Reykjavík 24. apríl
1960. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 16. júní
2009 og fór útför
hennar fram frá
Grensáskirkju 26.
júní.
áttum við einkar góð
samskipti og minn-
umst við með hlýju
þeirra samvista við
hana, hún var svo
þægileg, barngóð og
ljúf manneskja.
Oft minntist Dagný
á ferðina sem hún fór
til Ítalíu, með ömmu
Lovísu og Valgeiri
frænda sínum, sem
var mikil upplifun og
henni ógleymanleg.
Kæra Dagný, þú
lagðir þig fram við að
taka þátt í sem flestu sem lífið hef-
ur upp á að bjóða en valdir ekki
alltaf réttu leiðirnar til þess, en þú
fannst að lokum frið og sættist við
sjálfa þig og aðra.
Dagný með fallega brosið sitt og
ljúfa viðmót er nú komin á öruggan
stað í faðm ættingja sem á undan
henni eru gengnir. Að öllum lík-
indum lítur hún nú yfir farin veg og
brosir blítt og í sátt til þeirra sem
hún hitti þar fyrir, veikindum og
þrautum síðustu ára er nú lokið og
nú gengur Dagný væntanlega heil
til skógar.
Kæru Sverrir og Steina, systur,
ættingjar og vinir við sendum ykk-
ur öllum samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum.
Oddný og fjölskylda.
Ég trúi ekki að þú sért búin að
kveðja þennan heim. Við sem áttum
eftir að bralla svo margt saman. Öll
skiptin sem við fórum í Kringluna
að kaupa jólagjafir og ég að keyra
þig um á hjólastólnum þínum. Mér
fannst alltaf svo gaman að geta
komið heim til þín bara til þess að
spjalla um heima og geima, því að
þú hafðir alltaf svör við öllu og
húmorinn var alltaf á réttum stað.
Maður var alltaf léttari á fæti og í
hjarta þegar heimsókninni lauk og
maður hlakkaði alltaf til næstu
heimsóknar. Núna á ég eftir að
sakna þess að geta ekki komið í
heimsókn. Þú hafðir óendanlega
gaman af því að hrekkja mig. Og ég
eftir að sakna þess rosalega mikið.
Það er svo rosalega margt sem ég á
eftir að sakna í þínu fari.
Þú varst stóra frænka mín og átti
ég alltaf skjól hjá þér hvað sem á
bjátaði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ókunnur.)
Elsku frænka, guð geymi þig.
Elska þig rosalega mikið.
Þín frænka
Steinunn Ósk.
Þegar líf kviknar þá er það
stundum eins og þegar kveikt er á
kerti, loginn teygir sig í átt til frels-
is og þá hefst lífsgangan og hjá
sumum er hún erfiðari en hjá öðr-
um. Dagný frænka (systir) mín var
ein af þeim sem fengu að erfiða,
hún var mjög fallegt og elskulegt
barn, dóttir Sverris Halldórssonar
og Steinunnar Ingvarsdóttur, og
hvers manns hugljúfi sem leyfði
mér að rússa með sig í kerru eins
og ég nennti. Hún var alla tíð mjög
smávaxin og þurfti að berjast á velli
lífsins. Við Dagný erum elstar af
systkinabörnum og bjó ég á tímabili
á heimili hennar og sem ein af
systrunum sem að auki eru Hrafn-
hildur og Guðrún. Það gefur að
skilja að ég á fullt af minningum
sem lifa áfram, okkur þótti mjög
gaman að fótbolta og fórum á
Laugardalsvöllnin enda áttum við
þá heima á Hofteig. Uppáhaldsleik-
urinn var þó án efa þegar ég drösl-
aði henni með mér á völlinn til að
sjá Benfica og Val keppa í fótbolta,
við lifðum lengi á því. Dagný var
mikill sjúklingur, lungun, hjartað
og sykursýkin voru henni erfið og
var hún í mikilli baráttu við að
halda sér á lífi síðustu ár. Ég segi
nú oft að frekjan hafi haldið henni
lifandi en meina það vel. Við rædd-
um um margt síðustu vikurnar og
vorum ekkert bjartsýnar á framtíð-
ina. Ég sagði þá við hana: „Það er
fullt af góðu fólki, Dagný mín, sem
tekur vel á móti þér.“ Og hún svar-
aði: „Ég veit alveg hver tekur á
móti mér, hún Ásta (föðursystir)
sækir mig!“ Og ég er viss um að
hún hefur gert það.
En nú hefur slökknað á lífskert-
inu hennar Dagnýjar og við höldum
áfram vitandi að henni líður vel,
laus úr súrefni, laus við sykursýk-
ina og laus við hjólastólinn.
Ég votta Sverri, Steinu, Guðrúnu
og ykkur öllum sem syrgið núna
samúð, en þó sérstaklega Hrafn-
hildi systur hennar sem gerði líf
hennar bærilegra. Guð launi þér
það.
Góða ferð, elsku sys, hittumst
seinna.
Þín
Fjóla.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Dagný mín, takk
fyrir allt. Sakna þín mikið,
þín systir
Hrafnhildur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku stóra sys
Sofðu í guðs friði með
englunum.
þín litla sys,
Guðrún Guðný.
HINSTA KVEÐJA