Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Raðauglýsingar
Dýrahald
Am. Cocker Spaniel hvolpar
til sölu
Tilb. til afhendingar. Einn rakki og ein
tík eftir. Ættbók frá HRFÍ.
www.eldhuga.com, sími 845-6678.
Nudd
Temple Massage
Whole Body Healing Massage based
on Tantric principles. For men,
women and couples. Tel. 698 8301.
www.tantra-temple.com
Atvinnuhúsnæði
Til leigu rúmlega 400 fm
atvinnuhúsnæði
með mjög góðri aðstöðu og nægum
bílastæðum, með frábæru auglýs-
ingagildi á besta stað á Smiðjuvegi 2.
Stórar innkeyrsludyr og 5 metra
lofthæð. Uppl. í s: 659 -1380.
Bæjarlind 14-16
Til leigu verslunar- eða skrifstofu-
húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð
(neðstu) – norðurendi (Tekk-plássið),
400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði
og góð aðkoma. Hagstæð leiga.
Upplýsingar í síma 895-5053.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum til sölu
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid
Til sölu
www.verslun.is
Pöntunarsími: 5351300
Stubbahús
VERSLUNARTÆKNI
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull
nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is , í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Myndatökur
Ljósmyndastofa Gunnars
Ingimarssonar.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
Teg. 42027 - Frábær BH sem styður
vel í CDE skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-.
Teg. 17047 - Glæsilegur og það má
taka hlýrana af, fæst í BC skálum á
kr. 3.950,- boxerbuxur í stíl á kr.
1.950,-.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Glow & blikkvörur
fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á
www.hafnarsport.is og skoðaðu
úrvalið.
Dömuskór í fjölbreyttu úrvali. Allt
leðurskór.
Stærðir: 36 - 40
Litir: brúnt, svart, grænt, vínrautt
Verð: 9.685.--
Stærðir: 36 - 40, Litir: svart
Verð: 8.685.-
Sstærðir: 36 - 40 Litir: Svart og
grænt. Verð: 9.685.-
Sérlega þægilegir á lágum hæl og
með opna tá. Stærðir: 36 - 40
litir: svart. Verð:12.950.-
Mjúkar mokkasíur með lágum
hæl. Stærðir: 36 - 40
Litir: svart. Verð: 10.950.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bátar
Óska eftir að kaupa notaðan
plastbát, trébát og utanborðsmótor.
Upplýsingar í síma: 697-5850.
Strandveiðimenn
Fiskiker gerðir 300, 350, 450
og 460. Línubalar 70 og 80 l.
Allt íslensk framleiðsla í hæsta
gæðaflokki.
www. borgarplast.is
Völuteig 31,
Mosfellsbæ,
s: 561 2211.
Bílaþjónusta Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Varahlutir
www.bilapartar.is
Bílapartar ehf. Við erum þjónustu-
aðilar Úrvinnslusjóðs. Þú kemur með
bílinn til okkar og færð skilavottorð.
Við erum í Grænumýri 3, Mosfellsbæ.
Óska eftir
Kaupum gull
Höfum keypt og selt gull í 38 ár.
Vantar nú gull til að smíða úr.
Sanngjarnt verð. Fagmenn meta
skartgripina þér að kostnaðarlausu.
Aðeins í verslun okkar, Laugavegi 61.
Jón og Óskar - jonogoskar.is -
s. 552-4910.
Atvinnuauglýsingar
Umboðsmaður
Umboðsmann
vantar á
Patreksfjörð
Upplýsingar veitir
María Viðarsdóttir
í síma 669-1306
Fyrir allt þetta er ég þakklát. En
þakklátust er ég fyrir þau sérstöku
tengsl sem við deildum.
Þá hlýju og væntumþykju sem þú
gafst mér.
Þá hlýju og væntumþykju sem ég
veitti þér. Amma mín í rauða sloppn-
um, ég hlakka til þeirra stundar þeg-
ar við kúrum og syngjum saman
næst.
Þangað til lúri ég undir bleiku
silkisængurfötunum þínum og syng
fyrir þig Maístjörnuna.
Katla Rut.
Það er hásumar á okkar ástkæra
landi, sem á þessum tíma skartar sín-
um fegursta skrúða, sólargangur er
sá lengsti er gerist á voru landi. Lilj-
ur vallarins breiða út faðm sinn mót
vermandi sól eða þess á milli fagna
silfurtærum daggardropum, er þeim
fellur í skaut, undirstaða alls lífs á
jörðinni. Þessi tvö öfl, líf og dauði,
togast á í okkar tilveru og endar að
lokum með sigri þess síðarnefnda,
hann er miskunnarlaus, spyr hvorki
um árstíð né aðstæður, ávallt napur
og sár, en segja má að hann sé ásætt-
anlegur þegar í hlut á öldruð kona og
lúin eftir langan og strangan ævidag.
Halla systir var fædd 11.02.1920 í
Óspaksstaðaseli sem var innsti bær í
Hrútafirði, sannkallað heiðarbýli.
Þarna voru léleg húsakynni og fá-
tækt eins og altítt var á þeim árum.
Þarna var lífsbaráttan æði hörð og
dauðinn knúði dyra óvæginn og mis-
kunnarlaus. Móðir okkar ól 8 börn,
en við vorum aðeins fjögur er náðum
fullorðinsaldri.
Ég var svo ungur að árum er þess-
ar hörmungar gengu yfir að ég skynj-
aði varla sorgina. Minningarnar frá
þessum tíma eru í mínum huga afar
óljósar og þokukenndar. Móðir okkar
andaðist 25.02.1933. Heimilinu var
haldið saman þar til á fardögum vorið
1935. Þá fóru allir burt að heiman,
Björn fór til móðursystur er hét Guð-
rún og bjó á Kolbeinsá, Halla og Jón-
as fóru að Grænumýrartungu til
Ingveldar og Gunnars. Þar var æv-
inlega opið hús ef vanda bar að hönd-
um. Þau þrjú voru orðin það stálpuð
að þau voru álitin geta unnið fyrir
sér, en ég sem þessar línur rita var
bæði ungur og smár, gat enga björg
mér veitt, fékk að halda í höndina á
ömmu Þuríði og ferðinni heitið í
Kvíslasel. Halla naut sinna ung-
lingsára í Grænumýrartungu. Þar
var stórt og myndarlegt heimili og
þar hafa hennar starfskraftar komið
að góðum notum.
Ung stúlka nam hún fræði í
Kvennaskóla á Blönduósi. Því næst lá
leiðin til Reykjavíkur og vinna hófst í
Smjörlíkisgerðinni Ljóma. Hún
kynntist manni er hét Ólafur Ingi-
marsson, þau gengu í hjónaband og
stofnuðu heimili, er lengst af var í
Eikjuvogi 24. Hún var afar myndar-
leg húsmóðir, bjó til góðan mat og
pönnukökur í sérflokki. Hún var enn-
fremur handlagin, saumaði talsvert á
sín börn. Þangað var notalegt að
koma og minnumst við hjón margra
og glaðværra stunda frá þeim tíma.
Gestagangur var töluverður og veit-
ingar frábærar. Þeim hjónum varð
fjögurra barna auðið sem öll eru vel
gerð og mannvænleg. En hamingja
þessa heims er afar fallvölt. Hún varð
fyrir þeirri djúpu sorg að missa sinn
elskulega mann 27.03.1971 og hann
þá rétt innan við fimmtugt. Þetta var
mikið áfall og ótímabært. Hún tók
þessu með ótrúlegri sálarró, kom upp
sínum börnum og þau fóru öll í nám.
Elsku systir, þú skilur eftir mikinn
auð, þín fjögur öndvegisbörn, fjölda
barnabarna og röskan tug barna-
barnabarna. Við hjónin kveðjum þig
með trega og þakklæti fyrir liðna tíð.
Við kveðjum ennfremur þessa konu
með aðdáun fyrir kjark, hugrekki og
dáð, láta aldrei bugast er naprir
stormar næddu á hennar æviskeiði.
Ég bið þess, Drottinn vor, að þú
varðveitir sálu þessarar framliðnu
systur og gefir öllum eftirlifandi
syrgjendum huggun og styrk. Gef þú
dánum ró, hinum líkn sem lifa.
Bróðir, Ingimar Einarsson.
Látin er ljúf kona og raungóð,
Halla í Eikjuvoginum.
Fyrir liðlega 40 árum bankaði ég
upp á hjá henni á miðhæðinni, kynnti
mig og mína konu sem nýju eigend-
urna að risíbúð í mjög snotru 3ja
íbúða húsi með einkar fallega rækt-
aða lóð. Við vorum að hefja búskap,
þau hjón á manndómsárum sínum
með þrjú börn.
Hún og maður hennar Ólafur, lát-
inn fyrir mörgum árum og börn
þeirra, tóku okkur strax vel og alla tíð
síðan. Það var okkur hollt veganesti
að upplifa nægjusemi þeirra hjóna,
fyrirhyggju og alúð, sem gerðu sam-
veruna bæði eftirminnilega og kæra.
Þau veittu okkur ungu hjónunum holl
ráð og liðsinntu á marga lund. Í hönd
fóru glaðar stundir og góðar í leik og
starfi og sú vinátta sem skapaðist
hefur varað fram á þennan dag. Í
þessu nábýli bjuggum við í sjö góð ár.
Þessi tryggð og góðvilji hefur nært
okkur og gefið lífinu aukið inntak og
fyllingu.
Hönd Höllu var gríðar-hög,
saumaskapur og öll húsverk fóru
henni vel úr hendi, svo þeim búnaðist
vel og börnin þeirra fengu góða
menntun og gott veganesti.
Nú að leiðarlokum þökkum við
kynnin góð og órofa vináttu, biðjum
henni blessunar Guðs og vottum
börnum hennar, tengdabörnum, af-
komendum og vinum öllum dýpstu
samúð.
Drottinn, gef þú dánum ró,
hinum líkn er lifa.
Margrét og Kristján
Guðmundsson.