Morgunblaðið - 06.07.2009, Page 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Sudoku
Frumstig
2 3
4 2
8 5 4
9 6
7 6 8
8 3 7 5
4 9 7
5 1 6
9 8
6 1
8 5
4 7
2 5
9 6 1
3 9 8 7
2 9 1
1 8
7 8 5 9
3 2 9 4
8 7
6 5
2 5 6
6 7 9
8 9 1
4 1 7 6
7 4
8
4 7 2 3 9 8 6 1 5
3 8 6 1 5 2 7 9 4
9 1 5 6 7 4 2 3 8
1 6 9 2 4 5 3 8 7
7 2 4 8 1 3 9 5 6
5 3 8 7 6 9 4 2 1
2 5 1 4 3 7 8 6 9
8 9 7 5 2 6 1 4 3
6 4 3 9 8 1 5 7 2
6 7 2 4 3 8 1 5 9
8 5 1 6 9 2 3 4 7
4 9 3 5 7 1 2 6 8
5 2 4 9 1 6 8 7 3
1 3 7 2 8 5 4 9 6
9 6 8 7 4 3 5 1 2
2 4 5 3 6 9 7 8 1
3 1 6 8 5 7 9 2 4
7 8 9 1 2 4 6 3 5
5 2 8 4 1 6 9 7 3
9 6 7 3 5 2 4 1 8
3 4 1 8 9 7 6 5 2
6 7 5 9 3 4 2 8 1
8 9 3 6 2 1 5 4 7
4 1 2 5 7 8 3 9 6
2 8 4 1 6 5 7 3 9
7 5 9 2 8 3 1 6 4
1 3 6 7 4 9 8 2 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 6. júlí, 187. dagur
ársins 2009
Orð dagsins: En hann frelsar hinn
bágstadda með bágindum hans og
opnar eyru þeirra með þrengingunni.
(Jb. 36, 15.)
Víkverji var næstum því farinn aðskipta sér af uppákomu við af-
greiðslukassa í matvöruverslun á
dögunum af vorkunnsemi með lítilli
stúlku. Hnátan, sem Víkverji telur
hafa verið 5 til 6 ára, hafði tekið
sellófanpappír af hulstri utan um
dvd-myndband sem hún sá í rekka
og heillaðist af.
Móðirin æpti að ekki stæði til að
kaupa diskinn og var hávær þegar
hún skammaði dótturina. Eldri kona
sem var meðferðis og Víkverji telur
hafa verið ömmuna tók undir með
móðurinni og sagði við þá stuttu að
hún ætti að biðjast afsökunar.
Ekki dettur Víkverja í hug að litla
stúlkan hafi talið að með því að taka
pappírinn utan af disknum yrði hann
keyptur. Hún lét einfaldlega undan
löngun sinni en var ekki að leika á
kerfið.
x x x
Víkverji sér eftir að hafa ekkikomið til aðstoðar þegar hann
sá utangarðsmann fyrir nokkrum
árum á harðahlaupum út úr mat-
vöruverslun með afgreiðslustúlku á
hælunum.
Hún skammaði manninn og skip-
aði honum að skila vörunni sem hann
var með innan á sér. Í ljós kom að
um lítið súkkulaðistykki var að
ræða.
Ef til vill gat utangarðsmaðurinn
ekki lagt sér neitt til munns þann
daginn. Hann lét undan löngun sinni
en var gómaður. Þótt Víkverji telji
sig löghlýðinn skammast hann sín
fyrir að hafa ekki keypt að minnsta
kosti súkkulaði handa manninum.
x x x
Víkverji vorkennir hins vegar allsekki auðmönnunum sem fá
skammir fyrir að hafa leikið á kerfið
til þess að geta veitt sér enn fleira
sem hugurinn girntist. Víkverji vor-
kennir heldur ekki þeim sem fá
skammir fyrir að hafa ekki gripið í
taumana. Aðgerðirnar og aðgerða-
leysið hafa leitt til þess að lífið verð-
ur ekki bara enn erfiðara fyrir ut-
angarðsmenn og fyrir litlar stúlkur
sem langar í fallega hluti. Það verð-
ur erfiðara fyrir alla sem enga sök
bera. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 gimsteinn, 8
málmi, 9 slæmur, 10 haf,
11 dimmviðri, 13 hirði
um, 15 reiðtygi, 18 aul-
ann, 21 ótta, 22 sárið, 23
flýtinn, 24 gullhamrar.
Lóðrétt | 2 talar, 3
byggi, 4 spjóts, 5 reyfið,
6 guðs, 7 stífni, 12 kven-
dýr, 14 fag, 15 höfuð, 16
gamla, 17 þekktu, 18
óskunda, 19 stétt, 20 ná-
komna.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 þraut, 4 þylur, 7 kofar, 8 raust, 9 tap, 11 rýrt,
13 ótta, 14 ógnun, 15 þarm, 17 nóta, 20 hin, 22 felli, 23
ómyrk, 24 rautt, 25 tætir.
Lóðrétt: 1 þokar, 2 aðför, 3 tært, 4 þorp, 5 laust, 6 rotta,
10 agnúi, 12 tóm, 13 ónn, 15 þefur, 16 rellu, 18 ólykt, 19
arkar, 20 hitt, 21 nótt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3
O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8
12. d5 Rb8 13. Rf1 Rbd7 14. R3h2 Rc5
15. Bc2 c6 16. b4 Rcd7 17. dxc6 Bxc6
18. Bg5 Dc7 19. Bxf6 Rxf6 20. Rg4
Rxg4 21. hxg4 a5 22. Re3 Db7 23. g5
axb4 24. cxb4 Ha3 25. Hc1 Hxa2 26.
Bb3 Hb2 27. Bd5 Bxd5 28. Rxd5 Hc8
29. He3 Hxc1 30. Dxc1 Ha2 31. Dd1
Da7 32. Df3 Dd4 33. Hc3 Dd2 34. He3
Ha1+ 35. Kh2 Ha2 36. Dg4 Dxf2
Staðan kom upp á Karpov-mótinu
sem lauk fyrir skömmu í Poikovsky í
Rússlandi. Þýski stórmeistarinn Arka-
dij Naiditsch (2700) hafði hvítt gegn
kollega sínum Zahar Efimenko (2682)
frá Úkraínu. 37. Rf6+! Kh8 38. Hf3
Dc2 39. Rxh7! og svartur gafst upp
enda yrði hann mát eftir 39… Kxh7 40.
Dh5+ Kg8 41. Dxf7+.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Athyglisverð sniðganga.
Norður
♠K943
♥9762
♦D94
♣96
Vestur Austur
♠ÁDG10876 ♠52
♥G ♥KD108543
♦652 ♦--
♣D7 ♣K1084
Suður
♠--
♥Á
♦ÁKG10873
♣ÁG532
Suður spilar 6♦.
Laufstaðan er athyglisverð: nían
önnur á móti ÁG smátt fimmta. Þenn-
an lit þarf að fría og fyrirfram er vand-
séð hvernig nían getur komið að gagni.
En það gerir hún svo sannarlega.
Byrjun á réttum enda: Suður opnar
á tígli og vestur hindrar með 3♠. Sú
sögn skilar sér til suðurs og hann
stekkur í 5♣. Norður breytir í 5♦ og
suður hækkar í slemmu. Útspilið er
eitrað tromp.
Nú kemur til kasta níunnar í laufi.
Sagnhafi tekur fyrsta slaginn heima og
spilar litlu laufi að blindum. Fái austur
slaginn getur hann ekki trompað út og
þá verður hægt að stinga lauf tvisvar í
borði. Vestur neyðist því til að hoppa
upp með ♣D og spila tígli. En því mæt-
ir sagnhafi á þann einfalda hátt að
svína ♣G og þarf þá aðeins að trompa
lauf einu sinni.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það eru ýmis teikn á lofti um
breytingar í starfi. Ekki halda að vin-
urinn brotni saman við það að missa af
þínum upplífgandi ráðum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Spennandi tímar eru framundan.
Gakktu ekki alveg fram af þér og gefðu
þér líka tíma til að rækta sjálfan þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Tækifærin eru allt í kringum
þig og þú þarft bara að grípa þau.
Leggðu þig síðan fram um að gera þær
breytingar sem þú vilt sjá í lífi þínu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Foreldrar ættu að reyna að forð-
ast valdabaráttu við börn sín í dag. Ein-
hver þér eldri og reyndari kann að
hjálpa þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú nýtur þess að ræða vonir þínar
og framtíðardrauma við vin þinn. Frá-
bær tímasetning gerir fjarræna hug-
mynd mögulega.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú stendur frammi fyrir þeim
valkosti að geta tekið á þig aukna
ábyrgð. Gættu þess því að leita ekki
langt yfir skammt því lykillinn liggur
nær þér en þú heldur.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Notaðu hvaða tækifæri sem gefst
til að verða ástfangnari af sjálfum þér.
Vonin er það sem heldur öllu gangandi.
Farðu vel með þig.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er mikið að gerast í við-
skiptum hjá þér í dag. Farðu í aðrar
búðir eða á annað kaffihús en venjulega
og aðra leið heim úr vinnunni.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er ósiður að svara ekki
skilaboðum. Kannski er um að ræða bók
sem þig hefur alltaf langað til þess að
lesa, nýjan vin eða gönguferð úti í nátt-
úrunni.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert upp á þitt besta og
getur nánast samið um hvað sem er því
þú færð fólk svo auðveldlega á þitt
band.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Athygli annarra beinist mjög
að þér um þessar mundir en athugaðu
að ekki er verið að setja upp hindranir
þér til höfuðs.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Stundum er eins og tækifærin
bíði þín, en stundum er eins og að hafa
þurfi mikið fyrir hlutunum. Rómantíkin
blómstrar.
Stjörnuspá
6. júlí 1958
Eyjólfur
Jónsson, 33
ára lög-
regluþjónn,
synti frá
Reykjavík til
Akraness, 22
kílómetra, á
rúmum
þrettán klukkustundum. Ári
síðar synti hann frá Vest-
mannaeyjum til lands og frá
Kjalarnesi til Reykjavíkur.
Einnig synti hann tvívegis
Drangeyjarsund.
6. júlí 1987
Sænska rokkhljómsveitin Eu-
rope hélt tónleika í Laug-
ardalshöll í Reykjavík. Á
sjötta þúsund ungmenni sóttu
tónleikana.
6. júlí 2000
Metsöluhöf-
undurinn
Michael
Chrichton
áritaði bæk-
ur sínar í
verslun
Pennans/
Eymunds-
sonar við Austurstræti. Löng
biðröð myndaðist.
6. júlí 2004
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra átti fund með George W.
Bush Bandaríkjaforseta í
Hvíta húsinu í Washington.
Framtíð Varnarliðsins var til
umræðu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Eva María Oddsdóttir, Amanda
Líf Pétursdóttir og Vala Birna
Árnadóttir héldu tombólu við Nettó
í Foldahverfi og söfnuðu 4.727 kr.
sem þær færðu Rauða krossinum.
Hlutavelta
„ÉG er þakklátur lífinu og fyrir lífið,“ sagði séra
Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljakirkju í
Breiðholti. Hann fagnar 65 ára afmæli í dag. Val-
geir fæddist skömmu eftir stofnun íslenska lýð-
veldisins 17. júní 1944 og er því „gullmódel“, eins
og sumir hafa nefnt árganginn.
Í dag ætlar Valgeir að sinna embættisverkum
en verja kvöldinu í faðmi fjölskyldu sinnar í sum-
arbústað. Þangað koma bæði börn hans og systk-
ini til að samgleðjast afmælisbarninu. „Ég er hress
og ætla að njóta íslenskrar náttúru og hafa það
gott,“ sagði Valgeir. „Annars eru afmæli enginn
sérstakur merkisviðburður hjá fullorðnu fólki.“
Valgeir var spurður hvort einhverjir fyrri afmælisdagar væru hon-
um meira minnisstæðir en aðrir. Hann sagði svo ekki vera en bætti
við: „Mér finnst gott að eiga afmæli og nýt þess. Ég er þakklátur fyrir
hvern afmælisdag.“ En hefur hann tileinkað sér lífsmottó?
„Það er að vera þakklátur. Lífið hefur gefið mér mörg tilefni til
þess að vera þakklátur. Ég held að þakklætið sé lykill að ákaflega
mikilli gleði í lífinu. Það að geta þakkað Guði og náunganum fyrir
hvað manni er margt gefið.“ gudni@mbl.is
Séra Valgeir Ástráðsson er 65 ára í dag
„Ég er þakklátur“
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is