Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Tvöfalt gengi krónunnar er gróðaleið fyrir suma  Tími gjaldeyrishaftanna er mikil gósentíð fyrir svokallaða „haftamiðl- ara“, sem kaupa gjaldeyri á Íslandi og selja fyrir krónur erlendis. Ein- hverjir hafa hagnast um hundruð milljóna króna svona og eru vísbend- ingar um að glæpamenn líti á gjald- eyrisbrask sem sjálfstæða tekjulind. »Forsíða og 11 Ístak segir upp 270 manns  Í haust mun verktakafyrirtækið Ístak segja upp 270 starfsmönnum. Af þeim eru um 70 með tímabundna ráðningu. Loftur Árnason fram- kvæmdastjóri segir lítið annað fyrir fyrirtækið að gera en að troða mar- vaðann. »2 Gengur vel á Reykhólum  Þörungaverksmiðjan á Reykhól- um er rekin með hagnaði og rætt er um að stækka hana. Stór hluti íbú- anna á Reykhólum starfar í verk- smiðjunni og því er gott hljóð í fólk- inu þar. Komið er að því að endurnýja skip fyrirtækisins, Karls- eyna. »8 Háir vextir á ríkispappírum  Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefur hækkað mikið og nú bera lengstu skuldabréfin kröfu upp á 8,9 til 8,95% vexti. Ákvörðun Seðla- bankans á fimmtudag um að halda vöxtum óbreyttum leiddi til hækk- unar ávöxtunarkröfu. »11 Ölvun á Írskum dögum  Erilsamt var hjá lögreglunni á Akranesi um helgina, vegna ölvunar gesta á Írskum dögum. Almennt tókst þó vel til með hátíðina, en skemmtanahald var víða um land þessa fyrstu helgi í júlí. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Engar ýkjur Forystugrein: Klemman vegna Ice- save Pistill: Ísland tekur á sig syndir heimsins Ljósvaki: Rómantík á skjánum UMRÆÐAN» Námsmenn er bara menn... Icesave: Þrautalending eða brot- lending? Um ágæti skólanna og mikilvægi... Heitast 22 °C | Kaldast 10 °C Austlæg eða breyti- leg átt, austan 10-15 allra syðst. Þokubakk- ar eða súld af og til við suður- og austurströndina. » 10 Snertiflötur tveggja einstakra lista- kvenna er viðfangs- efni nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga. »24 MYNDLIST» Gerður og Nína FÓLK» 750.000 miðar endur- greiddir »28 Svavar Knútur ákvað að hefja nýtt líf og helga sig tónlistinni um leið og fjármálakerfið hrundi. »26 TÓNLIST» Listamaður út í gegn TÓNLIST» Kreppan tafði fyrir <3 Svanhvíti »29 FLUGAN» Flugan kom víða við um helgina. »25 Menning VEÐUR» 1. Ósvífin og ódýr afgreiðsla... 2. Undirbúa lögsókn gegn Íslandi 3. Söderlund hetja FH-inga í Eyjum 4. 360 sagt upp í hópuppsögnum »MEST LESIÐ Á mbl.is EFTIR drjúgan þurrviðriskafla vöknuðu höfuðborgarbúar upp við það í gærmorgun að það hellirigndi. Ekki virtist veðrið draga úr áhuga fólks, sem eftir var í borginni, á að stunda útiveru. Þannig var margt um mann- inn í Sundlaug Seltjarnarness, þar sem rennibrautin hefur aðdráttarafl sem fyrr. Veðurstofan spáir fremur hagstæðu veðri út vikuna og hún reiknar með því að veður fari hlýnandi þegar nær dregur helginni. Höfuðborgarbúar létu rigninguna ekki draga úr útiverunni Morgunblaðið/Eggert Rennibrautin hefur aðdráttarafl „ÉG er búin að vera að vinna að þessari síðu síðan í apr- íl og það hefur verið alveg ótrúlega gaman. Mig langar líka með þessu að segja við þá sem eru atvinnulausir að það er allt hægt og það má ekki gefast upp,“ segir Inga Jessen, viðskiptafræðingur. Inga missti vinnuna í október og leiddist það fljótt að sitja auðum höndum. Í leit hennar að ódýrri dægradvöl kviknaði svo hugmyndin að því að safna saman á einn stað upplýsingum um allt það sem er ókeypis í Reykja- vík. Í dag hefur afraksturinn litið dagsins ljós á vefsíð- unni www.freecitytravel.com. „Þetta er það sem ég hef verið að gera í allt sumar. Ég er búin að taka allar myndirnar sjálf og skrifa allan textann. Þótt maður sé atvinnulaus er nefnilega alltaf hægt að finna sér eitthvað sniðugt að gera,“ segir Inga sem fékk aðstoð frá mági sínum við að forrita síðuna. Fyrsta útgáfan er á ensku og ætluð erlendum ferða- mönnum, en síðar meir verður hún sett upp á íslensku líka. Inga segist á endanum hafa stærra viðskiptamódel í huga, jafnvel að opna systursíður um ókeypis hluti í erlendum borgum, s.s. í Kaupmannahöfn. Inga vonast til að fleiri sem eru atvinnulausir virki framkvæmdagleðina. „Ég held að það séu mjög margir sem sitja heima með frábærar hugmyndir í kollinum, það er bara erfitt að byrja.“ Inga er opin fyrir ábend- ingum um allt sem er ókeypis í Reykjavík. una@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Framtakssöm Inga fór á stúfana með myndavél og seg- ist hissa á hversu margt sé að finna ókeypis í Reykjavík. Fór á stúfana í atvinnu- leysinu og bjó til ferðasíðu Flestir eiga frábærar hugmyndir í kollinum GÍSLI H. Friðgeirsson, eðlisfræð- ingur og kajakræðari, er nú hálfn- aður í leiðangri sínum umhverfis landið. Hann er nú staddur í Öxar- firði eftir að hafa róið réttsælis frá Reykjavík. Á leiðinni fyrir Norðurland hefur Gísli aðallega róið að nóttu til. Þarna hefur verið bjart allar nætur og veð- urskilyrði góð. Margar nætur hefur hann róið í sólskini á spegilsléttum sjó. Þess á milli hefur hann sest upp í fjöru, hvílt sig og horft á miðnæt- ursólina. „Það er ógleymanlegt,“ segir hann. En hann hefur líka lent í svartaþoku og þá hefur komið sér vel að hafa GPS-staðsetningartæki. En Gísli er ekki einn um að róa í kringum landið. Hin bandaríska Margaret Mann hefur lagt að baki um 500 kílómetra. | 9 Gísli ræðari hefur róið hálfa leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.