Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
SKÁLAVERÐIR í Langadal í
Þórsmörk halda nú óvenjuleg
gæludýr þriðja sumarið í röð. Þær
Frigg og Freyja vekja enda tölu-
verða athygli ferðamanna sem bú-
ast sennilega ekki við því að sjá
yrðlinga gægjast undan skálapall-
inum þegar barið er að dyrum.
Að sögn Brodda Hilmarssonar,
skálavarðar í Skagfjörðsskála,
koma sumaryrðlingarnir frá tófu-
skyttu. „Í stað þess að drepa þá
fáum við að ala þá upp hér á
sumrin til gamans.“
Hann segir litlu tófurnar,
Freyju og Frigg, vera gæfar, ekki
ósvipaðar hundum. „Þær eru þó
aðeins varar um sig. Maður getur
ekki tekið þær upp og klappað
þeim.“ Þær gera hins vegar skýr-
an mannamun. „Við skálaverð-
irnir gefum þeim að éta svo við
erum í meira uppáhaldi hjá þeim
en aðrir,“ segir Broddi. Og syst-
urnar eru hæstánægðar með kost-
inn. „Þær fá aðeins matarleifar en
aðallega þó Pedigree-hvolpafóð-
ur.“
Athvarf hafa þær undir skála-
varðahúsinu og kunna vel við sig
þar í þrengslunum enda er rebbi
vanur að vera á grenjum.
Kartöflur undir jökli
Fleiri uppátæki skálavarðanna í
Þórsmörk eru að verða árviss en
annað sumarið í röð hafa þeir nú
sett niður kartöflur. Eftir að hafa
fengið tífalda uppskeru í fyrra
eru væntingar um afraksturinn
heilmiklar, þrátt fyrir návígið við
jökulinn. ben@mbl.is
Frigg og Freyja
heilsa ferðalöngum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæfar Drengirnir óttast ekki pallbúana tvo en halda sig þó í hæfilegri fjarlægð til að styggja ekki þær stöllur.
Geisp! Systurnar brostu sínu blíð-
asta til ljósmyndara Morgunblaðsins.
Óvenjuleg gæludýr
skálavarða í Langa-
dal í Þórsmörk
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
MIÐAÐ við áætlanir sem nýju
bankarnir hafa gert og Fjármálaeft-
irlitið (FME) yfirfarið, er gert ráð
fyrir að eiginfjárhlutfall bankanna,
eftir að eiginfjárframlag frá ríkinu
hefur skilað sér, verði a.m.k. 16 pró-
sent. Miðað við það mun íslenska
ríkið leggja bönkunum til 280 millj-
arða í stað 385 milljarða sem áætlað
var í upphafi. Gunnar Þ. Andersen,
forstjóri FME, sagði á fundi í Þjóð-
menningarhúsinu í gær að miðað við
álagspróf sem gerð hefðu verið á
bönkunum út frá fjórum sviðs-
myndum, ættu bankarnir að geta
þolað djúpa kreppu. Álagspróf FME
hafa þó ekki alltaf reynst vel, eins og
próf eftirlitsins frá því skömmu fyrir
hrun segja til um. Úr þeim fengu
bankarnir allir ágæta útkomu. Að-
spurður sagði Gunnar Þ. að í þeim
prófum sem gerð hefðu verið á nýju
bönkunum, hefði verið farið vel yfir
alla þætti, nákvæmar og betur en í
fyrri prófum.
Helstu áhættuþættirnir væru
öðru fremur útlánatap og einnig
skortur á lausafé. Gunnar sagði í er-
indi sínu að óvissa væri nokkur um
gæði útlána sem flutt voru úr gömlu
bönkunum, og því tengdist einnig
lausafjárvandi þar sem óvissan næði
einnig til sjóðsstreymis vegna lán-
anna. Einnig er óvissa um lausafé
vegna þess hversu stór hluti fjár-
mögnunar þeirra er í formi óbund-
inna innlána.
Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu
Oliver Wyman unnu ásamt FME að
því að greina áætlanir og gera á
þeim álagspróf. „Bankarnir ættu að
geta þolað djúpa og langvarandi
efnahagslægð miðað við þessar for-
sendur,“ sagði Gunnar Þ.
Tekið lengri tíma
Í upphafi gerðu áætlanir ráð fyrir
að eftir eiginfjárframlag ríkisins
yrði eiginfjárhlutfall bankanna 10
prósent. Ljóst er að svo mun ekki
verða, ekki síst vegna þess að þörf er
á því að hafa hlutfallið hærra til að
takmarka áhættu ríkisins. Er horft
til þess að næstu ár geti verið erfið
fyrir íslensku bankana og vegna
mikillar óvissu þá sé öruggara að
hafa hlutfallið í hærri kantinum frá
upphafi. Lágmarkið skv. alþjóð-
legum reglum, sem FME hefur eft-
irlit með að sé framfylgt, er 8 pró-
sent.
Stefnt er á að ljúka samninga-
viðræðum við kröfuhafa gömlu
bankanna fyrir 17. júlí en þá verður
nýju bönkunum lagt til eigið fé. Frá
þeim tíma á staða nýju bankanna að
vera orðin ljós og efnahagsreikning-
arnir skýrir. Ekki er enn ljóst hvort
kröfuhafar gömlu bankanna þriggja
verði meðal eigenda þeirra. Samn-
ingaviðræður hafa að sögn Helgu
Valfells, aðstoðarkonu Gylfa Magn-
ússonar viðskiptaráðherra, gengið
vel. Vilji er til þess hjá íslenskum
stjórnvöldum að fá kröfuhafana að
bönkunum sem eigendur, a.m.k. að
hluta. Þá kemur einnig til greina að
kröfuhafarnir fái kaup- eða breyti-
rétt. Þeir hafa ekki viljað leggja til
eigið fé enda búnir að tapa þús-
undum milljarða á því að lána ís-
lenskum bönkum. Þar er meðal ann-
ars horft til þess að hvernig hagnaði
verður skipt og þá einnig hver muni
bera skaðann ef rekstur bankanna
gengur illa. Í viðræðunum hefur ver-
ið farið yfir verðmat á nýju bönk-
unum auk þess sem áætlanir þeirra
til næstu fimm ára hafa verið til við-
miðunar. Áhersla hefur verið lögð á
að hafa ferlið í góðri sátt við kröfu-
hafana, ekki síst til þess að auka
tiltrú þeirra á ferlið og bankakerfið
hér á landi til framtíðar. Helga sagði
í sínu erindi að lagt hefði verið upp
með að fá trausta ráðgjafa til að-
stoðar. Hawkpoint hefur unnið með
ríkinu, en með skilanefndum gömlu
bankanna, fyrir hönd kröfuhafanna,
hafa UBS Morgan Stanley og
Barclays Capital verið til ráðgjafar.
Bankarnir minni að umfangi
Líklegt er að ríkið leggi nýju bönkunum til 280 milljarða í eigið fé en ekki 385 milljarða eins og áður
var áformað Eiginfjárhlutfall gæti orðið um 16 prósent Kröfuhafarnir vilja ekki leggja til eigið fé
Fundað Þeir hafa verið önnum kafnir að undanförnu, Mats Josefsson, Gunnar Þ. Andersen og Svein H. Øygaard.
Morgunblaðið/Ómar
Nýju bankarnir verða minni að
umfangi en fyrstu áform eftir
hrun gerðu ráð fyrir. Töluverð
óvissa er um eignasöfn þeirra.
Útlán og lausafjárstaða eru
helstu áhættuþættirnir.
Mats Josefsson, ráðgjafi rík-
isstjórnarinnar, sem starfar í for-
sætisráðuneytinu, segir íslenska
ríkið ekki hafa markað nægilega
skýra stefnu sem eigandi eftir að
innlenda bankakerfið kom í hendur
þess þegar bankarnir hrundu í
október í fyrra.
Mats ítrekaði þetta á fundinum í
gær en eins og áður hefur verið
greint frá í Morgunblaðinu, þá hót-
aði hann að hætta störfum í vor
vegna þess hve seinlega gekk að
vinna að málum er vörðuðu end-
urreisn bankakerfisins.
Mats sagði það sína skoðun að
nauðsynlegt væri að koma á fót
eignaumsýslufélagi til þess að tak-
ast á við lán í vanskilum eða aðrar
slæmar eignir. Megintilgangur
með slíku félagi væri að lágmarka
tap af eignum. Þá sagði hann
stofnun bankasýslu ríkisins einnig
skipta máli til að lágmarka pólitísk
afskipti og skýra stefnu ríkisins
sem eiganda banka.
Ríkið ekki markað stefnu sem eigandi
Morgunblaðið/Ómar
Josefsson Segir ríkið þurfa að
hafa skýra eigendastefnu.
„Ég held að fyrstu áformin hafi
gert ráð fyrir að bankarnir yrðu
endurreistir á tíu dögum en það var
auðvitað óraunhæft,“ sagði Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra á
fundi um bankamálin í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær. Hann sagði að
vissulega hafi dregist að endurreisa
bankana en mikið hefði þó verið
unnið. Það væri í raun afrek að al-
mennri bankastarfsemi hefði verið
haldið uppi, þ.e. greiðslukorta-
notkun og þess háttar, án þess fólk
hefði orðið fyrir óþægindum. Þá
sagði aðstoðarkona Gylfa, Helga
Valfells, að lagt hefði verið upp
með að ná samningum við kröfu-
hafana og helst að fá þá að bönk-
unum sem eigendur, ekki síst til að
auðvelda aðgengi að lánamörk-
uðum erlendis.
Alltaf óraunhæft
að endurreisa á
10 dögum
Gylfi MagnússonHelga Valfells