Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009  Friðrik Þór Friðriksson er nú staddur í Xiamen í Kína ásamt leik- stjóranum Lars von Trier. Þeir munu vera þar staddir til að „mála lífið“ að sögn Friðriks. Leikstjór- arnir eru þar í boði Sigurðar Guð- mundssonar að undirbúa málverka- sýningu sem verður opnuð á Íslandi 3. september. Friðrik hefur málað frá unglingsaldri en minna gert af því að sýna opinberlega. Í myndlistarbúðum í Kína ásamt von Trier Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EGILL nokkur Geirsson hefur um nokkra hríð verið einn af máttar- stólpum íslensku öfgarokkssen- unnar og hefur léð sveitum eins og Changer, Dormah og Munnriði djöf- ullega en þó engilfagra rödd sína. Sú síðastnefnda, sem heitir eftir vætti sem var sagður leggjast á munn sof- andi manna, er þekkt af endemum innan öfgarokkssenunnar, og hefur byrjað og hætt oftar en tölu verður á komið. Hún er hins vegar í miklu stuði nú um stundir og hefur nú gef- ið út spánýja fimm laga stuttskífu sem hægt er nálgast á myspace-setri sveitarinnar. Tónlistin er gríðar- hressandi bylmingsrokk en mesta athygli vekur þó titill plötunnar sem og umslag. Greinilegt að töfrar Ás- dísar Ránar láta engan ósnortinn, og gildir einu hvort bísperrtir hnakkar eiga í hlut eða eldspúandi djöfla- rokkarar. Munnriðandi Ásdís Rán Fríða og Dýrið Umslag plötunnar.  Íslenska útgáfufyrirtækið Bed- room Community heldur upp á að eitt ár er liðið frá því að mánaðar- legir tónleikar útgáfunnar og uppá- komur hófust á Kaffibarnum. Allir listamenn útgáfunnar munu koma fram á tónleikunum á Kaffibarnum og leika efni af plötum sínum auk þess að gefa hlustendum forsmekk- inn af því sem koma skal á væntan- legum plötum. Má þar nefna Nico Muhly sem er nýlentur, en hann er nú í óða önn að skrifa óperu sem verður frumflutt í Metropolitan á næsta ári, Sam Amidon, Ben Frost, Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur. Bedroom Community fagnar afmæli Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ var síðla dags í gær sem hið unga tónskáld, Ólafur Arnalds, gekk frá samningum við McGregor. Fund- ur þeirra átti sér stað í Lundúnum, nánar tiltekið í Covent Garden, þar sem Konunglegi breski ballettinn er til húsa, en dansflokkurinn er einn sá þekktasti og virtasti í heiminum Fylgdist með Ólafi í meira en ár McGregor þessi er mikill krafta- verkamaður í heimi dansins og þykir mikill brautryðjandi og byltingar- maður. Verk hans eru marglaga og útpæld og er unnið á sviði þekking- arfræði, arkitektúrs og vísinda m.a. og miðlar eins og kvikmyndir, tónlist og tölvutækni nýttir. McGregor hef- ur unnið með raftónlistarmönnum eins og Scanner og Plaid, rokk- sveitum eins og White Stripes, nú- tímatónskáldum eins og John Tave- ner og hefur samið fyrir Harry Potter-myndir og unnið með hjarta- skurðlæknum. Verkalistinn er lang- ur og verðlaunalistinn sömuleiðis. Ólafur mun semja tónlist fyrir nýj- asta verk McGregors, Dyad 1909, og jafnframt flytja hana í uppsetning- unni á því. Verkið er samið fyrir Sad- ler’s Wells-leikhúsið og verður frum- sýnt þar 13. október. Sýnt verður sex kvöld í röð í 2.000 manna sal en svo verður farið með það í ferðalag um heiminn. „McGregor hefur verið í uppáhaldi hjá mér mjög lengi,“ segir Ólafur í símanum frá London. „Verkið hans, Infra (2008), er eitt fallegasta lista- verk sem ég hef séð. Þar sá Max Richter (sem vinnur á svipuðu sviði og Ólafur) um tónlistina. Ég vissi ekki að hann er víst búinn að hafa mig í huga í meira en ár. Hann pikk- aði upp dreifimiða fyrir Barbican- tónleikana mína í fyrra og fór að kynna sér málið.“ En mun þetta setja strik í sóló- reikning Ólafs? „ Nei, ég myndi segja að þetta hjálpaði honum frekar,“ seg- ir Ólafur og furðar sig nánast á spurningunni. „Ég býst þó við að við hinkrum að- eins með að semja um útgáfurétt á næstu plötu þar til þessi lota er búin. Persónulega vil ég helst komast á klassískt merki eins og Decca eða EMI Classics, merki sem kunna samt líka á poppið.“ Ólafur hefur lýst því yfir að mark- mið hans sé að leiða saman áheyr- endur úr tveimur heimum tónlistar- innar og þetta er hiklaust gott tól í þeirri baráttu en Ólafur er þegar orð- in sæmilegasta stærð á meðal jað- arvænna rokkara. „Þúsundir manna munu sjá verkið um allan heim og það hjálpar mér við að koma tónlist minni í sem flest horn. Verkið verður þá líka gefið út á mynddiski og ég er að vonast til að geta komið sjálfri tónlistinni út á plötu.“ Þess má geta að lokum að þetta nýjasta verk McGregors verður í öndvegi í lokaþætti menningarþátt- arins The South Bank Show, og mun Ólafur koma þar nokkuð við sögu. Fljúgðu hærra, hærra...  Ólafur Arnalds semur fyrir einn umtalaðasta danshöfund heims, Wayne McGregor  McGregor er aðaldanshöfundur Konunglega breska ballettsins MorgunblaðiðValdís Thor Brattur „Þúsundir manna munu sjá verkið um allan heim og það hjálpar mér við að koma tónlist minni í sem flest horn,“ segir Ólafur Arnalds. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ var fyrir um tíu árum sem Sig- ríður Nielsdóttir sprakk út sem tón- listarkona. Þá var hún um sjötugt. Síðan þá hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum víðs vegar um heim, hún átti lög í tveimur af vinsælli íslensku kvikmyndum síðari ára (Nói Albinói og Voksne Mennesker) auk þess sem hún hefur haldið þrjár mynd- listarsýningar í 12 tónum. Sú fjórða var svo opnuð í síðustu viku og einn- ig er útlit fyrir að Sigríður verði með lag í þriðju mynd Dags Kára, The Good Heart. Það er því kannski ekki undarlegt að Sigríður veki áhuga yngri lista- manna hér á landi, sérstaklega í ljósi þess að hún er algjörlega ómenntuð í sinni listsköpun og gerir hlutina ein- ungis eftir eigin höfði. Þau Kristín Björk Kristjánsdóttir (einnig þekkt sem Kira Kira) og Orri Jónsson úr hljómsveitinni Slowblow vinna nú að heimildarmynd um ævi Sigríðar. „Mér finnst það voða gaman en ég er svolítið undrandi því mér finnst ég nú ekki vera mikils virði,“ segir Sigríður og hlær. „En þeim finnst það. Ég hef bara alltaf verið að leika mér. Ég varð að gera eitthvað til þess að lifa, enda fráskilin fyrir löngu. Það að skapa fleytti mér áfram meðfram því að skúra. Það er meira gaman að lifa ef maður hefur gaman af vinnunni sinni.“ Sigríður segir svolítið síðan tökur hófust en það var á meðan hún bjó enn í Reykjavík. Listakonan er nú flutt til Reyðarfjarðar og eyðir frí- tíma sínum meira í myndlistina þessa dagana en tónlistina. „Ég hef ekki verið að semja ný lög vegna þess að ég gaf barnabarna- barninu mínu hljómborðið mitt. En mig langar mikið til þess að kaupa mér bíó-orgel það er svo góður hljómur í því.“ Myndlistarsýning Sigríðar í 12 tónum stendur fram í byrjun sept- ember. Heimildarmynd í vinnslu um Sigríði Nielsdóttur Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Níelsdóttir Skemmtilegra að lifa ef vinnan er skemmtileg. Kira Kira og Orri úr Slowblow kynna sér ævi listakonunnar HANN fæddist 1970 og í gegn- um danshóp sinn, Random Dance Company, hefur hann komist í fremstu röð þeirrar kynslóðar dansara sem brjóta upp dansformið með því að slá því saman við alls kyns list- miðla aðra. Dæmi héðan væri Erna Ómarsdóttir og sýningin Húmanímal. Hann er margverð- launaður og árið 2006 var hann skipaður aðaldanshöfundur Konunglega breska ballettsins, fyrstur nútímadansara og þótti sú ráðning umdeild. Wayne McGregor 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Litla sviðið) Brjálæðislega fyndin, Við borgum ekki! Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 11/7 kl. 19:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 19:00 U Sun 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.