Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
HHH
„Þessi spræka og
fjölskylduvæna
bandaríska teikni-
mynd er sú þriðja í
röðinni og sú besta
þeirra“
- Ó.H.T. , Rás 2
„Þetta er góð skemmtun
með góð skilaboð og hentar
ungum sem öldnum”
- Ó.H. T., Rás 2
MISSIÐ EKKI AF
STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU
TEIKNIMYND ÁRSINS!
OG NÚNA LÍKA Í 3D
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 3:40 - 5:50
TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L
THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12
FLOTTASTA HASARMYND
SUMARSINS
Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum
Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu
heims Megan Fox
„STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ...
EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA,
ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
„KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA
FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.”
„RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...”
S.V.
Morgunblaðið/Einar Falur
Birgir Andrésson „Af hverju eru [íslenskir listamenn] ekki þekktari erlendis en raun ber vitni?“ spyr Kelly og
harmar ótímabært andlát Birgis Andréssonar sem hann segir hafa verið framúrskarandi listamann.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég hef upplifað þrjár eða fjór-ar kollsteypur í gall-eríbransanum á þeim tutt-
ugu árum sem ég hef verið í honum.
Nú þurfum við að laga okkur að
breyttu umhverfi einu sinni enn,“
segir Sean Kelly. Hann hefur á þess-
um tíma orðið einn kunnasti gall-
eristinn í New York; Sean Kelly
Gallery er fastur viðkomustaður
fólks sem hefur áhuga á því sem er
að gerast í skapandi samtímalistum í
þessari borg sem státar af fleiri gall-
eríum en nokur annar, borg þar sem
samkeppnin er líka meiri en þekkist
annars staðar. Listinn yfir listamenn
Kellys er glæsilegur, meðal annars
er á honum Kabakov-hjónin, Marina
Abramovic, Antony Gormley, Jo-
seph Kosuth, Laurie Anderson og
dánarbú Robert Mapplethorpe.
Við Sean Kelly hittumst reyndaruppi sveit hér á landi, spjöll-
uðum saman á bekk undir trjám þar
sem þrestir sungu öll þau sumarlög
sem þeir kunnu. Kelly var kominn til
landsins vegna sýningar eins lista-
manna hans, Anthony McCall, sem
sýnir nú ásamt Finnboga Péturssyni
bæði hér í borginni og í galleríi hans
í New York. Í ljós kemur að Kelly er
að koma í þriðja sinn til landsins og
hann hefur hrifist af verkum
margra íslenskra myndlistarmanna.
„Af hverju eru þeir ekki þekktari er-
lendis en raun ber vitni?“ spyr hann
og harmar ótímabært andlát Birgis
Andréssonar, sem hann segir hafa
verið framúrskarandi listamann. Í
ljós kemur að Kelly hefur eignast
nokkur verk eftir Birgi. Ég spyr
hinsvegar hvernig gangi að reka
stórt og mannmargt gallerí í þessari
kröppu efnahagslægð.
„Tíminn frá september fram í
febrúar var afar erfiður; þá vorum
við í miðju efnahagslægðarinnar. En
ég verð að segja að ég undrast, mið-
að við hvað dýfan hefur verið djúp,
hvað listmarkaðurinn hefur staðist
þetta vel. Ef þú talar við fólk í gall-
eríum í New York, og ef það segir
þér satt“ – hann brosir – „þá við-
urkenna þau að viðskiptin hafa
dregist saman um 60 til 70 prósent.
Frá því þegar salan var hvað best.
En sala áranna 2007 og 2008 var ein-
stök, sökum þess hvað hún var óeðli-
leg. Í dag er eins og að vera aftur
farinn að eiga í viðskiptum á ár-
unum 2003 eða 2004. Það er svo
sannarlega viðráðanlegt.
Listmarkaðurinn er líka miklu
traustari en margir aðrir markaðir.
Við erum nýbúin að vera á Feneyja-
tvíæringnum og síðan á listkaup-
stefnunni í Basel. Og hvar annars
staðar getur maður gert viðskipti í
sjö tölustafa upphæðum í dölum á
fjórum klukkustundum?
Við tókum þátt í Armory-
kaupstefnunni í New York, sem var
haldinn á býsna erfiðum tíma í efna-
hagslífinu í vetur, en við seldum 27
listaverk. Ég veitti blaðamanni The
Guardian þá viðtal og sagði: Ef ég
væri bílasali og hefði selt 27 fjöl-
skyldubíla yfir eina helgi myndu all-
ir segja að mér gengi býsna vel, ekki
satt? Það er sterkari hvati í sam-
félaginu til að kaupa bíla en mynd-
list en engu að síður seldum við
þetta vel. Ég held að það sýni styrk
markaðarins, þrátt fyrir allt.“
Sean Kelly segir að vissulega leitisafnarar að ódýrari verkum í
dag en fyrir tveimur árum.
„Eyðsluþröskuldurinn, eða sárs-
aukamörkin, var miklu hærri. Fólk
hugsaði ekki mikið um muninn á
kvartmilljón og hálfri milljón dala. Í
mars, á Armory-sýningunni, var
þröskuldurinn kominn niður í 50.000
dali.
Ég held annars að margir séu
komnir á þá skoðun að verð á verk-
um hafi þurft að lækka um 30% – en
við höfum í raun ekki séð það gerast
ennþá. En ef gæðaverk eru til sölu,
ef maður er með eitthvað sem fólk
vill eignast, þá eru metnaðarfullir
safnarar reiðubúnir að greiða upp-
sett verð.“
Mér leikur hugur á að vita hvort
myndlistarsöfnurum hafi ekki fjölg-
að á nýliðnum uppgangstímum.
Kelly kinkar kolli.
„Þegar markaðurinn hrundi á ár-
unum 1988 og 89 voru safnararnir
fáir og einsleitir. Mesta breytingin á
síðustu tveimur áratugum er að
miklu fleiri safna myndlist og hafa
áhuga á list um allan heim. Og fjöl-
breytileiki hópsins er miklu meiri.
Já, markaðurinn hefur róast, en fólk
sem fjárfestir í list og safnar er
miklu fleira.
Annað sem maður sér þegar
markaðurinn ofhitnar og lagar sig
að breyttum aðstæðum, er að hinum
virkilega ástríðufullu og alvarlegu
söfnurum, sem eru ekki að kaupa
verk í þeirri von að þau hækki gíf-
urlega í verði, og hafa ekkert rosa-
lega mikla peninga, er ýtt út af
markaðnum. Það sem er að gerast
er að þetta fólk, sem hefur þessa
ástríðu fyrir listinni, getur aftur
komið inn á markaðinn – dollararnir
þeirra eru verðmætir að nýju.“
Galleristinn segir marga í list-
heiminum hafa búist við því á síð-
ustu mánuðum að sjá mikið af lista-
verkum koma í endursölu og að
mörg galleríum yrði lokað. Hvorugt
hafi þó gerst.
„Mjög fá gallerí hafa hætt starf-
semi. Ég held þó að í sumar muni
mörg fara í frí og ekki verða opnuð
aftur. Markaðurinn er ekki í slíkri
kreppu að fólk loki eingöngu vegna
efnahagsástandsins. Það lokar
vegna þess að það er þreytt, er búið
að berjast við að halda rekstrinum á
floti og óttast að þetta haldi of lengi
áfram. En við munum varla sjá
mörgum góðum galleríum verða lok-
að því markaðurinn er ekki í það
slæmum málum.
Ef við náum 40% af þeim við-
skiptum sem við áttum í árið 2007,
eins og er raunin, þá eru það þrátt
fyrir allt mikil viðskipti,“ segir Kelly.
Þegar ég spyr hvort það gerireksturinn ekki auðveldari en
ekki að hann er með afar ólíka en
framsækna listamenn á sínum snær-
um, fólk á ólíkum aldri sem vinnur í
ólíka miðla, þá segir hann erfitt að
meta það.
„Ég reyni bara að meta styrk þess
prógramms sem ég er með í gangi á
hverjum tíma, og hafa það sem best.
Ég vona nefnilega að það sé raunin,
að af þeim 850 galleríum sem eru á
Manhattan-eyju, séu ekki mörg sem
listáhugafólk getur horft á og sagt
að þar sé jafn markvisst prógramm í
starfseminni; vinna sem byggist á
ákveðnum strúktúr, sveigjanleika en
formfestu. Ég vona að við séum slíkt
gallerí.
Ég er menntaður listamaður, hef
unnið með listamönnum í yfir 30 ár,
hlaut þjálfun sem sýningastjóri, vann
í söfnum og stýrði myndlistinni á
listahátíðinni í Bath. Þetta er bak-
grunnur minn og ég vona að mér
hafi tekist að byggja á honum við að
reisa hugmyndalega burðargrind
gallerísins.
Auðvitað getur það verið veikleiki,
ef við horfum bara á þetta út frá
efnahagsmódelinu, að við förum
ekki auðveldar leiðir. Við erum ekki
bara að reyna að selja málningu á
vegg eða að selja auðveld listaverk.
En ég held að það aðgreini okkar
prógramm frá margra annarra.
Ég hef þá trú að ef fólk hefur
raunverulegan áhuga á myndlist og
því sem er að gerast á þeim vett-
vangi, og er á svæðinu, þá eigi það
ekki að missa af neinum okkar sýn-
inga.
Það þýðir ekki að fólk eigi að
kunna að meta þær allar. Fólk á þó,
vonandi, að geta gert ráð fyrir því að
hvort sem það kann að meta verkin
eða ekki þá veit það að það sér í gall-
eríinu verk sem eru krefjandi, ögr-
andi, áhugaverð, mikilvæg, söguleg
og munu hreyfa við því á einhvern
hátt.
Ég hef unnið með sumum þessara
listamanna í yfir þrjá áratugi. Jo-
seph Kosuth, föður konsept-
listarinnar, Rebeccu Horn, Marinu
Abramovic, Juliao Sarmento. Hver
Sean Kelly „Ég held annars að margir séu komnir á þá skoðun að verð á
verkum hafi þurft að lækka um 30% - en við höfum ekki séð það gerast.“
» Það er sterkarihvati í samfélaginu
til að kaupa bíla en
myndlist en engu að
síður seldum við þetta
vel. Ég held að það
sýni styrk markaðar-
ins, þrátt fyrir allt.
Undrast hvað listmarkaðurinn hefur staðist
AF LISTUM