Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
ómar
Listaverk Ljósberi er sá, sem ber ljós, og það gerir líka Ljósberinn hans Gunnsteins Gíslasonar. Frá honum stafar mjúkri birtu um Hallgrímskirkju.
Guðmundur Ásgeirsson | 6. júlí
Hvað um karla?
… Hér birtist enn
og aftur angi af
því misrétti sem
felst í því hversu
mikil áhersla er
lögð á rannsóknir
og forvarnir við
ofbeldi gegn konum, þegar
staðreynd málsins er sú að í
meirihluta tilvika eru það karlar
sem eru þolendur ofbeldis yfir
höfuð, sé litið jafnt til allra teg-
unda ofbeldis og burtséð frá því
af hvaða kyni gerendurnir eru.
Kyn gerandans er í raun algert
aukaatriði því það eru ekki þeir
sem upplifa þjáningar af völdum
ofbeldis heldur eru það þolend-
urnir.
Meira: bofs.blog.is
DROTTNINGARVIÐTAL
Agnesar við Davíð í Sunnudags-
mogga (5. júlí) gefur tilefni til að
rifja upp söguna af ömmu Davíðs
og kettinum hennar. Í Hvítbók
Einars skálds Más er að þessu
vikið (sjá bls. 104). Þannig var að
kötturinn hennar ömmu vildi
stundum ráðast á fugla og veiða
mýs og gat verið grimmur og
úrillur, en þá greip amma Davíðs
til þess ráðs að klína smjöri á rófu
hans. Síðan segir:
„Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fugl-
unum og músunum, en athygli hans beindist ein-
göngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu
aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæð-
inga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra
beindist að einhverjum stórum málum, fleygði
hann til þeirra öðrum málum, minni háttar mál-
um, og lét þá þannig eltast við skottið á sér.
Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu smjörk-
lípuaðferðin í íslenskum stjórnmálum…“
Trúr smjörklípukenningunni hennar ömmu
fer Davíð eins og köttur í kringum heitan graut
utan um Icesave-málið og forðast eins og heitan
eldinn að nálgast kjarna málsins. Hver er kjarni
málsins? Hann er sá að vinir Davíðs í Lands-
bankanum, Björgólfur Guðmundsson og Kjart-
an Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flokksins,
ákváðu að bjarga Landsbankanum frá yfirvof-
andi þroti með því að stofna útibú bankans í
Bretlandi og Hollandi og tæla þarlenda spari-
fjáreigendur til að treysta þeim fyrir peningun-
um sínum. Og að íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn,
seðlabanki og fjármálaeftirlit, létu þá komast
upp með þetta.
Þetta er kjarni málsins, upphaf þess og endir.
Ef þeir vinirnir hefðu stundað þessa fjáröflun-
arstarfsemi sína í nafni þarlendra banka (dótt-
urfyrirtækja en ekki útibúa), sem þeir reyndar
áttu fyrir, þá lægi enginn Icesave-reikningur nú
fyrir Alþingi Íslendinga. Málið er ekki flóknara
en þetta. Í upphafi skyldi endirinn skoða.
Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í
forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt:
Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efna-
hagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins.
Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarks-
tryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lág-
marksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evr-
um. Hins vegar gildir sú regla um dótturfyrir-
tæki að þau eru rekin undir eftirliti og með
sparifjártryggingu gistilandsins.
Menn áttu því val. Vinir Davíðs
vissu alveg hvað þeir voru að
gera, þegar þeir völdu útibús-
formið. Þeir gerðu það á ábyrgð
Íslands. Það vissu líka íslensk
stjórnvöld, sem leyfðu þeim það,
árið 2006.
Sá galli er á heimatilbúinni (eft-
irá)lögskýringu nokkurra ís-
lenskra lögfræðinga, nefnilega að
sparifjártryggingin takmarkist
við tóman tryggingarsjóð, að sá
lögfræðingur fyrirfinnst ekki ut-
an landsteinana, sem tekur mark
á lögskýringunni. Samræmd
trygging sparifjárinnistæðnanna á Evrópska
efnahagssvæðinu flokkast undir neyt-
endavernd. Hún á að tryggja að bíræfnir fjár-
glæframenn komist ekki upp með að féfletta
hrekklausa sparifjáreigendur. Orðalagið „ens-
uring the compensation“, þ.e. „að tryggja
greiðslur“ lýsir tilganginum vel. Gætu sparifjár-
eigendur ekki treyst þessu, út af langsóttum
lagakrókum, væri um trúnaðarbrest að ræða,
sem hlyti að enda með bankaáhlaupi.
Kerfishrun
Nú kemur Davíð fram eftir dúk og disk og
segir: Já, þetta getur átt við um fall einstakra
banka, en ekki um kerfishrun. Máli sínu til
stuðnings vitnar hann í það sem hann kallar
OECD nefndarálit, undir formennsku Jean-
Claude Trichet, núv. bankastjóra evrópska
Seðlabankans, og heimtar að skýrslan verði nú
birt til að sanna mál sitt. Þarna mun vera um að
ræða nefndarálit á vegum franska seðlabankans
frá árinu 2000, þegar Frakkar lögleiddu tilskip-
un ESB um samræmda lágmarkstryggingu
innistæðueigenda, rétt eins og við Íslendingar.
En þar segir að sjálfsögðu hvergi, að við kerf-
ishrun falli sparifjártryggingin niður. Þvert á
móti. Þar segir að við slíkar kringumstæður
komi til kasta eftirlitsstofnana, seðlabanka og
ríkisstjórna að ábyrgjast trygginguna.
Einmitt þess vegna hafa tryggingasjóðirnir
lántökuheimildir, umfram iðgjöldin. Öfugt við
það sem Davíð gefur í skyn, tekur franska
nefndarálitið af tvímæli um ábyrgð stjórnvalda
á innistæðutryggingum, umfram inneignir
tryggingarsjóða, þegar um kerfishrun er að
ræða. Ég tek undir kröfu Davíðs um að þessi
niðurstaða úr ársskýrslu franska bankans árið
2000 verði birt, svo að þingmenn þurfi ekki að
velkjast í vafa um ábyrgð sína gagnvart spari-
fjáreigendum á kerfishruni.
Sú ákvörðun bankastjóra Landsbankans,
þeirra Halldórs Kristjánssonar og Sigurjóns
Árnasonar og bankaráðsins, þ.e. þeirra Björg-
ólfs Guðmundsonar og Kjartans Gunnarssonar,
að opna nýtt útibú í Hollandi í lok maí 2008 og
sú staðreynd, að íslensk stjórnvöld létu þessa
menn komast upp með þetta, er sérstaklega
vítaverð. Ástæðan er sú að þá hafði for-
ystumönnum bankans og fulltrúum seðlabanka
og ráðuneyta borist í hendur sérstök skýrsla
viðurkenndra sérfræðinga, þeirra Buiter og Si-
bert, þar sem kveðið er upp úr um, að það sé að-
eins tímaspursmál, hvenær íslensku bankarnir
hrynji, nema gripið verði til neyðarráðstafana
þegar í stað. Það þýddi að flytja höfuðstöðvar
bankanna þangað sem meginþungi starfsem-
innar var, eða a.m.k. að koma útibúunum í dótt-
urfélagsform og þar með á ábyrgð og með
sparifjártryggingu þarlendra stjórnvalda.
Þetta vissu bankastjórarnir. Þetta vissu stjórn-
völd. Samt gerði enginn neitt. Þetta er kjarni
málsins. Þetta er upphaf ógæfunnar. Þarna er
að leita ábyrgðarinnar á óförum okkar.
Í bók sinni um hrunið vekur Guðni Th. Jó-
hannesson athygli á því, að skv. lögum um fjár-
málafyrirtæki nr. 161/2002, 36. gr. hefði fjár-
málaeftirlitið íslenska getað bannað stofnun
útibús á evrópska efnahagssvæðinu, „ef það
hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun
og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyr-
irtækis sé ekki nægilega traust“ (bls. 208).
Ástæðan fyrir því að Landsbankinn opnaði
útibú í Hollandi í maí 2008, fáeinum mánuðum
fyrir hrun, var sú að fjárhagsstaða fyrirtæk-
isins var ekki nægilega traust. Einmitt þess
vegna bar íslenskum stjórnvöldum skylda til að
stöðva þetta feigðarflan í tæka tíð. Það brást.
Þess vegna sitja íslenskir skattgreiðendur nú
uppi með reikninginn.
Pólitískt talsamband
Til er skýrsla eftir hollenska lagaprófessora –
Adrienne deMoor-VanVogt og Edgar dePerron
– til neðri deildar hollenska þingsins um Ice-
save-málið. Í þessari skýrslu er sýnt fram á að
hollensk yfirvöld lögðu hart að íslenskum
stjórnvöldum að færa Icesave-reikningana inn í
hollenska lögsögu og undir fullkomna bóta-
skyldu hollenskra yfirvalda, áður en verra hlyt-
ist af. Hollensk yfirvöld voru m.ö.o. fús til að
taka ábyrgðina yfir á sig og þar með að forða
áhættu af áhlaupi á banka, sem gæti hlotist af
vantrausti á getu íslenskra stjórnvalda (seðla-
banka og ríkisstjórnar) til að standa við marg-
ítrekaðar yfirlýsingar um ábyrgð þeirra á inni-
stæðutryggingum íslenskra banka.
Hverjir komu í veg fyrir þetta? Landsbanki
Íslands með fulltingi íslenskra stjórnvalda.
Sama máli gegnir um breska fjármálaeftirlitið.
Það bauðst ítrekað til að taka ábyrgðina af ís-
lenska Landsbankaævintýrinu yfir á sig.
Landsbankinn neitaði, af því að forsprakkarnir
vissu að þar með yrðu þeir settir undir hart eft-
irlit og gætu þ.a.l. ekki misnotað aðstöðuna í
þágu eigenda Landsbankans og eignarhalds-
félaga þeirra. Hversu oft ætla þeir sem bera
alla ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar í
þessu máli – þeir hinir sömu og gátu komið í veg
fyrir ódæðið – að endurtaka ásakanir sínar um
að þetta sé allt Bretum og Hollendingum að
kenna?
Er til of mikils mælst, í ljósi þessarar forsögu
málsins, að Davíð Oddsson, fv. forsætisráð-
herra og seðlabankastjóri, fari senn hvað líður,
nú þegar um hægist frá embættisönnum, að líta
í eigin barm? Hver bar á því höfuðábyrgð, við
einkavæðingu ríkisbankanna, að afhenda
Björgólfsfeðgum Landsbankann á gjafvirði?
Hvers vegna var nánasti samstarfsmaður Dav-
íðs, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, skilinn eftir við einkavæð-
inguna sem varaformaður bankaráðsins? Var
það ekki til þess að tryggja að forráðamenn
bankans væru „í pólitísku talsambandi“ við
Flokkinn, úr því að Búnaðarbankinn hafði sam-
kvæmt helmingaskiptareglunni verið fram-
seldur í hendurnar á S-hópnum, mönnunum
sem stukku frá borði, áður en SÍS var dysjað á
öskuhaugum sögunnar?
Og ekki ætti talsambandið við flokkinn að
hafa stirðnað við einkavæðinguna, þegar þess
er gætt, að listinn yfir nánustu samstarfsmenn
bankastjóra Landsbankans lítur út – eftir á að
hyggja – eins og „hver er maðurinn? yfir valda-
kerfi Flokksins úr Orator, Vöku og Stúd-
entaráði inn í bankana og ráðuneytin. Það ber
allt að sama brunni. Það tók þetta þéttriðna
venslanet sérhagsmunanna, undir vernd-
arvæng Sjálfstæðisflokksins, bara sex ár frá
einkavæðingu að kollvarpa efnahagslegu sjálf-
stæði Íslands og orðspori gagnvart umheim-
inum.
Geri aðrir betur.
Og svo þykjast þeir hvergi hafa nærri komið
og gera hróp að hinum, sem tóku við þrotabúinu
og eru að reyna að reisa Ísland við úr rústunum.
Sjá ítarlegri umfjöllun á heimasíðu jbh.is
Eftir Jón Baldvin
Hannibalsson » Vinir Davíðs vissu alveg
hvað þeir voru að gera,
þegar þeir völdu útibúsformið.
Þeir gerðu það á ábyrgð Ís-
lands. Það vissu líka íslensk
stjórnvöld, sem leyfðu þeim
það, árið 2006.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar 1991-95.
Um smjörklípukenninguna
og seðlabankastjórann
BLOG.IS
Skúli Guðbjarnarson | 6. júlí
Gjörninga-
listamaðurinn
Davíð
…Hann er nátt-
úrlega að reyna að
aðstoða Sjálfstæð-
isflokkinn í stjórn-
arandstöðu. Ég
held samt að þetta
sé bjarnargreiði.
Kannski er Davíð að móta sér
nýjan vettvang sem gjörninga-
listamaður. Sem slíkur er hann
bara þrusugóður.
Meira: skuligud.blog.is