Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 36
Eldflaugavísindamenn Magnús (t.v.) og Smári
Freyr við flaugina sem ætlað er að ná hljóðhraða.
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„HÚN nær alveg þúsund kílómetra hraða,“ segir
Magnús Már Guðnason, nemi í efnaverkfræði og
eldflaugavísindamaður, um eldflaug sem ís-
lenskt áhugamannafélag um slíkar flaugar,
Amateur Icelandic Rocketry (AIR), hyggst
skjóta á loft í sumarlok. Ætlunin er að flaugin
nái þriggja kílómetra hæð knúin blöndu af salt-
pétri og gervisykri.
Smíði flaugarinnar og undirbúningur skotsins
hafa staðið yfir í um hálft ár en Smári Freyr
Smárason, pípulagningamaður og eldflaugavís-
indamaður, sinnir verkefninu með Magnúsi. Þeir
félagar sinntu starfi aðstoðarkennara á nám-
skeiði við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
þar sem smíðuð var eldflaug og henni skotið á
loft. Sú flaug náði 1,5 kílómetra hæð á um 700
kílómetra hraða.
Fyrsta flaugin sem AIR skaut á loft var jafn-
stór þeirri sem skjóta á upp í sumar. Sú fór þó
hægar og náði ekki eins hátt en með betri vél og
loftflæði er henni ætlað að ná fyrrgreindum
hraða og hæð.
Þrengingarnar ljón í veginum
„Við höfum verið að smíða ansi stóra eldflaug
í tvö ár en þurfum aðeins að setja hana í bið þar
sem Ísland fór á hausinn,“ segir Magnús kíminn
en upphaflega var markmiðið að skjóta töluvert
stærri eldflaug á loft. Sú átti að fara fimm kíló-
metra í loft upp og freista þess að rjúfa hljóð-
múrinn.
Þar sem verkefnið reiðir sig að mestu leyti á
velvild og styrki fyrirtækja og stofnana var
ákveðið að láta minni eldflaug duga í bili, enda
mögulegir styrkjendur lítt aflögufærir í efna-
hagsþrengingunum. Verkefni AIR höfðu áður en
sultarólin var hert í samfélaginu hlotið styrki
víða, meðal annars frá nýsköpunarsjóðum og
Hafnarfjarðarbæ.
Seinna meir er ætlunin að láta verða af því
að skjóta stóru eldflauginni á loft. Magnús
reiknar þó ekki með að það verði á næstunni
og sennilega ekki fyrr en að einu eða tveimur
árum liðnum.
Íslenskt áhugamannafélag um eldflaugar stendur í stórræðum í sumar
Saltpétur og gervi-
sykur knýja eldflaug
Frestuðu að rjúfa hljóðmúrinn vegna kreppunnar
Smíða sífellt stærri og hraðfleygari eldflaugar
0
1
2(
3
&"
#.# %
#
(
*
+
#/
0
&"*
#.# *#
%1)
&2&
%2%*
#/
3 4! ,
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Kísill í Helguvík árið 2011
Orkuöflun vegna fyrsta áfanga við
fyrirhugaða kísilverksmiðju í Helgu-
vík er lokið. Framleiðsla gæti hafist í
nóvember 2011. Samkvæmt starfs-
leyfi fær verksmiðjan að framleiða 50
þúsund tonn en gert er ráð fyrir 42
þúsund tonna framleiðslu á ári. »2
Æ yngri börn á netinu
Börn eru nú að meðaltali 6,9 ára
gömul þegar þau prófa netið í fyrsta
sinn. Þetta er niðurstaða nýrrar
könnunar sem Capacent vann fyrir
SAFT. Netnotkun hefur því færst
neðar í aldri frá því síðasta könnun
var gerð 2007. Einnig eiga töluvert
fleiri börn sína eigin tölvu nú en áður.
»4
Á fjórhjóli yfir hálendið
Jón Gunnar Benjamínsson hefur
verið bundinn við hjólastól í tvö ár en
ætlar nú á fjórhjóli yfir hálendið. Jón
Gunnar lenti í alvarlegu bílslysi fyrir
tveimur árum. »7
Hægt að dæma Icesave hér
Ef sú staða kæmi upp að Alþingi
samþykkti ekki ríkisábyrgð á Ice-
save-reikningum gætu bresk og hol-
lensk stjórnvöld höfðað endurkröfu-
mál á íslenska ríkið hér á landi. » 8
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hvað á fjármálaráð-
herra við?
Ljósvakinn: Morgunvakt á villigöt-
um
Forystugreinar: Bókstafurinn og úr-
ræðaleysið | Fækkun kjarn-
orkuvopna
Ljósvakinn: Búa konur við ofbeldi?
UMRÆÐAN»
Tannheilsa barna og unglinga, er
leikurinn að tapast?
Metnaðarfull háskóla-
og vísindastefna
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-*.
+/0-.,
*/.-.1
+2-,2*
*3-4/0
*1-*,3
**1-2+
*-220.
*34-.+
*,1-,+
5 675 1# 89: +//3
*+,-0.
+/4-2,
*/3-*.
+2-.
*3-41*
*1-++1
**1-10
*-22.,
*31-0
*,,-+*
++3-*43+
&;<
*+,-,.
+/4-.,
*/3-4
+2-.13
*3-1*.
*1-+,2
**1-31
*-20+1
*31-3.
*,,-,
Heitast 20° C | Kaldast 10° C
Austlæg eða breyti-
leg átt, 3-8 m/s. Skýjað
að mestu A- og SA-
lands en annars skýjað
með köflum. » 10
„Listmarkaðurinn
er traustari en
margir aðrir mark-
aðir,“ segir einn
kunnasti galleristi
New York. »32
AF LISTUM»
Margar
kollsteypur
TÓNLIST»
Eiki fagnaði fimmtugs-
afmæli með stæl. »30
Sá leikur sem skap-
ast milli ljóss og
áhorfanda er eftir-
minnilegur, segir
m.a. um verk Anth-
onys McCall. »28
MYNDLIST»
Hreinn
einfaldleiki
KVIKMYNDIR»
Þriðja teiknimyndin um
ísöldina er vinsæl. »31
TÓNLIST»
Ásdís Rán heillar eldspú-
andi djöflarokkara. »29
Menning
VEÐUR»
1. „Barnaskapur sem nær engri átt“
2. Karen Lind komin fram
3. Ríkinu mistókst sem eiganda
4. Sigurbjörn tryggði Val sigur
Íslenska krónan veiktist um 0,32%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
TÓNSKÁLDIÐ Ólafur Arnalds mun semja tónlist fyrir
nýjasta verk Waynes McGregor, eins umtalaðasta dans-
höfundar heims í dag, en hann gegnir nú starfi aðal-
danshöfundar Konunglega ballettsins í Bretlandi.
McGregor er í fararbroddi hvað nýsköpun danslist-
arinnar varðar og nýtir sér alls kyns miðla og sam-
verkamenn úr ýmsum geirum til þess atarna. Ólafur
gekk frá samningum í gær í London en hann mun
semja tónlistina og flytja hana undir verkinu sem verð-
ur frumsýnt í október. Sex sýningar verða í hinu 2000
manna Sadlers Wells-leikhúsi, en verkið var samið fyr-
ir danshóp þess húss. Eftir það verður farið með verkið
víða um heim og verður Ólafur þá að sjálfsögðu með í
för. | 29
Semur fyrir heims-
þekktan dansara
Áfram veginn Ólafur Arnalds horfir til framtíðar. Veg-
ferð hans á alþjóðavettvangi vex með hverju misserinu.
KOSTNAÐUR við þátttöku Íslands
í Feneyjatvíæringnum í ár nemur
um 59 milljónum króna, skv. bráða-
birgðauppgjöri frá Kynningar-
miðstöð íslenskrar myndlistar sem
sér um framkvæmd verkefnisins.
Íslenska ríkið leggur til um 24,5
milljónir króna en um afganginn
sjá einkaaðilar. Um 95% kostnaðar
við verkefnið eru í evrum og hefur
leiga á sýningarrýminu m.a. tvö-
faldast, í krónum talið, frá seinasta
tvíæringi vegna veikrar stöðu krón-
unnar nú. | 28
Evran er
listinni dýr