Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. 17. júlí. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur. 10. júlí. Allra síðustu sætin! Stökktu til Salou 10. eða 17. júlí í eina eða tvær vikur frá kr. 59.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða ótrúleg tilboð á ferðum til sumarleyfisperlunnar Salou, sunnan Barcelona 10. eða 17. júlí í eina eða tvær vikur. Í boði eru stökktu tilboð, þar sem þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjöl- breytt aðstaða, úrval veitingastaða og litríkt næturlíf. Gríptu þetta ein- staka tækifæri og smelltu þér í sumarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum einstaka sumarleyfisstað á hreint ótrúlegum kjörum. Hvers vegna er Icesave- deilan ekki lögð fyrir hlut- lausa dómstóla? Þjóðréttardeilur eru annars eðl- is en hefðbundin mál fyrir lands- rétti. Allir deiluaðilar þurfa að samþykkja að leggja þjóðrétt- ardeilu fyrir dómstól. Hvað væri öðruvísi ef deilu- aðilar okkar færu í endur- kröfumál hér á landi? Þá yrði málið í raun rekið sem einkamál um fjárkröfu en ekki tek- in afstaða til þjóðréttardeilunnar. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ER mögulega hægt að leggja Ice- save-deiluna fyrir íslenska dómstóla? Mikið hefur verið ritað um dóm- stólaleiðina svonefndu og vand- kvæðin sem henni eru bundin. Svo unnt sé að leggja þjóðréttarlega deilu fyrir dómstóla þurfa allir deilu- aðilar að samþykkja það. Bretar og Hollendingar hafa ekki samþykkt að leita til dómstóla og af þeim sökum hefur dómstólaleiðin verið talin dauðadæmd. Jón Steinar Gunnlaugsson, dómari við Hæstarétt Íslands, ritaði grein í Morgunblaðið þann 22. júní síðastlið- inn þar sem hann opinberaði þá skoð- un sína að það væri skylda íslenskra stjórnvalda að tryggja þjóðinni rétt til að láta hlutlausan dómstól dæma um hvort Íslendingar væru skuld- bundnir að lögum til að greiða Ice- save-skuldina. Í greininni sagði jafn- framt: „Ef viðsemjendur okkar vilja ekki semja á þennan veg [innsk. blm. þ.e. að semja um að leggja deiluna fyrir hlutlausan dómstól] er einfalt að benda þeim á að varnarþing ís- lenska ríkisins er á Íslandi og fjár- kröfur á hendur því ber að sækja fyr- ir íslenskum dómstólum.“ Í viðtali við Morgunblaðið á sunnu- dag sagði Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráð- herra, aðspurður hvaða dómstóll gæti fjallað um ágreiningsefni okkar við Breta og Hollendinga: „Við þurf- um ekkert að velta því fyrir okkur. Varnarþingið er hérna á Íslandi. Þeir sem vilja rukka okkur, þeir leita til dómstóls hér á landi.“ Að sögn fræðimanna á sviði stjórn- skipunarréttar er þessi leið raunhæf. Með þessum hætti væri málið rekið formlega fyrir íslenskum dómstólum sem einkamál en ekki þjóðrétt- ardeila. Til að höfða einkamál þarf ekki samþykki allra deiluaðila ólíkt þjóðréttarmálum. Ef sú staða kæmi upp að ríkisábyrgð á Icesave- reikningum yrði ekki samþykkt á Al- þingi gætu bresk og hollensk stjórn- völd, sem hafa lagt út fjárhæðir til að greiða innstæðueigendum tjón sitt, höfðað endurkröfumál á hendur ís- lenska ríkinu. Það gæti aðeins gerst fyrir íslenskum dómstólum. Þannig fengist loks lagaleg niðurstaða um hvort Íslendingum ber með réttu að greiða skuldirnar. Eins gætu þeir einstaklingar og lögaðilar sem töp- uðu fé á reikningum í Bretlandi og Hollandi og telja íslenska ríkið skaðabótaskylt höfðað mál hér á landi. Ráðgefandi álit gæti fengist Ef Íslendingar myndu ákveða að halda að sér höndum í Icesave- málinu og gera kröfur um lagalegan úrskurð málsins, gæti þessi aðstaða komið upp. Þá gæfist tækifæri til þess að íslenskir dómstólar myndu leita ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins um það hvernig bæri að túlka tilskipunina varðandi rík- isábyrgð. Morgunblaðið/G.Rúnar Hæstiréttur Ef Icesave-samningurinn verður felldur á Alþingi gætu Bretar og Hollendingar höfðað endurkröfumál hér á landi gegn íslenska ríkinu. Í því tilfelli gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Geta íslenskir dómstólar úrskurðað um Icesave? Mikið hefur verið ritað um hina svonefndu dómstólaleið varðandi Icesave. Ef ríkisábyrgð verður ekki samþykkt á Alþingi gæti niðurstaðan fengist í einkamáli sem höfðað yrði hér á landi. Bretar og Hollendingar gætu höfðað skaðabótamál gegn Íslandi hér á landi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TILRAUNIR breskra vísinda- manna með nýja leysimeðferð gegn svokallaðri þurri ellihrörnun vekja vonir um að innan nokkurra ára komi fram meðferð sem geti komið í veg fyrir að sjúkdómurinn þróist í eldri sjúklingum. Fjallað er um aðferðina á vef breska útvarpsins, BBC, en þar seg- ir að John Marshall, prófessor við King’s College, London, hafi farið fyrir tilraunum sem felast í að leysi er skotið á augnbotna sjúklinga í því skyni að virkja ensím til að hreinsa á brott óhreinindi sem eru afurð ljós- næmra frumna og safnast ella fyrir í augnbotnum. Aðspurður um tilraunirnar segir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir Sjónlags, að of snemmt sé að skera úr um hvort þær beri árangur. Hitt sé ljóst að hún myndi hafa mikil áhrif á Íslandi, enda sé þurr ellihrörnun hér útbreitt vandamál. Mikið vandamál á Íslandi „Þetta er mjög mikið vandamál á Íslandi. Þetta er algengasta orsök blindu hjá eldra fólki og hefur alveg leyst glákuna af hólmi hvað það varðar, enda lifir fólk lengur nú en áður. Þarna virðist vera kominn fram vísir að meðferð sem gæti dregið úr því sjóntapi sem fólk verð- ur fyrir og hægt á þessu hrörnunar- ferli,“ segir Ólafur Már. Yrði bylting í augnlækningum Ný aðferð vekur vonir um meðferð við ellihrörnun Ólafur Már Björnsson ENDURSKOÐUN náttúruverndar- laga átti að byrja síðastliðið haust en sökum tíðra ráðherrabreytinga og hræringa í þjóðfélaginu tafðist sú vinna. ,,Undirbúningur endur- skoðunarinnar er þó hafinn,“ segir Sigurður Þráinsson hjá umhverf- isráðuneytinu. Hann segir að sú vinna eigi að hefjast í haust. Eitt af því sem haft verður í huga við end- urskoðunina er lagaákvæði um endurheimt votlendis en í dag er það hvergi nefnt í lögum og eins til- heyrir það verkefni ekki ráðuneyt- inu lagalega séð. ,,Vafalaust verður tekið á því máli og hefur það sér- staklega verið mikið nefnt í tengslum við bindingu kolefnis,“ segir Sigurður. sigrunerna@mbl.is Endurskoðun laga ekki hafin Morgunblaðið/Ómar Jaðrakan Afar fallegur vaðfugl. ÖLL olíufélögin hafa nú hækkað verð á bensíni og var verðið á lítr- ann á höfuðborg- arsvæðinu rúm- lega 183 kr. til tæplega 186 kr. í gærkvöld sam- kvæmt vefnum GSM bensín. Nýtt vörugjald og skattur upp á 12,50 kr. leggst á nýjar birgðir. Skeljungur hækkaði bensínverð fyrir nokkrum dögum en N1 átti eitt olíufélaga eldri birgðir af eldsneyti í síðustu viku. Olíuverð fór niður fyrir 64 doll- ara á tunnuna í gær og er því spáð að olíuverð fari lækkandi á heims- markaði á næstunni. Olíufélögin hækka öll verð á bensíni Hækkun Bens- índroparnir eru orðnir dýrari. Í tilefni af ásökunum sem bornar eru á meðlimi Vísinda- og tækni- ráðs og koma fram í viðtali við pró- fessor við Háskólann í Reykjavík í Morgunblaðinu 1. júlí sl. og blaðið tók upp í leiðara daginn eftir vilja meðlimir Vísinda- og tækniráðs sem áttu hlut í umsóknum í mark- áætlun taka fram að þeir komu hvergi nærri mati eða vali umsókna á nokkru stigi málsins. „Ströngustu hæfisreglum var fylgt, bæði þeim sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum og einnig reglum Rannís ásamt ákvæði sem segir að hver sá sem á hag af fram- gangi einnar umsóknar sé van- hæfur til að fjalla um nokkra aðra umsókn. Einnig er rétt að það komi fram að áherslusviðin átta sem markáætlun kallaði eftir umsókn- um á voru byggð á greining- arvinnu, Framtíðarsýn 2020, sem hálft annað hundrað manns tók þátt í árið 2007. Niðurstaða þeirrar greiningarvinnu tók ekki mið af því að setja ætti upp markáætlun.“ Komu ekki nærri vali á umsóknum Gerður er greinar- munur á þurri elli- hrörnun annars veg- ar og votri ellihrörnun hins vegar. Aðferðin sem hér um ræðir gagnast við meðferð á þurri ellihrörnun en reynt er að bregðast við votri ellihrörnun með lyfjagjöf til að draga úr nýæðamyndun. Um hrörnunina Ekki fyrst kvenna Bandaríkjamaðurinn Shawna Franklin varð fyrst kvenna til að róa á kajak umhverfis Ísland en ekki hin þýska Freya Hoffmeister, eins og ráða mátti af frétt Morgunblaðsins í gær. Það gerði Franklin á 81 degi við þriðja mann sumarið 2003. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Þess má geta að ísraelska kajakkonan Rotem Ron reri fyrst allra einsömul umhverfis Ísland sumarið 2006. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.