Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tónlist Hjónabandið í góðum gír á fallegu sumarkvöldi í Fljótshlíðinni „Sumarið er tíminn“ segir Bubbi Mortens og ég er sammála honum. Ég veit fátt betra en að vera úti í góðu veðri. Þegar sólin skín er það plús og þá er skemmtilegt að halla sér á bekk og loka augunum og hlusta á hljóðin í umhverfinu. Það breytist nefnilega allt þegar sólin skín. Þar gelti hundur, lítill krakki grætur, hamarshljóð í næsta garði og þarna er einhver að slá. Gleðihróp barna að leik og nú mjálmar kisi og þá þagnar fuglasöngurinn sem var eins og undirspil við öll hin hljóðin. Dásamlegt, allir eru glaðir, hver að sýsla í sínum heimi.    Á meðan ég ligg á bekk og læt sólina skína á mig eru aðrir á fullu í framkvæmdum og þrátt fyrir allt krepputal er ýmislegt í gangi í sveitarfélaginu. Nú er t.d. verið að leggja lokahönd á byggingu nýs tónlistarskóla og vekur byggingin athygli vegfarenda, er gul eins og fífill í haga.    Úlfar Gíslason smiður er byrjaður að smíða blokk, við sem héldum að nóg væri búið að byggja af íbúð- um á Íslandi fyrir næstu 100 árin. En svo er ekki á Hvolsvelli, hér er alltaf eftirspurn eftir litlum íbúð- um og vonandi gengur vel að byggja blokkina og selja íbúð- irnar.    Framkvæmdir við Landeyjahöfn eru á fullu og ganga vel. Niður að hafnarstæðinu er stöðugur straumur fólks þrátt fyrir að bannað sé að aka um svæðið. Nú hefur Siglingastofnun sett upp vefmyndavél sem sendir mynd á mínútu fresti inná vefsíðuna sigl- ing.is. Þar geta nú fróðleiksfúsir fylgst með varnargörðunum lengj- ast dag frá degi.    Öllum stórframkvæmdum fylgir mikið rask og voru margir mjög efins um að stórfelld efnistaka á Hamragarðaheiði væri skyn- samleg. Það má auðvitað deila um það en kosturinn er sá að nú er kominn mjög greiðfær vegur uppá heiðina og tekur bara örskots- stund að fara í 600 metra hæð og þá er hægt að virða fyrir stórkost- legt útsýnið. Vestmannaeyjar og Suðurland í allri sinni dýrð. Þetta er jákvæði pósturinn við svona framkvæmdir.    Tónlistarlíf er í miklum blóma hér í sveit og alltaf er að bætast í flór- una. Margir minnast enn með gleði stórvelheppnaðrar blúshátíð- ar í vor og segja aðstandendur hennar að þetta verði framvegis árlegur viðburður. Nú er í und- irbúningi árleg djasshátíð á Skóg- um sem kallast Djass undir Fjöll- um og Hjónabandið er nýbúið að gefa út sinn annan geisladisk með frumsömdu efni.    Og síðast en ekki síst er stór- merkilegt framtak hjónanna á Stokkalæk, þeirra Ingibjargar og Péturs, til tónlistar, þar sem tón- listarfólki er sköpuð aðstaða til æfinga og tónleikahalds. Þetta á án efa eftir að skipta miklu máli, ekki bara fyrir tónlistarfólkið, heldur á samfélagið vafalítið eftir að njóta góðs af þessu frábæra framtaki. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fréttaritari Daglegt líf 15ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Þá eru hvalveiðar hafnar á ný.Ekki fer hjá því að margir sleiki út um við tilhugsunina um hrefnukjöt á diski og í þeim hópi er Pétur Stefánsson: Sólarríka sumardaga, sæll ég glóðarsteikur ét. Gómsætt er í munn og maga marinerað hrefnuket. Sigrún Haraldsdóttir er líka í sumarskapi: Himinninn víður er blikandi og blár og blærinn er hlýr og sætur. Ég sit út í móa með sólþurrkað hár og svolítið brennda fætur. En það er Hreiðar Karlsson ekki, sem veltir fyrir sér stöðu þjóðmála: Allt er líkt og áður var, ekki miklar nýjungar. Aldraðir og aumingjar eiga að bera klyfjarnar. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd gerir hinsvegar að yrkisefni geðbrigði manna: Svört eru veður í sálum oft, sést það á ýmsum háttum. Hugsun sem þekkir ei heilnæmt loft hlýtur að tapa áttum. Og hann las grein um hryðju- verk: Blóði vætt er veröld öll, vegir flestir tæpir. Hefjast yfir hæstu fjöll hræðilegir glæpir. Af hrefnu og klyfjum VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is HUNDRAÐ ára gamalt málverk af Helga Hálfdanarsyni sálmaskáldi prýðir nú virðulegan vegg Biskupsstofu. Málverkið hefur undanfarin fimmtíu ár sett svip á stofu Jóns Helga Hálfdanarsonar, meðhjálpara í Hveragerði, sem gaf Bisskupsstofu þetta merka málverk af langafa sínum, við litla athöfn í gær. Mikilsvirt sálmaskáld Helgi Hálfdanarson fæddist árið 1826 og var eitt mik- ilsvirtasta sálmaskáld og sálmaþýðandi landsins. Við hann var einnig kennt svonefnt Helgakver sem notað var lengi við fermingarfræðslu. Sonur Helga, Jón Helgason biskup, lét mála málverkið að föður sínum látnum. Mynd- in var máluð eftir ljósmynd af dönskum málara sem „sig- nerar“ málverkið með upphafsstöfum sínum, CB. Jón Helgi Hálfdanarson segir málverkið hafa gengið í karllegg frá Jóni biskupi til sonar hans, Hálfdanar pró- fasts á Mosfelli og að lokum hafnað í stofunni hjá þeim hjónum í Hveragerði. „Mér finnst nú satt að segja mál- verkið eiga betur heima á Biskupsstofu en heima í stofu. Ég veit líka að börnin mín ásælast ekki málverkið. Ungt fólk vill ekki hafa gamla mynd af karli inn í stofu hjá sér, hversu merkilegur sem karlinn nú annars var,“ segir Jón Helgi hlæjandi. Í minningu föður síns Málverkið gefa þau hjónin Jón Helgi og Jóna Ein- arsdóttir í minningu föður Jóns, Hálfdanar Jónssonar prófasts á Mosfelli. Hann segir föður sinn hafa dáið um aldur fram, 56 ára, og bar dauða hans sviplega að. „Við vorum að keyra yfir Hellisheiðina í kolvitlausu veðri þeg- ar pabbi dó skyndilega, fékk hjartaáfall. Hann hefur þó skynjað feigðina því skömmu fyrir dauða sinn var hann beðinn um að bjóða sig fram til biskups en hafnaði því al- farið, mörgum til undrunar.“ Braut prestlegginn Jón Helgi er af miklum prestaættum. „Ég er sá níundi í karllegg en brýt prestlegginn. Hins vegar hef ég verið meðhjálpari í Hveragerði frá því kirkjan var byggð 1972. Þá var ég með útfararþjónustu Suðurlands í 30 ár.“ Jón Helgi segist munu sakna langafa síns af veggnum í stofunni sinni. „Hann hefur þolað ýmislegt með okkur, m.a. tvo Suðurlandsskjálfta. Það verður vonandi rólegra hjá honum á Biskupsstofu sem ég veit að er verðugur eigandi þessa merka málverks og mun veita því sóma.“ Málverkið á betur heima á Biskupsstofu en heima í stofu Morgunblaðið/Jakob Fannar Líkir Jón Helgi við málverkið af langafa sínum, Helga Hálfdanarsyni. Ekki leikur vafi á að þeir eru líkir. 800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 49 4 Það er Þú geturtalað fyrir12.000 kr.1.000 kr. inneigná mánuði í eittár fylgir. Einstakur sumarsími SONY ERICS SON G502 Ódýr og flo ttur 3G sím i með MP3 spilara, FM útvarpi, tón listargreini og Active S ync stuðnin gi. Farðu á M-ið í síman um og skoð aðu Gmail eða Hotmai l póstinn hv ar og hvenæ r sem er. Símalán – ú tborgun: 90 0 kr. Aðeins 2.00 0 kr. á mán uði í 12 má nuði. Verð: 24.90 0 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.