Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 182. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «MYND UM SIGRÍÐI NÍELSDÓTTUR „HEF BARA ALLTAF VERIÐ AÐ LEIKA MÉR“ «LÍF OG FJÖR Í SIGLINGUNUM Beggja skauta byr á Sauðárkróki                             Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is REKSTRARKOSTNAÐUR nýju ríkisbankanna þriggja, Íslandsbanka, Landsbankans og Kaupþings, er um þriðjungi of mikill miðað við tekjur og umfang bankastarfseminnar í land- inu, eftir hrun bankanna í október í fyrra. Þetta kom fram í máli Sveins Haralds Øygaard seðlabankastjóra á fundi um endurreisn bankakerfisins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Samtals eru starfsmenn í bönkun- um þremur um 3.000. Um 900 í Ís- landsbanka og Kaupþingi en nær 1.100 í Landsbankanum. Sem flestir haldi vinnunni Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármálafyr- irtækja (SFF), segir stóran hluta starfsmanna vera starfsfólk í útibúum og annarri hefðbundinni þjónustu. Því muni starfsmönnum ekki endi- lega fækka um þriðjung heldur verði að líkindum fækkað á þeim stöðum innan bankanna þar sem seglin hafa dregist mest saman: „Vonandi halda sem flestir vinnu í gegnum endur- skipulagningartímabilið sem fram- undan er.“ Friðbert sagði smærri fjármálafyrirtæki einnig takast á við erfiðan tíma. Um 4.500 manns eru nú félagsmenn í SFF en þeir voru flestir um 6.000. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði að líkur stæðu til þess að ríkið þyrfti að leggja nýju bönkunum til 280 milljarða í eigið fé hinn 17. júlí í stað 385 milljarða eins og áður var áformað. | 6  Ríkisbankarnir þrír verða minni að umfangi en áður var áætlað  Rekstrarkostnaðurinn er um þriðjungi of mikill Þriðjungi of dýrir í rekstri Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Í stuttu máli þá höfum við hvorki fundið neina skriflega staðfestingu þess að Ísland hafi formlega undirgengist að ábyrgjast skuldbindingar Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda, hvað varðar Icesave- innstæðurnar, né undirgengist aðrar skuldbinding- ar en þær sem felast í tilskipuninni eins og hún var innleidd í lögum 98/1999.“ Þetta stendur í áður óbirtu áliti sem lögmanns- stofan Mischon de Reya í London skilaði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra 29. mars sl. Þar er vegið og metið hvort Íslandi beri að ábyrgjast lágmarksinnstæður á Icesave-reikningum eða hvort nóg sé að stofna innstæðutryggingasjóð í sama tilgangi. Í greinargerð með Icesave-frum- varpinu kemur fram að samninganefndin hafi notið aðstoðar Mischon de Reya, en þar er álitsins hvorki getið, né fylgir það gögnum sem lögð voru fram. „Að lokum, hvað sem öðru líður, þá er það okkar skilningur, af þeim íslensku lögfræðiálitum sem okkur hafa verið fengin, að slíkt samkomulag um að ábyrgjast Tryggingasjóð innstæðueigenda myndi alltaf þurfa lögformlegt samþykki Alþingis Íslend- inga til að verða lagalega bindandi.“ „Fáguð“ lögfræðiálit ekki afdráttarlaus Morgunblaðið hefur undir höndum eintak af skýrslunni, þar sem segir að þrátt fyrir að lögfræði- álit breskra og hollenskra stjórnvalda séu „fáguð“, þá liggi ekki fyrir að þau veiti „afdráttarlaust svar“ við þessari spurningu, einkum þegar litið sé til yf- irlýsts markmiðs tilskipunarinnar. „Evrópskar til- skipanir eru ekki alltaf fullkomlega skýrar og þessi er engin undantekning þar á, og það eru röksemdir á báða bóga, en við höfum enn ekki fundið skýr svör sem sýna fram á að Íslandi beri skylda til að ábyrgj- ast greiðslur innstæðutryggingasjóðsins. Þess vegna teljum við að það sé höfuðatriði fyrir íslensk stjórnvöld að fela okkur að vinna afdráttarlaust lögfræðiálit af leiðandi málafærslumanni.“ Jafnframt segir að „ruglingslegar“ og „mót- sagnakenndar“ yfirlýsingar stjórnvalda í bréfum viðskiptaráðuneytisins í fyrra „hjálpi ekki upp á sakirnar“, en þó sé ekki lagalega bindandi fyrir Ís- land að ganga lengra en tilskipunin og EES-samn- ingurinn mæli fyrir um. „Viðmiðin frá 16. nóvember eru kjarni málsins að okkar mati, sem voru einfald- lega lyktir deilunnar á þessum tíma. Þar er einungis sagt að tilskipunin eigi við um Ísland á sama hátt og önnur ESB-ríki.“ Lögmannsstofan telur að yfirlýs- ingar ráðherra síðan þá og viljayfirlýsing Íslands og Hollands frá því í október hafi ekki nein réttaráhrif. Óvíst um ábyrgð á Icesave  Áður óbirt álit breskrar lögmannsstofu sem unnið var fyrir utanríkisráðherra  „Mótsagnakenndar“ yfirlýsingar stjórnvalda ekki taldar hafa réttaráhrif ÚTSÝNIÐ úr Hallgrímskirkjuturni er fallegt. Nú fer turninn sjálfur að verða fallegri því að stefnt er að því að byrja að rífa efstu vinnupallana við kirkjuna nú í vikunni. Eftir er að kústa svokallaðan millimúr með hvítum múr og verða vinnupallarnir fjarlægðir jafnóðum og múrararnir vinna sig niður. Kústuninni lýkur í haust og er búist við að síðustu vinnupallarnir hverfi í október eða nóvember. Turninn var tekinn í notkun 1974. Morgunblaðið/Ómar  „DRAUMUR æsku minnar hefur ræst,“ sagði portúgalska knatt- spyrnustjarnan Cristiano Ronaldo þegar hann ávarpaði 80.000 stuðn- ingsmenn spænska knattspyrnu- liðsins Real Madrid í gær. Hann var þá formlega kynntur fyrir stuðn- ingsmönnum liðsins sem troðfylltu Santiago Bernabau-leikvanginn í Madríd. Aldrei í sögunni hafa fleiri áhorfendur komið saman á knatt- spyrnuleikvangi í þeim tilgangi ein- um að bjóða leikmann velkominn. Um 75.000 manns söfnuðust saman á heimavelli Napoli á Ítalíu fyrir 25 árum þegar Diego Maradona var kynntur til sögunnar. »íþróttir Metfjöldi fagnaði komu Ro- naldo á Santiago Bernabau  FLUGFÉLAGIÐ Ryanair hefur óskað eftir leyfi til að fá fjarlægja öftustu sætaraðirnar úr vélum sín- um á stuttum flugleiðum – þegar flugtím- inn er undir einni og hálfri klukkustund – og koma þar fyr- ir í staðinn eins- konar stæðum. Michael O’Leary, forstjóri Ryan- air, fékk hugmyndina frá kínverska flugfélaginu Spring en hann áætlar að með þessu megi fjölga farþegum um 50%, draga úr kostnaði um 20% og lækka flugfargjöld. baldura@mbl.is Standandi flugfarþegar  „Ég tel að það sé alveg einsýnt að aðildarumsókn verði ekki tekin al- varlega og það sé einfaldlega óraunhæft að leggja fram umsókn á meðan Icesave-málið er óafgreitt,“ segir Bjarni Benediktsson. Fundað var í utanríkismálanefnd um ESB-tillögur í gærkvöldi og aft- ur verður fundað í dag. Búast má við því að málið verði brátt tekið aftur til meðferðar á þingi. »4 Tímaeyðsla að ræða ESB á meðan Icesave er óleyst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.