Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 12
                  Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EIGENDUR jarðarinnar Selskarðs í Garðabæ segja að ekki hafi verið gef- ið „grænt ljós“ á Álftanesveg, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hafi nýlega hafnað fimm kærum vegna útgáfu fram- kvæmdaleyfis vegarins. Eigendur Selskarðs kröfðust þess að leyfisveit- ingin yrði ógilt því hún væri ekki í samræmi við skipulagsreglugerð. Um þriðjungur vegarins á að liggja um heimaland Selskarðs, að sögn land- eigenda, en þeir segjast ekki hafa samþykkt vegarlagninguna. Björn Erlendsson, einn eigenda Selskarðs, bendir á að úrskurðar- nefndin segi m.a. í niðurstöðu sinni að ekki verði ráðið af ákvæðum laga að sveitarstjórn hafi borið að staðreyna hvort Vegagerðin hefði aflað sér til- skilinna heimilda til umráða lands samkvæmt vegalögum. Gætt verði ákvæða vegalaga Við framkvæmd verksins beri Vegagerðinni hins vegar „að gæta ákvæða vegalaga í þessu efni, sbr. og lokamálsgrein gr. 9.1 í skipulags- reglugerð nr. 400/1998.“ Í grein 9.1 segir: „Framkvæmdaleyfi veitir ekki heimild til framkvæmda sem brjóta í bága við skipulag, ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra.“ Eigendur Selskarðs segja að fram- kvæmdaleyfið gildi ekki í landi jarð- arinnar fyrr en Vegagerðin hefur afl- að sér réttar í samræmi við grein 9.1. Björn vísaði til dóms Hæstaréttar frá í fyrra sem ógilti eignarnám Vega- gerðarinnar í landi Brekku í Öxar- firði. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að eignarrétturinn sé varinn af stjórnarskránni, sem heimili aðeins skerðingu þess réttar að almennings- þörf krefji, og að við mat á því verði að gæta meðalhófs. Björn sagði eigendur Selskarðs vilja hliðra veginum niður að fjörunni til að spilla ekki verðmætu framtíð- arbyggingarlandi. Samningar eða eignarnám Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega- málastjóri taldi að mál Álftanesvegar hefði fengið sömu meðferð og önnur hliðstæð mál hvað varðar samskipti við landeigendur og skipulagsyfir- völd. Hann sagði það vera til skoðunar hvort unnt væri að komast hjá því að skerða land Selskarðs vegna vegar- lagningarinnar. Ef til þess kæmi að taka þyrfti af landi Selskarðs yrði að sjálfsögðu leitað samninga við eigend- ur. Ef þeir næðust ekki yrði að grípa til eignarnáms. Telja að leyfi til fram- kvæmdanna sé ógilt  Eigendur jarðarinnar Selskarðs í Garðabæ vilja að fyrirhugaður Álftanesvegur liggi með fjörunni  Vegagerðin er að skoða hvort unnt sé að komast hjá því að skerða land Selskarðs vegna vegarins Í HNOTSKURN »Áformað er að leggja nýjan4 km langan veg frá Engi- dal að bæjarmörkum við Álfta- nes. Verkið hefur verið boðið út. »Veglínan mun breytastnokkuð frá núverandi vegi. Á veginum verða m.a. mislæg gatnamót við Hraunsholt. Um þriðjungur áformaðs nýs Álftanesvegar á að liggja um land Selskarðs. Eigendur jarðarinnar segja að útgáfa framkvæmda- leyfis til vegarins hafi ekki verið í samræmi við skipulagsreglu- gerð. Þess vegna sé leyfið ógilt hvað Selskarð varðar. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is ATHUGULIR vegfarendur tóku eftir stórum hópi barna og unglinga á bökkum Elliðaánna síðastliðið sunnudagskvöld. Þau voru ekki öll með færi úti í á sama tíma, sum nutu þess að vaða um í vöðlum og stíg- vélum, önnur léku sér á bakkanum á meðan enn önnur stóðu einbeitt, renndu maðki eða köstuðu flugu. Hjalti Þór Björnsson, formaður fræðslunefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), sagði þetta ár- lega hefð að félagið byði yngstu fé- lögum sínum til veiða í ánni. 16 krakkar með 14 laxa „Þetta er fyrsta sinn í sumar. Þau voru 16 saman að veiða og fengu 14 laxa. Af því voru 7 maríulaxar.“ Aðspurður sagði hann krakkana bæði hafa fengið laxa á maðk og flugu. Laxar hafi fengist á flug- veiðisvæðunum s.s. í Hrauni og líka Höfuðhyl, sem er efsti staður árinn- ar. „Þetta var fyrsti fiskur sumars- ins þar. Greinilegt að menn voru lítið búnir að reyna þar. Krakkarnir brunuðu þangað upp eftir og í öðru kasti var hann á. Greinilega ekki mikið búið að hvekkja þá þar.“ Hjalti sagði þetta framtak mjög vinælt, um 80 krakkar hefðu skráð sig í sumar. „Við komum öllum að, við fáum þá bara fleiri daga,“ sagði hann en hópurinn í ár dreifist á fjóra veiðidaga. Þau séu tvö og tvö á stöng og skiptist á, fái ekki að veiða stans- laust í sex tíma. Þannig læri þau líka að taka tillit til annarra veiðimanna. „Þegar einhver er kominn með lax er hann eiginlega dottinn út. Þá ein- beitum við okkur að því að hjálpa þeim næsta,“ sagði Hjalti. Hátt á fjórða hundrað börn og unglingar eru félagsmenn í SVFR. „Við komum öllum að, við fáum þá bara fleiri daga“ Morgunblaðið/Golli Fögnuður Sigurður Brynjar Guðlaugsson var sæll með laxinn. Elmar Ingi, bróðir hans, fékk maríulaxinn sinn rétt áður.  Börn og ung- lingar veiddu vel í Elliðaánum  Sjö maríulaxar Pétur Maack, veiðimaður og sumarbústaðaeigandi við Þing- vallavatn, var ánægður með ástandið í vatninu þegar blaða- maður heyrði í honum í gær. Hann sagði að vatnshæð hafa verið óvenjustöðuga það sem af væri sumri og veiðina með betra móti. „Ég talaði við tvo menn í gærkvöldi, annar búinn að veiða hér í 30 til 40 ár. Hann sagðist varla muna eftir jafn góðri og mikilli veiði.“ Pétur segir óvenjumikið af vænum fiski. „Ég fór út í klukkutíma í gær og tók þrjá fiska. Þann stærsta þrjú pund. Hinir voru í kringum tvö pund- in.“ Pétur segir mikla flugu í loftinu og hann hafi mest beitt svörtum og dökkum flugum upp á síðkastið. Svartir og dökkir kúluhausar með litlu gliti. „Ég fékk þessar þrjár á Black-gnat votflugu númer 10. Ég var búinn að prófa 7-8 flugur áður en ég kom að henni.“ Bleikjan í lögum Veiðimenn sem voru á Arn- arvatnsheiði um helgina komu heim sólbrunnir og skælbros- andi. Þeir sögðu mikinn fisk í Skammá, bleikjan væri þar í mörgum lögum. Einnig fengu þeir mikið af flottum urriða í Austurá, allt að sex pundum. Allt tóku þeir á litlar púpur. Svarta kúluhausa og litla blóð- orma. Muna varla eftir jafn góðri veiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.