Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Heiddi Leikur Gagnrýnandi segir að lista- mennirnir eigi hreinan og tæran einfaldleika sameiginlegan. Hávaðinn í skyggnusýn-ingarvélinni skellur ámanni þegar stigið erinn í i8, sleðinn snýst á miklum hraða og litlu myndirnar sem birtast á hálfmattri glerplöt- unni hverfa jafnskjótt aftur. Skúlptúrinn er grípandi og drama- tískur, hið sama má segja um aðra skúlptúra breska listamannsins Anthony McCall, en i8 sýnir nú brot af verkum hans. Auk þessa hreyfanlega skúlptúrs sjáum við einnig teikningar og þrykk McCall af skúlptúrum og innsetningum. Eitt verkanna er fundið kort sem sýnir staðsetningu vita og lætur áhorfandann um að sjá fyrir sér ljóskeilur við strönd í myrkri. Myndband frá 1972 er fyrst og fremst heimild um vinnubrögð hugmyndalistamanna á tímabilinu. Finnbogi Pétursson sýnir á hóg- væran hátt þrjú lítil verk í kjallara sem öll njóta sín vel. Verk Finn- boga og McCall eiga þennan hreina og tæra einfaldleika sam- eiginlegan, list þeirra einkennist af rannsókn, forvitni og leik með ein- falda þætti eins og hljóð og ljós. McCall vakti athygli fyrir kvik- myndatengd listaverk á sjöunda og áttunda áratugnum. List hans hef- ur á undanförnum árum komið aft- ur upp á yfirborðið, en vinna hans með ljós í samspili við áhorfand- ann fellur að straumum í sam- tímalistum. Hann notar einföld- ustu aðferðir sem hugsast getur til að skapa drama í rými, frægur er ljósskúlptúr hans þar sem hann skapar sívalning úr ljósi og notar reyk til að gefa ljósinu eiginleika höggmyndar. Slíkan ljósskúlptúr má nú sjá í kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Hér fær áhorfandinn að njóta listar McCall til hins ýtrasta; í ljósverkinu Doubling Back, frá 2003. Ljósgeisli sem varpað er á vegg skapar teikningu sem sýnir form geislans og hægfara breyt- ingu þess í hálftíma hreyfanlegri lúppu, en skapar um leið vegg úr ljósi með hjálp reykvélar. Reyk- urinn er í algjöru lágmarki og truflar mann ekki, en sá leikur sem skapast milli ljóss og áhorf- anda er eftirminnilegur. Hann vek- ur upp spurningar um eðli raun- heimsins, raunveruleika og blekkingu, en er líka bara leikur í sinni einföldustu mynd, tímalaus og sígildur. Í gegnum ljósmúrinn i8 og kartöflugeymslur í Ártúnsbrekku Anthony McCall, Finnbogi Pétursson bbbmn Til 31. júlí. i8 er opið 11-17, þri. til fös. 13-17 lau. Kartöflugeymslur eru opnar fim.-sun. 12-18. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST 28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 MARGRÉT Bóasdóttir sópr- an og Chalumeaux-tríóið koma fram á tónleikunum Þriðjudagskvöldi í Þingvalla- kirkju í kvöld kl. 20. Þau flytja aríur frá endurreisnar- og barrokktímanum auk nokkurra laga Atla Heimis við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. Chalumeaux-tríóið leikur barrokksvítu eftir Graupner. Tríóið skipa þeir Sigurður I. Snorra- son, Kjartan Óskarsson og Ármann Helgason og leika þeir á klarínettur og bassethorn. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 og standa yfir í tæpa klukkustund. Aðgangseyrir er enginn. Tónlist Endurreisnararíur í Þingvallakirkju Margrét Bóasdóttir TAKA tvö, heimild- armyndaröðinni, verður fram haldið í Nýlistasafninu annað kvöld kl. 20. Sýndar verða myndir frá Japan og Hollandi sem eiga það sameig- inlegt að fjalla um ímynd og persónusköpun. Þær velta upp spurningum um það hversu nálægt kvikmyndagerðarmaðurinn geti gengið að við- fangsefni sínu og hversu nálægt raunveruleik- anum og reynsluheimi persóna hann geti komist. Fyrri myndin segir frá lífi blinds drengs og sú seinni segir frá móður sem myndar samband ný- fædds sonar við níræða ömmu sína. Frítt inn. Kvikmyndir Taka tvö í Nýló um nálægð leikstjórans Úr japönsku kvikmyndinni SUMAR í Hömrum, sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísa- fjarðar, hefst í kvöld með tónleikum sem bera yfirskriftina Flauta í essi (essinu sínu, mínu?). Ísfirð- ingurinn og flautuleikarinn Arnþrúður Gísladóttir leikur fjölbreytta tónlist ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni píanóleikara. Verkin á efnisskránni eru eftir Händel, Chaminade, Saint-Saëns, Hin- demith, Atla Heimi Sveinsson og Martinu. Arn- þrúður og Bjarni Frímann luku bæði prófum frá Listaháskóla Íslands í vor. Aðgangur að tónleik- unum, sem hefjast kl. 20, er ókeypis. Tónlist Flauta í essi á Sumri í Hömrum Arnþrúður og Bjarni Frímann FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÍSLENDINGAR eru flestir sammála um að senda eigi handboltalandsliðið á stórmót en sama stuðning er ekki að finna þegar kemur að því að taka þátt í stærsta og mikilvægasta mynd- listarviðburði heims, Feneyjatvíær- ingnum, ef marka má hin ýmsu bloggskrif. Menn hljóta þó að gleðj- ast yfir þeirri jákvæðu gagnrýni sem sýning Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum, The End, hef- ur hlotið víða í erlendum fjölmiðlum og slík umfjöllun hlýtur að skipta máli fyrir laskað orðspor Íslands. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sér um framkvæmd þessa verkefnis, þátttöku Íslendinga í tvíæringnum. Leitað var svara um kostnað við þátttöku í tvíæringnum hjá miðstöðinni og eru meðfylgjandi tölur fengnar úr bráðabirgðauppgjöri með fyrirvara um sveiflur á gengi evrunnar. Um 95% kostnaðaráætl- unarinnar er í þeim gjaldmiðli og hef- ur kostnaður verið umreiknaður mið- að við að gengi evru sé 180 krónur. 59 milljónir króna Heildarkostnaður af þátttöku Ís- lendinga í tvíæringnum er áætlaður um 59 milljónir króna. Framlag hins opinbera til verkefnisins, þ.e. ráðu- neyta, er um 24,5 milljónir króna eða tæp 42% af heildarkostnaði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið greiðir 24 milljónir en utanríkisráðuneytið tæpa hálfa milljón vegna blaða- mannafundar sem haldinn var á opn- unardegi. Það sem eftir stendur er svo fjármagnað af einkaaðilum, m.a. galleríum sem Ragnar er á mála hjá. Þess má að lokum geta að kostn- aðurinn við Feneyjatvíæringinn í ár er töluvert minni í evrum talið en árið 2007, þar sem krónan er mun veikari nú en þá. Sem dæmi má nefna að leiga á sýningarrýminu í Feneyjum er nokkurn veginn sú sama í evrum talið milli tvíæringa, en í krónum talið er hún um tvöfalt hærri. Það kostar að vera með  Þátttöku í Feneyjatvíæringnum fylgja eðlilega nokkur útgjöld  Framlög einkaaðila til verkefnisins eru hærri en framlög ríkisins Íslendingar kjósa að líta á sig sem menningarþjóð og það er meginforsendan fyrir þátttöku okkar í tvíæringnum, að mati sýningarstjóranna tveggja í ár.                         !" # " $%!     !" # $&'  !" # $()'          "    !" # $&' #    $%&  !" # " $*' '(  )  !" # $(+'   !" # $&&' *   " (+  ,     ) ) (  * -"    !" # $&'  !" # $*+' .  /  ) (    !" # $&' „HÚN er þrusupíanisti. Ég kynntist henni í Royal College of Music þar sem ég var í námi, en hún var með- leikari. Hún er frábær músíkant og einn besti kennari sem ég hef haft, sérstaklega í kammermúsík,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari um Siu Chui Li píanóleikara. Saman leika þær á fyrstu tónleikunum í sumartónleikaröð Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Emilía Rós hefur mörg orð um ágæti meðleikara síns, en sjálf hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir frækilegan flautuleik. „Við ætlum að spila Bach-sónötu í e-moll, eina af okkar uppáhalds- sónötum eftir Bach og svo Sónatínu eftir Sancan.“ Jórdanskt tónskáld samdi þriðja verkið sem leikið verður, en afar sjaldgæft er að tónlist eftir arabísk tónskáld hljómi á Íslandi. „Hann heitir Tarek Younis og er ungur. Hann samdi þetta verk fyrir kenn- arann sem ég var hjá í Trinity Col- lege í London, en kennarinn minn er frá Líbanon. Verkið er byggt á sög- unni um fuglinn Fönix. Þetta er mik- ið stemmningsverk, með arabískum rytma og spuna og er, eins og hin verkin, með mínum uppáhalds- verkum.“ Í lokin leika Emilía Rós og Siu Li tilbrigði Schuberts við eigið lag, Trockne Blumen úr Malarstúlkunni fögru. „Ljóðið er sorglegt, en loka- setningin er svo falleg þegar hann talar um blómin: Vaknið, vaknið, maí er kominn, veturinn er liðinn. Síð- asta tilbrigðið er líka í dúr og fullt af gleði og birtu. Þetta endar allt vel,“ segir Emilía Rós. Nánari upplýs- ingar um tónleikana er að finna á lso.is. begga@mbl.is Arabískur rytmi og sölnuð blóm Dúó Siu Chui Li og Emilía Rós. Þær kynntust í Royal College of Music þar sem Emilía er í meistaranámi. Emilía Rós Sigfúsdóttir og Siu Chui Li leika í Listasafni Sigurjóns „Þátttaka Íslendinga í Feneyjatvíæringnum er ein áhrifaríkasta leiðin sem hugsast getur til þess að þjóð- in sé virkur þátttakandi á hinum alþjóðlega myndlist- arvettvangi,“ segja sýningarstjórar The End, Markús Þór Andrésson og Dorothée Kirch. Þrátt fyrir mikið framboð af alþjóðlegum listviðburðum síðustu ár sé tvíæringurinn sú sýning sem dragi að einna mestan fjölda fagfólks og listunnenda. Þjóðir heims sendi þangað fulltrúa sína og í því felist sérstaða sem greini tvíæringinn frá öðrum stórum myndlistarsýningum. „Hér er ekki um að ræða styrk til einstakra lista- manna sem boðið er að sýna á þessum vettvangi, ekki frekar en hægt er að ræða um að safn styrki listamann með því að sýna verk hans. Þá er einnig villandi að ein- blína um of á að sýningin sé einstakt tækifæri eða frá- bær kynning, það eru ekki meginforsendur þátttök- unnar, þótt hún kunni að leiða hvort tveggja með sér. Forsendurnar eru þær að Íslendingar kjósa að líta á sig sem menningarþjóð sem hafi eitthvað fram að færa,“ segja sýningarstjórarnir. „Villandi að einblína um of á að sýningin sé einstakt tækifæri“ Þetta var tveggja tíma „sjó“ og á köfl- um þrungið miklum tilfinn- ingum 30 » „The End mun líklega ljúka með alsælu, örmögnun eða hvoru tveggja...“ Lilly Wei, Art in America „...gjörningurinn hans er kraftmikill og heillandi en einn- ig skoplegur á svipaðan hátt og gjörningar listamannanna Gil- bert og George.“ Lily Alexander, Whitewall „Sem poppstjarna, skemmti- kraftur og ólæknanlegur róm- antíker getur þessi listamaður kallað jafnt fram tár og fliss með grátbroslegum krafti sín- um og löngun í úthald.“ Laura McLean-Ferris, Art Review „...Kjartansson reykir, drekk- ur, málar léleg portrett og tekur við frjálsum framlögum frá al- menningi. Ungi, belgíski lista- maðurinn sem var með mér skrifaði orðið „ekkert“ á bréf- miða og rétti honum.“ Jackie Wullschlager, FT Fjölmiðlamolar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.