Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 33
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 49.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! HHH „Ísöld 3 er kjörin fjölskyldumynd sem á örugglega eftir að njóta vinsælda hjá flestum aldursflokkum” - S.V., MBL GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / AKUREYRI TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 10 THE HANGOVER kl. 8 - 10 12 / KEFLAVÍK TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powers. kl. 11 10 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L MANAGEMENT kl. 10 7 / SELFOSSI TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powers. kl. 11 10 YEAR ONE kl. 8 10 TERMINATOR SALVATION kl. 10 14 hefði spáð því, þegar ég byrjaði að vinna með Marinu fyrir 20 árum, en hún gerir afar róttæk performans- verk, að hún myndi vera með sýn- ingu í Museum of Modern Art? Auð- vitað vissum við það ekki, en við viss- um hinsvegar að hún var í fylkingar- broddi performans-listamanna af hennar kynslóð og hún er fyrsti per- formans-listamaðurinn sem var boð- ið að sýna í MoMA. Vonandi þýðir það að við skildum snemma mik- ilvægi verkanna og studdum lista- manninn. Í gegnum súrt og sætt.“    Að lokum má ég til með að spyrjaSean Kelly að því hvernig hon- um hafi fundist Feneyjatvíæring- urinn að þessu sinni, og um list- kaupstefnuna kunnu í Basel sem er nýlokið. Hann hugsar sig um. „Ég hef farið til Feneyja í næstum of langan tíma,“ segir hann svo og hlær. „Þetta eru að verða 30 ár … Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum að þessu sinni. Vitaskuld eru góðir hlutir þarna en við þurfum ekki að fara til Feneyja til að vita að Bruce Nauman er frá- bær listamaður. Það var vel við hæfi að hann fengi þessa athygli og ynni til helstu verðlauna. En yfir höfuð varð ég fyrir vonbrigðum með flesta skálana. Sá tékkneski var góður, eins sá kanadíski og sá ástralski var áhugaverður. Ég dáist að Ragnari Kjartanssyni og þótti hann standa sig vel í íslenska skálanum. En yf- irleitt var listin ekki mjög áhuga- verð. Mér þóttu sýningarnar sem sýningastjórarnir settu saman vera frekar þunnar. Lítið bit í þeim. Að þessu sinni fór ég ekki frá Fen- eyjum með það á tilfinningunni að ég hefði kynnst einum einasta nýjum frábærum listamanni. Það var ákveðinn léttir að fara til Basel því allir sem tóku þátt þar urðu að koma með það besta sem þeir áttu, þeir urðu að hugsa vand- lega um markaðinn. Og þótt þetta hafi ekki verið besta listkaupstefnan í Basel frá upphafi, hvernig gæti hún hafa verið það í þessu efnahags- umhverfi? Hún var svo sannarlega traust og þarna voru dásamlegir hlutir að sjá og upplifa. Ætli þetta sé ekki besta ókeypis sýning sem hald- in er í heiminum? Þeir sem voru að selja verk bjugg- ust við hinu versta en útkoman var miklu betri en þeir bjuggust við. En þetta var ekki 2007, svo sannarlega ekki, en heldur ekki eins og nið- ursveiflan 1989. Markaðurinn er furðu traustur.“ Við Kelly stöndum upp af bekkn- um og hann beinir spurningunum aftur að mér: „Hvaða listamenn hér eru góðir? Og af hverju eru þeir ekki þekktari erlendis en raun ber vitni?“ Býsna góðar spurningar. þetta vel MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 NÚ er haldin á mbl.is ljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon. Mynd vikunnar í ljósmyndasamkeppninni vikuna 5. til 11. júlí nefnist „Svíf á vængjum drauma“ en á myndinni má sjá Jessicu Ísól nýkomna heim af spítalanum, sofandi í sínu fyrsta rúmi í fyrsta skiptið. Ljósmynd- arinn heitir Linda Björk Sigurðardóttir og er búsett á Akureyri. Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum áhugamönnum um ljósmyndun. Mynd vikunnar ÞAÐ voru hljómsveitin Hjaltalín og píanóljónið Víkingur Heiðar Ólafs- son sem hleyptu af stokkunum Ís- lensku tónlistarsumri í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Reykjavík- urhöfn í gær en Íslenskt tónlistar- sumar 2009 er samstarfsverkefni Samtóns og fjölmiðla. Veglegum flygli og hljóðkerfi var komið fyrir í tónleikasal á 3. hæð hússins og gæddu gestir sér á heitri súpu og brauði í tónleikahléi. Mið- borgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtóns, STEFs, FTT og aðalskipuleggjandi tónleikanna, var kampakátur þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Handklæði á trommusettið Jakob sagði þetta hafa verið „sögulega stund“ og að það væri ein- læg sannfæring aðstandenda tón- leikanna að bygging tónlistarhúss- ins væri eitthvað það besta sem væri að gerast á Íslandi um þessar mund- ir og myndi virka sem segulkraftur í framtíðinni á gesti frá öllum heims- hornum. Gæsahúðin hefði hríslast um tónleikagesti þegar Víkingur Heiðar hóf tónleikana með mögn- uðum flutningi sínum á íslenska þjóðsöngnum og hefði nýtt sér vel „ódempaða bergmálskosti“ hússins. Jakob segir hljómsveitina Hjaltalín ekki síðuar hafa höndlað hljómburð vel, m.a. haldið hljómstyrk í skefjum með því að leggja handklæði yfir trommusettið. Fjölmargir tónlistarviðburðir í boði á næstu dögum og vikum, m.a. hádegistónleikar forsprakka Sprengjuhallarinnar, Snorra Helga- sonar, og lúðrasveitar á þaki Hljóm- skálans í hádeginu í dag og garð- veislutónleikar Megasar og Senuþjófanna í Hljómskálagarð- inum, föstudagskvöldið n.k., 10. júlí, kl. 20.30. Nánari upplýsingar á ftt.is, samtonn.is og fih.is. helgisnaer@mbl.is Hjaltalín Vel búin undir hljómburðinn lögðu þau handklæði á trommusettið. Víkingur Heiðar Sló hvergi af á flyglinum, flutti m.a. þjóðsöng Íslands. Hjálmar Það er ekki á hverjum degi sem menn fá að spila í hálfkláruðu tónlistarhúsi með ódempaða bergmálskosti. „Söguleg stund“ Vel tókst að nýta „ódempaða berg- málskosti“ tónlistar- og ráðstefnu- hússins á hádegistónleikum í gær Tískan í dag? Köflótt, gult og bassi. Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.