Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 ✝ Sverrir Leósson,útgerðarmaður, fæddist 15. júlí 1939. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 25. júní sl. Foreldrar hans voru Lára Pálsdóttir, f. 13. mars 1912, d. 24. ágúst 1986 og Leó Sigurðsson, f. 7. júlí 1911, d. 9. mars 2002. Sverrir átti fimm systkini, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru: Sigurður, f. 23.8 1934, maki Ester Randvers, f. 25.11 1937, d. 22.10 1970; Haukur, f. 30. 10 1937, maki Ragnhildur Ar- onsdóttir, f. 30.6 1942, d. 26.1 1996; Anna, f. 14.1 1943, maki Björn Kristjánsson, f. 14.11 1941, d. 18.6 2005; Fanney, f. 22.8 1944, maki Már Karlsson, f. 27.9 1947; Páll, f. 7.10 1948, maki Herdís Péturs- dóttir, f. 13.8 1948. Sverrir kvæntist Auði Magn- úsdóttur 3. mars 1962. Hún er fædd 2.6 1942, dóttir Magnúsar Jónssonar, f. 14.12 1909, d. 29. 11 1992, og Eufemíu Ólafsdóttur, f. 1.10 1909, d. 5.7 1981. Sverrir og Auður eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sverrir starfaði við útgerð allt sitt líf. Hann var við síldveiðar á Sigurði Bjarnasyni, sem hét eftir föðurafa hans, sem einnig var út- gerðarmaður. Eftir það fór Sverr- ir í land og gerðist útgerðarstjóri hjá föður sínum, sem gerði út Súl- una EA 300, eitt kunnasta aflaskip landsins, auk Sigurðar Bjarnason- ar. Árið 1988 hóf Sverrir rekstur útgerðarfélags í samstarfi við Bjarna Bjarnason, skipstjóra. Þeir keyptu Súluna og gerðu hana út allt til vertíðarloka 2007. Þá var skipið selt til Neskaupstaðar. Sverrir var í mörg ár í stjórn Út- gerðarfélags Akureyringa, síðustu árin stjórnarformaður. Hann lét einnig mikið til sín taka í fé- lagsskap útgerðarmanna. Hann var um árabil í stjórn Útvegs- mannafélags Norðurlands, lengst af sem formaður, og hann var einnig í stjórn Landssambands út- vegsmanna. Sverrir var einnig virkur í starfi sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og hann var um árabil einn helsti drifkrafturinn í starfi handknattleiksdeildar KA. Sverrir hafði mikinn áhuga á þjóðfélags- málum og skrifaði margar greinar í Morgunblaðið, sem vöktu at- hygli, því Sverri var eðlislægt að tala og skrifa tæpitungulaust. Útför Sverris verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 7. júlí og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar 1) Magnús, f. 20.10 1961, kvæntur Unni Dóru Norðfjörð, f. 15.11 1955. Börn þeirra eru Magnús Freyr, f. 15.12 1992 og Hulda Vala, f. 14.6 1994. Fyrir átti Magnús dótturina Auði, f. 9.3 1990 og Unnur Dóra átti tvö börn; Árna Val Skarphéðinsson, f. 14.2 1977 og Önnu Svandísi Karls- dóttur, f. 2.9 1985. 2) Ásthildur, f. 26.4 1963. Maður hennar er Jóhann Björgvins, f. 2.6 1958. Börn þeirra eru: a) Auður Eufemía, f. 16.4 1982, í sambúð með Elfari Smára Kristinssyni, f. 21.8 1979, og eru synir þeirra Jó- hann Sverrir, f. 16.12 2003 og Kristófer Smári, f. 2.2 2007. b) Leonard Jóhannson, f. 20.8 1988. 3) Ebba, f. 25.9 1964. Maður henn- ar er Sveinbjörn Bjarnason, f. 19.10 1968. Dætur þeirra eru Þór- hildur Ólöf, f. 30.4 1996, og Matt- hildur Eufemía, f. 25.6 2006. 4) Ragnhildur, f. 9.2 1968. Maður hennar er Steinar Sigurðsson, f. 1.4 1964. Sonur þeirra er Sverrir, f. 7.8 1991. Elsku pabbi minn. Þau orð eru ekki til sem geta lýst því hvernig mér líður. Ég á svo erf- itt með að trúa þessu, uppáhalds árstíminn þinn kominn – sumarið. Húsið ykkar nýmálað og garðurinn einn sá fallegasti þótt víða væri leit- að. Þú vildir alltaf hafa allt sem þú áttir upp á hundrað. Bílana, heimilið og síðast en ekki síst Súluna. Hún var í mörg ár eitt þekktasta kenni- leiti Akureyrar, þar sem hún lá ný- máluð nánast í miðbænum. Hún var varla lögst að bryggju þegar penslar og rúllur voru komnar á loft. Þú vildir alltaf drífa hlutina áfram, varst ekki rólegur fyrr en verkin voru kláruð. Það átti bara að vinna meira og sofa minna. Það átti líka við um þig sjálfan, þú hlífðir þér ekki. Núna sit ég og horfi út í sumarið en hugurinn hverfur aftur í tímann og ég er komin niður í fiskhús. Þú hamast við að taka niður skreið af hjöllunum sem við systkinin skárum böndin af, þetta endaði með heilu förmunum sem voru seldir til Níger- íu. Þú hafðir gaman af að elda og söngst Hamraborgina hástöfum yfir pottunum. Svo varst þú frábær dansari og þið mamma voruð ekkert smá flott þegar þið voruð að tjútta, hvort sem var í stofunni heima eða í Sjallanum. Allir bíltúrarnir sem enduðu flestir niður á bryggju að skoða skipin. KA-áhugi þinn var mikill og ég man þegar ég sagðist ætla að fara með þér á leik og mér fannst þú eitt- hvað tregur til og þú fórst fínt í þetta og sagðir: Ég get nú stundum orðið svolítið æstur. Ég sagði bara: Já er það? og við hlógum mikið að þessu. Á flesta leikina fórum við saman og höfðum gaman af. Svo eru það afmælisveislurnar þínar þegar þú varst 60 og 65 ára, þá bauðst þú allri fjölskyldunni þinni til Kaupmannahafnar. Þetta verður öðruvísi þegar þú verður 70 ára, núna 15. júlí, við verð- um ekki í Köben í þetta sinn. Heldur verðum við á þínum uppáhaldsstað, á pallinum í garðinum ykkar mömmu. Takk fyrir allt en þó fyrst og fremst fyrir að vera pabbi minn. Þín dóttir Ragnhildur. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Ennþá á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. Verja hinn vígða reit varðtröllin klettablá, máttug og mikilleit, Múlinn og Gjögratá. Hljóti um breiða byggð blessun og þakkargjörð allir, sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. Þannig hljóða fyrstu erindin í kvæði Davíðs Stefánssonar, Sigling inn Eyjafjörð. Þau eru ófá skiptin sem Sverrir, Sverrir Leósson SJÁANLEGAR minjar, fallegt landslag og dæmigert íslenskt umhverfi eru hjálp- artæki leiðsögumanns- ins. Þau notar hann til að virkja ímyndunarafl ferðamannsins og tengja hann sögu og menningu þessarar þjóðar. Á friðuðum og friðlýstum svæðum eru þessi tæki aðgengilegri og betur varðveitt en annars staðar af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa verið varin ágangi mannanna. Laug- arnesið á að vera slíkt svæði. Þess vegna er það undir borgarvernd og þar á að vera auðvelt og ánægjulegt að lesa söguna úr landslaginu. Nú bendir hins vegar margt til að Laug- arnesið sé í hættu og ýmislegt þegar úr lagi fært þvert á vilja þeirra sem vildu verja það. Laugarnesið geymir merka sögu. Býli hefur staðið á bæjarhólnum allt frá landnámi og þar settist Hall- gerður langbrók að síðustu æviárin. Það er freistandi að ímynda sér að hún hafi staðið hvíthærð og virðuleg við bæ sinn og virt fyrir sér útsýnið út á sundin. Sýn hennar hefur verið óhindruð af tröllahvönn og skóg- arkerfli. Biskup hefur heldur ekki haft þessar jurtir fyrir augum út um glugga Biskupstofu né heldur holds- veikisjúklingarnir og hermennirnir í Laugarnespítala. Þær eru farnar að breiða úr sér á nesinu og ef þær verða látnar óáreittar jafna þær tún og tóttir. Þá verða lögvarðar og verð- mætar búsetuminjar engum sýni- legar lengur og engin saga lesin úr landslaginu. Tröllahvönnin og kerfillinn eru ekki frumbyggjar hér á landi og skiptar skoðanir á því hvort þær séu aufúsugestir eður ei. Safi hvannar- innar er eitraður og þess skammt að minnast að barn brenndist illa af völdum hennar í fyrra. Skógarkerfill og spánarkerfill eru slæðingar sem borist hafa úr görðum manna og vaxa víða villtir nú. Hér eru engar nátt- úrulegar hömlur til að hindra út- breiðslu fyrrnefndra jurta og þær vaða yfir þann gróður sem fyrir er og útrýma honum smátt og smátt. Í Laugarnesi er villt náttúra, einn af fáum stöðum í borgarlandinu þar sem sjá má, brönugrös, lokasjóð, krækiberjalyng og fleiri íslenskar jurtir vaxa í friði. Einmitt það um- hverfi sem mófuglarnir kjósa en þeir þrífast ekki innan um hávaxinn gróð- ur. Laugarnes er undir borgarvernd og á Náttúruminjaskrá. Þar er að finna er gamalt búsetulandslag, minjasvæði, með fornminjar frá land- námstíð. Bæjarhóll Laugarnessbýlis og kirkjugarðurinn eru friðlýstir samkvæmt þjóðminjalögum ásamt hluta af túninu með beðasléttum. Sýnilegar rústir af hjá- leigunum Suðurkoti og Norðurkoti eru friðaðar ásamt hól, svokölluðum Biskupshól. Augljóst er á þeim gögnum sem til eru um þetta svæði að vilji stendur til að vernda og friða náttúru þessa staðar og leyfa henni að kallast skemmtilega á við manngerða garða í Laugardal. Það felur í sér að standa verður vörð um íslensku lágjurtirnar og passa að framandi jurtir nái ekki að breiða sig yfir þær. Ströndin að norðanverðu í höf- uðborginni er einnig mikið breytt. Í Laugarnesinu er að finna eina blett- inn sem óskertur er, eða svo var til skamms tíma. Á einum stað hefur verið rofið skarð í malarkambinn og er það vel sjáanlegt frá göngustígn- um. Lendingin í fjörunni er breytt og erfiðara en áður fyrir leiðsögumenn að skýra frá lagni íbúanna fyrr á öld- um við að stýra bátum sínum í var. Hvernig stendur á að slíkt hefur ver- ið gert þrátt fyrir verndina sem stað- urinn nýtur? Við borgarbúar verðum að standa vörð um þá staði í borgarlandinu sem geyma verðmæta sögu, náttúru, minningar og menningartengsl. Víða hefur þetta tekist með ágætum og má meðal annars nefna Gróttu, Bakkatjörn, vatnasvæði Elliðaáa og náttúruvætti í Heiðmörk. Útivist- arfólk, ferðamenn og aðrir njóta góðs af. Með því að virða ósnortna náttúru og minjar, styðja við þær og vernda gegn ágangi tryggjum við líka að menningararfi verði skilað óskertum til næstu kynslóðar Íslendinga. Þætti okkur til að mynda ekki fengur að því ef varðveittar hefðu verið brunarúst- ir Bergþórshvols og tóttir Hlíð- arenda þar sem atgeir Gunnars var rekinn út um gluggann? Ég hef gengið með ferðamenn meðfram ströndinni í Reykjavík og reynt að lýsa sjósókn og verbúðalífi fyrri ára. Hvergi nema í Laugarnesi hefur tekist að skapa þá umgjörð og tilfinningu um söguna sem nauðsyn- leg er í slíkum ferðum og vonandi verður svo áfram. Það er þó háð því að borgarbúar bregðist við og sam- einist um að vernda þessa dásamlegu perlu og snúa við þeim spjöllum sem þegar hafa verið unnin þar. Hvað er að gerast í Laugarnesinu? Eftir Steingerði Steinarsdóttur Steingerður Steinarsdóttir » Laugarnes geymir verðmæta sögu, náttúru og útsýni. Það er undir borgarvernd en margt bendir til að nesið sé í hættu og ýmislegt þegar úr lagi fært. Höfundur er leiðsögumaður. Hún kvaddi þegar dagurinn var lengstur og veröldin skartaði sínu fegursta. Eins og til að heiðra þessa yndis- legu konu sem fegraði líf okkar sem fengum að kynnast henni. Langri vegferð er lokið. Jósefína Helga Guðjónsdóttir var 94 ára þeg- ar hún lést hinn 20. júní sl. Það var sami dagurinn og hann Donni hennar lést árið 1981. Þau hjónin voru svo samrýnd að aldrei var talað um ann- að þeirra heldur alltaf um Helgu og Donna, sem var gælunafn Jóns Lár- ussonar, móðurbróður míns. Þau hjónin byrjuðu búskap á Pat- reksfirði. Þar fæddust börnin þeirra, Málfríður Helga 1939 og Ólafur Ingi 1945. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur upp úr seinni heimsstyrjöld og bjuggu þar síðan. Fyrst í Vesturbæn- um og síðan lengst í Hlíðunum. Heimili þeirra var mikið menningar- heimili og áttu þau mikið og gott bókasafn. Þar kynntist ég fyrst m.a. verkum Halldórs Laxness, en þau eignuðust verk hans strax og þau komu út. Helga Guðjónsdóttir ✝ Helga Guðjóns-dóttir fæddist á Patreksfirði 29. apríl 1915. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 20. júní sl. og fór útför hennar fram frá Foss- vogskapellu 30. júní. Jósefína Helga var alltaf kölluð Helga og var ég kominn á full- orðinsár þegar ég vissi að hún hét tveimur nöfnum. Hún bar með sér andrúm aristókrata, og alltaf minnast börnin mín flottu hattanna sem hún bar. Hún var haf- sjór af fróðleik um sögu fjölskyldunnar og ættfræði yfirleitt. Það var ómetanlegt að nema hjá henni þessa sögu sem óðum er að hverfa með kynslóðinni hennar. Hér verður ekki rakin ætt og upp- runi, til þess skortir mig þekkingu. Mig langar aðeins að minnast geng- innar heiðurskonu og þakka liðna tíð, gengnar góðar stundir. Elsku frænkur, frændur, góðu vin- ir, afkomendur Helgu. Við Valdís og börnin vottum ykkur dýpstu samúð. Við eigum saman minningar sem mölur og ryð eyða ekki. Helga (og Donni) verða okkur ávallt nálæg. Lárus Sigurðsson. Látin er á 95. aldursári móðursyst- ir okkar Helga. Þó segja megi að enginn héraðsbrestur fylgi láti konu á tíræðisaldri, er dauðinn, þó fyrir- séður sé, áfall og kemur þrátt fyrir allt ætíð á óvart. Þó tíu ára aldursmunur væri á Helgu og Jórunni móður okkar voru þær systur ákaflega samrýndar. Samgangur milli heimila þeirra hef- ur því alla tíð verið mikill. Helga langyngst sinna systra var fyrst til þess að yfirgefa æskustöðvarnar, Patreksfjörð og flytja til Reykjavík- ur. Nutum við systrabörnin þeirra fríðinda að dvelja annað slagið í höf- uðborginni í skjóli fjölskyldu Helgu frænku. Minningar um þessar heim- sóknir eru okkur systkinunum ákaf- lega ljúfar og minnisstæðar. Helga og Jón maður hennar voru sérlega samhent hjón. Það var því Helgu þung raun þegar Jón lést rétt í þann mund er langþráður eftirlauna- aldur var í höfn. Það er forvitnilegt að rifja hér upp að þau hjón létust, með 28 ára millibili, á laugardegi 20. júní og bæði jarðsett þriðjudaginn 30. júní. Tilviljun? Við teljum það ekki. Helga var einstaklega ræðin og skemmtileg. Hún var vinsæl meðal samferðamanna sinna. Hún tók áföll- um lífsins af æðruleysi. Missir einka- sonar, sem dó frá eiginkonu og þrem- ur ungum börnum varð henni þó erfiður og sorgin aldrei yfirunnin. Tengdadóttir og afkomendur hafa sýnt Helgu einstaka ræktarsemi og Málfríður dóttir hennar hefur séð þannig um móður sína, að aðdáun vekur. Nú heyrum við ekki lengur dillandi hlátur Helgu. Níutíu og fjögur ár er löng ævi, og ósanngjarnt væri að fara fram á meira. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera Helgu samferða hluta úr ævi hennar. Blessuð sé minning hennar. Þór, Geir, Guðrún, Freyr, Örn. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.