Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 4
Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 „VIÐ erum á leiðinni á American Style og reiknum með að fá okkur einn hamborgara eða svo,“ sagði Arnaldur Birgir Konráðsson sem í félagi við sex aðra lauk róðrar- átakinu 7x7 í líkamsræktarstöðinni Boot Camp klukkan 13 í gær. Átakið fólst í því að sjömenningarnir skiptust á um að róa í róðrarvél, viðstöðulaust í sjö sólarhringa. Róið var í klukkustund í senn þannig að hver ræðari fékk sex klukkustunda hvíld á milli róðra. „Það slokknaði aldrei á vélinni þannig að menn urðu að standa vaktina dag sem nótt og vera duglegir,“ sagði Arnaldur og játaði fúslega að hann væri svolítið „soðinn“ og jafnframt svangur. Tilgangurinn með þessari langvinnu þrekraun var að safna fé til styrktar Sveinbirni Sveinbjörnssyni og Annie Mist Þórisdóttur sem í gær flugu áleiðis til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem þau taka þátt í heimsleikum Crossfit en Crossfit er blanda af ýmiss konar þrek- og styrktaræfingum. Samtals safnaðist ríflega hálf milljón króna og rennur helmingurinn af þeirri fjárhæð til Um- hyggju, stuðningsfélags langveikra barna. Þeir sem reru voru auk Arnalds Birgis: Arnar Sigurðs- son, Ágúst Guðmundsson, Gunnar Dór Karlsson, Ómar Ágústsson, Stefán Drengsson og Steinar Sigurðarson. Reru 2.300 km á einni viku Morgunblaðið/Ómar Koma svo Ágúst (í rauðum bol) rembist við róðurinn. Meðan á átakinu stóð reru um 100 manns sjömenningunum til samlætis. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁREKSTURINN varð um miðjan dag, um 150 metra inni í göngunum norðanverðum. Tildrög slyssins eru að ýmsu leyti óljós en lítilli Toyota Yaris-fólksbifreið var ekið fyrir flutn- ingabílinn og rákust þeir harkalega saman. Hámarkshraði í göngunum er 70 km á klukkustund. Klippa þurfti 28 ára konu út úr flaki fólks- bílsins en þrátt fyrir að illa liti út í fyrstu slapp hún með minniháttar líkamleg meiðsli. Atli Rúnar Halldórsson, almanna- tengill hjá Athygli, ritaði bók um sögu Hvalfjarðarganganna, Undir kelduna, og þekkir þau því eins og lófann á sér. Hann segist telja að slysið sé það alvarlegasta sem orðið hefur í göngunum frá því þau voru vígð 11. júlí 1998. Í göngunum hafa bílar og hjólhýsi oltið, bílum hefur verið keyrt utan í veggi og úr þeim rokið. Þrátt fyrir það hafa slys á fólki aldrei verið alvarleg og aldrei eins harður árekstur og á mánudag. Öflugt eftirlit og æfingar Líkt og ávallt þegar slys verða í göngunum vakna upp spurningar um öryggi ökumanna. Sigurður Ingi Jónsson, verkefnastjóri hjá Speli, sem rekur Hvalfjarðargöng, segir eftirlitskerfi ganganna gríðarlega öflugt og æfingar þeirra sem vinna við eftirlit og björgun afskaplega um- fangsmiklar. „Það eru vídeóvélar um þver og endilöng göngin, slökkviliðs- tæki og neyðarsímar. Öll þessi tæki eru beintengd við Neyðarlínuna, þannig að ef einhver rífur upp slökkvitæki þá fer viðbragðsáætlun í gang.“ Eitt helsta öryggisatriðið væri þó ef gerð yrðu önnur göng við hlið þeirra sem fyrir eru, eins og um hef- ur verið rætt. Þá yrði komið fyrir tengingu á milli ganganna, s.s. eld- föstum hurðum. „Þá myndi til dæmis aukast aðgengi neyðarþjónustu, enda hægt að loka einum megin og fara niður hinum megin með þjón- ustuna. Það eru raunar alls konar möguleikar sem opnast,“ segir Sig- urður. Þrátt fyrir bágt efnahagsástand hefur sú hugmynd ekki verið slegin út af borðinu. Frumrannsóknir hafa farið fram og yrðu göngin ofar en nú- verandi göng. Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri og stjórnar- maður í Speli, segir stöðuna þannig í dag að umferð sé ekki nægilega mikil um göngin til að það réttlæti að fara út í ný göng. „En við hjá Speli höfum talað um að árið 2015 væri heppilegt ef umferðarþróun verður svipuð og hún hefur verið.“ Ef farið er eftir umferðarspá þyrfti að hefja framkvæmdir á árinu 2012 eða 2013. Á síðasta ári var áætlað að ný göng kostuðu 7-8 milljarða króna. Morgunblaðið/Júlíus Heppin Toyota Yaris-bifreið konunnar er gjörónýt eftir áreksturinn. Hún slapp öllu betur; með skrámur og mar. Alvarlegasta slys frá vígslu Hvalfjarðarganga  Öryggi stóreykst með tilkomu nýrra ganga  Aðstoðar- vegamálastjóri telur umferðartölur ekki réttlæta þau nú „ÞAÐ er óneitanlega dapurlegt að það hafi þurft þjóðargjaldþrot til að breyta áherslunum,“ segir í umfjöll- un Neytendastofu um „bankaböl góðærisins,“ sem birt var í gær. Neytendastofa rifjar þar upp ásækna markaðssetningu bankanna sem beindist sérstaklega að ungu fólki og námsmönnum og virtist markmiðið „einna helst vera að skuldsetja þjóðina“. Sem dæmi má nefna að auglýsing- ar sem sýndu ungt fólk fagna því hvernig yfirdráttur hafi „reddað“ þeim gallabuxunum og gáfu í skyn að fullkomlega eðlilegt væri fyrir nema að fjármagna tölvu- og bílakaup og útskriftarferðir með lánum. Sölumönnum bankanna hafi jafn- an verið hleypt gagnrýnilaust inn í framhaldsskóla og þeir hafi jafnvel sést á rölti um kirkjugarðana til að telja unglinga í garðyrkjustörfum á að skrifa undir flókna samninga um séreignalífeyrissparnað. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir það íhugunarefni að eina fjármála- kennslan sem flestum unglingum hafi staðið til boða hafi verið á vegum hagsmunaaðila, þ.e.a.s. bankanna. Bæði foreldrar og yfirvöld hafi brugðist í því að fræða börn og ung- linga um fjármál, bæði hafi skort til þess þekkingu sem og námsefni. Breki segir hinsvegar sem betur fer mikla vitundarvakningu vera og hefst skipuleg kennsla á framhalds- skólastigi með námsefni sem hann hefur m.a. þróað í vetur. una@mbl.is „Markmiðið virtist að skuld- setja þjóðina“ Markaðssetning banka sögð vafasöm Morgunblaðið/RAX Hagstæð lán? Íslensk ungmenni hafa litla fjármálafræðslu fengið. STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) skorar á ríkisstjórn- ina, samgönguráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæmis að fylgja eft- ir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Stjórn SSV ályktaði um sam- göngumál á mánudag. Í ályktuninni bendir stjórnin á að „liðlega tvær milljónir ökutækja fara um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega og einsýnt að mæta þarf eðlileg- um kröfum um umferðaröryggi með nauðsynlegum framkvæmdum.“ SSV skorar á ríkisstjórnina að tvöfalda Með ólíkindum þykir að ekki fór verr þegar fólksbifreið og stór flutningabifreið með eftirvagn rákust saman í Hvalfjarðar- göngum á mánudag. Áreksturinn vekur upp spurningar um öryggi í göngunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.