Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 5

Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 5
www.alcoa.is Fyrir hundrað árum var fyrsta landsmót ungmenna- félaganna haldið á Akureyri. Bæjarfógeti setti mótið og séra Matthías Jochumsson hélt ræðu fyrir æsku landsins. Síðan hófst keppni í glímu, stökkum og hlaupum. Einn af viðburðum mótsins var knattspyrnuleikur milli Húsvíkinga og Akureyringa. Akureyringar náðu að skora eina mark leiksins og báru sigur úr býtum. Að launum fékk sigurliðið flaggstöng. Á Akureyri voru landsmót einnig haldin árin 1955 og 1981. Það verða því sannkölluð tímamót þegar 26. landsmót UMFÍ fer fram fjórða sinni á Akureyri 9.−12. júlí 2009. Landsmótin eru stórviðburður á Íslandi. Keppendur eru margir og áhorfendur enn fleiri, enda mikil fjölbreytni í keppnisgreinum. Á landsmótum er keppt í mörgum íþróttum auk ýmissa starfsíþrótta, allt frá dráttarvélarakstri til pönnukökubaksturs. Þeir sem fylgst hafa með eða tekið þátt í landsmóti eru sammála um að þar ráða æskan, hreystin og lífsgleðin ríkjum. Alcoa Fjarðaáli er því sönn ánægja að styrkja mótshaldið í ár. Landsmót ungmennafélaganna í heila öld Landsmót UMFÍ á Akureyri 9. − 12. júlí 2009 • Myndin er frá æfingu fimleikaflokks í samkomuhúsi Akureyrar fyrir 1. landsmót ungmennafélaganna sem haldið var 1909.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.