Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
ENDURSKIPULAGNING ís-
lenska bankakerfisins mun miða að
því að laga það að breyttum veru-
leika eftir hrunið í október sl.
Bankarnir verða minni en áður,
ódýrari í rekstri en með hærra eig-
infjárhlutfall til þess að geta tekist
á við langt erfiðleikatímabil.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur m.a. verið rætt um
að tveir af mörgum sparisjóðum
sem nú eru í vanda, Sparisjóður
Keflavíkur (SPKef) og Byr Spari-
sjóður, verði mögulega hluti af
bönkunum. SPKef yrði hluti af
Landsbankanum og Byr rynni sam-
an við Íslandsbanka. Þá er einnig
horft til þess að tveir af þremur
bönkum verði sameinaðir í nánustu
framtíð og þá helst Íslandsbanki og
Landsbankinn undir nafni hins
fyrrnefnda.
Mest kapp er nú lagt á að samn-
ingaviðræðum íslenska ríkisins og
kröfuhafa gömlu bankanna ljúki
fyrir 17. júlí. Þá mun ríkið leggja
bönkunum til 280 milljarða í eigið
fé, miðað við þær áætlanir sem nú
liggja fyrir. Í upphafi var gert ráð
fyrir 385 milljarða framlagi ríkisins
en nú er gert ráð fyrir því að bank-
arnir verði mun minni að umfangi.
Eiginfjárhlutfall miðað við það
verður 16 prósent, um helmingi
meira en lágmarkshlutfallið er
samkvæmt alþjóðlegum reglum
sem FME hefur eftirlit með að sé
framfylgt.
Erlendu kröfuhafarnir hafa ekki
sýnt því áhuga að leggja meira fé
inn í endurreista banka. Þeir hafa
tekið betur í að breyta skuldum
gömlu íslensku bankanna í hlutafé í
þeim nýju. Ekki er þó víst að
kröfuhafarnir verði meðal eigenda í
bönkunum þótt allt kapp sé lagt á
að fá þá að sem eigendendur, ekki
síst til þess að liðka fyrir aðgengi
að lánamörkuðum erlendis.
„Ég tel að það þurfi að stokka
allt kerfið upp. Það liggur fyrir að
forsendur fyrir fjármálakerfi eins
og það var, hafa breyst í grundvall-
aratriðum. Allur erlendi þátturinn,
sem einnig var að deila kostnaði
með innlendri starfsemi, er ekki
fyrir hendi lengur og því blasir við
allt annar veruleiki,“ segir Finnur
Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaup-
þings. Hann segir það blasa við að
fækka þurfi fjármálafyrirtækjum.
„Ég sé ekki endilega fyrir mér að
þetta [fækkun fjármálafyrirtækja]
gerist fljótlega, heldur frekar yfir
lengra tímabil. Mér finnst líklegt
að mikil hagræðing muni eiga sér
stað innan sparisjóðakerfisins einn-
ig.“
Ljóst er að umhverfið sem fjár-
málafyrirtæki hér á landi munu
þurfa að búa við á næstu árum
verður áhættumikið. Ekki síst
vegna óvissunnar um hvernig fyr-
irtækjum og heimilum mun ganga
að greiða niður skuldir.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær telur Svein Harald
Øygaard, fráfarandi seðla-
bankastjóri, að kostnaður bankanna
þurfi að minnka um þriðjung til
þess að komast nærri því sem
raunveruleg þörf er á.
Nær útilokað er fyrir nýju bank-
ana, Íslandsbanka, Landsbankann
og Kaupþing, að komast hjá því að
fækka starfsfólki enn meira en gert
hefur verið. Um 3.000 manns starfa
nú hjá bönkunum, 1.100 í Lands-
bankanum en 900 í Íslandsbanka
og Kaupþingi.
Kerfið skreppur saman
Morgunblaðið/Kristinn
Kröfuhafar Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að fá erlenda kröfuhafa með í eigendahóp endurreistra banka til
að opna á lánamöguleika erlendis. Kröfuhafarnir hafa ekki sýnt vilja til þess að leggja til eigið fé.
Endurreist bankakerfi verður lagað hratt að breyttum veruleika Bankarnir verða minni en áður
og tilbúnir til að takast á við langt erfiðleikatímabil Horft til sameiningar sparisjóða og banka
Í HNOTSKURN
» Eiginfjárframlag ríkisinstil endurreistra banka
verður að líkindum rúmlega
100 milljörðum minna en
áætlað var. 280 milljarðar í
stað 385.
»Sameining Íslandsbankaog Byrs sparisjóðs kemur
til greina og er til skoðunar.
Líkur eru á að Íslandsbanki
og Landsbanki verði samein-
aðir.
Bankarnir fá nýja efnahagsreikn-
inga 17. júlí. Gert er ráð fyrir 16
prósenta eiginfjárhlutfalli. Rætt
hefur verið um sameiningu spari-
sjóða og banka. Kröfuhafar tregir
til að leggja til fé.
Finnur
Sveinbjörnsson
Svein Harald
Øygaard
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, segir mikla þörf á
hagræðingu í bankakerfinu. Hún
snúi þó ekki eingöngu að ríkis-
bönkunum. ,,Ég er sammála seðla-
bankastjóranum um mikilvægi
þess að hagrætt verði í bankakerf-
inu, það snýr þó að mínu áliti ekki
eingöngu að ríkisbönkunum, held-
ur einnig að sparisjóðakerfinu. Ís-
landsbanki rekur hagkvæmasta
útibúanet landsins og hefur lagt
áherslu á hagkvæmni í rekstri.“
Hún segir ennfremur að forveri
Íslandsbanka, Glitnir, hafi ráðist í
miklar hagræðingaraðgerðir í fyrra
sem bankinn búi nú að. Starfs-
mönnum hafi verið fækkað á ýms-
um sviðum innan bankans. „Í byrj-
un árs 2008 voru starfsmenn á
Íslandi um 1.300, nú eru þeir um
890 sem er um þriðjungsfækkun.
Starfsmannafjöldinn í dag er
þannig sambærilegur við það sem
hann var árið 2003. Þó svo að hag-
kvæmur rekstur sé lykilatriði má
hins vegar ekki gleyma því að
bankarnir verða að vera í stakk
búnir til að þjónusta viðskiptavini
sína, bæði einstaklinga og fyrir-
tæki. Verkefnin eru bæði fleiri og
flóknari í dag en þau voru fyrir ári.
Það þarf því að tryggja ákveðið
jafnvægi þannig að stöðugt sé leit-
að leiða til að gera rekstur bank-
ans betri, huga að kostnaði en um
leið tryggja góða og skilvirka þjón-
ustu.“
Hagræðing mikilvæg í öllu bankakerfinu
drjúgur hluti nýstofnaðra fyrirtækja
síðasta árs.
Fyrir þá sem ganga með hug-
mynd í maganum hefur aðgangur að
aðstoð við útfærslu hugmyndarinnar
sjaldan verið betri auk þess sem
framboð á styrkjum hefur margfald-
ast frá fyrra ári.
Hjá Nýsköpunarmiðstöð og einn-
ig hjá Tækniþróunarsjóði Rannís
hefur ramminn til styrkveitinga ver-
ið breikkaður að einhverju leyti með
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
MÁLTÆKIÐ gamla og góða um að
neyðin kenni naktri konu að spinna
virðist geyma sannleikskorn, ef litið
er til þess að efnahagshrunið hefur
lítið dregið úr stofnun nýrra fyr-
irtækja á þessu ári.
Samkvæmt tölum frá Fyrir-
tækjaskrá hefur nýjum einkahluta-
félögum fjölgað um nálægt 1.400 á
fyrra helmingi þessa árs, á móti nær
1.500 á sama tíma í fyrra, sem hlýtur
að koma nokkuð á óvart í árferði
sem þessu. Sérstaklega ef horft er til
þess að verulega hefur dregið úr
stofnun eignarhaldsfélaga, sem voru
þeim árangri að sprenging hefur
orðið í fjölda umsókna.
„Fyrir efnahagshrunið voru 12
fyrirtæki með 32 starfsmenn með
aðstöðu á Frumkvöðlasetrinu á
Keldnaholti. Nú eru 67 fyrirtæki
með 167 starfsmenn með aðstöðu á
átta setrum alls. Við höfum verið að
opna dyrnar fyrir fleiri og fjölbreytt-
ari hugmyndum sem eru þá jafnvel á
byrjunarstigi, en margir sem komu
til okkar í haust höfðu til dæmis unn-
ið í bönkunum lengi og voru að leita
leiða til að skapa sér vinnu,“ segir
Rósa Signý Gísladóttir, markaðs-
stjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands. „Þó verður að líta til þess að
þetta eru í sjálfu sér ekki störf að því
leyti að sumir eru að vinna að við-
skiptahugmyndinni og ekki farnir að
fá inn tekjur.“ Fyrirtækin vinna að
fjölbreyttum verkefnum á við hug-
búnaðargerð, áhættustýringu og
tækniþróun. Þá hefur vaxandi fjöldi
nýtt sér endurgjaldslausa hand-
leiðslu við hugmyndavinnu.
Hjá Tækniþróunarsjóði Rannís
þrefaldaðist fjöldi umsókna frá því
sem var á síðasta ári en sjóðurinn
hefur um 690 milljónir til úthlutunar
þetta árið og var um 60% þeirrar
fjárhæðar úthlutað í vor og því sem
eftir stendur í haust, að sögn Sig-
urðar Björnssonar, fagstjóra hjá
Rannís. „Við erum oft á tíðum að út-
hluta styrkjum til fleiri en eins árs,“
segir Sigurður, þannig að svigrúm
fyrir nýja styrki er ekki jafn mikið
og þessi upphæð gefur til kynna.
Hann segir sjóðinn hafa brugðist við
breyttu efnahagsástandi með því að
bæta við styrkjaflokkum og víkka út
skilgreiningar á þeim verkefnum
sem eru styrkhæf.
Margir vilja stofna fyrirtæki
Íslendinga virðist ekki skorta hugmyndir Sprenging hefur orðið í fjölda
þeirra sem leita sér aðstoðar við að koma viðskiptahugmyndum í framkvæmd
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn við Gullfoss Sótt var um fjölbreytta styrki hjá Tækniþróun-
arsjóði og er nú einnig úthlutað til verkefna í ferðaþjónustu og arkitektúr.
Dregið hefur úr stofnun eign-
arhaldsfélaga og sprenging orðið
í fjölda umsókna um styrki hjá
Nýsköpunarmiðstöð. Aðstoð við
útfærslu viðskiptahugmynda
hefur sjaldan verið betri.
EKKI verða
gerðir nýir kjara-
samningar á milli
ríkisins og félaga
innan Bandalags
háskólamanna og
Kennarasam-
bands Íslands
fyrr en í ágúst.
Viljayfirlýsing
þess efnis var
undirrituð í hús-
næði ríkissáttasemjara í gær, en
samningarnir eiga þegar þar að
kemur að byggjast á þeim ramma
sem stöðugleikasáttmáli ríkisstjórn-
arinnar og aðila vinnumarkaðarins
skapar.
Þessi frestun á samningsgerðinni
var í raun praktísk lausn á því að nú
er sumar og margir félagsmenn í
sumarfríi, að sögn þeirra Eiríks
Jónssonar, formanns KÍ, og Guð-
laugar Kristjánsdóttur, formanns
BHM. Til að gera samning þurfi víð-
tæka kynningu og þá þurfi félags-
menn að hafa ráðrúm til að kynna
sér samninginn. Annars eigi hann á
hættu að verða felldur, ekki síst þeg-
ar launakjör eigi að breytast eins lít-
ið og nú verði raunin.
onundur@mbl.is
Samið við
KÍ og BHM
í haust
Guðlaug
Kristjánsdóttir