Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
46
57
1
06
/0
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
ROSS WORLDWIDE flugustangir voru valdar
Bestu Kaupin í Fly Fish America Magazine
og besta stöngin í Fish & Fly Magazine 2008.
Kaststangir frá hinum þekkta framleiðanda
SHIMANO í mörgum verðflokkum.
Gott tækifæri til að gera góð kaup.
VEIÐIDAGAR
Fimmtudag til sunnudags er
20% afsláttur
af öllum flugustöngum, hjólum,
kaststöngum og stangasettum.
Veiðideildin er í Glæsibæ!
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VAXTAGREIÐSLUR upp á 241
milljarð króna munu óhjákvæmi-
lega falla á íslenska ríkið miðað við
Icesave-samninginn sem nú liggur
fyrir, óháð því hverjar end-
urheimtur verða af eignum Lands-
bankans. Miðað við að eignirnar
gangi upp í 75% af höfuðstól láns-
ins, eins og fjármálaráðuneytið ger-
ir ráð fyrir, mun skuldastaðan
hljóða upp á 415 milljarða króna ár-
ið 2016. Þetta hefur Sigurður Hann-
esson stærðfræðingur reiknað út
fyrir InDefence-hópinn. Hann telur
engar líkur á því að hægt verði að
greiða skuldina, sér í lagi þar sem
hún er í erlendum gjaldeyri, evrum
og pundum.
„Við höfum rætt við ýmsa emb-
ættismenn, menn í samninganefnd-
inni, viðskiptaráðherra og enginn
hefur getað fært sannfærandi rök
fyrir því að ríkið geti staðið við
samninginn,“ segir Sigurður.
Þarf jákvæðan viðskiptajöfnuð
Hann bendir á að eina sjálfbæra
leiðin til að fá gjaldeyri inn í landið
er með jákvæðum viðskiptajöfnuði,
þ.e. þegar meira er selt frá landinu
en flutt inn. Síðan árið 1945 hefur
viðskiptajöfnuðurinn aðeins verið
jákvæður sex sinnum. Því má segja
að hverfandi líkur séu á því að um-
framgjaldeyrir til að greiða Ice-
save-skuldina fáist með þessum
hætti. Önnur leið er svo að taka lán
til að greiða lánið, sem bætir ekki
skuldastöðu ríkisins.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra segir söguleg gögn um við-
skiptajöfnuð ekki duga til að draga
ályktanir um framtíðina í þeim efn-
um. Innflutningur og útflutningur
ræðst af aðgerðum og aðstæðum
fólks og forsendur til að meta við-
skiptajöfnuðinn séu allt aðrar en
þær hafa verið. Undanfarna mánuði
hefur viðskiptajöfnuðurinn verið já-
kvæður og ekki sé útlit fyrir annað
en að sú staða haldi áfram.
Bæði ríki og fyrirtæki eru skuld-
sett í erlendri mynt og þurfa því að
afla gjaldeyris. Framboð gjaldeyris
er því minna en oft áður, sem veld-
ur veikingu krónunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Icesave-skuldir InDefence-hópurinn er ósáttur við Icesave-samningana og
telur að semja þurfi upp á nýtt. Ríkið geti ekki staðið undir skuldunum.
Hundraða milljarða vaxta-
kostnaður óhjákvæmilegur
Talsmenn InDefence-hópsins
telja engar líkur á því að ríkinu
takist að greiða Icesave-
skuldirnar. Þeir kynntu þing-
mönnum útreikninga máli sínu til
stuðnings í gær.
Telja vonlaust að Icesave-skuldirnar séu í erlendri mynt en ráðherra er á öðru máli
FJÁRFESTINGARSAMNINGUR
vegna byggingar álþynnuverk-
smiðju í Eyjafirði var undirritaður í
gær af Katrínu Júlíusdóttur iðn-
aðarráðherra. Samningurinn er við
ítalska fyrirtækið Becromal og þró-
unarfélagið Strokk Energy sem er í
íslenskri eigu.
Framleiðsluferli verksmiðjunnar
verður hátæknilegt og mjög raf-
orkufrekt og þarf um 75 MW í
fyrstu. Framleiðsla hefst síðar á
þessu ári og 80 manns munu starfa
við verksmiðjuna. Fjárfestingar-
kostnaður er um 80 milljónir doll-
ara.
Í síðasta mánuði var skrifað und-
ir hliðstæðan samning við danska
félagið Tomahawk Development
sem ásamt öðrum erlendum fjár-
festum fyrirhugar byggingu kísil-
málmframleiðslu í Helguvík.
Samningur undir-
ritaður vegna ál-
þynnuverksmiðju
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Verksmiðja Framleiðsla hefst síðar
á árinu í álþynnuverksmiðjunni.
ÞRÍR fengu samtals 3,3 milljónir
króna úr Silfursjóði Reykjavík-
urborgar í gær. Þetta er fyrsta út-
hlutun úr sjóðnum en hann var
stofnaður til heiðurs árangri ís-
lenska handknattleikslandsliðsins á
Ólympíuleikunum í Peking.
Stjórn sjóðsins samþykkti að eft-
irtaldir aðilar hlytu styrk úr Silf-
ursjóðnum að þessu sinni:
Handknattleikssamband Íslands
vegna þátttöku yngri landsliða í
handknattleiksmótum erlendis í
sumar. (1.500.000). Þór Elís Pálsson
til að kosta sýningu á kvikmyndinni
„Gott silfur gulli betra“ fyrir nem-
endur Vinnuskóla Reykjavíkur
(1.200.000 kr.) Jón Gunnlaugur
Viggósson til að halda þrjú hand-
knattleiksnámskeið fyrir börn á
aldrinum 8 til 12 ára í þremur
hverfum borgarinnar í sumar
(600.000). Gert er ráð fyrir annarri
úthlutun úr sjóðnum í haust.
Þrír fengu úthlutað
úr Silfursjóði
Reykjavíkurborgar
705
milljarðar sem ríkið
ábyrgist vegna Icesave.
241
milljarður sem fellur
á ríkið vegna vaxta, óháð
því hvort höfuðstóll
fæst greiddur eður ei.
415
milljarðar munu falla á rík-
ið árið 2016 miðað við að
eignir Landsbankans dugi
fyrir 75% af kröfunum.
64
milljarðar greiddir að
meðaltali á árunum
2016-2023 vegna Icesave.
3,2%
af vergri landsframleiðslu
verða afborganirnar að
meðaltali á þessum árum.
TVÆR banda-
rískar konur
fengu í gær að-
stoð björg-
unarsveitarinnar
Húna þar sem
þær voru
strandaglópar á
eyri í ánni Sveðju
við Kaldakvísl-
arjökul. Neyð-
arbeiðni barst
Landhelgisgæslunni frá neyð-
arþjónustu í Bandaríkjunum sem
konurnar eru í viðskiptum við. Þær
höfðu einnig lagt inn upplýsingar
um ferðir sínar til Landsbjargar.
Hjálpað eftir að
neyðarkall barst
frá Bandaríkjunum
Björgun Kallið var
tekið alvarlega.