Morgunblaðið - 08.07.2009, Qupperneq 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
G
estir geta sett sig inn í
hina fornu heimsmynd
norrænna manna á
sýningunni Urð-
arbrunni á Iðavöllum í
Hveragerði. Á staðnum sem er bet-
ur þekktur sem Eden og hefur verið
einn helsti viðkomustaður ferða-
fólks hefur verið komið upp setri
norrænnar goðafræði. Sýningin
Urðarbrunnur er hryggjarstykkið í
starfseminni og hún verður opnuð
formlega á morgun, fimmtudag.
Iðavellir eru eitt stærsta verk-
efnið í uppbyggingu menning-
artengdrar ferðaþjónustu sem unn-
ið er að hér á landi í ár.
Á sýningunni Urðarbrunni er
brugðið upp mynd af þeim hug-
myndaheimi sem forfeður okkar
lifðu og hrærðust í, þeirri mynd sem
þeir höfðu af veröldinni og sköp-
unarverkinu, guðshugmyndum
þeirra og átrúnaði. „Þessu er lýst á
nútímalegan og óhefðbundinn hátt,“
segir Guðbrandur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Iðavalla.
Á sýningunni eru myndir af
helstu goðum ásatrúarinnar og at-
burðum sem Snorri Sturluson lýsir í
Snorra-Eddu, hlutverki þeirra í
heiminum og örlögum. Leiðsögn um
þennan heim fá gestir á tónhlöðu
ásamt tónlist og áhrifahljóðum.
„Fólk á að geta fengið nokkuð
glögga mynd af meginþáttum þess-
ara fornu trúarbragða á þeim 15 til
18 mínútum sem það tekur að skoða
sýninguna,“ segir Guðbrandur.
Námskeið kynnt erlendis
Veitingasala er á Iðavöllum, eins
og var í Eden, en matseðillinn er
breyttur og nöfn réttanna tengjast
öll goðafræðinni. Enn er þó ekki bú-
ið að finna fornt nafn á ísinn sem
svo vinsæll hefur verið í sunnudags-
ferðum höfuðborgarbúa austur fyrir
fjall. Þá hefur minjagripaversl-
uninni verið breytt. Sérstök áhersla
er lögð á listhönnun og innlenda
framleiðslu, í samvinnu við listafólk
á Suðurlandi og víðar um landið.
Á veturna, þegar minna er að
gera í ferðaþjónustunni, verða í boði
sérsniðin námskeið í norrænni
goðafræði. Salurinn Völuspá sem
skreyttur hefur verið með tilliti til
ljóðsins verður notaður til að fræða
grunnskólabörn og þar verða haldin
lengri námskeið með kvöldvöku fyr-
ir eldri borgara. Þá verður boðið
upp á námskeið fyrir erlenda gesti
og er þegar byrjað að kynna þau er-
lendis, meðal annars í Þýskalandi. Á
þeim verður jafnframt efni um jarð-
fræði Íslands. „Við höfum trú á að
starfsemin höfði til fólks í öðrum
löndum, ekki síst Norðurlandabúa
og Þjóðverja,“ segir Guðbrandur.
Íslendingar gefast ekki upp
Guðbrandur og Elías Einarsson
veitingamaður hafa í mörg ár unnið
að undirbúningi fræðslu- og
skemmtigarðs um norræna goða-
fræði. Þeir fengu lóð í Hveragerði
og undirbúningur er vel á veg kom-
inn. Hins vegar hefur ekki verið
hægt að ráðast í framkvæmdina
vegna erfiðleika í efnahagslífinu.
„Okkur bauðst að fá Eden til að
gera þetta og tókum því. Við teljum
að grundvöllur sé fyrir rekstri
þessa staðar. Við erum stutt frá höf-
uðborgarsvæðinu og við Gullna
hringinn sem flestir erlendir ferða-
menn fara um. Við gerum þetta líka
til að sýna að á þessum erfiðu tím-
um gefast Íslendingar ekki upp.
Ekki þýðir að leggjast í sorg og sút.
Við hugsum ekki þannig,“ segir
Guðbrandur.
Verkefnið er dýrt en sýningin
hefur verið styrkt af Menningarráði
Suðurlands og iðnaðarráðuneytinu
auk þess sem Atvinnuþróun-
arsjóður Suðurlands hefur tekið
þátt í því.
Verður eftirminnilegt
Iðavellir voru opnaðir í lok febr-
úar í höndum nýrra rekstraraðila,
Suttungs ehf. Undirbúningur og
uppsetning sýningarinnar hefur
staðið litlu lengur þannig að margt
hefur þurft að gera á stuttum tíma.
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræð-
ingur er hugmyndahöfundur sýn-
ingarinnar, Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir teiknari, gerði myndirnar,
Hilmar Örn Hilmarsson samdi tón-
list og Páll Ragnarsson lýsir sýn-
inguna. „Allir sem að sýningunni
hafa unnið hafa lagst á eitt um að
láta þetta ganga upp. Við ætlum
okkur að gera eitthvað eft-
irminnilegt í menningartengdri
ferðaþjónustu og íslenskri menn-
ingu,“ segir Guðbrandur Gíslason.
Þar eiga goðin dómstað sinn
Sýning um forna heimsmynd norrænna manna verður senn opnuð í Hveragerði Eitt stærsta
verkefni í menningartengdri ferðaþjónustu í ár Í vetur verður boðið upp á námskeið goðafræði
Morgunblaðið/RAX
Félagsskapur Kristín Ragna Gunnarsdóttir, höfundur myndanna, og Ingunn Ásdísardóttir, hugmyndahöfundur sýningarinnar, í góðum félagsskap í Urð-
arbrunni. Á milli þeirra er mynd af Nirði sem ræður fyrir göngu vinds og stillir sjá og eld. Á hann skal heita til sæfara og til veiða.
Í HNOTSKURN
»Þriðja rót asksins stendurá himni og undir þeirri rót
er brunnur sá er mjög er heil-
agur og heitir Urðarbrunnur.
Þar eiga goðin dómstað sinn.
»Óðinn er æðstur og elsturásanna. Hann ræður öllum
hlutum og svo sem önnur goð-
in eru máttug þá þjóna honum
öll svo sem börn föður. En
Frigg er kona hans og veit
hún örlög manna þótt hún segi
eigi spár.
»Þór er þeirra fremstur, sáer kallaður er Ásaþór eða
Ökuþór. Hann er sterkastur
goðanna og manna.
Upphaf Askur og Embla eru upphafið í sköpunarsögu goðafræðinnar.
Þetta á mikið erindi núna, hringrásinsem endar með ragnarökum og hefstá ný með upprisunni. Það virðist eitt-
hvað svipað vera að gerast hjá okkur,“ segir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, myndlistar-
maður og bókmenntafræðingur, sem gerði
myndverkin í sýningunni Urðarbrunni. Með
þessum orðum vísar hún til átta veggmynda
sem eru í salnum Völuspá á Iðavöllum.
Kristín Ragna og Ingunn Ásdísardóttir,
hugmyndahöfundur sýningarinnar Urð-
arbrunns, gerðu saman barnabók með sög-
um úr norrænni goðafræði, Örlög guðanna,
sem kom út á síðasta ári. Ingunn skrifaði
sögurnar og Kristín Ragna gerði mynd-
irnar. Áður hafði Kristín Ragna gert barna-
bók um Völuspá með Þórarni Eldjárn rithöf-
undi þannig að hún hefur unnið með
goðafræðina frá 1994. Þessi vinna nýtist vel
í sýningunni Urðarbrunni. Útlit goðanna er
það sama og í Örlögum guðanna en þeir eru
oft í öðruvísi aðstæðum.
Ingunn hefur ekki síður sökkt sér í goða-
fræðina. Hún skrifaði til dæmis um rætur
ásynjanna Friggjar og Freyju í meist-
araritgerð í þjóðfræði og vinnur nú að dokt-
orsritgerð um jötna. „Það er sérstakt við
goðsögurnar að þær höfða til undirmeðvit-
undar okkar og hafa þannig áhrif á okkur
án þess að við getum skýrt það út rökrænt,“
segir Ingunn.
Hún segir að goðsögur trúarbragða hafi
orðið til á mjög löngum tíma. Þær taki til
grundvallarþátta í vitund mannanna og þess
vegna lifi þær á öllum tímum. „Við eigum
okkar goðsagnir í dag, við búum þær til með
stjörnudýrkun og Superman, verum sem við
náum ekki til,“ segir Ingunn.
Samfélög manna og goða
Vinnan við sýninguna Urðarbrunn hefur
verið snörp og stundum tekið á. Álagið á
höfundana hefur því verið mikið. „Það er
skemmtilegt að fá að skapa þessa sýningu
frá grunni og sjá hana verða að veruleika,“
segir Ingunn.
Ingunn hefur skipt sýningunni upp í sex
þætti og eru hverjum gerð skil í sérstöku
rými. Samfélagi og umhverfi manna á þess-
um tíma eru gerð skil í fyrsta þætti, síðan
goðum hins norræna átrúnaðar og loks
helgisiðum og blótum mannanna.
Kristín Ragna hefur verið að móta per-
sónurnar í langan tíma vegna bókanna sem
hún hefur gert. „Ég kalla myndirnar fyrst
fram í huganum, liti og form og í hvaða
samhengi þær eiga að vera. Þegar ég fer
svo að teikna reyni ég að ná þessu fram,“
segir Kristín Ragna. Eitt verkefnið til við-
bótar á þessu sviði bíður því hún er að gera
teiknimynd um Völuspá. „Ég er búin að
gera handritið en varð að leggja þetta frá
mér á meðan ég vann að sýningunni,“ segir
hún. helgi@mbl.is
Hugmyndahöfundur og teiknari Urðarbrunns gerðu barnabókina Örlög guðanna
Goðsögurnar lifa á öllum tímum