Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Allt fyrir fljóðið Hann virtist kunna vel til verka þessi og hann sagðist líka þurfa að vanda sig. Hann væri nefnilega að helluleggja fyrir gelluna í baksýn.
Eggert
Lára Hanna Einarsdóttir | 7. júlí
Hugleiðingar um
einkavæðingu -
áríðandi skilaboð
… Sú rányrkja hefur
hingað til alfarið verið
verk Íslendinga, sem þó
ættu að vita betur og
þykja nógu vænt um land
og þjóð til að valda ekki
slíkum skaða. Samt gerist
t.d. þetta, sem er nýjasta dæmið um
rányrkjuna. Það eru landar okkar sem
haga sér svona. Hvers verður þá að
vænta af erlendum eigendum sem
hugsa um það eitt að hagnast – á auð-
lindunum okkar – og er skítsama um
land og þjóð? Með þetta í huga og áður
en lengra er haldið langar mig að biðja
fólk að gefa sér tíma til að horfa á mynd-
ina The Big Sellout (Stórsvikin) eftir
Florian Opitz, sem sýnd var á RÚV í lok
maí undir heitinu Einkavæðing og afleið-
ingar hennar. Ég hvet þá sem sáu hana í
sjónvarpinu til að horfa á hana aftur og
íhuga um leið afleiðingar þess að einka-
væða orkuauðlindir okkar, hvort sem um
er að ræða fallvötn eða jarðhita. Og hafið
í huga að um er að ræða grunnþarfir
okkar, vatn og rafmagn. Mér finnst til-
hugsunin um einkavæðingu grunnstoða
þjóðfélagsins skelfilegri en orð fá lýst –
hvað þá sölu þeirra til gráðugra, andlits-
lausra, erlendra auðmanna eða íslenskra
útrásardólga í dulargervi...
Meira: larahanna.blog.is
Þorsteinn Ingimarsson | 7. júlí
Geta menn orðið öllu
ósvífnari??
… Það er með öllu
óskiljanlegt að stjórn
Kaupþingsbanka skuli líta
við þessu tilboði. Ef ein-
hverjir hafa efni á því að
greiða skuldirnir sínar þá
eru það bjöggarnir. Sam-
kvæmt auðmannalista Forbes þá er
Björgólfur yngri enn meðal 700 ríkustu
manna í heimi. Og því vel borg-
unarmaður fyrir skuldum sínum …
Allt annað er glæpur gegn almenningi
þessa lands sem berzt við að halda eign-
um sínum. Eftir hörmulega aðkomu út-
rásarvíkinga og fjárglæframanna að ís-
lenzku efnahagskerfi síðuztu fimm ár.
Meira: thorsteinni.blog.is
Inga Helgadóttir | 7. júlí
Veröld á heljarþröm
Mig var að dreyma. Ég
horfði yfir veröldina. Tutt-
ugu teknir af lífi á einum
stað, fegurðarsamkeppni
á öðrum, mannskæð átök
hér og hungurdauði þar,
þjófnaðir, gjaldþrot og trúarbragðadeilur,
tískusýningar, raðmorðingjar, kynlífsiðn-
aður alls staðar. Allt að gerast í einu um
allan heim. Það ríkir óreiða og nánast
súrrealískt ástand í veröldinni allri, alveg
sama hvert litið er.
Meira: ingahel2.blog.is
EFTIR kosning-
arnar til sveitarstjórna
2006 kom í ljós að sami
meirihluti var í Grinda-
vík eftir kosningar.
Mörgum hafði fundist
meirihlutinn sem hélt
áfram eftir kosningar
lítið spennandi. Ekki
fór mikið fyrir fjöl-
skyldugildum, fé-
lagsleg sjónarmið áttu
ekki upp á pallborðið og almennt má
segja að nískupúkasjónarmið hafi
ráðið ríkjum við flestar ákvarðanir
er vörðuðu framtíðarhagsmuni og
málefni bæjarins á einn eða annan
hátt.
Síðan gerist það í byrjun október
2006 að þáverandi minnihluti B-lista
fær veður af því að eitthvað sé að
gerast í landamálum sem snertir
hagsmuni Grindvíkinga: Járngerða-
staða/Hópstorfu-landið sem er nán-
ast það landsvæði sem hægt er að
segja sé hjarta Grindavíkur. Það
nær frá Reykjanestá og að Svarts-
engi. Eitthvað sé í bígerð með landið
og það sé verið að selja það. Þetta er
að hluta til það land sem menn hafa
séð fyrir sér sem framtíðarbygging-
arland bæjarins undir ýmsan iðnað
og fleira. Miklar auðlindir í jörðu.
Því mikilvægt landsvæði fyrir bæj-
arfélagið og framtíð þess.
Stór hluti þessa lands var í eigu
gamalgróinna Grindvíkinga og ætt-
menna þeirra. Virtist sem meirihluti
bæjarstjórnar svæfi á verðinum.
Þannig þróuðust a.m.k. málin að
minnihluti þyrfti að biðja um auka-
fund bæjarstjórnar vegna landamála
sem haldinn var 26.
október 2006.
Þar voru landamálin
rædd fyrir fullum sal
bæjarbúa sem létu sig
málið varða. Þar
fékkst samþykkt til-
laga um að menn
gerðu tilboð í eign-
arhluta landeigenda í
óskiptu landi Járn-
gerðastaða/Hóp-
sstorfu. Það leiddi síð-
an til þess að
Grindavíkurbær eign-
aðist rúmlega 20% hlut í óskiptu
landi.
Sofandaháttur meirihlutans
Það sem ekki var ljóst á þessum
tímapunkti var hvers vegna meiri-
hluti sem hlaut að vita af sölunni
hafði ekki látið til skara skríða fyrr
en eftir fund bæjarstjórnar. En
smám saman fóru málin að skýrast.
Annað gerist ekki vegna málsins en
samþykkt eru kaup bæjarins á land-
inu. Engin opinber umræða í stjórn-
sýslu bæjarins varð fyrr en miðviku-
daginn 19. mars 2008, tæpum 18-19
mánuðum eftir samþykkt kaup bæj-
arins á landinu. Þá kemur tillaga í
bæjarráði frá meirihluta um að bæj-
arráð feli þáverandi bæjarstjóra,
Ólafí Erni Ólafssyni, að ljúka við
samþykktir og stofnsamning Járn-
gerðar ehf. í samráði við lögmann
bæjarins.
Eins og sést í fundargerð bæjar-
ráðs frá þeim tíma bókaði undirrituð
athugasemd við þetta fyrirkomulag
um stofnun landeigendafélags.
Þar varaði undirrituð við því að
stofna einkahlutafélag um landið þar
sem ljóst væri að bæjarfélagið sem
20% eigandi hefði þá lítið um málefni
lands að segja nema gert yrði sér-
ákvæði um það.
Lögmaður bæjarfélagsins á þeim
tíma hafði bent á að eðlilegra væri að
stofna félag þar sem tillit væri tekið
til allra hluthafa. Þess vegna bókaði
undirrituð að betra væri fyrir hags-
muni bæjarfélagins að menn myndu
skipta landinu strax upp á milli eign-
araðila eða skoða annað form á eign-
arhaldi en einkahlutafélag.
Samt sem áður samþykkti meiri-
hluti bæjarráðs tillögu þáverandi
formanns bæjarráðs um stofnun
einkahlutafélags. Það hlýtur að vera
athyglisvert að hann skyldi sitja
þann fund og stýra honum en ekki
víkja við meðferð málsins vegna
tengsla sinna við Bláa lónið sem var
stærsti hluthafinn í landinu.
Margir töldu að fyrirtækið hefði
haft hug á að eignast allt landið í
upphafi, áður en bæjarfulltrúar
minnhlutans gerðu aðför að ráða-
brugginu og bærinn eignaðist a.m.k.
20% í landinu.
Trúnaðarbrestur
Ekkert gerist svo í sameignar-
samningi vegna Járngerðar ehf. fyrr
en meirihlutinn springur í loft upp,
m.a. vegna landamálanna.
Í júní 2008 kemst oddviti hins
meirihlutaflokkins, Samfylking-
arinnar, að því að Bláa lónið hafði
selt Hitaveitu Suðurnesja 70% af
sínum eignarhluta í landinu. Líklega
vissi oddviti sjálfstæðismanna í
Grindavík af sölunni vegna fjöl-
skyldutengsla sinna við Bláa lónið
ehf. en taldi ekki að oddviti sam-
starfsflokksins hvað þá bæjarstjórn
þyrfti neitt að vita af því. Þetta hlýt-
ur að vekja upp spurningar.
Þetta er landið sem Árni Sigfús-
son ætlar nú að eignast og vill selja
Grindvíkingum á þrefalt hærra verði
með fulltingi HS orku og ekki nóg
með það heldur virðist hann hafa
fengið oddvita sjálfstæðismanna í
Grindavík í lið sitt, a.m.k. ef marka
má orð bæjarfulltrúans í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag. Þar upplýsir
oddvitinn að hann óski efir auka
bæjarstjórnarfundi og segir orðrétt
að það sé „Grindvíkingum til vansa
hvernig meirihlutinn hefur klúðrað
málum með aðgerðaleysi sínu og
klaufaskap“.
Það verður að teljast mjög spenn-
andi hvort þessi bæjarfulltrúi, miðað
við forsögu málsins, ætlar að telja
íbúum í Grindavík trú um að aðkoma
hans að málinu sé til að gæta al-
mannahagsmuna eða sérhagsmuna!
Spyr sá sem ekki veit.
Núverandi meirihluti hefur unnið
að þessu máli með hagmuni bæjar-
félagins að leiðarljósi, enda á enginn
þar neinna hagsmuna að gæta nema
hagsmuna bæjarfélags síns.
Spyrja má hvort á hreinu sé að ár-
ið 2007 sé búið og nú sé 2009.
Ef svo er, hafa menn ekkert lært
af þeim hörmungum sem yfir Ísland
hafa dunið?
Eftir Petrínu
Baldursdóttur » Yfirlit yfir landa-
kaupamál Grindvík-
inga og Reyknesbæ-
inga. Forsagan rakin og
leitast við að skýra
stöðu mála í dag.
Petrína Baldursdóttir
Höfundur er formaður bæjarráðs í
Grindavík
Landakaupamál Reykjanesbæjar
– Forsaga
BLOG.IS
Stefán Gíslason | 6. júlí
Styrkjum
Grensásdeildina
Ef einhver málstaður er
nógu góður til að maður
leggi á sig að hlaupa frá
Reykjavík til Akureyrar
hans vegna, þá er hann
örugglega nógu góður til
að maður láti nokkrar krónur af hendi
rakna. Ég hvet alla til að leggja Grensás-
deildinni lið með því að leggja svolitla
upphæð inn á reikning 0130-26-9981,
kt: 660269-5929. Öll framlög koma í
góðar þarfir við að bæta aðbúnað á
deildinni.
Ég var svo heppinn að eiga þess kost
að fylgja Gunnlaugi síðustu 10 kílómetr-
ana (af 68) í dag, nánar tiltekið frá Katt-
arhryggsgili í Norðurárdal upp að brúnni
yfir Norðurá í heiðarsporði Holtavörðu-
heiðar. Þetta ferðalag tók rúman klukku-
tíma og var á allan hátt hið skemmtileg-
asta. Ekki einasta lék veðrið við hvern
sinn fingur, heldur er Gunnlaugur enda-
laus uppspretta af fróðleik, hvort sem
talið berst að næringu ofurhlaupara,
vandasömum viðfangsefnum í þjóðhags-
legu samhengi eða einhverju allt öðru. ...
Meira: stefangisla.blog.is