Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 ✝ Sigríður Thorla-cius fæddist að Völlum í Svarfaðardal 13. nóvember 1913. Foreldrar hennar voru Sólveig Péturs- dóttir Eggerz og séra Stefán Kristinsson. Sigríður ólst upp að Völlum þar til að hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún bjó upp frá því. Systkini Sig- ríðar voru Pétur Eg- gerz, f. 10. ágúst 1900, Kristinn Tryggvi, f. 8. október 1903, Sæmundur, f. 16. ágúst 1905, Ingibjörg, f. 31. desem- ber 1908, Jón Cristinn, f. 29. júlí 1911 og Kristín, f. 8. júlí 1916, þau eru nú öll látin. Fóstursystir Sigríð- ar var Unnur Tryggvadóttir, f. 27. desember 1907. Sigríður giftist 13. maí 1939 Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra í for- sætis- og menntamálaráðuneytinu, f. að Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu 28. júlí 1913, d. 2. október 2001. For- eldrar hans voru Ólafur Jón Thorla- cius, héraðslæknir, alþingismaður og síðan lyfsölustjóri og Ragnhildur Pétursdóttir Eggerz Thorlacius. Sigríður lauk prófi frá Samvinnu- skólanum árið 1932 og vann við ýmis verslunarstörf árin 1933-1937. Hún starfaði hjá Tryggingastofnun rík- isins frá árinu 1937 til ársins 1942, var jafnframt þingskrifari auk þess sem hún starfaði á skrifstofu Alþing- is. Eftir það vann hún við blaða- mennsku á Tímanum og við ritstörf. Hún var afkastamikill þýð- andi og vann að gerð útvarpsþátta. Ritaði Sigríður eftirtaldar bækur: Ferðabók, ásamt Birgi Thorla- cius 1962, María Markan, endurminn- ingar, 1965, Margar hlýjar hendur, árið 1981 og Saga Banda- lags kvenna í Reykja- vík, 1983. Sigríður var varamaður í borg- arstjórn Reykjavíkur fyrir Fram- sóknarflokkinn, og átti sæti í fræðslu- og félagsmálaráði. Hún var í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík og í miðstjórn Framsókn- arflokksins, þá sat hún í blaðstjórn Tímans. Sigríður var formaður Kvenfélagasambands Íslands um 8 ára skeið og formaður Nordens hus- morforbund 1975 til 1980. Hún var ritstjóri Húsfreyjunnar um árabil. Sigríður var gerð heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands 19. apríl 1980 og heiðursfélagi Styrkt- arfélags vangefinna 5. ágúst 1993. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1971, stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1979 og Ridd- arakrossi Dannebrogs-orðunnar 4. júlí 1973. Sigríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 8. júlí og hefst athöfnin kl. 15. Ég veit að haustið kemur með myrkur í fanginu en þangað til hlusta ég á sönginn á nið árinnar, tala við sólina og hafið um tímann og það sem er handan við dyrnar. (R. F.) Birgir föðurbróðir minn lést árið 2001, síðastur fjögurra bræðra. Og nú er Sigríður látin í hárri elli. Birgir og Sigga – Sigga og Birgir. Í huga okkar systkinanna úr Austurbæjar- skólanum voru nöfn þeirra svo sam- ofin að þau voru yfirleitt ekki nefnd nema bæði í einu. Ég man nú ekki lengur hvenær ég sá Siggu fyrst, en sumarið 1937 vor- um við, ég og bræður mínir tveir, í fóstri hjá afa og ömmu á Mímisvegi 8. Þar var eitt herbergi sem við máttum varla koma inn í. Það var herbergið hennar Siggu. Sjálf hefur hún senni- lega verið komin norður í Svarfaðar- dal því ekki var hún í herberginu, en við litum einstöku sinnum þar inn í fylgd með ömmu, og ég fylltist lotn- ingu í hvert skipti. Þar var allt svo fínt. Eitt húsgagn er mér sérstaklega minnisstætt, dularfullt skatthol sem ég var viss um að geymdi mikla fjár- sjóði undir lokinu. Og í bernsku fannst mér reyndar alltaf eitthvað dularfullt og hátíðlegt við þessa frænku mína. Já, hún var líka frænka mín, því að þau hjón voru systrabörn þótt þau kynntust ekki fyrr en bæði stunduðu nám í Samvinnuskólanum. Birgir gegndi alla tíð annasömu embætti í stjórnarráðinu, en Sigríður starfaði mikið að félagsmálum, var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands, stundaði blaðamennsku og var ritstjóri Húsfreyjunnar, svo eitt- hvað sé nefnt. Þau hjón ferðuðust talsvert, bæði innanlands og utan, og voru virðu- legir fulltrúar lands og þjóðar hvar sem þau komu. Ég á silkislæðu sem Sigríður færði mér frá Indlandi og ég segi gjarnan að hafi verið gjöf frá Indiru Gandhi. Ekki er ég viss um að það sé satt, en hitt veit ég að þær ræddust við hún og Sigga. Sigríður og Birgir áttu ekki börn, en börn hændust að þeim og systk- inabörn þeirra nutu hlýju þeirra og góðvildar, og síðan urðu þau eins og afi og amma næstu kynslóðar. Krakkarnir mínir fengu frá þeim jólagjafir sem þau vissu alltaf hvert á land átti að senda. Nokkru eftir lát Birgis flutti Sig- ríður í íbúð á Eir í Grafarvogi. Þar naut hún góðs atlætis og undi þokka- lega hag sínum. Hún las mikið og fylgdist með því sem var að gerast í kringum hana – en auðvitað hund- leiddist henni stundum. Hvernig átti annað að vera? Kona sem setið hafði opinberar ráðstefnur í Naíróbí og Mexíkó, séð um útvarpsþætti, verið blaðamaður og þýtt fjölda bóka, átt sæti í ótal nefndum og ráðum, alltaf verið virkur þátttakandi í þjóðlífinu og hafði búið með jafnskemmtilegum manni og Birgi frænda mínum í meira en 60 ár? En nú er langri og farsælli ævi lok- ið. Við sem enn sitjum heima þökkum Sigríði samfylgdina og biðjum henni blessunar á óförnum leiðum. Kristín R. Thorlacius. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mikil sómakona er horfin af sviði samtíðarinnar. Prúðmennsku Sigríð- ar megum við sannarlega minnast og þá um leið hins sama í fari hennar nánustu. Fjölskyldur bræðranna Birgis og Kristjáns Thorlacius hafa áratugum saman búið í nánu sambýli án þess að nokkru sinni hafi þar fallið styggðaryrði manna á milli. Virðing og ást á íslenskri tungu í töluðu og rituðu máli var jafnan í heiðri höfð hjá þessu fólki. Landið – fjöllin, dal- irnir, strendur, ár og lækir, sem og hin lifandi náttúra, hvort heldur er gróður eða dýr merkurinnar sem og menningin er á landinu þrífst – allt þetta mótar hvern einstakling. Sig- ríður elskaði land sitt og þjóð, það sem var, það sem er og hún óskaði æskunni fagurrar framtíðar. Okkur, sem eftir stöndum, hlýtur að vera þakklæti ofarlega í huga, en nú á erfiðum tímum skiptir mestu máli að allir standi saman, eyði úlfúð og stappi stáli hver í annan til mann- dóms á öllum sviðum. Sómi Íslands er sá minnisvarði, sem okkur ber að reisa horfnum ástvinum. Elín Eggerz-Stefánsson. Sigríði Thorlacius var í blóð borin höfðingsbragur og reisn svo að eftir var tekið. En hún var líka hlý og elskuleg kona og verður okkur öllum sem hana þekktum og vorum henni náin ógleymanleg. Hún var í fararbroddi íslenskra kvenna síðustu aldar með marghátt- uðum störfum sínum á vegum ýmissa kvennasamtaka, auk annars konar félagsmálastarfa. Hún var greind og fróð og mjög bókhneigð og átti því láni að fagna að halda lestrarsjón til hinstu stundar. Sigríður hafði mikinn áhuga á rétt- indamálum kvenna og barna og vann að því með ýmsum hætti. Áhugasvið hennar hvað þetta snerti var ekki eingöngu bundið við Ísland heldur kynnti hún sér stöðu kvenna í vanþróuðum löndum, einkum Afríku. Þegar ég kynntist henni fyrst laust eftir árið 1960 var hún sem blanda af heimavinnandi húsmóður og útivinn- andi framakonu. Hún vann sleitu- laust heima við þýðingar, bóka- og greinaskrif á milli þess sem hún sótti fundi ýmissa félagasamtaka. Af fjöl- mörgum þýðingarstörfum hennar má ég til með að minnast á Ævin- týrabækur Enid Blyton sem hún þýddi en á mínum uppvaxtarárum biðu allir krakkar spenntir fyrir hver jól að fá í hendur nýja Ævintýrabók. En staða hinnar heimavinnandi húsmóður stóð hjarta hennar nær enda tók hún virkan þátt í starfi hús- mæðrasamtaka og kvenfélaga bæði hérlendis og annars staðar á Norð- urlöndum. Þau Birgir ferðuðust mikið saman bæði utanlands og innan og fóru í löng ferðalög um hálendi landsins löngu áður en slíkar ferðir komust í tísku. Birgir þurfti starfs síns vegna oft að vera fulltrúi Íslands við opinberar athafnir erlendis. Fór Sigríður stundum með honum í slíkar ferðir og varð maður þess oft var að til þess var tekið hve glæsileg hjón væru þar á ferð. Þau giftu sig árið 1939. Ástríkara hjónaband var vart hægt að hugsa sér og voru þau sem nýtrúlofuð þar til hann lést árið 2001. Þau höfðu oft sagt um andlát sitt að áreiðanlega yrði stutt á milli þeirra, þau væru jafnaldrar og hefðu alla tíð fylgst að. Var ekki laust við það að Sigga yrði dálítið undrandi eftir því sem tíminn leið hve dróst að kalla hana á fund Birgis. Stórt skarð er höggvið í samstæða stórfjölskyldu við andlát hennar. Svala Thorlacius. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Þannig kveður ljóðskáldið ágæta, Hannes Pétursson í ljóði sínu „Þú gekkst mér við hlið“. Ég man eftir Sigríði frænku minni eins lengi og ég man eftir sjálfri mér. Þær systur Ingibjörg, Sigríður og Unnur fóstur- systir þeirra voru aufúsugestir á mínu gamla heimili á Siglufirði. Þeim fylgdi ætíð gleði, vinátta og frænd- semi góð. Brúðumæður fengu gjafir í búin sín og enn er verið að nota brúðusæng sem Bolla frænka saum- aði handa mér. Þegar ég horfi á þessa hluti hlýna mínar gömlu hjartarætur og ég minnist svo margra góðra stunda úr minni frum- bernsku. Tíminn leið og þar kom að að ég var send í sumardvöl að Völlum. Fyrst kom ég þar með foreldrum mínum og bað föður minn að gæta sín „ að stíga ekki á blómin í stóra blóma- garðinum“, sem auðvitað var heima- túnið í allri sinni litadýrð með sól- eyjum, fíflablómum og rauðu hundasúrunni. Síðast var ég þar sól- arsumarið mikla árið 1939. Alltaf kom Sigga frænka norður að Völlum en þetta sumar kom hún með sínum góða eiginmanni, Birgi Thorlacius. Nú eru liðin sjötíu ár frá þessum dögum en þrátt fyrir það eru þeir enn svo ljósir í mínu minni. Seinna sótti ég skóla til Reykjavík- ur og var þar í skjóli þeirra hjóna. Tíminn líður og ég eignast mitt eigið heimili og börn og enn er til hjartahlýja og vinátta öllum þeim til handa. Áhugi fyrir öllum þeirra þroska og áhugamálum, glaðst var með börnunum yfir sigrum þeirra smáum sem stórum og samúð og huggun þegar á bjátaði. Sigga frænka var frænka af bestu tegund sem gaf öllum þessa notalegu hlýju hvar sem hún fór og hverjum sem hún mætti á sinni löngu lífsleið. Öllum sýndi hún áhuga, allir voru jafnir í hennar huga, falleg fram- koma í orði sem í athöfnum var henn- ar aðalsmerki. Sigríður var öllum þakklát, ekki hvað síst öllu því góða fólki sem ann- aðist hana þegar aldurinn færðist yf- ir og heilsu fór að hraka. Börnin, barnabörn og frændur úr Bólstaðarhlíðarhúsunum voru henn- ar auðfúsu hjálparhellur og litlu börnin þeirra hennar gleðigjafar. Enginn skyldi gleyma því fallega sambandi er þær áttu alla tíð, svil- kona hennar og vinkona þar sem Að- alheiður Thorlacius var, þær studdu hvor aðra, ekki síst þessi síðustu ár. Trúlega hefði Sigga frænka okkar allra viljað að allir frændur og vinir fengju kveðju sem árið 2002 kom á afmæliskorti og var hennar uppá- haldsvers. Með þeim orðum Herdís- ar skáldkonu Andrésdóttur kveð ég frænku mína, Sigríði Stefánsdóttur Thorlacius, og veit að Guð minn hef- ur þegar kveikt hjá henni sitt helga bjarta ljós. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Með þökk fyrir að ganga með mér langa leið. Stefanía María Pétursdóttir. Þau fæddust í íslenskri sveit, á fyrri hluta tuttugustu aldar, Sigga fyrir norðan, Birgir afabróðir minn fyrir austan. Þau kynntust í bæ sem breyttist í borg, og hún gleymdi aldr- ei deginum þegar hún sá hann fyrst. Hann var í svo fallegum pokabuxum. Á 62 árum varð hún honum einu sinni reið. Út af gardínum. Þau voru nýgift og blönk og unnu mikið. Sigga kom seint heim og var úrvinda, Birgir var sofnaður og hafði dregið gardínudul- una sem hékk fyrir glugganum svo illa fyrir að hún hékk í henglum. Það fauk í Siggu. Svo sá hún að sér, það var ekki gæfulegt að reiðast út af smámálum. Þannig varð það. Þau voru ekki alltaf sammála en það skipti ekki máli. Sigga og Birgir rif- ust aldrei. Þau ferðuðust saman um landið og heiminn og vinguðust við alls kyns fólk. Skoðuðu framandi fyrirbæri og keyptu skrítna gripi. Hittu konunga og forseta, skrifuðu og þýddu bækur, söfnuðu frímerkjum, svöruðu mörg hundruð útlendum börnum sem skrifuðu íslenska jólasveininum. Þau keyptu fyrstu tönnina sem losnaði í okkur krökkunum, lærðu spænsku af vikublöðum, sögðu æsandi sögur af snákum og betlurum og alls kyns skrítnu fólki sem þau höfðu kynnst. Þau lásu allt sem þau komust yfir, tíndu bláber og fallega steina, skrif- uðu í blöð og spiluðu við okkur lúdó og myllu. Þau kenndu okkur að synda, fylgdust með smáfuglunum, spjölluðu tímunum saman við fólkið í heita pottinum, borðuðu greip, egg og geitaost á hverjum morgni, fengu sér djúpsteikta kjúklingabita og franskar eða Hlöllabát þegar þannig lá á þeim. Einhvern tímann sagði Sigga mér af hverju þau keyptu sér aldrei upp- þvottavél. Stundum var mikið að gera og þau höfðu lítinn tíma. En þau hjálpuðust alltaf að við að vaska upp og nýttu tímann til að tala saman. Þannig hafði það alltaf verið og óþarfi að breyta því þó hægst hefði um. Þetta var þeirra tími. Þannig voru Sigga og Birgir. Þau nýttu tím- ann og lífið vel. Þau voru ástfangin þar til yfir lauk. Það var „glimt í øjnene“ þegar hann horfði á hana. Þau sátu hlið við hlið, hann lagði hönd sína á hennar. 88 ára og enn skotinn í konunni sinni. Og hún í honum. Þegar Birgir var kominn á spítalann og vissi hvað beið, sagði hann Siggu það ekki, hann vildi ekki valda henni áhyggj- um. Við sátum hjá honum alla daga og skiptumst á sögum eða lásum. Eftir að hann fór var hún í myrkri í langan tíma, sagði hún mér seinna. Svo gat hún það ekki lengur, þannig er ekki hægt að lifa. Hún skrifaði sig frá myrkrinu en beið þess að fá að hitta hann aftur. Nú eru þau aftur saman og við hin þurfum að varðveita það sem Sigga og Birgir vissu og ræktuðu. Að gard- ínur og uppþvottavélar eru aukaat- riði. Það sem máli skiptir er tíminn sem við eigum og fólkið sem við eyð- um honum með. Ragnhildur Hrefna Thorlacius. Með Sigríði Thorlacius er gengin mikilhæf og merkileg kona, sprottin úr rammíslenskum jarðvegi og ættuð úr miklu menningarumhverfi, prestssetrinu á Völlum í Svarfaðar- dal. Ég var svo lánsöm að kynnast henni fyrir mörgum árum, er við átt- um saman sæti í útgáfunefnd tíma- ritsins Húsfreyjunnar allt frá árinu 1956. Síðar tengdumst við hálfgerð- um fjölskylduböndum, okkur báðum til hinnar mestu ánægju. Það fór ekki framhjá neinum er henni kynntist að með henni bjó góð greind og vandaður persónuleiki. Það var lærdómsríkt að sitja með þeim á ritnefndarfundum, henni og Svöfu Þorleifsdóttur, kennara og fyrrum skólastjóra, að ógleymdum hinum ágætu ritnefndarkonum öðr- um er sátu þar á fyrri árum þessa ágæta tímarits. Svafa var ritstjórinn, en allar bjuggu yfir ótal hugmyndum um hvað þarflegt væri að lesa fyrir íslenskar húsmæður. Mjög góður andi, samheldni og ósérhlífni ríkti í þessari ritnefnd. Allar voru fúsar að setjast niður og skrifa eða þýða greinar sem mættu gera blaðið menningarlegt og áhugavert fyrir lesendurna, kvenfélagskonurnar út um landið. – Síðar tók Sigríður svo við ritstjórninni af Svöfu, og þá naut hún sín enn betur með sína skynsemi og viturlegu tillögur. Ekki leið á löngu þar til Sigríður var orðin formaður Kvenfélagasam- bands Íslands og gegndi því starfi lengi með miklum ágætum. Þar lagði hún stuðning sinn og styrk að mörg- um framfaramálum sem þá var bar- ist fyrir, og náðu fram að ganga fyrir atbeina hinna dyggu félagskvenna KÍ. En áður hafði Sigríður lagt hug og hönd að því að stofna og halda uppi starfi Styrktarfélags vangef- inna, sem hafði þá þegar komið mörgum góðum málum áleiðis – til hagsbóta fyrir þá sem þar áttu um sárt að binda. Sigríður var víðlesin og margfróð og sagði skemmtilega frá svo unun var á að hlýða, og frásögn hennar öll bar vitni um hennar sterku persónu, eðlislægu greind og heilbrigðu skyn- semi. Þau hjónin Birgir og hún voru samstillt og samtaka um allt sitt líf, og margt mátti af þeim læra. Þau voru glettin og gamansöm í tali og samtaka í því að láta vinum sínum og gestum líða vel í návist sinni, og þess vegna er svo margs góðs að minnast, svo margar ánægjustundir að þakka þeim. Hin síðari árin eftir að Birgir kvaddi hefur Sigríður dvalið á Eir og notið þar góðs atlætis. Hún undi sér löngum við lestur góðra bóka, fékk senda kassa frá bókasafninu í hverri viku. Ætíð var hún hress i bragði og bar sig vel er gesti bar að garði og átti uppbyggjandi umræður um það sem hún hafði lesið eða heyrt. Það var því jafnan ánægjulegt og fróðlegt að heimsækja hana þótt aldurinn færðist yfir. Frændbörn hennar og fornir vinir voru tíðir gestir og hugs- uðu vel um gömlu konuna. Aðeins nokkrar síðustu vikurnar þurfti hún að dvelja á spítala. Hún lætur eftir sig söknuð og ljúfar minningar þeirra fjölmörgu vina og vanda- manna sem fengu að njóta skemmt- unar hennar og andlegu auðlegðar á langri ævi. Sigríður Kristjánsdóttir. Miðvikudaginn 8. júlí verður borin til hinstu hvílu heiðurskonan Sigríð- ur Thorlacius, en hún lést í Reykja- vík 29. júní sl. Störf kvenfélaganna á Íslandi og kvenfélagskvenna voru henni afar hugleikin ásamt öðrum réttindamál- um kvenna. Hún gerði sér grein fyrir mikilvægi kvenfélaganna í flóru landsins, og því mikla líknar-og menningarstarfi sem þau hafa staðið fyrir. Hún hefur á sinni lífsgöngu sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sigríður Thorlacius

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.