Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
✝ Þórhallur Stein-grímsson fæddist í
Reykjavík 21. júlí
1955. Hann lést á
gjörgæslu Landspít-
alans í Fossvogi 23.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Þóra
Kristín Kristjáns-
dóttir, f. 1922, og
Steingrímur Bjarna-
son, f. 1918, d. 1994.
Systkini Þórhalls eru:
1) Ólína Kjartans Óla-
dóttir Ermert, f. 1941.
2) Bára Steingríms-
dóttir, f. 1943. 3) Bárður Árni, f.
1945. 4) Kristján, f. 1946. 5) Bjarni
Jón, f. 1947, d. 1968. 6) Laufey, f.
1948. 7) Erlingur, f. 1949. 8) Stein-
þór, f. 1951. 9) Kristín Salóme, f.
1954. 10) Gunnar Örn, f. 1956. 11)
Hörður, f. 1957, d. 1984. 12) Lilja, f.
1960.
Eiginkona Þórhalls er Þorgerður
K. Halldórsdóttir, f. 1. nóvember
1958. Foreldrar hennar eru Jó-
hanna Friðriksdóttir, f. 1923, d.
1992, og Halldór Þ. Bjarnason, f.
1923, d. 1975. Þórhallur og Þor-
gerður eignuðust fjórar dætur og
Skarði í Landsveit þar sem hann var
m.a. vetrarmaður. Seinna byggði
hann sumarhús á næsta bæ, Krókt-
úni. Á næstu árum stundaði Þórhall-
ur ýmis störf til lands og sjávar. Má
þar nefna landbúnaðarstörf, steypu-
vinnu við Sigöldu og sjómennsku,
ásamt því að reka fiskbúðina í
Grímsbæ um tíma. Á yngri árum var
Þórhallur virkur í starfi JC hreyf-
ingarinnar og í ungliðasveit Sjálf-
stæðisflokksins. og sat m.a. í stjórn
Byggung í Reykjavík. Þórhallur var
kaupmaður í Matvörubúðinni í
Grímsbæ og Plúsmarkaðnum frá
1983 til 1998 og síðan í Bláa turn-
inum við Háaleitisbraut. Hann átti
og rak fyrirtækið Catco sem m.a. sá
um markaðssetningu á íslensku
lambakjöti og bleikju í Bandaríkj-
unum. Þórhallur gegndi marg-
víslegum trúnaðarstörfum fyrir
matvörukaupmenn, m.a. var hann
lengi í stjórn Félags matvörukaup-
manna og var formaður um tíma
ásamt því að vera formaður IMA um
tíma. Þá var hann var lengi í full-
trúarráði Kaupmannasamtakanna
og sat í stjórn samtakanna. Hann
gaf nafn og stofnsetti ásamt fleiri
kaupmönnum samstarfsvettvang
matvörukaupmanna Þín verslun.
Útför Þórhalls verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Jarðsett verður frá Skarðskirkju í
Landsveit kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
barnabörnin eru orðin
sjö: 1) Þóra Kristín, f.
18. janúar 1979, gift
Árna Steinarssyni, f.
29. júlí 1979, þau eiga
þrjá syni, Andri Þór, f.
18. febrúar 2002, Jóel
Orri, f. 4. ágúst 2005
og Arnar Breki, f. 19.
febrúar 2009. 2) Rakel
Ósk, f. 7. ágúst 1980,
maki Elmar Sigurðs-
son 8. ágúst 1977, þau
eiga Tristan Marra, f.
21. nóvember 2004,
Rakel á Þórhall
Darra, f. 13. apríl 1998, með Þór
Sigurðssyni, f. 18. apríl 1978. 3)
Berglind Björk, f. 2. júní 1985, maki
Sigurður Árnason, f. 12. mars 1982,
þau eiga Viktor Val, f. 18. apríl
2007. 4) Helga María, f. 18. maí 1987
maki Ívar Daníelsson, f. 11. apríl
1986, þau eiga Karitas Klöru, f. 29.
júlí 2008.
Þórhallur fæddist á Sogaveginum
þar sem hann ólst upp og bjó mestan
hluta ævinnar. Þórhallur gekk í
Breiðagerðisskóla og síðan Rétt-
arholtsskóla. Eftir unglingapróf
1970 gerðist hann vinnumaður á
Elsku hjartans pabbi minn, það er
svo sárt að þú sért farinn frá okkur,
og það allt, allt of fljótt. Ég á enda-
laust af góðum minningum um þig,
þú varst alltaf svo góður við allt og
alla. Það er svo mikið búið að taka frá
okkur, elsku besti pabbi minn.
Ég er svo heppin að þú náðir að
leiða mig upp að altarinu og að
Andri, Jóel og Arnar fengu allir að
knúsa afa Tobba sinn. Þú knúsaðir
öll 7 afabörnin þín.
Það er svo margt sem ég, Addi og
strákarnir eigum eftir að sakna og af
mörgu er að taka því þú varst alltaf
svo yndislegur. Við eigum eftir að
sakna þess að koma í lúguna til þín
þar sem strákarnir fengu alltaf afa-
ópal (rauðan strumpaópal), vera með
þér í Veiðivötnum eða fá hringingu
frá þér; „hæ Vóla mín, viljið þið ekki
koma að borða með okkur“. Þau voru
ófá skiptin sem þú hringdir í mig upp
úr þurru bara til að segja mér fyndna
brandara sem þú hafðir heyrt, því þú
vissir að við vorum með sama húmor
og gátum hlegið saman í símann. Þú
varst besti pabbi í heimi.
Ég man þegar ég gekk með Arnar
Breka, þá fékk ég svo mikið af bólum
og þoldi það ekki. Eitt kvöldið þegar
ég kem heim þá er gjafapoki á borð-
inu og ég spyr Adda hvað þetta sé.
Þá segir hann mér að þú hafið komið
með þetta handa mér og í pokanum
var andlitsmaski og krem fyrir ból-
urnar mínar. Hver annar en þú hefði
gert svona krúttlegt fyrir dóttur
sína.
Við vorum svo samrýnd fjölskylda
og skal ég gera mitt besta til að halda
því. Við systur skulum passa
mömmu, ömmu, Króktún og hver
aðra fyrir þig. Guð og englarnir
passa þig fyrir okkur, elsku besti
pabbi minn. Elska þig endalaust,
þinn frumburður,
Þóra Kristín Þórhallsdóttir.
Elsku besti yndislegi pabbi minn,
ég trúi því ekki að þú sért farinn frá
okkur svona fljótt.
Ég á eftir að sakna þín svo rosa-
lega mikið, pabbi minn. Þegar ég lít
yfir farinn veg get ég ekki annað en
fyllst þakklæti yfir að hafa notið þín í
þessi 28 ár. Yndislegri pabba er ekki
hægt að hugsa sér. Þú gerðir allt fyr-
ir alla, varst með stærsta og falleg-
asta hjarta sem fyrir finnst – opið öll-
um. Þú máttir ekkert aumt sjá og
hljópst til bjargaðir öllum þeim sem
þörfnuðust þín. Þú hugsaðir um
stelpurnar þínar eins og gimsteina.
Ekki erum við nú fáar prinsessurnar
– mamma, amma Stína og fjórar
dætur. Við elskum þig óendanlega
mikið og vitum að sú ást var gagn-
kvæm. Við vorum svo dugleg að tjá
þá væntumþykju, sem er ómetanleg
á tímum sem þessum.
Mér hlýnar um hjartarætur þegar
ég rifja upp allar yndislegu stund-
irnar okkar. Vá, þær voru ófáar og
skemmtilegar. Það er ekki lengra
síðan en í febrúar sem við fórum tvö
saman til New York að versla fyrir
Central í tæpa viku. Það var ynd-
islegt. Þar sagðist þú ætla í stuttan
göngutúr og komst eftir hálftíma
með tvo miða á Mamma Mia sýn-
inguna á Broadway og bauðst mér út
að borða. Þetta lýsir þér, elsku
pabbi, góðmennsku þinni og hlýju.
Það var svo gaman hjá okkur – hlæj-
andi út í eitt. Svo var það tveggja
daga London ferðin okkar sem er
jafnvel enn eftirminnilegri. Þar hlóg-
um við bókstaflega allan tímann og
vorum sannfærð um að ónæmiskerf-
ið okkar hefði eflst til muna við allan
hláturinn. Það er fátt skemmtilegra
en að hlæja með þér. Við mæðgurnar
erum svo lánsamar að hafa átt þig.
Þú lagðir þig ávallt fram við að gera
eitthvað skemmtilegt með okkur
eins og þegar þú sagðir við mig fyrir
nokkrum dögum, þegar þú varst hér
hjá mér í Hvassaleiti: „Rakel mín,
farðu inn á netið fyrir mig og bókaðu
fyrir okkur öll í leikhús.“ Þar hlógum
við með þér eins og vitleysingar. Við
áttum svo margar yndislegar stund-
ir, fórum í árlegar veiðiferðir og á
landsmót, í Króktún og til Bolung-
arvíkur. Við áttum dýrmætar stund-
ir í okkar vikulega sunnudagsmat,
um jól, á afmælunum og á humar-
kvöldunum okkar – og svona mætti
lengi telja allar þær skemmtilegu
stundir sem við áttum, elsku pabbi
minn.
Það er mér ómetanlegt hversu góð
fyrirmynd þið mamma voruð mér í
gegnum mín uppvaxtarár, hvort sem
litið er til uppeldis, vinskapar,
ömmu- og afahlutverks eða sem
hjón. Þetta geymi ég allt í hjarta
mínu og finnst ég rík. Þær eru ykkur
mömmu að þakka allar fallegu
stundirnar. Takk enn og aftur fyrir
að vera yndislegasti pabbi í heimi.
Ég geymi þig í hjartanu og segi
börnunum mínum hvað þau áttu
yndislegan afa með hjarta úr gulli.
Elsku pabbi, ekkert sem ég segi
hér getur lýst því hversu mikið ég
elska þig eða hversu ég sakna þín í
einu og öllu. Mig er búið að langa
hringja í þig 100 sinnum þessa daga
til að segja þér svo margt og láta þig
vita að við pössum bláa, Central,
mömmu og ömmu Stínu.
Ég elska þig pabbi, kveðja, litla
telpan þín
Rakel Ósk.
Elsku hjartans fallegi pabbi minn,
þetta er svo óraunverulegt. Ekki
bjóst ég við því á fimmtudeginum að
þetta yrði síðasta skipti sem ég sæi
þig, þar sem þú hefur alltaf verið
heilsuhraustur enda kom þetta eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Ég veit
að þú veist að ég elska þig svo ótrú-
lega mikið. Þú varst besti maður sem
fyrirfannst þótt víða væri leitað, þú
máttir aldrei vita af neinum sem átti
bágt þá varst þú fyrsti maðurinn til
að hjálpa. Ég var svo heppin að eiga
ykkur mömmu sem foreldra og hvað
við höfum alltaf verið samrýnd.
Sumrin voru okkar tími, þá fórum við
í okkar árlegu ferð upp í veiðivötn.
Þar varst þú aðalmaðurinn, hjálpaðir
öllum með stangirnar og hafðir svo
gaman af því að kenna barnabörn-
unum hvernig ætti að kasta og varst
alveg jafn spenntur og við þegar við
fengum fisk. Ég á svo margar góðar
minningar um þig eins og t.d. þegar
við fórum til Benidorm þegar ég var
13 ára, þar fengum við ekki að vera á
svölunum nema helst í bandi því þú
varst svo hræddur um að við mynd-
um detta niður þó svo að handriðið
hafi verið mjög hátt. Ég er mikið bú-
in að hlæja að þessu eftir á. Þú varst
alltaf að passa að krakkarnir
klemmdu sig ekki á hurðunum eða
fengju ekki flís í sig. Umhyggja þín
snerti alltaf svo marga eins og þegar
ég fékk að sitja hjá þér og stýra bíln-
um þegar við keyrðum upp afleggj-
arann á leiðinni á uppáhaldsstaðinn
þinn Króktún sem þú ert búinn að
vera svo duglegur að stækka og
betrumbæta. Við munum sjá vel um
Króktún fyrir þig. Þú varst svo
skemmtilegur maður, hafðir alveg
sérstakan húmor, gast mikið hlegið
og skírðir fólk oft upp á nýtt, gafst
því einhver gælunöfn sem engum
hefði dottið í hug nema þér. Mikið á
ég eftir að sakna þess að vera með
þér, elsku pabbi, þetta hefur verið
erfiðasta vika lífs míns því ég er ekki
bara að missa þig sem pabba heldur
mikinn vin. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og Viktor Val.
Við munum passa mömmu og ömmu
fyrir þig.
Þín pabbastelpa
Berglind Björk.
Elsku pabbi minn, núna ertu far-
inn, farinn frá okkur. Ég get ekki
lýst því hvað ég sakna þín mikið. Ég
á rosalega margar og góðar minn-
ingar um þig sem ég geymi í hjart-
anu og mun segja Karítas frá því
hversu yndislegan og frábæran afa
hún átti og hvað þið tvö voruð í raun
miklir vinir, hún vildi alltaf koma til
þín og kúra.
Ég man alltaf eftir því þegar við
systurnar vorum litlar og þú varst að
þurrka okkur eftir bað þá bléstu allt-
af hita í handklæðið svo okkur yrði
ekki kalt.
Þú varst yndislegur maður sem
vildir öllum svo vel, ef eitthvað bját-
aði á hjá einhverjum þá varst þú allt-
af fyrstur til að hjálpa, þú opnaðir
alltaf faðm þinn.
Þegar ég var í skólanum að taka
stúdentinn þá elskaði ég að koma
heim með frábærar einkunnir því þú
varst alltaf svo stoltur og sýndir það
með ást og alúð, gott dæmi til að
mynda hversu yndislegur þú varst,
að í hvert skipti sem við Ívar vökn-
uðum með Karítas til að borða þá
varst þú búinn að búa til hafragraut í
tvo potta, einn fyrir Karítas og einn
fyrir ömmu Stínu. Þú passaðir svo
vel upp á ömmu Stínu, m.a.s. það
seinasta sem þú sagðir þegar þú tal-
aðir við mömmu í símann í sjúkra-
bílnum var að passa upp á að amma
tæki lyfin sín og myndi borða kvöld-
mat þar sem við vorum upp í Krók-
túni.
Ég þakka guði fyrir hversu sam-
rýnd fjölskylda við erum. Á hverju
sumri förum við saman öll í Veiðivötn
og til Bolungarvíkur og eigum ynd-
islegar stundir saman. Það verður
svo erfitt að fara núna án þín. Ég vil
þakka þér fyrir matarboðið og leik-
húsferðina sem þú bauðst allri fjöl-
skyldunni upp á þann 5. júní.
Það er mér minnisstætt þegar ég
var að fara í afmæli nokkrum dögum
áður en þú kvaddir okkur og þú
kysstir mig aftan á hálsinn og tókst
utan um mig og sagðir: „Ohh þú ert
svo falleg.“
Það verður svo skrýtið að jólin
verða án þín, þú hefur alltaf lesið á
pakkana, hver gerir það núna?
Mér finnst svo erfitt að hugsa til
þess að þú eigir ekki eftir að leiða
mig inn kirkjugólfið þegar sá dagur
rennur upp og erfitt að hugsa til þess
að yngstu barnabörnin eigi ekki eftir
að muna eftir þér.
Svona get ég haldið endalaust
áfram en hef ákveðið að láta allar
þær góðu minningar rísa hærra
heldur en allar þessar hugsanir.
Elsku besti pabbi minn, takk fyrir
að leyfa okkur að búa hjá ykkur
mömmu og takk fyrir allt það sem þú
hefur gert fyrir okkur, það er ómet-
anlegt!
Sjáumst síðar.
Þín dóttir,
Helga María.
Elsku Þórhallur. Þá ertu farinn
frá okkur allt of fljótt og maður get-
ur ekki trúað því að heyra ekki rödd
þína né hjartahlýju aftur. Þeir deyja
ungir sem guðirnir elska og þá hefur
svo sannarlega vantað sterkan mann
í þetta skiptið. Ég mun sakna þín
mikið og er svo ánægður með allar
góðu minningarnar sem koma upp í
huga manns og munu fylgja manni
alltaf þegar manni verður hugsað til
þín. Ég veit að þér líður betur núna,
kominn á stað þar sem allt er betra
og nærvera þín mun fylgja manni í
hjarta og sál. Það er alltaf erfitt að
horfa á eftir góðu fólki fara en með
tímanum lærir maður að lifa með því
og minningarnar halda hamingjunni
góðri. Ég mun aldrei gleyma Veiði-
vatnaferðunum með þér sem þú
hélst gangandi og skildir eftir sem
fallega arfleið til komandi ættliða. Í
ferðina fór öll fjölskyldan og
skemmti sér vel og þú fékkst að
stjórna allan tímann og það þótti þér
ekki leiðinlegt, núna fer maður og
það vantar skipstjórann (kaptein-
inn). Minning þín mun lifa um langan
tíma og sérstaklega um alla hlutina
sem þú fannst nýtt nafn á og gælu-
nöfnunum sem þú settir á flesta sem
þú þekktir. Þú varst góður maður og
góður faðir og þín verður sárt sakn-
að.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Þá verður oss ljóst, að framar ei
frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst –
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Sigurður Árnason.
Elsku Tobbi.
Hugsunin sú að þú sért farinn frá
okkur svona ungur er hrikaleg, 54
ára er enginn aldur til að kveðja. Það
veit hver einn og einasti maður sem
þekkti þig að guð fangaði þig vegna
þess að honum hefur verið farið að
leiðast á einhvern hátt, hann hefur
vantað einhvern til að redda málun-
um. Ég kynntist þér fyrir um rúm-
lega fimm árum þegar ég var svo
heppinn að næla mér í hana Helgu,
yngstu dótturina, og var ég ekkert
svakalega spenntur fyrir því að fá að
hitta þig þar sem ég hafði heyrt
svona ýmsar sögur um það hversu
hress þú tækir á móti kærustum
dætra þinna, en svo bara þegar ég
hitti þig fyrst sá ég ekki bara þennan
harða nagla heldur líka þennan ynd-
islega mann sem bjó inni í þér.
Fyrir tæplega ári eignuðumst við
Helga María okkar fyrsta barn og
urðuð þið strax miklir vinir, þú og
Karítas, það sást langar leiðir að hún
fann alveg hvað afi hennar var mjúk-
ur og yndislegur maður sem vildi öll-
um allt það besta, ekki skrítið að
henni fannst gott að kúra hjá afa sín-
um. Tobbi, þú skilaðir svo aldeilis því
sem þú ætlaðir þér, ólst upp fjórar
dætur ásamt Toggu þinni og eign-
aðist heilan helling af barnabörnum
sem öllum þótti og þykir svo vænt
um afa sinn og finnst sárt að horfa á
eftir honum en öll vita þau að afi
Tobbi er á góðum stað þar sem hon-
um líður rosalega vel og er algerlega
áhyggjulaus.
Þessar síðustu tvær vikur hafa
verið ansi strembnar og erfiðar, ef
það væri ekki fyrir þessa sterku
samheldnu fjölskyldu, væri þetta
mun erfiðara en fjölskyldan er það
sem drífur mann áfram á stundum
sem þessum.
Tobbi, þú varst maður sem gafst
meira en þú áttir í raun, máttir ekki
sjá neinn bágstaddan þá varstu nán-
ast búinn að kippa öllu í liðinn, og
þegar maður fer að hugsa til baka fer
maður að sjá það hvað maður gat og
getur virkilega lært af þér þar sem
þú varst svo miklu meira en þú í raun
sýndir, eins og með Króktún, allt
sem þú hefur gert þar og búið stelp-
unum þínum og Toggu, það er ekki
hvaða maður sem er sem leggur
svona mikið á sig til að gera öðrum til
geðs.
Ég vill minnast þín, elsku Tobbi
minn, með kvæði sem mér þykir af-
skaplega vænt um og það hentar
mjög vel því þú gafst mér meira en
mig sjálfan grunaði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svefnsins draumar koma fljótt.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku vinur, hvíldu í friði og ég
veit að þú ert kominn á góðan stað
hjá bræðrum þínum og föður.
Þinn „skemmtari“ (tengdasonur.)
Ívar Þórir Daníelsson.
Elsku besti afi minn, þetta er það
erfiðasta sem ég hef gengið í gegn-
um því ég elska þig svo mikið en það
sem huggaði mig mikið var að þú ert
á góðum stað og ert komin til afa
Steina og bræðra þinna. Amma Stína
sagði mér alltaf þegar ég var lítil frá
gullenglunum á sjöunda himni svo ég
veit að þú ert einn þeirra núna og þú
kemur til með að passa okkur svo
eigum við rosalega góðar miming-
arnar af Sogaveginum, Króktúni,
Veiðivötnin, Bolungavík og allt sem
við gerðum saman, takk, elsku afi,
fyrir að kenna mér að veiða og fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig sem
var mikið. Elska þig, elsku afi.
P.s. Þú manst að ég sagði við þig
að ég ætlaði að verða eins og þú við
mömmu, eins og þú varst við ömmu
Stínu … afi, ég passa ömmu Toggu
og ömmu Stínu fyrir þig.
Þinn
Þórhallur Darri.
Þórhallur
Steingrímsson