Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 30

Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 ✝ Kjartan Jónssonfæddist á Ísafirði 12. júní 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti þriðjudag- inn 30. júní sl. For- eldrar hans voru Jón Ólafur Jónsson mál- arameistari, f. 24. maí 1884, d. 14. janúar 1945 og Arnfríður Ingvarsdóttir hús- móðir, f. 6. október 1885, d. 18. janúar 1950. Kjartan var yngstur en systkini hans eru: Ingvar, f. 14. september 1910, d. 3.júní 1974. Jón Hermann, f. 13. ágúst 1913, d. 27. júní 1993, Sigríður Ragnhild- ur, f. 21. október 1917, d. 3. júlí 2007, Sigurður, f. 28. desember 1919, og Herdís Elísabet, f. 5. júní 1924. Kjartan kvæntist árið 1951 Hlíf Einarsdóttur frá Holtakotum í Biskupstungum, f. 19. nóvember 1930. Börn þeirra eru: 1) Einar jarðeðlisfræðingur, f. 15. janúar 1952, kvæntur Marciu Maren Vil- hjálmsdóttur, þau eiga 4 börn og börn og Hanna átti son áður. Kjart- an og Hlíf skildu árið 1976. Kjartan ólst upp á Ísafirði þar til hann lauk gagnfræðaskóla en flutt- ist þá til Reykjavíkur og innritaðist í Verzlunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1946. Eftir það starf- aði hann hjá Landsbankanum í Austurstræti í 4 ár þangað til hann hóf nám við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. Hann útskrifaðist sem garðyrkjumaður þaðan 1952. Hann starfaði við ylrækt á nokkrum stöðum, síðast að Brúnalaug í Eyja- firði. Hann flutti þaðan til Akureyr- ar 1957, þar sem hann starfaði við skrifstofustörf, lengst hjá Kaup- félagi Eyfirðinga, Sýslumanninum á Akureyri og Verðlagseftirliti. Hann flutti til Ísafjarðar 1976, næsta ára- tug starfaði hann hjá Sýslumann- inum á Ísafirði, Skattstofu á Akra- nesi og Sýslumanninum í Vík í Mýrdal. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann var við skrifstofustörf í nokkur ár. Á Ak- ureyrarárunum tók hann töluverð- an þátt í starfi IOGT og einnig á Akranesi. Hann söng mikið og lék oft undir á gítar og í Vík hóf hann að syngja í kirkjukór og var eftir það virkur í kórstarfi til æviloka. Útför Kjartans fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 8. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar eitt barnabarn. 2) Árni vélfræðingur, f. 13. júní 1953, sam- býliskona Margrét Örnólfsdóttir, þau eiga eina dóttur og Margrét átti 5 börn áður. 3) Ólafur vél- virkjameistari, f. 22. febrúar 1955, kvænt- ur Kristínu Dúadótt- ur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Elín handverks- maður, f. 17. ágúst 1956, gift Agnari Kristjánssyni, hún á þrjá syni og þrjú barnabörn með Róbert Ró- bertssyni. Agnar á tvo syni. 5) Arn- fríður sálfræðingur, f. 17. október 1960, hún á þrjú börn með Kim Kappel Christensen, þau skildu. 6) Yngvi fjölmiðlafræðingur, f. 7. apríl 1962, d. 2000, var kvæntur Bryndísi Arngrímsdóttur og þau eignuðust tvo syni. Bryndís á eina dóttur. 7) Jóhann Ragnar stálskipasmiður, f. 13. apríl 1964, kvæntur Jónínu Guð- jónsdóttur, þau eiga eina dóttur. 8) Óttar orkuverkfræðingur, f. 16. janúar 1973, kvæntur Hönnu Krist- ínu Sigurðardóttur. Þau eiga tvö Heilsa pabba var frá fæðingu frekar slök en hann hafði alla tíð astma og ofnæmi og dvaldi meðal annars heilt ár á sjúkrahúsi í bernsku. Það urðu mikil umskipti þegar loks fengust lyf við þessum kvillum þegar hann var 18 ára. Það hvað hann naut mikillar umönnunar móður sinnar tengdi þau afar nán- um böndum og hann virti hana alla tíð mjög og sagðist vera mikill mömmustrákur enda ber öllum saman um að hún hafi verið einstök manneskja. Hún féll frá þegar hann var 21 árs en þetta mótaði áreið- anlega afstöðu hans til kvenþjóðar- innar allrar og hann hélt mikið upp á systur sínar, dætur, tengdadætur, afastelpur og yfirleitt allar þær kon- ur sem í kring um hann voru. Mörg ár eru síðan hann lagði svo fyrir að dætur og tengdadætur ættu að bera hann síðasta spölinn og ef einhver þeirra treysti sér ekki af heilsufars- ástæðum ættu þær dætur til að hlaupa í skarðið. Pabbi var góður námsmaður og hafði sérstakt gaman af stærðfræð- inni. Hann stytti sér stundir fram á síðustu daga með því að fara með tölur, til dæmis í Sudoku og fyrir daga vasatölvunnar átti reikni- stokkurinn sér fastan samastað í brjóstvasanum. Pabbi hafði alla tíð yndi af útivist og ferðalögum innanlands og er- lendis, hann hafði gaman af að fara á fjöll þegar tekist hafði að hemja ast- mann og tók fram að hann þyrfti aldrei að stoppa til að hvíla sig, hins vegar staldraði hann oft við til að njóta útsýnisins! Hann átti ungur mótorhjól og fór víða á því og hann undraðist stundum á seinni árum að afabörnin virtust ekki alltaf hafa nærri eins gaman af bíltúrum eins og hann sjálfur en hann skilgreindi sig til æviloka sem ungan mann með bíladellu og þegar hann átti bíl var hann alltaf reiðubúinn til að bregð- ast við og skreppa með mann bæj- arleið, hvort sem um var að ræða verslunarleiðangur í höfuðstaðnum eða skottúr norður Sprengisand. Hann var líka manna fyrstur að til- kynna komu sína í allar fjölskyldu- samkomur, hvort sem um var að ræða lengri eða skemmri veg og naut þess mjög að umgangast sína stóru fjölskyldu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt pabba minn svona lengi fyrir mig, börnin mín og barnabörnin. Þau kunna ákaflega vel að meta það líka. Við lok sjötta áratugarins var brauðúrvalið í verslunum ekki fjöl- breytt. Við gátum valið um fransk- brauð, heilhveitibrauð eða rúg- brauð. Á mínu heimili hét heilhveitibrauðið pabbabrauð. Ég var fjögurra ára gömul send eftir pabbabrauði og fólkið í búðinni vissi ekki hvað ég átti við og kímdi. Mér fannst þau kjánar. Fáeinum árum seinna fór ég á skrifstofuna þar sem pabbi vann og spurði eftir pabba. Fólkinu þótti þetta ónákvæm spurning og kímdi. Mér fannst ég kjáni. Nú er ég orðin stór og hef vitað það lengi með vissu að pabbinn minn er Pabbi – með stórum staf og greini – og að það er bara alls ekk- ert kjánalegt við það. Elín Kjartansdóttir. Ég var svo heppin að alast upp umkringd af góðum fyrirmyndum og voru foreldrar mínir að sjálf- sögðu þar fremst í flokki. Nú er ann- að þeirra fallið frá, hann pabbi minn sem hafði það fyrir okkur systkin- unum að maður ætti ekki að vera með hroka og að maður ætti ekki að afþakka nokkurt tækifæri til að læra. Þegar ég ákvað að fara í há- skólanám bað hann mig um að taka ekki upp óskiljanlegt mál því það væru til góð og gild íslensk orð yfir alla þá hluti sem sumir háskóla- menntaðir vildu nota erlend orð yfir. Pabbi hafði þá afstöðu að þótt mað- ur væri kannski á einni skoðun sjálf- ur, þá gæfi það manni ekki rétt til að dæma aðra fyrir þeirra skoðanir, sem þýddi meðal annars að maður ætti að bera virðingu fyrir trú ann- arra. Það er líka þessvegna sem hann vill hafa prest við útförina þótt hann hafi verið vita trúlaus sjálfur og ekki einu sinni í þjóðkirkjunni. En hann hefur aldrei viljað styggja neinn og þar sem hann veit að meðal tengdabarna og vina er trúað fólk, þá vill hann taka tillit til þess. Pabbi hafði megnustu óbeit á misnotkun hverskonar, hvort sem það var fólk eða efni sem um var að ræða. Þann- ig notaði hann hvorki tóbak né áfengi um ævina og það gildir reyn- ar um báða foreldra mína. Það er eiginlega ekki fyrr en núna seinni árin sem ég er farin að gera mér grein fyrir því hversu gott veganesti fyrir okkur systkinin sá lífsmáti for- eldra okkar var fyrir okkur afkom- endurna. Svo var faðir minn líka einn sá skemmtilegasti maður sem ég hef um ævina kynnst og hann hélt kímnigáfunni alveg fram á síð- asta dag. Ég mun alltaf minnast hans með stolti. Arnfríður Kjartansdóttir Elskulegur tengdafaðir minn, Kjartan, er látinn. Ég kallaði hann oftast afa, enda hann var einstak- lega góður afi. Hann var raunar afar góður maður og réttsýnn. Hann var mannasættir og kom alls staðar góðu að. Skaplyndi hans var ein- stakt. Ég sá hann aldrei skipta skapi. Hann var alltaf glaður, ræð- inn og skemmtilegur. Mér fannst mjög gott að hafa hann nálægt. Ekki síst á hátíðarstundum á heimili mínu, t.d. þegar gengið var í kring- um jólatréð og á páskum þar sem eftirlætislögin voru sungin, gjarnan í röddum, því að afi var ákaflega söngvinn. Hann var óvenju greindur maður og átti ég oft í erfileikum með að fylgja honum eftir á hugarflugi hans. Afi var líka afar bóngóður og er ég mjög þakklát fyrir alla hans hjálp við mig og mína. Ég sakna Kjartans Jónssonar af öllu hjarta. Veit ég að það sama á við um alla fjölskyldu mína. Fari hann í friði og allar góðar vættir vaki yfir vegferð hans héðan. Margrét Örnólfsdóttir. Þegar ég var um fjögurra ára gömul hófu móðir mín og stjúpfaðir sambúð. Þar með eignaðist ég nýjan afa, hann afa Kjartan. Reyndist hann mikill happafengur fyrir mig og fjölskylduna alla. Mig minnir að ég hafi fyrst hitt hann á Akranesi, þar sem hann bjó um tíma. Í minn- ingunni kallaði ég hann afa Kjartan frá fyrstu kynnum, þó ekki værum við blóðskyld, enda leist mér strax vel á hann eins og öllum öðrum börnum sem honum kynntust. Hann prýddu enda kostir sem börnum falla sérlega vel, þ.e. einstakt jafn- aðargeð og glaðlyndi. Auðsætt var líka að honum þótti afar vænt um börn og bar mikla virðingu fyrir því fólki. Frá því að afi Kjartan flutti til Reykjavíkur var hann ómissandi partur af uppákomum í fjölskyld- unni, hversdagslegum sem til spari. Hann deildi aðfangadagskvöldinu iðulega jafnt með fjölskyldum tveggja sona sinna, Einars og Árna stjúpföður míns. Hann opnaði líka jólagjafirnar til jafns hjá þeim, reif þær upp til hálfs hjá Einari og lauk svo verkinu með okkur. Þannig náði hann að taka þátt í gjafaopnuninni á báðum stöðum. Þykir mér þetta lýs- andi fyrir hann, sem aldrei olli nein- um ónæði, heldur lagði sig fram um að gera samverustundina sem besta. Mér þótti hann undantekningar- laust hafa jákvæð áhrif í kringum sig. Afi Kjartan var mjög söngvinn og sagði skemmtilega frá. Ósjaldan snerust sögurnar um heimspekileg og kostuleg gullkorn sem hrundu af vörum barna við ýmsar kringum- stæður. Þeim hélt hann vel til haga og deildi gjarnan með öðrum, áheyr- endum til mikillar skemmtunar. Hló svo þeim til samlætis sínum indæla, hása hlátri. Ég mun sakna hláturs- ins hans, söngsins og góðrar nær- verunnar. Hann var einhvern veg- inn alltaf í sama, létta skapinu og hélt sínum góðu persónueinkennum allt til hins síðasta. Veikindunum undanfarið og vissunni um það sem koma skyldi tók hann, eins og viðbú- ið var, af fullkomnu æðruleysi. Það hjálpar að vissu leyti að vita að hann var reiðubúinn að fara. Mér þótti undurvænt um afa Kjartan og hans Kjartan Jónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI BJARNASON, Miðvangi 22, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju fimmtu- daginn 9. júlí kl. 14.00. Ragnheiður Einarsdóttir, Sigurður Árnason, Sigvarðína Guðmundsdóttir, Bjarni Árnason, Jóna Gullveig Guðmundsdóttir, Einar Birkir Árnason, Sigríður Pálsdóttir, Sigurbjörn Árnason, Ásta Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTJÁN HANSEN bifreiðarstjóri, áður Skagfirðingabraut 31, lést á Dvalarheimili Sauðárkróks mánudaginn 6. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Kristján Þór Hansen, Sigurbjörg Egilsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Sævarsson, Ragnar Kristjánsson, Júlía Dröfn Árnadóttir, Sævar Einarsson, Guðlaug Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, DR. GUÐMUNDUR ÖRN GUNNARSSON hagfræðingur, lést á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóð mánudaginn 22. júní. Blessuð sé minning hans. Magnus Örn Guðmundsson, Anna Malin Guðmundsdóttir, Borghildur Guðmundsdóttir, Arndís Jóna Gunnarsdóttir, Erlingur Viðar Leifsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásbjörn Jónsson og systrabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR fóstra, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.00. Sigurður Jónsson, Kristinn Ómar Sigurðsson, Gunnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Oddbergsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Linda Kristjánsson, Jón Björgvin Sigurðsson, Eydís Lúðvíksdóttir, Einar Gunnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, HJALTI E. HAFSTEINSSON bifreiðarstjóri, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 6. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 14. júlí kl. 13.00. Þórdís E. Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir, Jón S. Þorbergsson, Sigurður Hrannar Hjaltason, Herdís Anna Ingimarsdóttir, Pálmi Gunnlaugur Hjaltason, Hafsteinn Eyjólfsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.