Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 33

Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 33
legri brúðkaupsveislu þar sem Að- almundur lék á als oddi. Sagt er að við uppskerum eins og við sáum og það fer ekki á milli mála að Aðalmundur og Hilke hafa unnið vel sitt sáningarstarf. Öll fjölskyld- an endurspeglar og einkennist af þeirri hlýju og glaðlyndi sem okkur þótti alltaf einkenna Aðalmund og allt hans fas. Hið sama gildir um þeirra fallega heimili og það ber vandvirkni hans og handlagni einn- ig gott vitni. Og þótt hann sé nú horfinn á brott stendur Hilke ekki ein því með henni eru börnin öll, tengdabörn og barnabörn, sam- hent, kærleiksrík og umhyggjusöm, rétt eins og Aðalmundur alla tíð. Við leiðarlok þökkum við Aðal- mundi af heilum hug og hjartans einlægni þann kærleika, væntum- þykju og virðingu sem hann sýndi ævinlega dóttur okkar og dætrum hennar og Magnúsar. Við hjónin nutum ekki síður þessara viðhorfa í okkar garð frá fyrstu kynnum. Við kveðjum með sorg og söknuði en ekki síður þakklæti fyrir hans góða þátt í lífi okkar undanfarin ár. Vertu kært kvaddur góði vinur. Rósa og Guðmundur. Aðalmundur vinur minn er farinn yfir móðuna miklu. Hann átti sem betur fer ekki langan eða erfiðan veikindaferil, en það var honum líkt að standa ekki lengi við án þess að klára hlutina. Ég talaði við hann síðast í síma þar sem hann var heima í faðmi fjölskyldu sinnar um síðustu helgi. Ég kynntist Alla eins og hann var alltaf kallaður þegar ég hóf störf hjá Loftleiðum 1978, mér líkaði strax vel við hann og eftir því sem árin liðu og ég tala nú ekki um eftir að við báðir hættum störfum vegna aldurs varð vinskapur okkar nánari. Við fórum saman í skemmtilegt ferðalag um landið árið 1994 á smá- vél Þyts TF-KAF, 5 daga ferð um allt Ísland og áttum dásamlega ferð sem batt okkur enn meira saman. Við áttum sameiginlega vini svo sem Hadda Eiríks. og Jón „new- mann“ ásamt fleirum. Það varð föst regla að mæta hjá Alla vini mínum og borða gellur og þá með mörgum góðum vinum og það sýnir einstaka skopskyggni Alla þegar hann sagði að þetta væru nú einu gellurnar sem þessi hópur gæti notið. Aðal- mundur keypti sér gamalt hús við Starhaga þar sem hann bjó sér og Hilke, ásamt börnum, fallegt heim- ili enda var það hans áhugamál að halda þessu húsi í sem bestu formi til síðasta dags. Ég mun sakna Aðalmundar vinar míns mikið. Við Bryndís konan mín sendum allri hans fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin og þökkum góðar stundir með Alla gegnum ár- in. Ottó Tynes. Það var ætíð mikið tilhlökkunar- efni á æskuheimili mínu á Mælifelli þegar von var á Aðalmundi móður- bróður, „Alla frænda“, í sumar- heimsókn. Heimsóknum hans fylgdi ævin- týralegur andblær, hann var flug- vélstjóri og vinnuvettvangur hans var loftin blá og ferðalög til fjar- lægra landa. Hann færði okkur systkinunum gjafir ólíkar þeim sem við annars sáum og jafnan fylltist húsið ilmi af framandlegu góðgæti. Honum fylgdi kraftur lífsgleði og athafnasemi og ávallt var stutt í glettnisglampa í augnaráðinu. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var vinur vina sinna. Eigin vandamál bar hann ekki á torg. Ein- ungis fáeinar vikur eru síðan mér varð kunnugt um að hann hefði í nokkur ár gengið með sjúkdóm þann sem nú hefur dregið hann til dauða. Síðasta heimsókn mín til Alla frænda var rétt rúmri viku fyrir andlát hans. Mjög var af honum dregið, en sálin var jafn ung og skýr sem fyrr og ennþá var stutt í glettn- ina. Móðir mín og Alli voru mjög náin og um margt lík hvort öðru. Dætur mínar fóru ungar að kalla hann „Alla afa“, sáu í honum margt sem minnti þær á ömmu sína. Skammt varð á milli þeirra systk- inanna, rúmt ár. Ég þykist vita að vel hafi verið tekið á móti Alla í nýrri vist. Söknuðurinn er sár að sjá á eftir góðum dreng. Ólöf, kona mín, og dætur mínar, María og Sigrún, deila þeim söknuði með mér. Farðu vel, frændi, og hafðu kæra þökk fyrir allt. Benjamín Bjartmarsson. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Raðauglýsingar Dýrahald Frábærar grindur Ný sending af grindum komin í hús. Bestu grindurnar á markaðnum. Til í Húsasmiðjunni, sama verð og á www.liba.is Garðar Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbú- staðinn! Steini, sími 663 6666, Kolla, sími 663 7666. Visa/Euro l t i Túnþökur og túnþökurúl ur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn! Kolla, sími 663 7 66, Steini, sími 3 6666. Visa/Euro Heilsa Nýtt á Íslandi - Nýtt í Evrópu Einstök heilsuvara. Gríðarlegir tekjumöguleikar. Óskum eftir kraft- miklum einstaklingum um allt land. http://atvinna.jondora.com Sími 865-5747 og 869-2024. Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, women and couples. Tel. 698 8301. www.tantra-temple.com Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum.til sölu Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu www.verslun.is Pöntunarsími: 5351300 32.900.-+vsk Vindskilti Stærð 50x70cm VERSLUNARTÆKNI Óska eftir að kaupa borð, stóla og ýmis tæki fyrir veitingastað Upplýsingar í síma 861 8752. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is , í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Þjónaleiga og veisluþjónusta Þjónaleiga og veisluþjónusta fyrir allar veislur og samkomur, hafðu samband og fáðu tilboð, s. 869-3515, orripall@hotmail.com MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Myndatökur Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar. Byggingavörur Vantar 20 feta gáma og rampa/sliskjur fyrir smágröfur. Upplýsingar í síma: 861 0000/ fristundahus@gmail.com Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Ýmislegt Þægilegir dömuinniskór í miklu úrvali. Allt leðurskór með skinnfóðri með mjúku fótbeði Verð: 6.550. Verð: 6.550.- Skór með teygjuefni í hliðum f yrir veika fætur. Stærðir: 36 - 42 Litur: svart. Verð: 10.900.- Stærðir: 36 - 42. Litir: Beige og svart Verð: 9.750.- Stærðir: 36 - 42. Litir: Rautt og svart Verð: 10.750.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vatnsdælur, 2 til 4 tommu Eigum á lager á mjög góðu verði vatnsdælur, 2-4 tommu, 600 til 1600 l á mín. Bensín og dísel með starti. Bíla- & búvélaverkstæðið, www.holt1.net, sími 895 6662. Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Skemmtileg verðlagning - Fyrir sumarhús Franskir gluggar ca. 25 stk., ýmsar stærðir. Þykk utanhúss- klæðning, liggjandi, fura. Nokkrar innihurðir, hvítar í körmum, 3 spjöld sem og nokkrir arnar, lokaðir með gleri sem hlaða þarf í kringum. Reykrör fylgja ekki. Upplýsingar í síma 845-0454. Kerrur Easyline 105 Innanmál: 105 x 84 x 32 cm · heildar- þyngd: 350 kg · burðargeta: 277 kg · dekk: 8". Tilboðsverð: 45.900,- Lyfta.is · sími 421 4037, Njarðarbraut 3a, Reykjanesbæ. Varahlutir www.bilapartar.is Bílapartar ehf. Við erum þjónustu- aðilar Úrvinnslusjóðs. Þú kemur með bílinn til okkar og færð skilavottorð. Við erum í Grænumýri 3, Mosfellsbæ. Óska eftir Vantar þig pening? VANTAR ÞIG PENING? Ertu með gullskartgrip, gullpening eða annað úr gulli sem þú vilt selja? Komdu til okkar á Laugarveg 76 og þáðu gott staðgreiðsluverð. Opið 10-16 eða hringdu: 695-2804, til að panta aðra tíma. Kaupum gull Höfum keypt og selt gull í 38 ár. Vantar nú gull til að smíða úr. Sanngjarnt verð. Fagmenn meta skartgripina þér að kostnaðarlausu. Aðeins í verslun okkar, Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi alla notaða skartgripi og fl. Kaupi alla notaða skartgripi. Borga hæsta verðið fyrir gullskartgripi. Kaupi einnig gamla skrautmuni, styttur og margt fl. Uppl. í síma 694 5751. Geymið auglýsinguna. Atvinnuauglýsingar Hótel í miðborginni Gestamóttaka Óskum eftir að ráða starfsfólk í gestamóttöku, annars vegar á dagvaktir (2-2-3) og hins vegar á síðdegisvaktir þar sem einnig er unnið aðra hverja helgi. Leitum að fólki með góða tungumálakunnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum, góða tölvuþekkingu og skilning á markaðsmálum. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu okkar, www.centerhotels.is. Umsóknir óskast sendar á job@centerhotels.is. Viðkomandi aðilar þurfa að geta hafið störf fljótlega. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Bikarkeppnin 3. umferð Nýlega var dregið í þriðju umferð bikarkeppni Bridssambandsins. A.m.k. einum leik er lokið en það er leikur Björgvins Más Sigurðssonar og Gunnars B. Helgasonar þar sem þeir síðarnefndu unnu 89-73. Annars drógust eftirtaldar sveitir saman: Ljónin – VÍS Muninn – Úlfurinn Sölufél garðyrkjum. – Riddararnir Garant Thornton – Eyþór Jónsson Eykt – Júlíus Sigurjónsson Unaós – Dalvík Garðsapótek – Guðm. Sv. Hermannss. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 6. júlí sl. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Halldórss.– Þorsteinn Laufdal 252 Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðason 249 Árangur A-V Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 261 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 246 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.