Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM 750kr.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo
ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
HHHH
“Stærri, fyndnari, flottari ...
Ef þú fílaðir fyrstu
myndina, þá áttu eftir að
dýrka þessa!”
T.V. - Kvikmyndir.is
Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein
flottasta HASARMYND SUMARSINS
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS!
ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR
750kr.
750kr.
750kr.
750kr.
„Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“
750kr.
Byggð á metsölubók Jodi Picault sem
farið hefur sigurför um heiminn
Áhrifarík og átakanleg mynd
sem skilur engan eftir ósnortinn
abigai l bresl in cameron diaz
Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA
ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM,
UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI
Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á
LÍF OG DAUÐA. ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM
HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10 B.i.12 ára
My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 LEYFÐ Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ
Year One kl. 10:10 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára
The Hurt Locker kl. 5:30 - 8 - 10:35 B.i. 16 ára
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Year One kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára
Terminator: Salvation kl. 10:15 B.i. 12 ára
ÞRJÁR kvikmyndir verða frum-
sýndar í íslenskum kvikmynda-
húsum í dag, hver annarri ólíkari.
Brüno
Austurríska módelið og tískulögg-
an Brüno kemur til landsins í dag...
eða allavega myndin um hann.
Sacha Baron Cohen bregður sér í
hlutverk sköpunar-verks síns
Brüno sem fer til Bandaríkjanna í
leit að frægð og frama. Fæst orð
hafa minnsta ábyrgð um myndina
og ætti að nægja að nefna að Baron
Cohen þykir ganga enn lengra í
kjánaskapnum en í síðustu mynd
sinni, um Borat, sem var þó nægur.
Sjón er því sögu ríkari.
Erlendir dómar:
Variety: 60/100
The Hollywood Reporter: 40/100
My Sister’s Keeper
Þær Abigail Breslin (Little Miss
Sunshine) og Cameron Diaz fara
með aðalhlutverkin í My Sister’s
Keeper, sem frumsýnd verður hér á
landi í dag. Myndin byggist á sam-
nefndri sögu Jodi Picoult, sem kom
út hér á landi fyrir nokkru og nefn-
ist Á ég að gæta systur minnar?
uppá íslenska tungu. Leikstjóri
myndarinnar er Nick Cassavetes
(The Notebook).
Erlendir dómar:
Metacritic.com: 51/100
The Hollywood Reporter: 70/100
Variety: 50/100
The Hurt Locker
Myndin segir frá nokkrum félögum
í sprengjusveit bandaríska hersins
sem hafa það að aðalstarfi að af-
tengja sprengjur í miðjum bardaga.
Sérkennilegt samband myndast
milli vinnufélaganna í þessari stór-
hættulegu vinnu.
The Hurt Locker hefur hlotið afar
góða dóma í Bandaríkjunum. Leik-
stjóri myndarinnar er Kathryn
Bigelow og með helstu hlutverk
fara Guy Pearce, Ralph Fiennes,
David Morse og Evangeline Lilly.
Erlendir dómar:
Metacritic.com: 91/100
The Hollywood Reporter: 90/100
Variety: 60/100
The New York Times: 100/100
FRUMSÝNINGAR»
Sprengjur, systur og Brüno
Nautabanatískan? Cohen að kynna Brüno í Madrid, 18. júní sl.
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
PÁLL ÓSKAR hefur ráðið hljóm-
sveitina Jagúar til þess að sjá um
undirleik á Michael Jackson-hátíð
sem hann stendur fyrir á Nasa á
laugardagskvöldið. Hljómsveitin
mun leika undir þegar Palli, Alan
Jones og Seth Sharp syngja eft-
irlætislög sín úr höfundarsmiðju
Jacksons. Einnig mun Yesmine Ol-
son ásamt völdum hópi dansara
setja upp danssýningu við lögin
„Thriller“ og „Smooth Criminal“.
„Þarna eru réttir menn á réttum
stað,“ segir Páll sem finnst mik-
ilvægt að hafa lifandi flutning undir
atriðunum. „Mér fannst líka mik-
ilvægt að þeir sem stíga þarna á svið
séu gallharðir aðdáendur Jacksons.
Nú er ég farinn að hlakka til.“
Aðrir eins og viðvaningar
Sjálfur ætlar Palli að syngja lögin
„I Want You Back“, „ABC“ og „I’ll
Be There“ en Alan og Seth deila
nokkrum góðum slögurum Jackson
á milli sín. Þá syngja þeir saman
„Blame It On The Boogie“.
„Dansararnir klára þetta og ég
held að liðið eigi eftir að bilast, því
dansarnir verða nákvæm eftirmynd
af þeim sem eru í myndböndunum.
Fyrstu danssporin sem flestir læra
eru Michael Jackson-sporin, þannig
að flestir dansarar kunna þetta utan
að. Þar sést hversu mikið fyrirbæri
Jackson var. Það var ofsalega mikið
líf og orka í röddinni hans. En að
geta sett sömu orkuna í skrokkinn á
sér... það var það sem var svo ein-
stakt. Þess vegna eru allir popparar
eins og viðvaningar við hliðina á hon-
um.“
Myndbönd Jacksons verða svo
sýnd á risaskjám á meðan Palli þeyt-
ir skífum nóttina á enda.
Lifandi Jackson
Morgunblaðið/Ómar
Páll Óskar Syngur lög Jackson 5 á
Jackson-hátíðinni á Nasa.
Hljómsveitin Jagú-
ar leikur undir í
Jackson-veislu Páls
Óskars á Nasa