Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 10

Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Það er rétt mat Illuga Gunnars-sonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að það verður seint fyrirgefið ef þingheimur kast- ar til höndunum í svo stóru máli sem Icesave-málinu til þess eins að kom- ast nokkrum dögum fyrr í sumarfrí.     Illugi sagði í há-degisfréttum RÚV í gær að þingmenn hefðu haft lítinn tíma til að kynna sér gögn málsins fyr- ir fyrstu umræðu og því skipti það afar miklu máli fyrir alþingis- menn og þjóðina alla að nefndirnar væru búnar að gjörkanna samn- inginn, afleið- ingar þess að gangast undir hann og þess að gangast ekki und- ir hann, áður en hann yrði tekinn fyrir aftur á þinginu.     Gunnar Bragi Sverrisson, formað-ur þingflokks Framsóknar- flokksins, tók í sama streng og Ill- ugi. „Ég sé ekki hvernig þessi stóru mál eiga að fara í gegnum þingið á þessum tíma nema ræðutími verði styttur og þingmenn fái ekki að tala um þau og það finnst mér ekki koma til greina,“ sagði Gunnar.     Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,forseti Alþingis, sagði í frétt hér í Morgunblaðinu í gær, að stefnt væri að þinglokum eftir næstu helgi, en hún vildi ekki festa niður dag- setningu þar um.     Forseti Alþingis ætti frekar aðbrýna fyrir þingheimi öllum að flýta sér hægt en að reka á eftir þinglokum. Hagsmunirnir, sem í húfi eru, krefjast vandaðra vinnu- bragða. Illugi Gunnarsson Þingheimur flýti sér hægt Gunnar Bragi Sverrisson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 léttskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Algarve 23 heiðskírt Bolungarvík 13 skýjað Brussel 15 skúrir Madríd 31 heiðskírt Akureyri 13 heiðskírt Dublin 16 skýjað Barcelona 23 skýjað Egilsstaðir 15 léttskýjað Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 17 heiðskírt London 19 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Nuuk 14 heiðskírt París 17 skúrir Aþena 32 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Ósló 17 skýjað Hamborg 16 skúrir Montreal 18 alskýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Berlín 16 skúrir New York 23 heiðskírt Stokkhólmur 21 skýjað Vín 22 léttskýjað Chicago 18 skúrir Helsinki 20 léttskýjað Moskva 21 skýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR ER Í FRÍI STAKSTEINAR VEÐUR 9. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.39 0,7 7.37 3,5 13.39 0,6 19.54 3,8 3:26 23:42 ÍSAFJÖRÐUR 3.41 0,5 9.27 1,9 15.33 0,5 21.40 2,2 2:40 24:37 SIGLUFJÖRÐUR 6.09 0,2 12.20 1,1 18.02 0,4 2:20 24:22 DJÚPIVOGUR 4.38 1,9 10.47 0,5 17.07 2,1 23.21 0,6 2:44 23:22 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola, þurrt að mestu og víða bjart veður. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag Hæg norðaustlæg átt, skýjað en þurrt að kalla norðan- og austanlands en annars bjart- viðri að mestu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á sunnudag Norðaustlæg átt, þokusúld með köflum norðan- og aust- anlands en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag Norðaustlæg átt, þokuloft norðan- og austanlands en skúrir suðvestanlands. Heldur kólnandi. . VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 m/s suðvest- antil, annars hæg breytileg átt. Víða léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. „ÞAÐ gerist nánast á hverju sumri að heimilis- laust fólk kýs tjaldbúskap fram yfir önnur úr- ræði,“ segir Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferð- arsviðs, um frétt Morgunblaðsins í gær um heimilislausa konu sem býr í tjaldi við Ánanaust. Margir minnast frétta af heimilislausu fólki sem hafði vetursetu á tjaldsvæðinu í Laugardal og stundum berast fregnir af útigangsfólki sem hefur slegið upp tjaldi í langan eða skamman tíma í Öskjuhlíð. Stella segir starfsmenn velferðarsviðs þekkja mál heimilislausu konunnar i Ánanaustum eins og flest slík mál sem koma upp í borginni „Hinn dapri sannleikur er sá að við getum lítið gert ef aðstoð er hafnað. Því þótt þetta fólk sé skjólstæðingar félagsmála- og heilbrigðisyfirvalda þá er um sjálfráða manneskjur að ræða.“ Stella segir allt kapp lagt á að sinna því fólki sem til þeirra leiti. Ýmis úrræði séu í boði fyrir heimilislausa í borginni, s.s. Konukot, gistiskýlið í Þingholtsstræti, smáhýsi á Granda og heimili fyrir heimilislausa karla á Njálsgötu og Miklubraut. Hún segir það vera á stefnuskrá velferðarsviðs að opna heimili fyrir heimilislausar konur. „Hugsan- lega tekst það í haust eða síðar í vetur. Konukot er gott en það er ekki heimili og það er brýnt að búa konum, sem verið hafa heimilislausar lengi, sama- stað.“ Biðlistar styttast Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að biðlist- ar eftir húsnæði hjá félagslega kerfinu hafa styst umtalsvert. Það skýrist af því að leiga á almenna markaðnum hefur lækkað mikið undanfarið. „Þetta þýðir að minna fé fer til íbúðakaupa. Aftur á móti er greiðsla húsaleigubóta á okkar könnu og útgjöld þeim megin hafa að sama skapi aukist.“ Stefnt að heimili fyrir útigangskonur Útigangsfólk tjaldar en biðlistar eftir félagslegum íbúðum styttast Eftir Reyni Sveinsson Sandgerði | Tekin hefur verið í notk- un áhorfendastúka við íþróttavöll- inn í Sandgerði. Hún er fyrsti áfangi í byggingu fjölnota íþróttahúss sem byggt verður þar við í framtíðinni. Sæti eru fyrir 350 manns í stúk- unni. Um leið var tekinn í notkun endurbættur grasvöllur. Völlurinn var færður til suðurs og grasið end- urnýjað. Stúka og völlur reyndust vel í fyrsta leik því Reynir sigraði Tindastól. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina er um 40 milljónir kr. Sæti fyrir 350 í áhorfendastúkunni Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Aðstaða Stuð var í nýju stúkunni á vígsluleiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.